blaðið - 14.04.2007, Side 14
14 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007
blaðið
HVAÐ MANSTU?
1. Hver leiðir lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar?
2. Hvaða lið náðu sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu fyrr í vikunni?
3. Hvar fara landsfundir Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar fram um helgina?
4. Hvar skrifaði Bjargvættina í grasinu (The Catcher in the Rye)?
5. Hvaða ríki á landamæri að Egyptalandi, Súdan, Tsjad, Níger, Alsír og Túnis?
Svör:
GENGI GJALDMIÐLA
mm Bandaríkjadalur KAUP 65,57 SALA 65,89
2fS Sterlingspund 130,25 130,89
nm Dönsk króna 11,905 11,975
» Norsk króna 10,94 11,004
■BEffií ■ ffii Sænsk króna 9,562 9,618
sa Evra 88,77 89,27
( verslunum
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Skíf
Eg
Laugardaishöll
Miðasala í fullui
á midi.is c _
BT Seifossi, Akureyri og
MlSav.rí: stúka.fcr.7400 ■ StœOI kr.5300 • Hú
' •' ■ jyrW Hrjf
t' mm
<©
OSQC.aaУtOQD©eQC
Sverrir Einarsson
Hcrmann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
auglýsir fasteignir til sölu
Tilgrelndar fasteignir á starfsvasöi Þróunarfélags Keflavikurflugvallar eru hér með auglýstar
tll sölu. Við mat á tilboðum veröur einkum horft til kaupverös og tilhögunar á greíöslu þess.
FélagiO áskllur sér rétt til aö taka tillit tll hugmynda bjóöenda um nýtingu fastelgnanna ásamt
því hvaöa áhrtf sú nýtlng hefur é eftirspurn eftir öörum fastelgnum félagsins á svæölnu.
Sumar bygglnganna eru innan viðkvæmasta hluta haftasvæóls fiugvemdar sbr. reglugerö
361/2005 og nýtlng þelrra þvf háö vlóelgandl skllyróum. Ekkl eru um útboð á elgnum aó ræöa
heidur sölu. Þróunarfátag Keflavlkurflugvatiar áskllur sér rétt tll aö taka þelm tilboöum sem
talln eru hagstæöust, m.a. út frá ofangrelndum þáttum eða hafna öllum. Elgnlrnar veróa
seldar frá og meö 24. april 2007.
Frekarl upplýsingar um elgnlmar má nálgast á
helmasföu eöa á skrifstofu félagsins.
KADECO
www.kadeco.is
Auglýsingasíminn er
510 3744
Didda Jónsdóttir Ijóðskáld
við störf Maður kynnist
borgaranum og mannlífinu á
sérstakan hátt BMið/fyþór
Konum fjölgar stöðugt við sorphirðu:
Ljóðskáld með
tunnutrillurnar
■ Sömu laun ■ Lyktin hengd á ruslakarlana ■ Hittir krakka og ketti
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Átta konur starfa nú hjá Sorphirðu
Reykjavíkur og hafa aldrei jafn-
margar konur starfað við sorphirðu
að vetri til. „Það hafa yfirleitt verið
ein til tvær stelpur í þessu að vetr-
inum og þær hafa stoppað stutt en nú
hefur orðið breyting á. Það er eins og
konur hafi uppgötvað að þetta sé enn
eitt starfið sem er gott starf,“ segir
Pétur Elínarson, rekstrarfulltrúi hjá
Sorphirðu Reykjavíkur þar sem um
6o manns starfa að jafnaði.
Hann telur að hluti af áhuga
kvenna á starfinu sé tækifæri til úti-
vistar og mikillar hreyfingar. „Þetta
er kvenfólk úr öllum geirum. Auk
Diddu ljóðskálds erum við með
íþróttakennara, eróbikkkennara,
fótaaðgerðarfræðing og fleiri við
störf hér í vetur.“
Didda Jónsdóttir Ijóðskáld, sem
hefur verið við sorphirðu hjá Reykja-
víkurborg frá því í október, mótmælir
því að einhver fari í starfið vegna
hreyfingarinnar. „Það er fáránlegt
að ímynda sér það. Auðvitað eru allir
að reyna að ná í salt í grautinn handa
sér og sínum. Þetta er fyrst og fremst
verkamannavinna og til dæmis eina
starfið sem ómenntuð kona getur
gengið inn í og fengið sömu laun
fyrir og karlinn við hliðina á henni.
Það fá allir það sama fyrir puðið og
kannski á borgin skilið svolítið hrós
fyrir það.“
Að sögn Diddu þurfa sorphirðu-
menn enn að burðast með tunnur
upp og niður tröppur og finnst henni
það endurspegla ákveðið viðhorf til
stéttarinnar. „Við blokkir sem eru
eldri en ég er enn ekki búið áð setja
upp rampa fyrir öskukallana að fara
með tunnurnar upp tröppurnar."
Og ljóðskáldinu finnst ástæða til
að benda á að lyktin sem fylgi rusl-
inu komi ekki af ruslakörlunum,
eins og Didda orðar það, heldur
af rusli fólksins sjálfs. „En lyktin
hefur verið hengd á ruslakarlana.
Og svo á bara að vaða yfir mann
og maður kallaður öllum illum
nöfnum ef maður vill ekki taka
umframrusl en það ber manni
ekki að gera. Það þarf þol og mann-
lega kosti til að halda þessa vinnu
út.“
Það besta við starfið að mati
Diddu er vinnutíminn. Hún byrjar
klukkan hálf sjö á morgnana og
lýkur störfum klukkan hálfþrjú síð-
degis eða um leið og sonur hennar
er búinn í skólanum. „Annar
kostur er að hitta alla krakkana í
hverfunum og hundana og kettina.
Maður er alltaf veifandi börnum
og það er dásamlegt."
Landspítali-háskólasjúkrahús
Útskriftarnemar í hjúkrunarfræði
segja launin of lág
Könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna:
Fimmtungur ánægður
Aðeins fimmtungur ríkisstarfs-
manna er ánægður með laun sín
en átta af hverjum tíu eru ánægðir
í starfi. Færri konur eru ánægðar
með laun sín en karlar. Þetta kemur
fram i könnun á starfsumhverfi ríkis-
starfsmanna. Könnunin sem er sam-
starfsverkefni fjármálaráðuneytis-
ins, Stofnunar stjórnsýslufræða og
stjórnmála við Háskóla íslands og
ParX viðskiptaráðgjafar IBM, var
gerð í nóvember og desember síðast-
liðnum. Svarendur voru tæplega to
þúsund og starfa þeir hjá 144 stofn-
unum ríkisins.
Mikið vinnuálag og streita virð-
ist áberandi og mælist það svipað
og áður. Um 50 prósent svarenda
höfðu einu sinni eða oftar farið í
starfsmannaviðtal. Aðeins um 30
prósent þeirra sem farið höfðu í
starfsmannaviðtal töldu að því væri
fylgt eftir. Alls eru 44 prósent ánægð
með stjórnun stofnunar sinnar en
það er sama hlutfall og 1998.
Ríkisstofnunum hefur fækkað og
þær stækkað síðasta áratuginn. Árið
1998 voru þær tæplega 250 en eru nú
rúmlega 200. Hlutfall kvenna í hópi
stjórnenda hefur hækkað á sama
tímabili.