blaðið - 24.04.2007, Síða 26
Shooter
SAM-bíóin Álfabakka, Kefla-
vík og Borgarbíói Akureyri
Antoine Fuqua
Mark Wahlberg,
Danny Glover, Micha-
el Pena, Kate Mara,
Elias Koteas, Ned TraustlSalvarKrlst)ánsson
Beatty. traustls@bladid.net
Kvikmyndir ★ ★★★
klisjugryfjur og væmnissenur eru
skornar við nögl. Myndinni er leyft
að flæða í spennuþrunginni fram-
vindu sem gerir Shooter að einni
óvæntustu og ferskustu formúlu-
handrita-hasarmynd síðari ára.
Fagnað og
frumsýnt
„Helgin mín var alveg stórfín,"
segir Bergur Þór Ingólfs-
son leikari en hann leikur um
þessar mundir í söngleiknum
Gretti sem sýndur er í Borgar-
leikhúsinu. „Ég var á æfingu
fyrir Gretti á föstudagskvöldinu
á milli 18 og 24. Laugardag-
urinn var rólegur nema ég fór
með spýtur upp í Sorpu. Þar
hitti ég starfsmann sem var
algerlega miður sín yfir hversu
mikið var að gera enda var röð
langt út fyrir endurvinnslustöð-
ina. Eftir Sorpuferðina átti ég
rómantíska stund með konunni
minni. Við héldum upp á 16
daga brúðkaupsafmælið okkar
með því að fara í rómantíska
gönguferð um skóginn við hlið-
ina á Bústaðakirkju. Um kvöldið
fór ég síðan aftur á æfingu upp
í Borgarleikhús. Á sunnudaginn
var ég eitthvað utan við mig, fór
í hjólreiðatúr með fjölskyldunni
og lagði mig með yngstu dóttur
minni. Um kvöldið var síðan
frumsýning á Gretti sem gekk
mjög vel og var mjög gaman. í
mínum huga er hver dagur há-
tíð og helgin var samkvæmt því
ein heljarinnar hátíð.“
Helvíti fín hasarmynd
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 2007
blaöið
David Lynch-vika
Orðlaus mælir með því að setja sig í gírinn fyrir frumsýningu á nýrri mynd David Lynch, Inland Emp-
ire, sem frumsýnd verður á föstudaginn. (tilefni af frumsýningunni býður verslunin Nexus upp á
tilboð á myndum og bókum eftir leikstjórann og á Aðalvideoleigunni er búið að koma upp sérstöku
Lynch-horni þannig að allir aðdáendur David Lynch ættu að eiga góða viku.
Frábærir tónleikar
á Nasa
„Þetta var alveg rosalega góð
helgi," svarar Urður Hákon-
ardóttir, söngkona GusGus,
þegar hún er spurð út í nýliðna
helgi.
„Á laugardaginn voru tónleikar
GusGus á Nasa og helgin fór að
mestu í að undirbúa þá, spila á
þeim og hvíla sig eftir þá. Tón-
leikarnir voru alveg frábærir, fullt
af fólki, skemmtilegt crowd og
allir í geðveiku stuði og ég er
alsæl með þetta allt saman. Á
sunnudaginn var ég síðan í róleg-
heitum með dóttur minni og naut
þess að slappa af. Svaf út, fór í
frábæra humarveislu til frænku
minnar og horfði svo á vídeó um
kvöldið." Hljómsveitin GusGus
fer eftir viku í stutt tónleikaferða-
lag um Þýskaland. „Við verðum
úti í tíu daga og spilum í öllum
helstu borgum Þýskalands. í
sumar verðum við á einhverju
flakki og förum í nokkrar tón-
leikaferðir en spilum ekki aftur á
íslandi fyrr en í ágúst.
Kvikmyndin Shooter er byggð á
bókinni Point of Impact eftir Steph-
en Hunter. Hún fjallar um leyniskytt-
una Bob Lee Swagger sem sest hefur
í helgan stein eftir að hafa misst
vin sinn og samstarfsmann í leyni-
legu verkefni í Afríku. Þegar Sámur
frændi biður Swagger að hjálpa sér
við verndun forseta Bandaríkjanna
gegn meintum tilræðismanni verður
hann við bóninni, enda föðurlands-
vinur mikill. Þegar upp er staðið er
Swagger einungis blóraböggull sem
fær það hlutskipti að vera hundeltur
fyrir morð sem hann framdi ekki.
Hann reynir því að hreinsa nafn sitt
og sækja þá seku til saka. Kvikmynd-
in Shooter er frábær hasarmynd. Þó
svo sagan hafi verið margþvæld og
of oft tuggin í öðrum myndum náði
hún að halda manni við efnið. Hún
er einskonar blanda af Rambo, The
Fugitive og John Clancy-myndun-
um, sem verður að teljast með betri
blöndum. Wahlberg virkar trúverð-
ugur og tekst vel til í hasarmynda-
hlutverkinu. Þar að auki er Danny
Glover fínn sem vondi karlinn, þrátt
fyrir sssmámælsku sína. Plottið er
frekar einfalt og auðskilið en ágæt-
lega hugvitssamlegt og raunsætt.
Myndin fellur aldrei í ljúfa löð né
»Vegvísir að heimili mínu
s«ioir og venjur pao er ant saman mjog rr-
jálst og lítið um fasta siði. Það er hins vegar
venjan að iðka skemmtanalífið um helgar.
Hvenær er hentugast að ferðast Ef folk vill skoða
myndlist er hægt að koma um helgar á milli 15 og 18. Ef
fólk vill hinsvegar heimsækja húsráðanda er gott að líta
við á kvöldin eftir vinnu.
Dýralíf Það býr köttur í íbúðinni og hann
nýtur samvista við fjöldann allan af öðrum
kattardýrum sem búa í nágrenninu.
Hvað þarf að hafa með Ekki neitt nema
kannski helst opinn huga.
llón Pálmar Slgurðsson heldur myndlistarsýningar á heimili sínu þar sem hann býr í lítilli kjall-
araíbúð á Óðinsgötunni. Hugmyndin að galleríinu kviknaði þegar hann leigði myndlistarmanni
herbergi fyrir nokkrum árum og síðan þá hafa 10 sýningar verið settar upp í Skotgalleríinu, en
það er nafnið á þessu heimilislega galleríi. Yfirleitt er eitt herbergi notað sem sýningarrými
en nú er nánast öll íbúðin undirlögð undir sýningu myndlistarmannsins Halldór Hrafns sem
nú sýnir í Skotgalleríinu. Gestir eru boðnir velkomnir um helgar og þá gefst þeim kostur á að
njóta myndlistarinnar svo lengi sem þá ber að garði með opnum huga.
Staðhættir Litll kjallaraíbúð á rólegum stað i
miðbænum, nánar tiltekið að Óðinsgötu 22a.
Hvað þarf að hafa með Ekki neitt nema
kannski helst opinn huga.
Heilsa Heilsa bæði huss og
húsráðanda er mjög góð.
Samfelag og menning Menning á háu
plani og samfélag myndlistaráhugamanna
Hættur Það gæti verið hætta a leka eða
jafnvel flóði þar sem herbergi fullt af vatni er
hluti af sýningunni.
* tr
Matur og menning Það er oft eldað og oft-
ar en ekki mexíkóskur matur sem er borinn
á borð. Á opnunum er stundum boðið upp á
léttvín og léttar veitingar.
Vert að sjá Yfirstandandi sýningu myndlistarmannsins
Halldórs Hrafns sem stendur næstu tvær helgar.