blaðið - 24.04.2007, Page 20
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007
blaðið
Bók um fjallamennsku
Komin er út hjá Björgunarskólanum ný kennslubók í fjallamennsku.
Bókin er tæpar 100 síður í fullum lit með nýjum skýringarmyndum
og Ijósmyndum. Hún kostar 2500 krónur fyrir félagsmenn Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar og fæst á skrifstofu félagsins.
ferdir@bladid.net
Veskið í vinstri vasa
Óprúttnir vasaþjófar eiga gjarnan til að flykkjast á vinsæla ferðamannastaöi á
háannatíma, enda þykja grunlausir túristar gjarnan auðveld „bráð“. Flest fólk
er rétthent og geymir veskið sitt í hægri vasa og því seilast vasaþjófar oft fyrst
þangað. Það er því ekki úr vegi að geyma veskið í vinstri vasa á ferðalögum.
HELLULOGN
www.meistan.is
Félag SkrúSgarSyrkjumeistara
BM’VALIÁ
55 nýir flugliðar
Metfjöidi nýrra flugliða gengur til
liðs við lceland Express í sumar
vegna fimm nýrra áfangastaða
félagsins, sem eru Basel í Sviss, Bil-
lund í Danmörku, Ósló í Noregi og
París í Frakklandi. Samtals eru 55
verðandi flugliðar í þjálfun, en hóp-
urinn er á nokkuð breiðum aldri og
með mikla og fjölbreytta reynslu,
allt frá hjúkrunarfræðingum til
flugmanna. Flugliðarnir útskrifast í
byrjun maí og hefja störf í háloft-
unum um miðjan mánuðinn.
Fréttabréf FL
komiö út
Nýtt fréttabréf Félags leiðsögu-
manna er komið út. Þar er meðal
annars úttekt á
avarpi sam-
gönguráðherra
á aðalfundi
Samtaka ferða-
þjónustunnar
þar sem hann
lofaði meðal
annars betri
vegi að Detti- ’—
fossi. Fjallað
er um haustfund Félags leiðsögu-
manna sem haldinn var á Sögulofti
Landnámssetursins í Borgarnesi
fyrir síðustu áramót, talað er við
skrifstofustjóra félagsins og margt
fleira. Fréttabréfið má nálgast á
pdf-formi á vef félagsins, www.tou-
ristguide.is.
Madríd í vor
Madríd, höfuðborg Spánar, er af
mörgum talin mest spennandi borg
í Evrópu, enda ein fjörugasta kvöld-
og næturlífs-
borg álfunnar.
Veitingahúsin,
kaffihúsin,
barirnir og
diskótekin
eru óteljandi
í borginni
og flamenk-
óstaðirnir þar
eru meðal
þeirra albestu á Spáni. Þar er líka
mikill fjöldi verslana, safna og
veitingastaða auk þess sem knatt-
spyrnuvöllurinn Santiago Bernabeu,
heimavöllur Real Madrid, er einn
glæsilegasti völlur landsins. Úrval
Útsýn býður upp á vorferð til borg-
arinnar 17.-21.maí næstkomandi,
en þá er veðrið þar milt og sólríkt
án þess að hitinn sé óbærilegur.
Leifur Örn Svavarsson, einn reyndasti fjallaleiðsögumaður landsins:
Krefjandi en
gefandi heilsurækt
| Leifur a Ammasalik-eyju með
| grænlenskum yrðlingi Islenskir
í>‘ fjallaleiðsögumenn bjóða upp á ferðir
S þangað og á Mont Blanc í sumar.
sé öll hreyfing af hinu góða. En
maður verður að vera vel búinn
þegar maður fer í svona ferðir og
í seinni ferðinni minni til Græn-
lands í fyrra þurfti ég til dæmis
að hafa með mér töluvert af sólar-
vörn, enda var þá sól í 29 daga í
röð og mikið endurkast frá snjón-
um,“ segir Leifur.
Minna súrefni í háloftunum
Þegar fólk sem býr rétt við sjáv-
armál klífur há fjöll þarf það að
gefa sér nokkurn tíma til að að-
lagast loftinu hátt uppi. „Þegar
maður fer að nálgast um 3.000
metra yfir sjávarmáli fer maður
jafnan að finna fyrir því að loftið
er orðið þynnra og þannig er það
til dæmis á fjallinu Mont Blanc
sem íslenskir fjallaleiðsögumenn
stefna á í sumar, en það er 4.800
metrar á hæð. Ef maður myndi
æða beint upp á topp á því gæti
maður orðið lasinn, þannig að
aðlögunin er mjög mikilvæg. í
sjálfu sér getur líkaminn aðlagast
allt að 5.000 -5.500 metra hæð
yfir sjávarmáli, en eftir það fer
líkamanum að hraka. Á hæstu
fjöllum heims eins og til dæmis
Mont Everest hafa menn gjarnan
„Efmenn ætla til dæmis að
klífa Mont Blanc er tilvalið
að byrja á Esjunni, Eyja-
fjallajökli, Öræfajökli og
fleiri fjöllum hér á íslandi
súrefniskúta með sér en reyndar
hafa þau fjöll líka verið klifin
án súrefnis. Það er þó spurning
hversu hollt það er fyrir líkam-
ann að leggja slíka súrefnisþurrð
á hann,“ útskýrir Leifur.
