blaðið - 26.04.2007, Page 26

blaðið - 26.04.2007, Page 26
34 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 blaðið Besta varadekkiö Leandro Barbosa fékk verðlaun sem „besti sjötti maðurinn" í NBA-deildinni í vetur en Brasilíu- maðurinn hefur verið þungavigt- armaður í góðu gengi Phoenix Suns þó hann byrji yfirleitt á bekknum. Það hefur hann gert í 62 skipti af 80 þessa leiktíðina. Agfe Valur í víking Valsmenn mæta Víkingum og FH tekur á móti HK í undan- úrslitum A-deildar Lengjubik- arkeppni karla í knattspyrnu. Leikar hefjast annað kvöld klukkan 19 í Egilshöll og á sama tíma á Stjörnuvellinum. Beinar útsendinqai J 18.35 Sýn Knattspyrna Espanyol - Werder Bremen 18.35 Sýn Extra Knattspyrna Osasuna - Sevilla 23.55 NASN Íshokkí Helena toppar Helena Sverrisdóttir hjá Haukum átti flestar stoösendingar á nýliðnu lceland Express-móti kvenna í körfubolta. Átti hún 9,8 slíkar sendingar að jafnaði í hverjum leik og var langt á undan þeirri næstu sem var með 6,1 sendingu. Úrslitakeppni NBA-körfuboltans Miami Heat í tióninu Þetta átti að vera svo auðvelt. Reynslustjörnuboltar og núver- andi meistarar Miami Heat gegn blautum-bak-við-eyrun leik- mönnum Chicago Bulls. Auðveld slátrun að mati spekinga nema hvað hnífur slátrarans er vita-bit- laus og fórnarlambið leikur laust og glatt sem aldrei fyrr. Bulls hefur unnið fyrstu tvo leiki liðanna í úrslitakeppninni og er það óvæntasta uppákoman í úr- slitakeppninni hingað til. Ekki þar fyrir að Miami vinni ekki næstu tvo leiki á heimavelli en Bulls hafa allavega sannað að allt er hægt. Miami er annað af tveimur liðum í austudeild NBA sem talin voru eiga möguleika að komast í úrslit en byrjunin lofar ekki góðu og öskubuskuævintýri Chicago gæti haldið áfram vinni þeir einn leik af þeim tveimur næstu sem fram fara í Miami. Meistararnir verða að spýta nokkuð vel í lófa og Shaq og Dwayne Wade að spila körfu- bolta ef þeir eiga ekki að falla út með skelli í fyrstu umferð. Að öðru leyti er flest annað eftir bókinni. Phoenix Suns eru 2-0 yfir gegn Lakers. Houston Rockets 2-0 yfir gegn Utah Jazz og Detroit 2-0 yfir gegn Or- Jftjff J|J lando Magic. mwm mMmm Nýr David Duval Phil Mickelson er aö veröa næsti David Duval í golfinu. Gengi þessa fertuga slána hefur veriö á pari viö gengi Framsóknar- flokksins íslenska undanfarin ár og sífellt hallar meira undan golf- skónum. Nú hefur hann fengið sér til trausts og halds hinn heimsfræga Butch Harmon sem þekktastur er fyrir að gera Tiger Woods... að Tiger Woods. Formúla hvaö Forsvarsmenn Nascar-kappakst- ursins í Bandaríkjunum hyggjast færa út kvíar. Nú er rætt um að minnst ein keppnin fari fram í Kína á næsta ári og mögulega til framtíðar gangi allt smurt og flott fyrir sig. Formúla 1 er að eignast keppinaut. ithrottir@bladid.net að eru fleiri jfornar hetjur en Maradona semþurfareglu- lega á læknis- hjálp að halda þessi misserin. Hinn portúgalski Eusebio sem á sínum tíma þótti ekki síðri en Pele sjálfur gekkst undir hnífinn um helgina vegna hjartavanda- mála en aðgerðin gekk vel og tórir karlinn eitthvað lengur. Eiður Smári lék með Barcelona í vináttuleik gegn egypska liðinu El Ahly enBarcavann leikinn auðveld- lega4-o.LékEiður á miðjunni allan leikinnogstóðsig vel en hvort hann hefur sannað eitthvað fýrir Rijka- ard þjálfara verður að koma í ljós. Tvö mörk Kaka fyrir Milan gegn United í vikunni tryggja að öllum lfkindum að hann verður markakóngur Meistaradeild- arinnar þetta árið. Hefur hann sett níu stykki inn fyrir marklínu andstæðinga í vetur. Alex Ferguson er í slæmum mál- um fyrir seinni leik liðsins gegn Mil- an.Nánastallirhelstu vamarmenn hans eru meiddir en Ferguson segir þó ekki loku fyrir það skotið að Rio Ferdinand muni spila seinni leikinn.