blaðið - 24.04.2007, Qupperneq 1
Góð vorveiði
Ik Örn Helgason segir að vor-
||§fe veiðin hafi verið mjög góð
§Ht| og árnar vaxið mikið
K þar sem hann var að
H veiðum við Leirá
í Leirársveit.
Þjálfaði hermenn
Leifur Örn Svavarsson fjallaleið-
sögumaður fór til Grænlands
fyrir stuttu með indverska
sjóhernum en hermennirnir
voru að æfa sig fyrir ferð
til suðurpólsins.
Islenskan gloppótt
| Elín Petersdóttir leikkona er alin
|L upp (Finnlandi og hefur ekki
enn ratað á fjalir leikhúsanna
M hér á landi en getið sér gott
H orð bæði í Bandaríkjunum og
■ Finnlandi.
SÉRBLAл
FERÐALÖG:»
75. tölublað 3. árgangur
þriðjudagur
24. apríl 2007
FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓK>
KJÓSUMMEO
ÍSLANDSHREYFINGIN
UfnaJlíaML
Olíumálið aftur fyrir héraðsdóm:
Vilja að dómari víki
■ Vanhæf vegna fyrri dóma ■ Enginn fjárhagslegur ávinningur af samráði
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net
Lögmenn olíufélaganna þriggja, Olís, Kers og Skelj-
ungs, fóru í gær fram á að Sigrún Guðmundsdóttir
víki sæti sem dómari í máli félaganna gegn Sam-
keppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. Olíufélögin
fara fram á að stjórnvaldssektir sem þau hlutu
verði felldar úr gildi þar sem samráð þeirra hafi
ekki bitnað á almenningi.
Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís, lagði
við þinghald í gær fram bókun um að Sigrún víki
sæti þar sem hún var einnig dómari í skaðabóta-
málum sem voru olíufélögunum í óhag. Lögmaður
Olís sagði að í þessum málum hefði niðurstaða
dómara verið á þann veg að skoðanir hennar væru
mótaðar. Þannig væri ómögulegt fyrir skjólstæð-
ing hans að tryggja að fyllsta hlutleysis verði gætt.
Engar likur séu á að dómari breyti þessari skoðun
sinni þar sem það væri líklega gegn mannlegu eðli.
Vísaði lögmaður Olís bæði í ákvæði stjórnarskrár
og Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta
málsmeðferð.
Gísli Baldur gagnrýndi einnig framgöngu
samkeppnisyfirvalda í málinu og sagði að málið
stefndi í óefni í höndum stofnunarinnar. Olíufé-
lögin hefðu aldrei viðurkennt samráð á þann hátt
sem samkeppnisyfirvöld hafa lýst. Olíufélögin
telja að ekki hafi hlotist fjárhagslegur ávinningur
af olíusamráðinu og áætlun samkeppnisyfirvalda
um ávinning af samráðinu, 6,6 milljarðar króna,
sé fjarstæðukennd. Enda hafi áfrýjunarnefndin
komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið
mun lægri, um 2 milljarðar króna.
Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers hf., tók
undir kröfu Gísla Baldurs og sagði að hverju barni
væri ljóst að dómarinn í málinu leggi ekki við
hlustir við málflutning olíufélaganna af kostgæfni
og hlutleysi. Fyrri fullyrðingar dómara bæru
keim af fréttaflutningi fjölmiðla sem hefðu afflutt
málið með aðstoð Samkeppniseftirlitsins. Enn
fremur hafi olíufélögin ekki hagnast fjárhagslega
af samráðinu og líkti hann málinu við innbrot, þar
sem innbrotsþjófarnir væru þekktir en engu hefði
verið stolið. Því sé enginn skaði skeður.
Heimir Örn Herbertsson, verjandi Samkeppn-
iseftirlitsins, fór fram á að kröfunni verði hafnað.