Öll dagleg hreyfing skiptir máli
Hann segir besta undirbúning-
inn fyrir meiriháttar fjallgöngur
einfaldlega vera fjallgöngur. „Ef
menn ætla til dæmis að klífa
Mont Blanc er tilvalið að byrja
á Esjunni, Eyjafjallajökli, Or-
æfajökli og fleiri fjöllum hér á
íslandi. Reyndar skiptir öll dag-
leg hreyfing miklu máli, sama af
hvaða tagi hún er. Sjálfur fæ ég
mesta ánægju út úr útivist, hvort
sem um er að ræða skíði, göng-
ur eða fjallaklifur. Og ég þarf
alls ekki að klífa hæstu fjöll ein-
hverra heimsálfa til þess að hafa
gaman af þeim heldur dugar Esj-
an til dæmis prýðilega. Núna er
ég til dæmis nýkominn af Norður-
landi þar sem ég var á fjallaskíð-
um og naut þess áð skoða gæsir,
helsingja og fleiri fuglategundir í
íslenskri náttúru. Svo er það þann-
ig að í fjallaferðum upplifir mað-
ur gjarnan andartök sem maður á
eftir að muna alla sína ævi í hár-
nákvæmum smáatriðum,“ segir
Leifur að lokum.
Með nokkrar milljónir í vasanum
Eftir nokkra daga í Taílandi
lögðum við land undir fót og fór-
um til Laos. Strax við komuna
þangað tókum við eftir breyting-
um. Þar er til dæmis hægri umferð
á meðan það er vinstri umferð í
Taílandi auk þess sem vegirnir
eru töluvert lakari. Ferð okkar
var heitið til Vi-
entiane, höf-
uðborgar
Laos. Við
sáum að
þar var mik-
il uppbygg-
ing í gangi og
töluvert af verka-
mönnum við
vinnu og eins og
algengt er í Asíu
eru ansi margir um
Filippseyjar
hvert starf eða verk-
efni. Til dæmis voru
fimm einstaklingar
hver ofan í öðrum
með strákústa að
sópa sandi ofan í
samskeyti á gang-
stéttarhellum.
Við röltum um
borgina sem
er ansi fal-
leg, en
frönsk áhrif frá ný-
lendutímanum eru enn
mjög sterk bæði í byggingar-
stíl og á veitingastöðum. Fyrsta
hraðbankaferðin var mjög
áhugaverð því að í henni
endaði maður með nokkr-
‘l .-n ar milljónir af „kip“ í
. ' vasanum, allt í smáum
seðlum, þó svo að andvirði þeirra
væri undir 10 þúsund íslenskum
krónum.
Við stoppuðum þó ekki lengi
í Vientiane því ferðinni var næst
heitið til TahKek til að athuga
með mótorhjólaferð sem mælt var
með í Lonely Planet-bókinni.
Meira um það í næstu viku.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hildur@bladid.net
Nú þegar íslendingar eru margir
hverjir byrjaðir að skipuleggja
sumarið leitar hugurinn gjarnan
upp á fjöll, enda er fjallganga
frábær heilsurækt og skemmti-
leg afþreying fyrir alla náttúru-
unnendur. Það þekkir Leifur
Örn Svavarsson, sérfræðingur í
snjóflóðavörnum á Veðurstofu ís-
lands, vel af eigin raun en hann
er einn reynslumesti fjallaleið-
sögumaður á Islandi. Á morgun,
miðvikudaginn 25. apríl klukkan
18, ætlar hann ásamt íslenskum
fjallaleiðsögumönnum að kynna
ferðir til Mont Blanc, hæsta fjalls
Vestur-Evrópu, og Ammasalik á
Grænlandi, í verslun 66°Norður
við Faxafen.
„Síðastliðið ár hefur verið
nokkuð annasamt hjá mér í fjalla-
leiðsögn erlendis, en ég byrjaði
seinasta vor á að fara yfir Græn-
landsjökul á gönguskíðum, og
nokkrum dögum eftir að ég kom
heim aftur fór ég aftur til Græn-
lands og dvaldist þá í heilan mán-
uð í æfingaferð á jökulinn með
indverska sjóhernum, en hann
var að æfa sig fyrir ferð á suður-
pólinn. Um haustið fór ég síðan
til Kirgistans og kleif þar fjallið
Mont Lenin og í janúar fór ég til
Suður-Ameríku að klífa hæsta
fjall álfunnar, Aconcagua, sem er
í Argentínu og er 6962 metrar á
hæð,“ segir Leifur.
Spurður hvort hann stefni á að
klífa Everest segir hann ekki loku
fyrir það skotið. „Eigum við ekki
bara að segja: Hver stefnir ekki
á sinn Everest?“ spyr hann kan-
kvíslega.
Mikil sól á Grænlandi
Eins og gefur að skilja eru fjall-
göngur krefjandi og ekki síður
gönguskíðaferðir yfir Grænlands-
jökul. „Maður leggur auðvitað á
sig töluvert líkamlegt erfiði dag
eftir dag, en þetta er áreiðanlega
mun heilsusamlegra en hefðbund-
in líkamsrækt, þó svo að_auðvitað