blaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 1
Mótorhjól úr tré
Jón Adólf Steinólfsson er einn
fremsti tréskeri lands-
ins. Hann sker nú út
mótorhjól úrtréog
að auki hefur hann
gert fjögurra
metra háan gítar.
Besta flíkin
Sumir eiga sér ákveðna
uppáhaldsf lík sem þeir tíma
aldrei að henda, sama
hversu slitin flíkin er
orðin. Blaðið spurði
fimm einstaklinga um
uppáhaldsflíkina.
SPJALLIл25
135. tölublað 3. árgangur
Laugardagur
21. júlí 2007
FRJALST, OHAÐ
Bollywoodstjarna
Bryndís Helgadóttir
starfar sem fyrirsæta
á Indlandi og hefur
vegnaðvel. Hún
hefur leikið í sjón-
varpsauglýsingum og
Bollywood-kvikmyndum
ORÐLAUSB35
Frá Dómkirkjunni
til kennslu í Kenýa
„Búinn að skrifa bók um böm og engla"
Jakob Ágúst Hjálmarsson lætur af störfum sem Dómkirkjuprestur í lok
sumars. Við taka ný verkefni og hann hyggst sinna rit- ^
störfum og kenna við prestaskóla í Kenýa hluta úr ári. fcO J V
Sérsveitin
fór í þrefalt
fleiri útköll
■ „Alveg ljóst að harkan í undirheimunum
hefur aukist," segir yfirlögregluþjónn
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Sérverkefni sérsveitar ríkislög-
reglustjóra voru þrefalt fleiri á sið-
asta ári en árin fram til 2002. Fram
að því voru verkefnin um 50 á ári,
en eftir það hafa þau verið um eða
yfir 100 á ári. í fyrra voru sérverk-
efnin 156. Háttsettir menn innan
lögreglunnar sem Blaðið ræddi við
eru sammála um að vopnuðum
glæpamönnum hafi fjölgað mikið,
og að harkan í undirheimunum auk-
ist með hverju ári sem líður.
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, segir þörfina fyrir sérsveit-
armennsífelltaukast.„Vopnaburður
manna hefur aukist, og tilkynn-
ingum um vopnaða menn fjölgað.
Því er nauðsynlegt að geta kallað til
manna sem hafa þjálfun í að glíma
við slík verkefni. Það er alveg ljóst
að harkan í undirheimunum hefur
aukist, og þörfin fyrir sérsveitar-
menn að sama skapi.“
Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn lögreglunnar á Ak-
Sérverkefni
sérsveitarinnar
* Áætluð verkefni
CVJ
CTí
CD
lí?
I e I
ureyri, tekur undir með Geir Jóni:
„Ég held að sérsveitin verði nauðsyn-
legri með hverju ári sem líður.“
Kristján Kristjánsson, aðalvarð-
stjóri í sérsveit ríkislögreglustjóra,
segir skýringuna á fleiri útköllum
að tilvikum, þar sem þarf að notast
við þjálfun og þekkingu sérsveitar-
innar hafi fjölgað. Kristján segir
sérsveitina ávallt kallaða út þegar
lögreglunni berst tilkynning um
vopnaða einstaklinga, og eins þegar
grunur um sprengjuhættu vaknar.
SÉRSVEITIN »4
Tvíburafæðingar
tíðar í Hveragerði
Fjórar mæður í Hveragerði hafa
eignast tvíbura á tæpu ári og bæjar-
búar bregðast vel við. „Fólk sem
maður þekkti ekki neitt fór að
prjóna á tvíburana og allt í einu
var komin tvíburakerra í
Bónus,“ segir ein móðirin.
Auka f ramlög til
flóttamannahjálpar
Island ætlar að auka verulega fram-
lög sín til flóttamannahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra til-
kynnti þetta að lokinni heimsókn
til hinnar helgu borgar O Q
Betlehem í gær. O ” ^
Skoðaðu
Sumarsmelli
MotorMax
í Blaðinu í dag
Motor
Vara við
Potter-sorg
Bresk hjálparsamtök fyrir
börn hafa varað foreldra við
að börn kunni að finna fyrir
mikilli sorg þegar þau ljúka
síðustu bókinni um Harry
Potter. Bókin kom í verslanir
í gærkvöldi og var fyrirfram
búist við að nokkrar aðalper-
sónurnar myndu sæta pynt-
ingum, særast og jafnvel deyja.
Talsmaður ChildLine segir það
geta orðið börnum þungbært
að ekki sé von á fleiri bókum
og segir viðbrögð sumra munu
líkjast því sem fram kom hjá
ungmennum sem syrgðu
endalok hljómsveitarinnar
Take That árið 1996. aí
NEYTENDAVAKTIN
Verð á sinnepi 'wr
Fyrirtæki Krónur
Kaskó 57
Þín verslun Seljabraut 69
Krónan 99
Samkaup-Strax 108
Hagkaup 115
Kjarval 129
Verð á SS slnnepi 200 g. Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
HH USD 59,76 0,44 ▲
GBP 122,89 0,79 ▲
Zmm DKK 11,11 0,49 A
• JPY 0,49 0,49 A
H EUR 82,69 0,49 A
GENGISVÍSITALA 111,66 0,54 A
ÚRVALSVÍSITALA 8.998 0,10 A
VEÐRIÐ í DAG
VEXTIR FRÁ ... að það er hægt að létta J 1
AÐEINS Þanniq er mál l
Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 23.4.2007. með vexti ... greiðslubyrðina. FRjÁLSI