blaðið - 26.04.2007, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007
blaöiö
Einstakt heyrnartæki -
Nánast ósýnilegt bak við eyrað!
award
reddotdesi9n
vjinner 2006
Delta er ný tegund af heyrnartæki
sem býr yfir gervigreind,
fullkomnustu tækni sem völ er á
UTAN ÚR HEIMi
SÓIVIflUft +
Gera hjálparstarfsmönnum erfitt ffyrir
Vestrænir eftirlitsmenn í Sómalíu segja bráöabirgöastjórn landsins
standa í vegi fyrir því að hjálparstarfsmenn geti sinnt fólki sem hefur
lagt á flótta frá hinni róstusömu höfuðborg Mogadishu. Eftirlitsmenn
segja að kröfur bráðabirgðastjórnarinnar um að rannsaka öll hjálpar-
gögn sem berast tefji fyrir og bæti einungis gráu ofan á svart.
Erlent verkafólk Færyfir-
leitt lakari laun en islenskt
verkafólk, en vinnur oft
lengri vinnudaga.
Áhrif erlends vinnuafls á launaþróun hér jákvæð segja SA:
Leikur að tölum
segir Efling
■ Lækkar ekki meðallaun ■ Útlendingar á lágmarkslaunum
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Samkvæmt launakönnun Hagstofu
íslands hækkuðu laun verkafólks
mest af öllum starfstéttum á al-
mennum vinnumarkaði frá upp-
hafi árs 2005 til loka árs 2006, eða
um 19 prósent. Verkafólk er sú stétt
þar sem mest er af erlendu vinnu-
afli. Meðalhækkun á almennum
vinnumarkaði var 17 prósent. Laun
í byggingariðnaði, en í þeirri at-
vinnugrein eru erlendir starfsmenn
fjömennastir, hækkuðu um 17% eða
um það sama og meðaltalshækk-
unin. Þetta kemur fram í frétt frá
Samtökum atvinnulífsins (SA).
Þar segir að á árunum 2004
til 2006 hafi laun hækkað meira
á íslandi en í nokkru öðru aðild-
arríki OECD og þrefalt meira en
að meðaltali í þessum ríkjum.
Ástæða hækkunarinnar er sögð
sú að eftirspurn eftir starfsfólki
sé meiri en framboð. Ennfremur
segir þar: „Staðhæfingar um að
erlendir starfsmenn hafi leitt til
lækkunar launa eru því úr lausi
lofti gripnar."
Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður
kjaramálasviðs Eflingar, gagnrýnir
þessar niðurstöður. „Þegar þeir hjá
SA tala um byggingariðnað eru þeir
með allt undir. Ef við skoðum bara
verkafólk innan byggingariðnaðar-
ins, þá fáum við væntanlega allt aðra
niðurstöðu. Þeir vinnuseðlar sem
koma hingað endurspegla alls ekki
þá hækkun sem þeir gefa til kynna.
Því miður erum við ekki með nægi-
lega stórt úrtak til að geta afsannað
þessar staðhæfingar, en við munum
vonandi rannsaka þessi mál nánar,
helst í samstarfi við SA.“
Hún segir ekki heldur rétt að
verkafólk hafi hækkað mest af
öllum starfstéttum. { umræddri
frétt er verið að ræða um árin 2005
og 2006 eins og áður sagði. Á þvi
tímabili fékk verkafólk einstaka við-
bótarhækkun ofan á kauptaxta. „Ef
þú tekur þetta stutta tímabil getur
verið að það sjáist umframhækkun
hjá verkafólki miðað við aðrar
stéttir. En ef þú tekur lengra tíma-
Þú getur tekið
það timabil sem
þérhentar
Harpa Ólafsdóttir,
forstöðumaður kjara-
málasviðs Eflingar.
bil, t.d. fyá 2004, þá sést að verkafólk
hefur hækkað minna en allar aðrar
stéttir. Þetta er bara leikur að tölum;
þú getur tekið það tímabil sem þér
hentar og fengið þá útkomu sem þú
vilt,“ segir Harpa.
Miðað við þá launaseðla sem
Efling hefur skoðað bendir allt til
þess að erlent verkafólk sé á lak-
ari launum en íslenskt. Hins vegar
vinnur það mun lengur og eru
mánaðarlaun hópanna tveggja því
mögulega svipuð, segir Harpa. „At-
vinnurekendur eru gjarnir á að setja
erlent verkafólk á lágmarkstaxta,
þrátt fyrir að í fyrirtækjum þeirra
séu aðrir á markaðslaunum sem
eru yfirleitt mun hærri. Það á ekki
að fara þannig með erlent vinnuafl
að það sé sett í sér-launaflokk.“
Delta er kjörið fýrir einstaklinga með væga
til meðalmikla heyrnarskerðingu
Pantaðu tíma í heyrnarmælingu
í síma 568 6880 og fáðu að prófa Delta
Glæsibæ Álfheimum 741104 Reykjavík'f sími: 568 6880 | www.heyrnartaekni.is
Verðkönnun í sjoppum:
Tregða við að lækka verð
Aðeins 6 af 64 söluturnum og
bensínstöðvum á höfuðborgarsvæð-
inu, sem Neytendasamtökin gerðu
verðkönnun hjá, hafa skilað virðis-
aukaskattslækkuninni frá 1. mars
til neytenda. Neytendasamtökin
könnuðu verð á 300 vörutegundum
í lok febrúar og aftur í apríl.
Umræddar 6 sjoppur, sem skil-
uðu virðisaukaskattslækkuninni,
eru Bónusvídeó við Lækjargötu
í Hafnarfirði, Nesti, Select, STÁ
Video við Kársnesbraut í Kópavogi,
Uppgrip og Víkivaki við Laugaveg í
Reykjavík.
Alls fengu 17 sjoppur einkunnina
sæmilegt, 28 fengu einkunnina ófull-
nægjandi og 12 fengu falleinkunn.
Engin verðlækkun hafði orðið í Að-
alhorninu við Barónsstíg, Granda-
kaffi, Sælgætis- og vídeóhöllinni
á Garðatorgi, Söluturninum
Bæjarhrauni í Hafnarfirði og
Trisdan við Lækjartorg.
1 eftirfarandi 7 sjoppum
var seinni verðupptaka ekki
heimiluð: Biðskýlinu við
Kópavogsbraut, Bitahöllinni
við Stórhöfða, Holtanesti við
Melabraut í Hafnarfirði, Is
Café við Vegmúla, Nesbitanum
við Eiðistorg, Söluturninum Toppur-
inn við Síðumúla og Texas við Veltu-
sund, að því er kemur fram á frétta-
vef Ney tendasamtakanna.