Sagði hann að Samkeppniseftirlitið og íslenska
ríkið hafi í sjálfu sér enga hagsmuni af því hvaða
dómari dæmir í málinu en krafan um meint van-
hæfi sé ekki á rökum reist. Heimir Örn mótmælti
jafnframt fullyrðingum olíufélaganna í garð Sam-
keppniseftirlitsins sem hann kallaði gífuryrði:
Heimir Örn sagði að krafa olíufélaganna væri
jafnvel ekki til þess gerð að leiða til vanhæfis dóm-
ara, heldur til að freistaþess að hafa áhrif á afstöðu
dómarans á þann hátt að hann líti olíufélögin mild-
ari augum en ástæða er til.
Ólöglegt og
siðferðilega hæpið
Vilhjálmur Árnason, prófessor í heim-
speki, segist hallast gegn staðgöngu-
mæðrun, aðallega út frá barnavernd-
arsjónarmiðum. Vafasamt sé hvort
barnsburður sé svið sem selja eigi undir
lögmál markaðar og viðskipta.
FRÉTTIR » 2
Verndar grænt
útivistarsvæði
Varmársamtökin hafa kynnt nýja tillögu
að tengibraut til og frá Helgafellshverfi
að Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Sam-
tökin vilja að grænt útivistarsvæði nái frá
íþróttavellinum upp með ánni að Álafoss-
kvosinni og áfram upp að Reykjalundi.
FRÉTTIR » 6
Boris Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands, lést í gær 76 ára að aldri. Jeltsín var fyrsti þjóðkjörni forseti landsins og sat tvö kjör-
tímabil sem einkenndust af miklum átökum, bæði innanlands og utan. FRÉTTIR » 4
Litríkur forseti látinn
Asni ieiddur
í vitnastúku
Gregory Shamoun, bandarískur
lögmaður, leiddi asnann sinn Buddy
upp í vitnastúku í réttarsal í Dallas í
Bandaríkjunum í síðustu viku. John
Cantrell, nágranni Shamoun, hafði
kvartað til borgaryfirvalda þar sem
Shamoun væri að byggja skúr í bak-
garði sínum sem ætlaður var til að
hýsa Buddy og vildi Cantrell meina
að mikill hávaði og illa lyktandi asna-
saur myndu fylgja fyrirkomulaginu.
Með því að leiða Buddy upp
í vitnastúku vildi Shamoun sýna
kviðdómi fram á að Buddy væri ijúfur
sem lamb, og stóð Buddy þögull
og starði á kviðdóminn þegar hann
var kominn í vitnastúkuna. Þrátt
fyrir það fengu hvorki kviðdómurinn
né Buddy að hafa síðasta orðið því
Shamoun og Cantrell náðu að semja
um málalok skömmu síðar.
Verð á hreinsun á jakkafötum
Efnalaug Krónur
Efnalaugin Fönn 2.070
Efnalaugin Úðafoss 1.980
Efnalaugin Björg 2.100
Efnalaug Grafarvogs 1.980
Efnalaug Suðurnesja 2.120
Efnalaug Suðurlands 2.100
Verð á hreinsun jakkafata í völdum efnalaugum
Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGIGJALDMIÐLA
SALA %
WM USD 64,81 0,06 ▲
GBP 129,76 0,08 ▲
EBBB m wm DKK 11,75 0 ♦
e JPY 0,55 0,39 ▲
H EUR 88,05 -0,01 ▼
GENGISVÍSITALA 119,19 0,04 ▲
ÚRVALSVfSITALA 7.832,94 -0,20 ▼
RYMINGAR-
SALA!
OUarco
fSLÁTTUB
Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og lau.: 11-16
Reykjavík simi: 533 3500 - Akureyri simi: 462 3504
Egilsstaðir: sími: 471 2954
Erum að taka inn nýjar gerðir af rúmum frá Sealy og stólum og sófum
frá Action Lane og þurfum að rýma verslun og lager af eldri gerðum.