„Rio er einfaldlega ómiss- andi fýrir okkur núna og ég vona að hann verði í standi til að spila.” Sam Allardyce hjá Bolton hefur gert rassíur á Spáni áður fyrrmeð merkilega góðum árangri saman- ber Ivan Campo og Femando Hierro. Nú erulíkuráaðvara- maður Real Madrid, Francesco Pavon, fáist til liðsins en tækifæmm hans í Madrid í vetur er hægt að telja á einum fingri. ÞeirPardewog Curbishley hjá West Ham höfðu engin not fyrir þá lungann af leiktíðinni en nú em stórliðin öll á eftir Carlos Tevez ogMascherano er farinn til Liverpool. Chelsea og Arsenal hafa bæði hug á Argent- ínumanninum Teves sem hefur verið stórkostlegur í þeim leikjum sem hann hefur fengið að spila hjá West Ham. Hann mun vafalaust fara annað við fyrsta tækifæri. er FJOLDISIGRA Frakkans Sebastien Loeb á alþjóðamóta- röðinni í ralli. Enginn hefur sigrað oftar. mn ÞÚSUND fráköst alls hefur Shaquille 0' Neal tekið um ævina í bandaríska NBA- körfuboltanum. Hann nálgast óðum þúsund leikja markið en á að baki 981 leik eins og sakir standa. Ensk lið drottna 1 Meistaradeildinni en spænsk í UEFA Spánskt fyrir sjónir Þrjú spænsk í undanúrslitum ■ Pandiani á skotskóm ■ Sevilla líklegast Meðan flestra augu beinast að góðu gengi enskra félaga í Meistara- deild Evrópu er önnur staða uppi í Evrópukeppni félagsliða þar sem framlag Spánverja vekur mesta at- hygli. Ekkert kemur á óvart með Sevilla en að smærri spámenn á borð við lið Espanyol og Osasuna oti sínum tota inn í undanúrslit og jafnvel úrslitin sjálf kemur spánskt fyrir sjónir. Eina félagið utan Spánar sem enn á möguleika er hið þýska Werder Bremen sem mætir Espanyol í kvöld. Espanyol er miðlungslið á alla mögu- lega kanta og Þjóðverjarnir ættu alla jafna að vinna rimmuna nema ef vera skyldi fyrir Walter nokkurn Pandiani frá Úrúgvæ. Þessi sami Pandiani fékk hlátursgusur frá stuðningsmönnum Birmingham eftir tímabil þar á bæ enda skoraði hann í heildina aðeins sex mörk fyrir liðið. Hann hefur hins vegar rekið af sér slyðruorðið og sett ein tíu stykki fyrir Espanyol í Meistara- deildinni einni saman þetta árið. Ekki má heldur gleyma að Pandiani var einn af lykilmönnum Deportivo la Coruna þegar það lið reið sem feit- ustum hestinum á Spáni upp úr síð- ustu aldamótum. Spútniklið Sevilla mætir hinu hálfbaskneska Osasuna í hinum leiknum. Mánuður er síðan liðin mættust í spænsku deildinni og súrt o-o jafntefli var niðurstaðan. Sevilla er að keppa á mörgum vígstöðvum með tiltölulega lítinn hóp og sú stað- reynd gæti farið að segja til sín fyrr en síðar. Þó yrðu það talsverð tíðindi færi Osasuna í úrslit enda liðið sam- sett af meðalmönnum og þó bask- neskt blóðið renni til skyldunnar þá er Sevilla einfaldlega of stór biti. Sevilla vann siðasta leik sinn 4-1 gegn Bilbao meðan Osasuna tapaði úti fyrir Depor 1-0. Helsta stjarna Osasuna er Roberto Soldato, ein af björtustu vonum Spánverja í fram- tíðinni en finni hann ekki fjölina er ekki í mörg hús að venda. Til vara er útsöluútgáfa af Samuel Eto'o, Kame- rúninn Pierre Webo, með heil þrjú mörk í vetur og hinn aldni Savo Mi- losevic sem einnig er með 3 mörk í vetur. Þeir þrír samanlagt hafa ekki skorað jafn mikið og helsti skor- ari Sevilla, sem gjarnan byrjar á bekknum, Freddie Kanoute. Sevilla á titil að verja og veðbankar telja ekki góðar líkur á sigri Osasuna sem segir allt sem segja þarf. s&j;

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.