blaðið - 24.04.2007, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007
blaöi6
UTAN ÚR HEIMI
ÞÝSKALAND
Vél nauðlent vegna sprengjuhótunar
Flugvél á leið frá Aþenu til Strasborgar var nauðlent
í Miínchen í Þýskalandi vegna sprengjuhótunar í gær-
morgun. Vélin var rannsökuð en engin sprengiefni
fundust um borð. Um 130 farþegar voru um þorð,
þará meðal grískir þingmenn Evrópuþingsins.
NÍGERÍA
Urslit kosninga vefengd
Eftirlitsmenn á vegum ESB segja ekki hægt að treysta úr-
slitum forsetakosninganna í Nígeríu. Kosið var um helgina
og bentu fyrstu tölur til þess að Umaru Yar’Adua, forseta-
efni stjórnarflokksins, hefði unnið stórsigur. Eftirlitsmenn
segja framkvæmdina hafa verið stórlega gallaða.
Nemendur aftur í skólann
Nemendur í Virginia Tech-háskólanum mættu
aftur í skólann í gær, viku eftir að Cho Seung-hui,
skaut 33 til bana á skólalóðinni. Starfsmenn skól-
ans hringdu bjöllum og slepptu hvítum blöðrum til
himins, einni fyrir hvert fórnarlamb harmleiksins.
MULTI-VIT
Náttúruleg fjölvítamín
með steinefnum
Vélin bæiiefm iynr þorfir titendíngi
180 töflur
Inniheldur 22 valin bætiefni,
12 vítamín og 10 steinefni.
KÍ heilsa
ms BMt -haföu þaö gott
ferðir
Auglýsingasíminn er
510 3744
?
Wilson Muuga:
Seldur til
Líbanons
Búið er að ganga frá því að
flutningaskipið Wilson Muuga
verði selt til Líbanons. Ekki er
þó búið að ganga frá undirskrift,
heldur er aðeins um heiðurs-
mannasamkomulag að ræða.
Guðmundur Ásgeirsson, stjórnar-
formaður Nesskipa, vildi hvorki
gefa upp nafn fyrirtækisins sem
kaupir skipið né kaupverð þess.
Innbrot:
Farið inn
í tvo skóla
Brotist var inn í tvo skóla í
fyrrinótt, Langholtsskóla og
Menntaskólann við Sund, með
aðeins rúmlega hálítima millibili.
Lögreglan útilokar ekki að um
sömu aðila sé að ræða. Ekki lá
ljóst fyrir um þjófnað í Lang-
holtsskóla, en í MS var reynt
að losa 2 skjávarpa úr lofti.
Nýjar umgjardir
Ný hönnun glerja !
w ww. sj onarholl. is
SJONARHOLL
Gleraugnaverslun
565-5970
Reykavíkurvegur 22
220 Hafnarfirði
30 flóttamenn til landsins:
Konur og börn
frá Kólumbíu
■ írakar fái hæli ■ Búa í Reykjavík ■ Flóttamenn á hverju ári
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Um 30 flóttamenn frá Kólumbíu,
einstæðar mæður með börn, eru
væntanlegir til landsins síðar á
þessu ári. í júní fer sendinefnd
héðan til að velja hópinn. Flótta-
mannanefnd kannaði það sérstak-
lega hvort mögulegt væri að fá
flóttamenn frá írak. Hægt hefði
verið að fá þaðan einstæða karl-
menn en ekki fjölskyldur með
ung börn eins og íslensk yfirvöld
hafa lagt áherslu á að fá, að því er
Árni Gunnarsson, formaður flótta-
mannanefndar, greinir frá. Hann
útilokar ekki að flóttamenn frá
írak komi til íslands síðar.
„Við tökum þátt í verkefni Flótta-
mannastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna sem heitir Women at risk
eða Konur í neyð. Árið 2005 kom
hingað hópur frá Kólumbíu á
grundvelli þessa verkefnis og nið-
urstaðan var sú að það kæmi aftur
hópur þaðan nú,“ segir Árni.
Um var að ræða fimm einstæðar
mæður og börn þeirra auk eins ein-
staklings. Þessir flóttamenn höfðu
flúið skálmöldina í Kólumbíu til
Kostaríku og Ekvadors en stjórn-
völd þar gátu ekki tryggt öryggi
flóttamannanna. Einnig kom
hingað sjö manna fjölskylda frá
Kosovo árið 2005.
„Hópnum hefur almennt vegnað
mjög vel. Flóttamennirnir stunda
ýmist fjölbreytt störf eða eru
við nám,“ segir Karen Theódórs-
dóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða
krossinum.
Flóttamennirnir sem komu 2005
settust að í Reykjavík. „Reykjavík
var móttökusveitarfélag þá og síð-
astliðið vor fengum við bréf frá
borgaryfirvöldum um vilja til að
taka á móti öðrum hópi. Við ósk-
uðum eftir staðfestingu á vilja yf-
irvalda," segir Árni aðspurður um
hvar flóttamennirnir sem koma
síðar á þessu ári muni fá búsetu.
Ríkisstjórnin hefur markað þá
stefnu að tekið verði á móti hópi
flóttamanna hér á landi á hverju
ári. Samkvæmt yfirlýsingu sem
Magnús Stefánsson félagsmálaráð-
herra og Valgerður Sverrisdóttir
utanríkisráðherra undirrituðu í
febrúar síðastliðnum greiðir utan-
ríkisráðuney tið kostnaðinn við mót-
töku flóttamanna en félagsmála-
ráðuneytið annast framkvæmdina
í samvinnu við flóttamannanefnd
og Flóttamannastofnun Samein-
uðu þjóðanna.
nano
Þorsteins Gauta
Ármúli 38 / við Selmúla
s: 5516751 6916980
pianoskolinn.is
pianoskolinn@pianaoskolinn.is
Innritun fyrir næsta vetur lýkur 30.apríl.
Tryggið ykkur pláss
Hægt er að sækja um skólavist á
pianoskolinn@pianoskolinn.is
eða á http://rafraen.reykjavik.is/pages/
ATH! Sumarnámskeið verða í skólanum
Innritun stendur yfir
Varnir íslands:
Þingað með NATO Valgerður Sverris-
dóttir ásamt Henault formanni hermála-
nefndar NATO. Mynd/ÁmiSæberg
Samstarf við Noreg
Viljayfirlýsing um varnar- og ör-
yggissamstarf Islendinga og Norð-
manna verður undirrituð á fundi ut-
anríkisráðherra landanna í tengslum
við óformlegan ráðherrafund NATO
í Ösló síðar í vikunni. Þetta kom
fram í kvöldfréttum Útvarps í gær.
Fulllyrt var að Valgerður Sverris-
dóttir utanríkisráðherra og Jónas
Gahr Störe, utanríkisráðherra
Noregs, undirriti í vikulokin vilja-
yfirlýsingu um öryggis- og varn-
arsamstarf Islands og Noregs á
Norður-Atlantshafi. Samningurinn
snýst að sögn um öryggisþjónustu í
lofti og á sjó og verður undirritaður
í tengslum við NATO-fund í Ósló á
fimmtudag og föstudag. Viðræður
hafa staðið yfir við Norðmenn frá
því í nóvember.
Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra hefur kallað utanríkismála-
nefnd Alþingis saman til að upplýsa
um málið í dag.