blaðið - 04.07.2007, Side 6

blaðið - 04.07.2007, Side 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 blaóiö Vistmönnum drengjaheimilis boöiö í viðtal Ekki tímabært að ræða Breiðavíkurbætur Breiðavíkurnefnd hyggst hafa samband símleiðis við alla einstaklinga sem dvöidust á meðferðarheimilinu í Breiða- vík á þeim tíma sem talið er að ofbeldi og misþyrming hafi átt sér stað. „Ótímabært er að velta skaða- bótum einstaklinga fyrir sér eins og staðan er í dag,“ segir Róbert R. Spanó, prófessor við lagadeild HÍ og formaður Breiðavíkurnefndar. „Vissulega er það eðli máls samkvæmt eitt af því sem kemur inn í starfið, en eins og staðan er núna er ekki hægt að tala um það.“ Nefndin hefur aflað gagna um rekstur meðferðarheimilisins, einstök tilvik og einstaklingana sjálfa, hagi þeirra, ástæður fyrir vistun og veru þeirra á staðnum. „Það hefur farið fram viðamikil gagnaöflun um mismunandi tímabil drengja- heimilisins, til undirbúnings því að viðtöl geti átt sér stað við einstaklingana sem þar voru vistaðir,“ segir Róbert. Hann segir markmið nefndar- innar þríþætt. „í fyrsta lagi að kanna ástæður og tildrög þess að einstaklingar voru settir í vistun. f öðru lagi að leggja mat á sannleiksgildi þess að þarna hafi menn verið misnotaðir og beittir ofbeldi. f þriðja lagi að koma með tillögur.“ Aðspurður hvort samtöl við vistmenn meðferðarheimilisins kunni að ýfa upp gömul sár nefnir Róbert að með skipun nefndarinnar sé leitast við að halda ákveðnu jafnvægi milli upplýsingaöflunar og þess að hún Ieiði ekki til þess að hug- arró fyrrum vistmanna verði raskað. bm Eldur í Malbikunarstöðinni Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í Malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í Reykjavík á ellefta tímanum í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og gekk greiðlega að kom- ast að og slökkva eldinn. Talið er að eldurinn hafi komið upp þegar neisti hljóp í olíu í blöndunarturni stöðvarinnar, þar sem bikinu er blandað saman við möl. Mikinn og dökkan reyk lagði frá stöðinni og hvatti slökkviliðið nágranna til að loka gluggum. Lög- regla lokaði nálægum götum vegna sprengihættu þar sem nokkrar ol- íuleiðslur og tankar eru á svæðinu.. Sjúkraflutningar á höfuðborgar- svæðinu röskuðust eitthvað vegna eldsins. aí Fyrsta björgun TF Einum manni var bjargað þegar mikill reykur gaus upp í hvala- skoðunarbátnum Eldingu II rétt fyrir utan Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í gær. Þyrla Landhelg- isgæslunnar, TF Gná, var send á vettvang og hífði manninn um borð, en þetta var fyrsta björgunar- flug þyrlunnar. Enginn eldur reyndist þó vera um borð heldur hafði gúmmíbarki bráðnað. Nálægur fiskibátur dró bátinn til hafnar. Vika er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarskip- inu Hafsúlunni í Kollafirði með 75 manns innanborðs. aí Hæstaréttar- dómari hættir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun fram lausnarbeiðni Hrafns Bragasonar hæstaréttardómara. Hrafn baðst lausnar úr embættinu sökum aldurs, en hann er 69 ára gamall. Forseti Islands þarf að samþykkja lausnarbeiðnina en að því loknu verður embættið auglýst laust til umsóknar. Hrafn hefur setið í emb- ætti hæstaréttardómara i 20 ár, eða frá árinu 1987. Gnár ijtii. 1 Skipar nefnd um peningaþvætti Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra lagði til í ríkisstjórn í gær að skipuð yrði nefnd um málefni tengd peningaþvætti. Blaðið upplýsti um liðna helgi að úttekt Financial Action Task Force á vörnum gegn peningaþvætti hefði leitt í ljós að framkvæmd þeirra laga væri ábótavant. Sagði að lagaumhverfið hér væri í lagi en að töluvert vantaði upp á að eftirlitsað- ilar hefðu bolmagn og úrræði til að sinna starfi sínu sem skyldi. þsj Björn svarar ekki fyrirspurn Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, neitaði á mánudag að svara efnislega spurningum blaðamanns Blaðsins. Spurning- arnar voru sendar í kjölfar frétta- skýringar um úttekt á vörnum fslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Spurningarnar voru fimm talsins og tengdust þeirri gagnrýni sem út- tektaraðilinn setti fram. Þær voru sendar til Björns í tölvupósti. Svar Björns: „Spurningar þínar eru þess eðlis, að ég get ekki svarað þeim, því svörin hljóta að byggjast á vangaveltum, sem ég ætla ekki að stunda. íslensk stjórnvöld leitast að sjálfsögðu við að uppfylla skyldur slnar á þessu sviði eins og öðrum.