blaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 2
2
FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 21. JÚU 2007
blaöió
Danmörk
íraskir túlkar
til landsins
Um tvö hundruð íraskir túlkar
sem hafa unnið fyrir danska
herinn í írak, hafa verið fluttir
til Danmerkur. írökunum var
boðið hæli í Danmörku af ótta
við að þeir kynnu að verða skot-
mörk uppreisnarmanna vegna
starfa sinna fyrir erlent herlið.
Nöfnum túlkanna hefu rverið
haldið leyndum til að tryggja
öryggi mannanna.
Danski herinn birti þó mynd
af túlkunum á heimasíðu sinni
þar sem augu túlkanna sáust,
en nef og munnar voru skyggð.
Herinn hefur beðist afsökunar
á myndbirtingunni og fjarlægt
myndina, en túlkarnir óttast
að fjölskyldur þeirra í írak
verði fyrir aðkasti hafi þeir
þekkst á myndinni.
Reykjavík
Brunaslys
á hóteli
Kona um tvítugt brenndist
á nokkrum stöðum á líkam-
anum, meðal annars á báðum
höndum, við vinnu sína á
hóteli í Reykjavík á fimmtudag.
Fékk hún yfir sig heitt vatn
úr hraðsuðukatli. Konan var
flutt á slysadeild Landspítala
- háskólasjúkrahúss.
STUTT
• Skemmdarvargar Þrír
drengir á grunnskólaaldri hafa
orðið uppvísir að skemmdar-
verkum á byggingasvæði á
höfuðborgarsvæðinu. Dreng-
irnir munu hafa krotað á veggi,
sprengt rúður og skvett máln-
ingu á nærliggjandi hús.
• Umferðartafir Fyrsta áfanga
malbikunar við nýtt hringtorg
á mótum Vesturlandsvegar
og Þingvallavegar er lokið.
Umferð á þessu svæði hefur
verið hliðrað til og því má
búast við einhverjum töfum
af þeim sökum. Ókumenn er
beðnir um að sýna aðgát og
þolinmæði.
Mynd/Eyþór
Tvíburamömmurnar fjórar eru oft spurðar að
því hvað sé í vatninu í Hveragerði Berglind með
Auðun Inga og Odd Olav Davíðssyni, Hildigunnur
með Þorstein Dag og Þórhildi Söru Jónasbörn. Jór-
unn með Júlíu Nótt og Jökul Dag Gunnlaugsbörn og
Guðrún Lára með Ólafssyni sem eru einu eineggja
tviburarnir í hópnum. Fremst stendur Þura Lárusdótt-
ir, 8 ára. sem aðstoðar Berglindi við að gæta Auðuns
Inga og Odds Olavs.
Femir tvíburar á
einu ári í Hveragerði
■ Tvær tvíburamæðranna búa í sömu götu og þrjú hús á milli hinna ■ Á næsta ári verða
7 tvíburapör í grunnskólanum í Hveragerði ■ Bæjarbúar taka fjölguninni fagnandi
Fftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
i-igibjorg@bladid.net
Það kom ekki öllum mömmunum
fjórum í Hveragerði sem eignast
hafa tvíbura á síðastliðnum n mán-
uðum á óvart þegar í ljós kom að
von var á tveimur börnum en ekki
einu.
„Þetta var ekki spurning um hvort
við myndum eignast tvíbura, heldur
hvenær," segir Hildigunnur Hjör-
leifsdóttir sem eignaðist tvíburana
Þórhildi Söru og Þorstein Dag fyrir
sex og hálfum mánuði. „Ég á sjálf
tvíburabræður og maðurinn minn
á tvíburasystur. Maður beið bara
eftir þessu,“ segir Hildigunnur sem
átti fyrir tvo stráka, 5 og 9 ára. Hinar
mömmurnar þrjár, Jórunn Krist-
jánsdóttir, Berglind Guðnadóttir og
Guðrún Lára Magnúsdóttir segja tví-
bura hins vegar langt aftur í ættum
hjá þeim.
Búa í sömu götu
Mömmurnar fjórar, sem allar
fæddu á Landspítalanum, eru sam-
ankomnar heima hjá einni þeirra
með litlu krílin sín þegar útsendarar
Blaðsins heilsa upp á þær og er þetta
í fyrsta sinn sem þær hittast allar.
Tvær þeirra, Berglind og Guðrún
Lára, sem búa reyndar í sömu götu,
voru að eignast hörn í fyrsta skipti
en Jórunn, sem eignaðist tvíburana
Júlíu Nótt og Jökul Dag fyrir 7 vikum,
eða þann 1. júní, átti fyrir 3 ára strák
og 6 ára stelpu. Tvíburarnir hennar
Guðrúnar Láru eru einnig 7 vikna
en þeir fæddust 3. júní.
