blaðið - 26.04.2007, Side 19

blaðið - 26.04.2007, Side 19
blaðið BLOGGARINN... Ofmetin Valgerður Valgerður Sverrisdóttir er því miður ekki í miklu áliti hjá mér. Ég tel hana raunar einn ofmetnasta stjórnmála- mann samtímans og með öllu óhæfa til að gegna ráðherradómi. Hún er í starfi sem krefst miklu meiri hæfi- leika en hún býryfir. Henni hefur ver- ið hlíft þrátt fyrir að hafa opinberað veikleika sína með ótrúlegum hætti. Tökum dæmi: Sem ráðherra hefur hún ekki axlað ábyrgð á hundraða milljóna króna tjóni á pípulögnum í íbúðarhúsunum á varnarsvæð- inu.j...] Hún stendur fyrir því rugli að skipa Sigríði Dúnu sem sendiherra Islands í Suöur- Afríku. Þetta er starfsem sinna má með síma, interneti og fjarfundarbúnaði frá Rauðarárstíg í Reykjavík! Haukur Nikulásson haukurn.blog.is Skoðanakönnunar- skandall Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, [...] greindi frá þvísigri hrósandi á bloggsíðu sinni ífyrradag (23. apríl) að skoð- anakönnun sem Gallup hefði unnið fyrir Samfylkinguna sýndi að kjósend- ur treystu flokknum „best allra flokka til að hrinda í framkvæmd umbótum í velferðarmálum, verðlagsmálum og jafnróttismálum". Það vakti athygli að Ágúst sá Ijóslega hvorki ástæðu til að taka fram hvenær könnunin var gerð né hvernig hlutföllin í henni hefðu verið. Það var hins vegar upplýst í gær á heimasíðu Samfylkingarinn- arþarsem fram kemur að könn- unin var gerð fyrir nokkrum vikum". Hjörtur J. Guðmundsson sveiflan.blog.is Óli að hætta? Drög munu nú hafa verið lögð að út- gáfu ævisögu Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Islands, sem eigi að koma út um jólin. Mun Guðjóni Frið- rikssyni hafa verið falið verkefnið að halda utan um verkið. Það er varla við því að búast að ævisagan verði lit- laus og lítt áberandi. Persónan sem er miðpunktur hennar hefur búið á forsetasetrinu að Bessastöðum nú í ellefu ár og hefur upplifað sorgir og gleði þar.[...j Er bókin uppgjör við lit- ríkan forsetaferil að leiðarlokum eða erhún hinn dramatíski upphafspunkt- urþess að Ólafur Ragnar Grímsson feti i fótspor Ásgeirs Ásgeirssonar og Vigdísar Finnbogadóttur; horfi til fjórða kjörtímabilsins. Þegar stórt er spurt verður víst æði oft fátt um svör. Það eru þó örlagaríkir tímar framundan fyrir húsbóndann á Bessa- stöðum hvort sem verður ofan á að lokum. Stefán Friðrik Stefánsson _________________stebbifr.b|jjg§§ Óðamála ljóska Það var dálítið dónalegt af Jóni Bald- vin að kalla menntamálaráðherrann „Ijósku". Hún erkomin vel inn í sinn málaflokk, og hefur margt ágætt að segja. Margt gæti ég misjafnt um hennar pólitík sagt, og hef stundum gert það af nokkrum þunga, en aldr- ei myndi ég kalla hana „Ijósku". Stundum vildi ég samt að hún talaði svolítið hægar, því ég á oft erfitt með að nema allt sem hún ryður úr sér eins og fljót í leysingu. Össur Skarphéðinsson www.ossur.hexia.net FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 19 Halda úti frasasíðu Frasar og orðtök eru íslend- ingum töm i tungumálinu. Hver kannast ekki við fimmtudagsfras- ann: „Eru menn komnir í helgarfí- ling?“ Honum fylgir gjarnan mánu- dagsfrasinn: „Jæja, ertu búinn að jafna þig eftir helgina?" Þrír vaskir drengir hafa haldið úti heimasíðu með ýmsum frösum og kallast hún www.frasi.tk. „Heimasíðan er hugarfóstur okkar vinanna en auk mín eru þeir Agnar Þór Guðmundsson og Sverrir Örn Arnarsson ábyrgðarmenn síðunnar. Hugmyndin kviknaði í Stykkishólmi en við höfðum lengi haft gaman af slíkum frösum sem virðast flokkast eftir stéttum og störfum. Hver at- Frasar eru flottir Ertu ekki kominn í helgarfíling? spyr Björn. vinnugrein hefur ákveðna mállýsku að því er virðist og allir kannast við sjóaramál, mál bifvélavirkja, tölvu- málið sem og ýmiss konar stofnana- mál. Við ákváðum því að viða að okkur sem flestum frösum á einn stað og úr varð þessi heimasíða,“ segir Björn Hólmsteinsson, sem ann- ars starfar hjá Samskipum. „Hann Sverrir vann nú með mér hjá Samskipum einnig en ákvað að flytja til Danmerkur. Agnar nemur lögfræði en hann hefur átt mestan heiðurinn af rekstri síðunnar und- anfarið, enda pilturinn í prófum og hefur því lítið annað að gera en að halda frasakeppni á Netinu,“ segir Björn með hæðnistón. Mynd af Jóni Viðari Jónssyni, gagn- rýnanda íslands, prýðir forsíðu vefs- ins. „Hann sagði gjarnan að hitt og þetta væri afskaplega klént. Sá frasi lifir lengi," sagði Björn að lokum. Misty, Laugavegi 178, Sími551 2070 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Leðurskór á dömur Sérstaklega þœgilegir leður- skór í stœrðum 36-41 á kr. 5.885,- Mjúkir leðurskór í stœrðum 36-41 á kr. 5.885,- SPr R BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00 - 20.00 SVÍNAKJÖTSÚTSALA! UR KJOTBORÐI t.r ífj mt Kótielettur Hnakki úrb. Lundir Snitsel Gúllas Bógur JT x «1 ■ kr 899 kg kr 899 kg kr 1.998 kg kr 1.298 kg kr 1.198 kg kr 499 kg Grillaður kjúklingur, franskar og 21. Coce

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.