“ þsj Það verður skipað herráð ■ Meirihlutinn í Árborg hyggst afgreiða umdeilt miðbæjarskipulag í dag H Miðbæjarfélagið skipar herráð og safnar undirskriftum Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Fresta þurfti bæjarstjórnarfundi á Selfossi til dagsins í dag þar sem til stóð að afgreiða skipulagstillögu nýs miðbæjar. „Ástæðan er sú að þau mál sem sett voru á dagskrá fundar- ins voru vanbúin til afgreiðslu. Bæj- arfulltrúar höfðu ekki nægjanleg gögn auk þess sem villur fundust í skjölum sem lögð voru fram málinu til stuðnings,“ segir Eyþór Arnalds, fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar. Ónóg gögn Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæj- arstjóri Árborgar, segir frestun bæjarstjórnarfundarins aðallega vegna þess að fólki hafi ekki borist öll gögn. „Um mistök var að ræða í útsendingu gagna þannig að ekki bárust öll gögn tímanlega í hendur bæjarstjórnarfulltrúa." Eyþór segir mjög sjaldgæft að til frestunar bæjarstjórnarfunda komi, sérstaklega á þeim sem eru boðaðir MIÐBÆJARSKIPULAG ► 10 tillögur bárust í hug- myndasamkeppni um svæðið W. í Miðbæjarfélaginu eru ^ yfir 300 manns sem berjast gegn núverandi skipulagi gagngert í sumarfríi til afgreiðslu skipulagstillagna. „Við bentum á bréf Skipulags- stofnunar máli okkar til stuðnings þar sem margar athugasemdir eru gerðar við hliðstæða skipulagstill- ögu, meðal annars misræmi í heild- arstærð húsa sem bendir til þess að málið sé ekki faglega unnið.“ Þarf að komast í gegnum kerfið Ragnheiður segir að varðandi villur í skjölunum séu þær ekki stór- vægilegar. „Það eru aðallega orða- lagsbreytingar sem flokkast undir prófarkalestursmál." Ennfremur segir hún að bæjar- stjórnarfundur sé áætlaður í dag. „Það þjónar engum tilgangi að til- lagan sé lengur í kerfinu. Hún þarf að komast í auglýsingu til þess að fólk geti skoðað hana og gert athuga- semdir ef einhverjar eru.“ Aðspurð hvort hún haldi að tillagan komist loks í gegn á væntanlegum bæjar- stjórnarfundi segist Ragnheiður halda það þar sem meirihluti leggi hana fram. „Það verður skipað herráð,“ segir Árni Valdimarsson, talsmaður Mið- bæjarfélagsins, um næstu skref hins þverpólitíska félags um skipulags- mál. Miðbæjarfélagið hefur áður skorað á bæjarstjórnina að segja upp núverandi skipulagssamningi. „Það voru góð tíðindi að bæjarstjórn- arfundinum skyldi frestað, þó það breyti sjálfsagt ekki miklu,“ segir Árni. Hann bætir við að félagið hafi alls ekki gefist upp og hyggist safna undirskriftum gegn skipulagstillö- gunni ef engar breytingar verða gerðar. Helmingur malbikunar sökum nagla Kosta borgina 250 milljónir Nagladekk spæna upp um 10 þús- und tonn af malbiki í Reykjavík á ári hverju, sem er helmingur þess malbiks sem áætlað er að lagt verði í borginni í sumar. Kostnaður vegna endurmalbikunar sökum slits af völdum nagladekkja nemur um 100 til 200 milljónum króna. Að þessari niðurstöðu komst vinnuhópur um notkun nagladekkja í Reykjavík. Við það bætist ýmis kostnaður, svo sem vegna hreinsunar svifryks og hefur Guðbjartur Sigfússon borgar- verkfræðingur komist að þeirri nið- urstöðu að að þessum kostnaði við- bættum megi reikna með að notkun nagladekkja kosti Reykjavíkurborg um 250 milljónir króna á ári hverju. „Við það bætist svo ýmis kostnaður sem erfiðara er að reikna, svo sem vegna heilsutjóns af völdum svif- ryks sem naglarnir spæna upp,“ segir Dofri Hermansson, varaborg- arfulltrúi Samfylkingarinnar. hlynur@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.