blaðið - 14.04.2007, Side 10

blaðið - 14.04.2007, Side 10
10 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 blaöið * UTAN UR HEIMI SAMEINUDU ARABISKU FURSTADÆMIN Pakistani grýttur til dauða Hæstiréttur í Ajman, einu af Sameinuðu arabísku furstadmunum, hefur staðfest dóm sjaríadómstóls að Pakistani verði dæmdur til dauða fyrir að hafa barnað fjórar stjúpdætur sínar. Maðurinn verður grýttur til dauða. Borgarstjóri vill bjarga Kristjaníu Ritt Bjerregaard, borgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur sagt að Kaupmannahafnarborg sé tilbúin að taka að sér stjórn Kristjaníu til að koma fríríkinu til bjargar. Thor Pedersen, fjármálaráðherra Danmerkur, hefur þó hafnað öllum tillögum í þessa veru. Maradona aftur á sjúkrahús Diego Armando Maradona, einn dáðasti knattsþyrnumaður allra tíma, var fluttur á sjúkrahús í skyndi í gær vegna verks í kvið. Læknar segja að líf hans sé þó ekki í hættu. Maradona var útskrifaður af sjúkrahúsi fyrr í vikunni eftir tveggja vikna dvöl vegna lifrarbólgu af völdum mikillar áfengisneyslu. Sjúkraflug frá Akureyri: Slökkviliðið greiðir laun fyrir öll útköll ■ Sumstaðar í fullu starfi ■ Vandamál á Vesturlandi Sjúkraflug Slökkviliðið á Akureyri hefur byggt upp sjúkraflug síðustu tíu ár. Danmörk: Semja ekki um Kristjaníu Thor Pedersen, fjármálaráð- herra Danmerkur, segir að ekki verði samið frekar við íbúa Kristjaníu í Kaupmannahöfn og að fríríkið verði aftur hluti af Kaupmannahöfn. Viðræð- ur milli íbúanna og fulltrúa danska ríkisins strönduðu fyrir páska effir að íbúarnir höfnuðu kröfum stjórnvalda. Pedersen segist harma afstöðu Kristjaníubúa þar sem tilboð stjórnvalda hafi verið mjög hagstætt fyrir íbúana. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Grein um sjúkraflutninga í dreifbýli sem birtist í Læknablaðinu á dög- unum og fjallað hefur verið um í Blað- inu hefur vakið töluverð viðbrögð. Þor- björn Haraldsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, er ekki sáttur við fullyrð- ingu greinarhöfunda um að erfiðlega hafi gengið að fá greiðslur fyrir vaktir sjúkraflutningamanna á Akureyri. „Sjúkraflutningamenn hafa fengið greitt fyrir öll sín útköll. Þeir eru allir í fullu starfi, en við höfum hins vegar stundum hringt í menn þegar þeir eru á frívakt og boðið þeim að fara í sjúkraflug." Þá segist Þorbjörn hafa skipulagt bakvaktir nýverið vegna mikilla anna, og að menn hafi fengið greitt fyrir þær. Hins vegar hafi slökkviliðinu oft gengið erfiðlega að fá greitt fyrir útköll vegna erlendra að- ila. Þeir séu sumir illa tryggðir og erf- iðlega hefur gengið að fá upplýsingar um tryggingamál annarra, þannig að oft hafi þurft að fella niður reikninga vegna slasaðra ferðamanna. Þorbjörn segir það einnig rangt sem haft er eftir Davíð Á. Gunnars- syni, ráðuneytisstjóra Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, í Blað- inu í gær að samkvæmt samningi sé slökkviliðinu skylt að tryggja að sjúkraflutningamaður fylgi með í hvert sjúkraflug. „Slíkur samningur hefur aldrei verið til. Þetta er bara hlutur sem við lögðum af stað með er við hófum að sinna sjúkraflugi fyrir tíu árum, og höfum byggt þetta upp af mikilli fórnfýsi síðan.“ En þótt sjúkraflutningamenn á Ak- ureyri séu í fullu starfi gildir ekki hið sama á landinu öllu. Sjúkraflutninga- maður á Vesturlandi sem hafði sam- band við Blaðið sagði að á svæðinu frá Borgarnesi og norður yfir Vestfirði væri bara einn sjúkraflutningamaður á bakvakt í hverjum bæ. Samkvæmt lögum eigi hins vegar tveir sjúkraflutn- ingamenn að vera í hverjum flutningi, og því þurfi sá sem er að vakt að fá einhvern til að hlaupast úr vinnu til að koma með sér. „Sem betur fer sýna flestir atvinnurekendur þessu skiln- ing og leyfa mönnum að fara í sjúkra- flutninga á launum. En það gildir þó ekki um alla.“ HELGINA! Brauðristar.........990 Kaffivélar........990 Hraðsuðukönnur... 990 Töftasprotar........990 Eldhúsvogir.......990 Handþeyterar........990 Gufustraujám........990 Hárttósarar.......990 Nuddtæki...........1.490 Olíuf. rafrn.oínar.. 2.990 Raftn.tannburst....1.490 Djúpstpottar......2.990 Krulluburstasett....1.490 Mínútugrill.......3.990 Höfuðnuddtæki....1.790 ísvélar...........3.990 Vöfflujám...........2.990 Fótanuddtæki......3.990 Radettegrill.......2.990 Ryksugur...........3.990 Blandarar..........2.990 Rakatæki...........4.990 Súkkulaðipottur....2.990 Safapressur.......4.990 Naglasnyrtitæki...990 Baðvogir..........990 Sléttujám.........990 Samlokugrill.....1.490 Eggjasjóðarar..... 1.490 Borðviftur.......1.490 Dósaopnarar.....1.490 Hitablásarar....1490 Þvottavélar.......47.900 Þurrkarar....... 29.900 U ppþvottavélar.. .44.900 Kæliskápar.......19.900 Frystiskápar.....24.900 Ofriar............17.900 Keram. hellub.....34.900 Eldavélar........29.900 Opið virka daga 9-18 Laugardag 10-18 Sunnudag 13-17 Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 www.rafha.is Falleg brauðrist í burstuðu stáli með beyglustillingu, afþíðingu, mylsnybakka og ristunarstilli. Verð áður kr. 3.990

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.