blaðið - 26.04.2007, Síða 34

blaðið - 26.04.2007, Síða 34
42 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 blaöi6 SÉÐ 0G DÆMT HVAÐ SÁSTU bíó Sá síðast The Secret „Ég er búin að vera svo ódugleg við að fara í bió,“ segir Andrea Róberts. „En ég reyni annars að sækja kvikmyndahá- tíðir þegar þær eru í gangi. Svo sá ég siðast myndina The Secret sem mjög margir eru búnir að vera að tala um. Mér fannst hún rauninni alveg rosal- ega léleg og ég myndi gefa henni haus- kúpudóma en samt sem áður fær hún líka fimm stjörnur hjá mér bara vegna þess að hún skilur heilmikið eftir sig. Mælir með Fojg of War ,Ég sá The Good Shepard síðast i bíó,“ segír Helgi Seljan fjölmiðlamaður. „Það voru skemmtilegar pæ-1 lingar í henni, en mér fannst svona miðað við þá sögu af CIA sem ég þekki vanta part í hana. Annars fer ég ekkert oft í bíó, en ef það eru kvikmyndahátíðir þá reyni ég að fara. Sú mynd sem stendur upp úr hjá mér núna er mynd sem heitir Fog of War en hún er um fyrrverandi varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, viðtöl við hann þar sem hann er aö segja frá ýmsu mjög merkilegu varðandi Bandaríkin. Peningar Handritshöfundurinn Joe Eszterhas fékk um 200 milljónir í sinn hlut fyrir handritið að kvikmyndinni Basic Instinct, en það er með því hæsta sem hand- ritshöfundur hefur fengið greitt fyrir verk sitt. Nýjasta mynd meistara frumsýnd Inland Empire, nýjasta mynd leikstjórans David Lynch, verður frumsýnd hér á landi á föstudag. Að- dáendur leikstjórans hér á landi bíða myndarinnar með eftirvæntingu en hún var fyrst frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum í september á síð- asta ári. Það tók Lynch tvö og hálft ár að gera myndina en hún var eingöngu tekin á digital tökuvél og hann hefur sagt að hann muni í framtíðinni taka sínar myndir með þeirri aðferð. Með aðalhlutverk fara Laura Dern, sem er í miklu uppáhaldi hjá Lynch, Justin Theroux, Harry Dean Stanton, Jeremy Irons og Diane Ladd. Lynch samur við sig Myndin þykir vera sönn Lynch- mynd þar sem söguþráðurinn liggur á milli hluta en myndin samanstend- ur af mörgum smásögum. I grunn- inn fjallar hún um unga leikkonu í Hollywood (Dern) sem tekur að sér hlutverk í dularfullri kvikmynd sem álög virðast hvíla á. Nokkrar hliðar- sögur eru í myndinni sem fjalla meðal annars um smygl á konum frá Austur- Evrópu og enn furðulegri saga um fjöl- skyldu með kaninuhöfuð sem situr að spjalli í stofu; eitthvað sem er mjög í anda leikstjórans. Myndin var að mestu tekin í Pól- Shooter ★★★★★ „ Shooter er frábær hasarmynd. “ TSK The Hills Have Eyes II ★★★★★ „Myndin er ekkinærriþvínógu markviss." AFB The Good Shepherd ★★★★★ „Myndin er djúp og uppfull af smáatríðum." TSK Jfí Laura Dern Leikkonan þykir sýna framúrskarandi ieik í myndinni og hefur fengið mik ið lof gagnrýnenda. landi en ekki á þeim stað sem titill myndarinnar gefur til kynna en In- land Empire er hérað í Suður-Kaliforn- íu. Lynch hefur hins vegar oft nefnt myndir eftir þeim stöðum sem þær eiga að gerast á, samanber Mullhol- land Drive og Twin Peaks. Skemmandi fyrir tímaskyn og persónuleika Leikararnir fengu ekki að lesa hand- rit í upphafi heldur fengu þeir afhent- an texta og samtöl á hverjum morgni sem Lynch hafði skrifað kvöldið áður. Lynch sagði í viðtali þegar hann var við tökur á myndinni að hann vissi ekki sjálfur hvernig söguþráðurinn og myndin kæmi til með að þróast. Laura Dern viðurkenndi fyrir frum- sýninguna í Feneyjum að hún vissi ekki um hvað myndin væri né vissi hún hvert hlutverk hennar persónu hefði verið en hún hlakkaði til að sjá myndina í fyrsta sinn til að komast að raun um sannleikann. Gagnrýnendur fylkja sér í tvo hópa um ágæti mynd- arinnar en allir bera Dern miklu lofi og þykir hún sýna sinn besta leik til þessa. Þeir gagnrýnendur sem eru ánægðir með myndina þreytast ekki á því að bera hana lofi og henni hefur verið líst sem frábærri og frumlegri, snilldarverki, skemmandi fyrir tíma- skyn og persónuleika (meint í góðu) og hugrakkri mynd sem fylgi manni lengi eftir að henni er lokið. Perfect Stranger ★★★★★ „ Perfect Stranger er hvorki skemmtileg né spennandi AFB Varðan - ut 1 lifið er þjónusta fyrir ungt fólk sem lokið hefur námi og er að koma undirsig fótunum. I m m O r\nm^ér BQo/q ^ IVrsT,a,’ítaðsv'>«i v ‘u vgnar mmm. i tí • 90% tán af markaösvirði við kaup á fyrstu eign* • 100% lán af markaðsviröi á 4,95% vöxtum gegn viöbótarveö/ • Námslokalán • Yfirdráttarlán á LtN kjörum í 2 ár 4 • 90% bílalán og 50% afsláttur af lántökugjöldum hjá SP-Fjármögnun • Mótframlag viö reglubundinn sparnað • Fritt kreditkort • Inngöngugjöf - 20.000 víldarpunktar eða 20.000 kr. ferðaávísun Pú færö nánari upplýsingar á landsbanki.is, í síma 410 4000 eöa í næsta útibúi Landsbankans. • Umsækjendur ve'óa aó standast útiánamat bankans. Landsbankinn Varðan - út í lífið

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.