blaðið - 24.04.2007, Side 17
blaðið
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 2 5
menning
Nefertiti gæti valdið
„vísindalegu stríði“
Stigmagnandi deila hefur bloss-
að upp á milli Egypta og Þjóðverja
vegna 3400 ára gamallar brjóst-
myndar af hinni fornegypsku
drottningu Nefertiti. Styttan hefur
verið til sýnis og varðveislu í Þýska-
landi frá árinu 1913, eða allt frá því
að þýskir fornleifafræðingar fundu
hana í Tell el ‘Amárna sem er í um
240 kílómetra fjarlægð frá Kaíró.
Nú hafa Egyptar beðið Þjóðverja
um að lána sér styttuna tímabund-
ið þar sem þeir vilja fá að hafa hana
til sýnis þar í landi í þrjá mánuði.
Því neita Þjóðverjar þar sem þeir
segja styttuna vera viðkvæma og
brothætta og því ekki í ástandi til
að vera flutt landa á milli. Nú hóta
Egyptar því, nái þeir ekki fram vilja
sínum, að hefja svokallað „vísinda-
legt stríð“ við Þjóðverja, sem fælist
í því að framvegis muni þeir aldrei
aftur standa fyrir sýningum á eg-
ypskum fornminjum í Þýskalandi.
Styttan af Nefertiti, sem er úr
kalksteini, hefur verið einn vinsæl-
asti og frægasti safngripur Berlínar
í þau tæpu hundrað ár sem hún
hefur verið til sýnis þar í borg, en
hún er geymd í Altes-safninu fræga.
Þýskir fornmunasérfræðingar
fullyrða að hún sé of brothætt fyr-
ir tæpra 5000 kílómetra ferðalag
til Kaíró og segja að það bæri það
vott um fullkomið ábyrgðarleysi að
senda hana úr landi. Ráðamenn á
sviði fornminjaverndar í Egypta-
landi segjast gruna að Þjóðverjar
óttist að þeir muni ekki skila stytt-
unni aftur ef þeir fá vilja sínum
framgengt. Því hafna Þjóðverjar
alfarið og segja að aldrei hafi neinn
verið í vafa um eignarrétt þeirra á
styttunni frægu.
Egyptar vilja fá styttuna að láni
fyrir opnun nýs safns, Grand Eg-
yptian museum, sem fyrirhugað er
að verði opnað árið 2012.
Brjóstmyndin af Nefertiti
drottningu. Þýskir fornleifa■
fræðingar fundu hana fyrir
sunnan Kairó fyrir tæplega
100 árum.
Silja hlaut
verðlaun
Silja Aðalsteinsdóttir hlaut ís-
lensku þýðingarverðlaunin í ár
fyrir þýðingu á bókinni Wunther-
ing Heights eftir Emily Bronté,
en verðlaunin voru afhent í gær,
á degi bókarinnar, á Gljúfra-
steini. Bókaútgáfan Bjartur gaf
bókina út í þýðingu Silju.
Bókin Wuthering Heights er
meðal frægustu skáldsagna
enskra bókmennta og kemur
enn út í mörgum útgáfum á ári
hverju þótt hún sé að verða
160 ára gömul. Frásagnarháttur
hennar þykir enn nýstárlegur
og persónurnar og örlög þeirra
verða lesendum ógleymanleg.
Sex þýðendur voru tilnefndir til
verðlaunanna fyrir verk sín á
síðasta ári.
Bardukha á
ferð og flugi
íslenska balzamersveitin Bardukha
undirbýr þessa dagana tónleika-
ferð um landið, en hún hefst þann
2. maí með tónleikum sveitarinnar
í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði.
Daginn eftir ætlar hún að halda til
Egilsstaða og spila á Hótel Héraði,
þann 4. maí verður hún með tón-
leika á Gamla Bauk á Húsavfk og
5. maí ætlar hún að spila á Græna
hattinum á Akureyri.
Hljómsveitin var stofnuð árið 2003
og eru meðlimir Steingrímur Guð-
mundsson sem leikur á slagverk,
ÁstvaldurTraustason á harmóníku,
Hjörleifur Valsson á fiðlu og Birgir
Bragason á bassa. Þeir leika eigin
hræring af þjóðlagatónlist þar sem
blandað er saman balknesku, slav-
nesku og arabísku tónkryddi. Frá
stofnun hefur hljómsveitin verið
iðin við að leika vítt og breitt um
landið.
Urvalverka
Laxness
Úrvalsbók Halldórs Laxness kom
út hjá Vöku-Helgafelli í gær, á degi
bókarinnar og fæðingardegi skálds-
ins. í bókinni er að finna 24 verk,
ýmist hluta eða í heilu lagi, sem
Halldór Guðmundsson bókmennta-
fræðingur og rithöfundur hefur
valið. Halldór hefur jafnframt ritað
stutt aðfaraorð að hverju verki, auk
þess að skrifa inngang að bókinni.
Aftast í henni er að finna skrá yfir
bækur Halldórs Laxness og jafn-
framt yfir helstu bækur sem til eru
um hann á íslensku.
I Úrvalsbók eru bæði hlutar úr
skáldsögum, smásögur, ritgerðir
og Ijóð auk tveggja skáldsagna í
heilu lagi, Brekkukotsannáls og
Kristnihalds undir Jökli. Úrvalið
nær yfir sextíu ár af höfundarferli
skáldsins og á að gefa glögga
mynd af fjölbreytninni. Öll verkin
eru birt með nútímastafsetningu en
ekki þeirri stafsetningu sem Hall-
dór kaus að hafa á verkum sínum.
RARIK
UfcuicU olt
Lifandi afl í 60 ár
Málþing
í tilefni 60 ára afmælis RARIK
verður málþing í Salnum, Kópavogi,
föstudaginn 27. apríl kl. 14:00
að afloknum aðalfundi fyrirtækisins.
DAGSKRA
Avarp iönaðarráðherra, Jóns Sigurðssonar
Saga rafmagns í 100 ár
Sveinn Þórðarson sagnfræðingur
Þegar rafmagnið kom í sveitina
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps
Hlé / Kaffiveitingar
Eru línurnar í lagi?
Steinunn Huld Atladóttir, gæða- og umhverfisstjóri RARIK
Umhverfi auðnuafls
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins
Málþinginu lýkur um kl. 16:00
Fundarstjóri:
Sveinn Ingvarsson
Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 25. apríl
á netfangið rarik@rarik.is