Ókunnugir prjóna á krílin
Bæjarbúar hafa að vonum brugð-
ist vel við þessari íjölgun í plássinu
og boðið öll litlu krílin velkomin.
„Fólk sem maður þekkti ekki neitt fór
að prjóna á tvíburana og svo var allt
í einu komin tvíburakerra í Bónus,“
segir Berglind sem á elstu tvíburana
í hópnum, Odd Olav og Auðun Inga
en þeir verða 11 mánaða í næstu viku.
Hún segir það hafa verið talsverða
vinnu að sinna þeim litlu í fyrstu.
„Þetta er erfitt í fyrstu en venst svo.
Maður fyllist orku og kemst i ákveð-
inn gír. Maður verður að vera skipu-
lagður og láta hlutina bara rúlla.“
TVÍBURAFÆÐINGAR
W. Árið 2006 voru tví-
^ burafæðingar á Landspítala-
háskólasjúkrahúsi 85 eða
2,8 prósent af öllum fæðin-
gum þar í fyrra. Árið 2005
voru tvíburafæðingarnar
62 eða 2,1 prósent af öllum
fæðingum það ár.
► í júnílok 2007 voru tví-
burafæðingarnar á Land-
spítalanum orðnar 32.
Spurð að því hvort skapgerð litlu
herramannanna sé mismunandi
segir Berglind að svo sé. „Þetta er
eins og svart og hvítt. Annar er alltaf
á ferðinni en hinn er rólegur og virð-
ist spekúlera meira í hlutunum."
Þótt tvíburarnir hennar Jórunnar
séu aðeins sjö vikna merkir hún
þegar talsverðan mun á skapgerð
þeirra. „Stelpan er róleg en strákur-
inn frekja," segir hún og kímir. Guð-
rún Lára segir skap sinna stráka
ósköp svipað. „Enda eru þeir ein-
eggja," bendir hún á.
Hildigunnur segir sína tvíbura
mjög ólíka og tekur það fram að hún
þurfi að hafa meira fyrir stráknum.
7 tvíburapör í skólanum
Þótt Jórunn og Hildigunnur búi
ekki í sömu götu eins og Berglind og
Guðrún Lára er stutt á milli þeirra.
„Það eru bara þrjú hús á milli okkar
og ég fór í tvíburafræðslu til Hildi-
gunnar,“ segir Jórunn. Þótt hún hafi
fætt tvö börn núna segir hún ekki
tvöfalt meira að gera nú heldur en
þegar hún eignaðist hin börnin.
„En þótt það sé ekki tvöfalt meira að
gera er samt miklu meira að gera,“
tekur hún fram.
Þar til tvíburapörin fjögur fædd-
ust nú á 11 mánaða tímabili höfðu
ekki fæðst tvíburar í Hveragerði
síðan árið 2000. „Það má hins vegar
geta þess að á næsta skólaári verða
7 tvíburapör í grunnskólanum hér
og þeir elstu í 8. bekk,“ segir Hildi-
gunnur sem kennir við skólann.
HEFUR ÞÚ ÁBENDINGU?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
VEÐRIÐ í DAG
Á MORGUN
Tilvalid
Kjarngód napring í þaegilegum umbúdum bAmamatur is
Án vidbaetts sykurs!
Án vidbaptts salts!
Skúrir
Hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar
stöku skúrir. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á
Norður- og Austurlandi.
Logn og væta
Hæg breytileg átt og dálitil væta öðru hverju.
Hiti 11 til 16 stig.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 25 Halifax 20 New York 25
Amsterdam 19 Hamborg 24 Nuuk 6
Ankara 36 Helslnki '20 Orlando 24
Barcelona 27 Kaupmannahöfn 19 Osló 17
Berlín 26 London 16 Palma 26
Chicago 22 Madrid 27 París 21
Dublin 14 Mílanó 35 Prag 27
Frankfurt 21 Montreal 16 Stokkhólmur 20
Glasgow 15 Miinchen 26 Þórshöfn 13
Heilbrigöisráðherra
Nefnd fjalli um
sjúkraflutninga
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra hefur ákveðið
að skipa vinnuhóp til að taka
saman og gera tillögur um
skipulag sjúkraflutninga. Tillög-
urnar skulu miðast við landið
allt, að því er segir í fréttatil-
kynningu frá ráðuneytinu.
Vinnuhópurinn, sem skila
á tillögum í haust, á sérstak-
lega að skoða þætti sem
snúa að mönnun og rekstri
sjúkraflutninganna. Vinnu-
hópurinn á jafnframt að kalla
eftir tillögum um menntun
sjúkraflutningamanna.
Leiðrétt
Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.