blaðið - 14.04.2007, Síða 53

blaðið - 14.04.2007, Síða 53
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 53 blaöið Skjár Einn sun. 19.45 Snilldar bílaþættir Það verður mikið fjör hjá (slandsvinunum í Top Gear í kvöld. Stórt atriði í þættinum vartekið upp á íslandi, nánar tiltekið á Jökulsárlóni, þar sem einn þáttastjórnenda tekur þátt í áhugaverðri keppni. Hann keyrir meðfram lóninu á sér- smíðuðum íslenskum jeppa í kappi við mótordrifinn kajak. [ þættinum er skoski kokkurinn Gordon Ramsey gestur, ný Corvette Z06 er prufukeyrð og þáttarstjórnendum tekst að eyðileggja útvarpsstöð. Stöð 2 mán. 20.05 Ástsjúkir unglæknar Grey's Anatomy-þættirnir hafa rækilega slegið í gegn bæði vest- anhafs sem hér heima og virðist fólk seint fá leið á því að fylgjast með ástum og sorgum Meredith Grey og kollega hennar á Seattle Grace-spítalanum. Ástamálin eru oft og tíðum eins flókin og sjúk- dómsgreiningarnar og er starfs- fólkið að draga sig saman í hinum og þessum kompum spítalans. Dr. Burke lýsir yfir neyðarástandi á sjúkrahúsinu þegar tifandi tímasprengja finnst þar sem gæti stofnað lífi allra á sjúkrahúsinu í hættu. Á meðan virðist sem það gæti verið að hitna f kolunum hjá Izzie og Alex. RÚV mán. 21.15 Strandaglópar Lffsháski (Lost) er bandarískur myndaflokkur um hóp fólks sem komst lífs af úr flugslysi og neyddist til að hefja nýtt líf á afskekktri eyju í Suður- Kyrrahafi þar sem ýmsar ógnir leynast. Mikil dulúð hvílir yfir eyjunni en hún er meðal annars byggð óvinveittu fólki sem eng- inn veit neitt um, ísbjörnum og yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Meðal leikenda eru Naveen Andrews, Emilie de Ravin, Matt- hew Fox, Jorge Garcia, Maggie Grace, Dominic Monaghan, Yunjin Kim, Terry O’Quinn og Josh Holloway. Atriði í þátt- unum eru ekki við hæfi barna. Nýtt sjónvarpsefni: Flash Gordon aftur á skjáinn Hin magnað ofurhetja Flash Gord- on eða Hvell-Geiri, sem ferðast um himingeiminn í heimasmíðuðu geimskipi og berst við ill öfl, mun senn birtast á sjónvarpsskjám heimsbyggðarinnar. I næsta mán- uði munu hefjast upptökur á nýrri þáttaröð um Gordon og ævintýri hans og munu þættir verða frum- sýndir í Bandaríkjunum í ágúst. Það er Eric Johnson sem mun leika aðalhlutverkið en hann hefur helst unnið sér það til frægðar það sem af er að hafa leikið í Smallville þátta- röðinni um ævintýri hins unga Súp- ermans. Margir minnast enn hinnar und- arlegu kvikmyndar um Flash Gord- on frá árinu 1980. Myndin skartaði Brian Blessed í einu af aðalhlutverk- inu, tónlist eftir stórhljómsveitina Queen og hreint út sagt fáránlegum búningum. Myndin þótti ekki vera upp á marga fiska en hefur þó náð miklum vinsældum og telst í dag vera sannkölluð „költ“-mynd. Fram að því hafði Flash Gordon hafði hin mikla hversdagshetja látið sér nægja að vera í teiknimyndarformi ef frá er talin misheppnuð sjónvarpssería sem framleidd var í Evrópu. Hvort að eitthvað verður varið í þessa GORDON Hinirskammlífu sjón- )ættir um hetjuna voru fram- ■árin 1954-55. • Jn þáttaröð verður tíminn að leiða í lofað því að þáttaröðin muni gefa ljós en framleiðendur þáttanna hafa nýjan tón í sögu Flash Gordon. rniia BÆJARLIND 6 201 KÓPAVOGI SfMI 554 6300 RÝMINCARSALA afsláttur af öllum vörum í versluninni Komdu og gerðu frábær kaup opið virka daga 10-18 laugardaga 11-16 - Sunnudaga 13-16 bæjarlind 6 201 kópavogi simi 554 6300 www.mira ar t . i s

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.