blaðið - 26.04.2007, Qupperneq 18
Bladið/Frikki
HEYRST HEFUR
Á túr nefnist bloggsíða Vald-
ísar Þorkelsdóttur, skriftu úr
Kastljósinu, sem ferðast nú um
heiminn með henni Bjðrk okkar.
Valdís leikur á blásturshljóðfæri í
hljómsveitinni og hefur gefist færi
á að hitta ýmis fræg fyrirmenni
í Bandaríkjunum, en Björk kom
fram í Saturday Night Live-þátt-
unum sívinsælu á dögunum. Þess
má til gamans geta að Valdís er
dóttir hinnar
einu sönnu
Diddúarog
tvíburasystir
Salóme sem
starfar með
Spaugstof-
unni...
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Andrés Guðmundsson er sannkall-
aður faðir fitness-keppna á íslandi.
Hann er upphafsmaður Skólahreysti-
keppninnar sem slegið hefur í gegn
um allt land en 96 skólar hafa tekið
þátt í ár. Sjálf úrslitakeppnin er
síðan í kvöld í Laugardalshöllinni.
En hvernig byrjaði þetta allt saman?
„Éghefverið með fullorðinskeppni
síðan 1990 og stundum brugðum við
á það ráð að gera litlar brautir fyrir
yngstu kynslóðina. Það þótti heppn-
ast mjög vel og þá byrjuðum við að
þróa hugmyndina fyrir skólahreysti.
Árið 2005 héldum við lítið mót með
sex skólum og það gekk svo vel að
ári seinna tókum við allt höfuðborg-
arsvæðið. Það varð svo vinsælt og
vel tekið í það, að við ákváðum að
taka allt landið í ár og sjáum ekki
eftir því,“ segir Andrés.
Keppnin er rækilega styrkt og
hefur verið sýnd á Skjá einum í
vetur.
„Ég fór á fund Osta- og smjörsöl-
unnar sem þá var og fékk þá í lið
með mér. Þannig gátum við boðið
skólunum fría þátttöku og áhorf-
endum frítt á keppnirnar sem gerir
hana fjölmennari og skemmtilegri.
Menntamálaráðuneytið, Toyota
og Skjár einn bættust svo í hópinn
og gerðu keppnina alla stærri um-
fangs. Hraðabrautin er útlitslega
séð mjög flott og alveg ekta „alvöru“
keppnisbraut."
æfingar, armbeygjur, upphífingar
og dýfur sem allir geta gert. Síðan er
hraðabrautin auðvitað eins og einn
stór Tarzan-leikur sem allir hafa
gaman af. Ég hef jafnvel heyrt sögur
af ömmum og öfum heima í stofu og
meðal áhorfenda sem dauðlangar til
að prófa hraðabrautina, enda æfing
sem höfðar til allra,“ segir Andrés,
sem sjálfur hefur farið í gegnum
„Krakkamir hafa verið að æfa sig stíft fyrir keppnina og
aldrei að vita nema einhver met falli. Það er búist við
heilu rútuförmunum afkrökkum hvaðanæva aflandinu
og yfir 2000 manns í það heila."
Andrés segist hafa séð margar
framtíðaríþróttastjörnur á leið sinni
um landið.
„Ekki spurning. Það er fullt af efni-
legum krökkum í þessu sem gætu
hæglega gert stóra hluti í framtíð-
inni. En auðvitað skiptist þetta í tvo
hópa. Það eru einnig krakkar þarna
sem mættu hreyfa sig meira og það
er einmitt svo frábært við þessa
keppni að allir geta tekið þátt. Þetta
eru einfaldlega þessar gömlu góðu
brautina.endaþekkturkraftajötunn,
tekur heil 220 kíló í bekkpressu.
„Ég atti kappi við Jón Jósep Snæ-
björnsson, betur þekktan sem Jónsa
í Svörtum fötum. Hann er auðvitað
í feykigóðu formi, en ég rétt hafði
hann nú samt, orðinn 42 ára. Maður
getur nú ekki farið að tapa í sinni
eigin braut,“ sagði Andrés hlæjandi.
Andrés segir íþróttakennslu í
skólum stundum ábótavant.
„Það virðist hafa gleymst að kenna
sumum krökkum þessar grund-
vallaræfingar í leikfimi. Jafnvel
kaðla-klifur og armbeygjur virðast
sumum algerlega framandi. Og
það sem meira er, jafnvel leikfim-
iskennararnir virðast ekki alltaf
sjálfir með það á hreinu heldur. Ég
hef rætt þetta við marga kennara
á ferðum mínum og þeir hafa tekið
jákvætt í þessa gagnrýni, þannig að
þetta skilar vonandi einhverjum
árangri.“
í kvöld er sjálf úrslitakeppnin
milli skólanna. Það verður mikið
fjör og margt um manninn.
„Já, heldur betur. Krakkarnir hafa
verið að æfa sig stíft fyrir keppnina
og aldrei að vita nema einhver met
falli. Það er búist við heilu rútuför-
munum af krökkum hvaðanæva af
landinu og yfir 2000 manns í það
heila. Boðið verður upp á skemmti-
atriði í hléum, sigurvegari í hópa-
og einstaklingskeppni í freestyle
kemur fram og einnig sigurvegar-
inn í hljómsveitakeppni Samfés.
Þetta hefst klukkan átta og eru allir
velkomnir," sagði hreystiforstjór-
inn að lokum.
MBL.IS segir frá því að Jón Ásgeir
Jóhannesson hafi keypt sér þakíð-
búð í Nýju-Jórvík á 10 milljónir doll-
ara. Ekki slæmt að eiga slíka íbúð á
slíkum stað, þrátt fyrir verðið sem
þykir hátt, jafnvel fyrir Islendinga.
Þar að auki þarf Jón að greiða
mánaðarlegt húsgjald sem nemur
rúmri milljón
íslenskra
króna. Hann
sleppur þá
væntanlega
við að þrífa
sameign-
ELLÝ Ármannsdóttir heldur úti
vinsælli bloggsíðu. Þar talar Ellý
oftar en ekki hispurslaust um kyn-
lífssögur vinkvenna sinna. Á barna-
lands-vefnum er mikið skrafað
um Ellý og henni líkt við Carrie
Bradshaw, persónuna úr Sex and
the City-þáttunum vinsælu. Einnig
er því gert skóna að maður Ellýjar
sé með flatlús, en Ellý bloggar
einmitt um þá staðreynd að ein vin-
kvenna hennar
hafi fengið
þann
vágest í
heim-
sókn...
Andres Guðmundsson a ferð og flugi með skólahreysti
.
Hreystiforstjóri Islands!
FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2007
folk@bladid.net
HVAÐ Asta, ertu afbrýðisöm
FHVJNST útíSiV?
ÞER?
„Nei, ég er það ekki. Þetta vekur eftirtekt og þá er tak-
markinu náð, er það ekki?"
blaöið
Ásta B. Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi
landsliðsfyrirliði í knattspyrnu
Framsóknarflokkurinn hefur birt auglýsingu með mynd af Samúel
Emi Erlingssyni og Siv Friðleifsdóttur í faðmlögum. Samúel er
giftur Ástu B. Gunnlaugsdóttur.
1jeppa 1
Japan/U.S.A.
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 51 7 5000
UALLABÍ
Su doku
8 1 6 3
1 2
6 2 5 9
1 9 3 7 4
7 2 6
9 4 1
3 1 7 2 4
6 4 8
8 1
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
7-7_______________ © LaughingSlock Intemational lnc./dist. by United Media, 2004
Hann talar ekki enn þá.