blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 53

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 53 blaöið Skjár Einn sun. 19.45 Snilldar bílaþættir Það verður mikið fjör hjá (slandsvinunum í Top Gear í kvöld. Stórt atriði í þættinum vartekið upp á íslandi, nánar tiltekið á Jökulsárlóni, þar sem einn þáttastjórnenda tekur þátt í áhugaverðri keppni. Hann keyrir meðfram lóninu á sér- smíðuðum íslenskum jeppa í kappi við mótordrifinn kajak. [ þættinum er skoski kokkurinn Gordon Ramsey gestur, ný Corvette Z06 er prufukeyrð og þáttarstjórnendum tekst að eyðileggja útvarpsstöð. Stöð 2 mán. 20.05 Ástsjúkir unglæknar Grey's Anatomy-þættirnir hafa rækilega slegið í gegn bæði vest- anhafs sem hér heima og virðist fólk seint fá leið á því að fylgjast með ástum og sorgum Meredith Grey og kollega hennar á Seattle Grace-spítalanum. Ástamálin eru oft og tíðum eins flókin og sjúk- dómsgreiningarnar og er starfs- fólkið að draga sig saman í hinum og þessum kompum spítalans. Dr. Burke lýsir yfir neyðarástandi á sjúkrahúsinu þegar tifandi tímasprengja finnst þar sem gæti stofnað lífi allra á sjúkrahúsinu í hættu. Á meðan virðist sem það gæti verið að hitna f kolunum hjá Izzie og Alex. RÚV mán. 21.15 Strandaglópar Lffsháski (Lost) er bandarískur myndaflokkur um hóp fólks sem komst lífs af úr flugslysi og neyddist til að hefja nýtt líf á afskekktri eyju í Suður- Kyrrahafi þar sem ýmsar ógnir leynast. Mikil dulúð hvílir yfir eyjunni en hún er meðal annars byggð óvinveittu fólki sem eng- inn veit neitt um, ísbjörnum og yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Meðal leikenda eru Naveen Andrews, Emilie de Ravin, Matt- hew Fox, Jorge Garcia, Maggie Grace, Dominic Monaghan, Yunjin Kim, Terry O’Quinn og Josh Holloway. Atriði í þátt- unum eru ekki við hæfi barna. Nýtt sjónvarpsefni: Flash Gordon aftur á skjáinn Hin magnað ofurhetja Flash Gord- on eða Hvell-Geiri, sem ferðast um himingeiminn í heimasmíðuðu geimskipi og berst við ill öfl, mun senn birtast á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar. I næsta mán- uði munu hefjast upptökur á nýrri þáttaröð um Gordon og ævintýri hans og munu þættir verða frum- sýndir í Bandaríkjunum í ágúst. Það er Eric Johnson sem mun leika aðalhlutverkið en hann hefur helst unnið sér það til frægðar það sem af er að hafa leikið í Smallville þátta- röðinni um ævintýri hins unga Súp- ermans. Margir minnast enn hinnar und- arlegu kvikmyndar um Flash Gord- on frá árinu 1980. Myndin skartaði Brian Blessed í einu af aðalhlutverk- inu, tónlist eftir stórhljómsveitina Queen og hreint út sagt fáránlegum búningum. Myndin þótti ekki vera upp á marga fiska en hefur þó náð miklum vinsældum og telst í dag vera sannkölluð „költ“-mynd. Fram að því hafði Flash Gordon hafði hin mikla hversdagshetja látið sér nægja að vera í teiknimyndarformi ef frá er talin misheppnuð sjónvarpssería sem framleidd var í Evrópu. Hvort að eitthvað verður varið í þessa GORDON Hinirskammlífu sjón- )ættir um hetjuna voru fram- ■árin 1954-55. • Jn þáttaröð verður tíminn að leiða í lofað því að þáttaröðin muni gefa ljós en framleiðendur þáttanna hafa nýjan tón í sögu Flash Gordon. rniia BÆJARLIND 6 201 KÓPAVOGI SfMI 554 6300 RÝMINCARSALA afsláttur af öllum vörum í versluninni Komdu og gerðu frábær kaup opið virka daga 10-18 laugardaga 11-16 - Sunnudaga 13-16 bæjarlind 6 201 kópavogi simi 554 6300 www.mira ar t . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.