blaðið - 24.04.2007, Síða 11

blaðið - 24.04.2007, Síða 11
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 11 írak: Tugir deyja í röö árása Að minnsta kosti 48 manns létust og rúmlega hundrað særðust í röð sprengjuárása í kringum Bagdad, höfuðborg íraks, í gær. Talsmaður íraska innanríkisráðuneytisins segir að mannskæðasta árásin hafi verið sjálfsvígsárás sem beind- ist að eftirlitsstöð íraskra ör- yggissveita í Ramadi, vestur af Bagdad, þar sem tuttugu létust og 35 særðust. Tvær bílsprengjur sprungu jafnframt við sendiráð Irans í Bagdad þar sem einn lést. Þá bárust einnig fréttir af því að skotið hefði verið á sendiráð Túniss. Vísindaveiðar: Enn engin hrefna veiðst „Þetta er skelfilegt ástand. Bát- urinn er búinn að liggja meira og minna við bryggju vegna veð- urs, en algjör bræla er búin að vera á miðunum. Við höfum séð eitthvað af hrefnu, en ekki veitt neina enn,“ segir Gunnar Berg- mann, framkvæmdastjóri Fé- lags hrefnuveiðimanna. Félagið sér um vísindaveiðar á hrefnu fyrir Hafrannsóknastofnun, en veiðitímabilið hófst aftur fyrir rúmri viku. Veður verður að vera mjög stillt til að hægt sé að stunda veiðarnar, segir Gunnar. Hann segist ekki reikna með að skip frá þeim fari út næstu daga, þar sem veðurspá sé slæm. Færri kærur milli ára Kvörtunum almennings til landlæknisembættisins vegna heilbrigðisþjónustu fækkaði lítils háttar árið 2006 frá árinu á undan, eða úr 290 árið 2005 í 271 skráða kvörtun og kæru. Um er að ræða allt frá kvört- unum yfir hnökrum í sam- skiptum við heilbrigðisstarfs- fólk og yfir í alvarleg mál vegna mistaka, að því er kemur fram á vef embættisins. Að jafnaði er erindi ekki skráð sé það leyst með einföldum hætti í gegnum síma eða með leiðbeiningum. Flestar kvartanir gagnvart Landspítala eru á hendur bráða- og slysalækningadeild, skurð- og lyflækningadeild og geðdeild. Viðhorfskönnun: Tekjuskattur er of hár Aðeins einn af hverjum fjórum telur 35,72 prósent tekjuskatt vera hæfilegan en um þrír af hverjum fjórum telja hann of háan, sam- kvæmt nýrri símakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið. Aðeins 1,5 prósent mátu hann of lágan. Fjár- magnstekjuskattur þykir hins vegar ríflega helmingur svarenda vera hæfilegur. Nokkur munur var á afstöðu kynj- anna til tekjuskatts; 69,8 prósent karla töldu skattinn of háan en 78,2 prósent kvenna. Hlutfall þeirra sem töldu skattinn of háan var lægst meðal kjósenda Framsóknarflokks- ins, eða 61 prósent, en hæst meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 78 prósent. Tíu prósent fjár- magnstekjuskatt sögðu 52,6 prósent vera hæfilegan, 27,9 prósent sögðu hann of lágan og 19,5 prósent of háan. Meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Sam- fylkingar og Vinstri grænnna taldi um það bil fjórðungur fjármangstekjuskatt vera hæfi- legan, og fjórðungur hann of Sjá eftir aurunum Kjós- endurallra flokka telja tekjuskatt of háan, en helmingir þykir fjármagns- tekjuskattur hæfilegur. F057224?0 lágan. H i n s ’ vegar töldu tæp 70 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins hann hæfilegan. Vestfjaröanefnd: Flestar tillögur samþykktar Allar tillögur utan ein, sem fram koma í skýrslu Vestfjarða- nefndar um fjölgun opinberra starfa og aukna opinbera þjón- ustu á Vestfjörðum, hafa verið samþykktar í viðeigandi ráðu- neyti, að því er kemur fram á bb.is. Kostnaður nemur samtals um 500 milljónum króna á ári. Gert er ráð fyrir að opinberum störfum á Vestfjörðum fjölgi um 80. Flestar tillögurnar miðast við að þær taki gildi í ár eða á næsta ári. Sjö af 37 tillögum eru tíma- bundin verkefni til 3 til 5 ára. MINNEAPOLIS - ST. PAUL BALTIMORBír. WASHINGTON:=====S§r'r_- Mnr-i Y'l BOSTOFPKT »0 NEWY0RK HALIFAX VORFIÐRINGSTILBOÐ - í PUNKTUM EÐA PENINGUM Sölutímabil 22.-25. apríl. 4- Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is ‘07 70ÁR Á FLUGI Víldarpunktw VISA Fefðöávisúri grfdir WWW.ICELANDAIR.IS * Innifalið: Flug og flugvallarskattar. ** Innifalið: Flug. Sérstaklega verður að greiða flugvallarskatta, 9.360 kr. til London og 13.500 kr. til Boston eða Baltimore/.Washington. Sölutlmabil: 22. til og með 25. apríl. Takmarkað sætaframboð. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags. Enginn barnaafsláttur. BOSTON 34.900 kr.* eða 25.000 Vildarpunktar (50% punktaafsláttur)** Ferðatímabil 24. aprll-16. maí. HELSINKI STOKKHOLMUR OSLÓ BERGEN GAUTABORG .. 1 KAUPMANNAHOFN BERLÍN 'ti FRANKFURT GLASGOW AMSTERDAM MANCHESTER MUNCHEN LONDON MILANO PARÍS AKUREYRI BE REYKJAVÍK BARCELONA BALTIMORE/ WASHINGTON 34.900 kr.* eða 25.000 Vildarpunktar (50% punktaafsláttur)* Ferðatímabil 24. apríl—16. maí. LONDON 22.900 kr.* eða 19.000 Vildarpunktar (50% punktaafsláttur)* Ferðatímabil 24. aprll-30. júní.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.