blaðið - 14.04.2007, Side 34
blaðið
34
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007
,v ít;
, * .£"• fc:v' ’i
'K. :
iaii:
,, formerkjum það er, eru menn að
starfa andstætt Guðs vilja.
Hættan sem steðjar að kristinni
kirkju er flóttinn inn í bókstafs-
hyggjuna. Menn vilja kasta eign
sinni á Guð almáttugan, setja hann
í brjóstvasann, jafnvel rassvasann,
og setjast ofan á hann. Bókstafs-
trúarfólk innan þjóðkirkjunnar og
víðar telur sig eiga að höndla Guð.
Ég tel að það sé stórhættulegt. Við
eigum ekki að leitast við að höndla
Guð frekar en við leitumst við að
höndla sannleikann. Við eigum
aftur á móti að leitast við að vera
‘‘^höndluð af Guði og sannleikanum.
UÐ-AKTÍN
GXTRA
Glucosamine & Chondroitin
60 töflur
Heldur liöunum
liöugum!
Þarna greinir á milli bókstafstrúar-
manns og þess sem vill leita Guðs
síns í auðmýkt og með opnum huga.
Bókstafstrúarmenn telja sig hafa
slegið eign sinni á Guð og ég held að
Guði líði ekki vel í því hlutskipti."
Talsmaður mannréttinda
Þú segir að hluti af þessari
kceru prestanna byggist á afstöðu
þinni til samkynhneigðra. Skýrðu
það nánar.
„Þetta er eitt af því sem er tínt
til í hinum mörgu ákæruliðum
en þar eru teknir kaflar úr predik-
ununum mínum þar sem ég fjalla
um mannréttindi samkynhneigðra.
Mannréttindi eru mælistika á trúar-
áherslur kirkjustofnana. Því miður
eru mannréttindi oft vanvirt og sví-
virt í nafni trúarinnar. Það á við um
öll trúarbrögð - og ekki síst kristni.
Ég tel að samkynhneigðir eigi sama
rétt á því að ganga í hjónaband eins
og gagnkynhneigðir. Ég vil ekki
gera neinn mun þar á. Ég skilgreini
hjónabandið samkvæmt kristnum
og evangelískum skilningi sem sátt-
mála tveggja jafn rétthárra og jafn
upplýstra einstaklinga. Tilgangur
hjónabandsins er að miðla kærleika.
Miðalda kirkjustofnanir hafa skil-
greint hjónabandið með allt öðrum
hætti, þar er hjónabandið sakra-
menti, sniðið uppi á himni og sent
niður, einungis ætlað karli og konu.
Tilgangur hjónabandins er sam-
kvæmt því einungis sá að framleiða
börn Guði til dýrðar. Þetta er hins
vegar ekki lútherskur skilningur
og ég er lútherskur prestur. Ég geri
engan mun á samkynhneigðum
og gagnkynhneigðum. Ég er tals-
maður mannréttinda.“
Sumargjöf
Skóverslun Kringlunni 8 -12 - S: 553 2888
„Mannréttindi eru mælistika á trúaráherslur kirkjustofn-
ana. Því miður eru mannrétttindi oft vanvirt og svívirt
í nafni trúarinnar. Það á við um öll trúarbrögð - og ekki
síst kristni."
Hefurðu aldrei efast í trúnni?
„Jú, jú, það hef ég gert. Efinn getur
verið hollur og stundum nauðsyn-
legur og ágætis ferðafélagi.“
Trúin er einkamál
Hvert finnst þér vera mesta
vandamálið sem við glímum við
í dag í íslensku þjóðfélagi?
„Þegar ég horfi á hlutina út
frá mínu sviði þá hef ég mestar
áhyggjur af stofnanavæðingu trúar-
innar. Það hefur verið unnið að að-
skilnaði ríkis og kirkju og það hefur
tekist að vissu marki. Ríkiskirkjan
hefur fengið sjálfstæði frá ríkinu
en samtímis hafa völd hennar auk-
ist og mörg skref hafa verið tekin
til baka hvað varðar jafnræði trúfé-
laga. Mismunun og ójafnvægi milli
trúfélaga hefur aukist til muna. Ég
hef vogað mér að hafa orð á þessu
og viðbrögðin eru sem allir sjá.
Ég á mér þá hugsjón að hér verði
sköpuð umgjörð um trúarlíf og
andleg málefni þar sem allir sitja
við sama borð og hafa jafna mögu-
leika til að tjá sig. Kannanir sýna að
íslendingar telja sig vera mjög trú-
aða en með sínum hætti. Þeir leita
Guðs eftir óhefðbundnum leiðum
og aðhyllast dulúð og mystík sem
hefur verið úthýst af hinni stóru
stofnanakirkju. Trúin og kirkjan
eiga að vísa fram á við en ekki til
fortíðar því Guð er sá sem gerir alla
hluti nýja. Hann er ekki bara í sög-
unni, hefðunum og stofnuninni.
Hann gefur okkur framtíðarsýn en
býður ekki upp á fortíðardýrkun og
flóttaleiðir.
1 miðaldarkirkjunni, sem margir
vilja nú horfa til, er sjálfsmynd
mannsins veik og mikil áhersla lögð
á hinn kengbogna syndara sem á
stöðugt að sætta sig við hlutskipti
sitt og kyssa refsivönd Guðs. Við
þurfum bjartari og jákvæðari sjálfs-
mynd. Af hverju er landsmönnum
ekki treystandi til að hafa lýðræðis-
lega umgjörð um trúmál og andleg
málefni þegar við búum við slíkt á
hinu veraldlega sviði?
Kirkjusaga 20. aldar í Evrópu segir
okkur að trúin er einkamál. Evrópa
hefur hafnað hinni stofnanavæddu
kirkju. Með því að halda dauðahaldi
í kirkjustofnun sem er ríkisrekin þá
erum við að elta form sem afkristn-
aði Evrópu með ótrúverðugleika
sínum. Við eigum að hrista af okkur
helsi miðalda og láta hina sönnu and-
legu auðlegð landsmanna njóta sín.
Það er þetta sem ég vil sjá.“
kolbrun@bladid.net