blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 13
blaóió LAUGARDAGUR 18.AGUST2007 FRÉTTIR því að Vestfirðirnir henti vel undir svona starfsemi. „Svona stöð þarf nokkuð flatlent svæði og þar þarf að vera aðdjúpt. Þessar forsendur eru báðar fyrir hendi á umræddum stöðum í Arn- arfirði og Dýrafirði, og raunar víðar. Staðið hafa yfir á vegum Fjórðungs- sambands Vestfjarða athuganir á náttúrufari o.fl. og mun niðurstaða frumathugana liggja fyrir í sept- ember. Eftir því sem best er vitað þá hefur ekkert komið fram við þær at- huganir sem á að geta hindrað að ol- íuhreinsistöð rísi vestra. Það styrkir mjög undirstöður málsins að stöðin þarf litla utanaðkomandi orku, eða einungis um 15 megavött. Þess vegna krefst hún ekki viðbótarvirkj- ana heldur þarf einungis að styrkja lagnir, leggja nýja línu til Vestfjarða og reisa háspennistöð. Því er ekki um að ræða rask á hálendinu sem mestum deilum hefur valdið.“ Aratugagömul hugmynd Ólafur þjónaði sem sendiherra Islands í Moskvu á árunum 1990 til 1994. Hann segir möguleikann á ol- íuhreinsistöð hérlendis hafa komið lauslega til tals á þeim tíma. „Ég hef fylgst með umræðum um möguleikana á að stofna svona at- vinnugrein á Islandi í áratugi. Síðan kom þetta lítilsháttar til umræðu þegar ég var sendiherra í Moskvu. Það varð þó fyrst alvara í málinu þegar ég milli sendiherrastarfanna í Kaupmannahöfn og Peking starf- aði hér heima í utanríkisráðuneyt- inu og var þá m.a. fulltrúi íslands í Barentsráðinu. Það var stofnað af Norðurlöndunum og Rússlandi til þess að örva efnahagsþróun í Norðvestur-Rússlandi. í starfi ráðsins var m.a. horft til frekari opnunar norðaustur-sigl- ingarleiðarinnar, auk þess sem það þótti fyrirsjáanlegt að olíuvinnsla í Norður-Rússlandi myndi brátt stór- aukast. Þarna var því farið að hilla undir að upp rynni sá tími sem menn höfðu löngu áður sagt að gæti orðið og fæli í sér forsendur til að setja upp svona stöð hér - olíuflutn- ingar meðfram íslandi." Afskrifað vegna lítillar orkuþarfar - sem nú er kostur Ólafur segir undirbúning að þessu verkefni í raun hafa staðið í áratug. „Þessar hugmyndir Barents- ráðsins voru teknar til skoðunnar í iðnaðarráðuneytinu fyrir um það bil áratug. Ráðuneytið setti þá á fót vinnuhóp og fól síðan Fjárfest- ingarstofu að vinna með sumum þeirra aðila sem standa í dag að Geo- stream, samstarfsaðila okkar, við að gera hagkvæmisathugun fyrir olíu- hreinsistöð á Islandi. Það samstarf var hnökralaust. Niðurstaðan reynd- ist jákvæð og áhugi var á að reisa ol- íuhreinsistöð á Reyðarfirði. Á sama tíma var verið að ræða um álver þar. Þar sem áhersla stjórnvalda þá var á að selja sem mesta orku var ein- faldlega tekin sú ákvörðun að reisa á þessum tíma fremur álver heldur en olíuhreinsistöð." Hugmyndin kom svo aftur upp á teikniborðið fyrir nokkru. „Við höfðum þá samband við þá aðila sem tengust málinu fyrir áratug. Fyrstu viðbrögð þeirra voru að þeir teldu að það væri ennþá hagkvæm- ara að fara út í svona rekstur núna heldur en fyrir tíu árum þegar það þótti þó hagkvxmt." Áætlað er að það þurfi um fjögur og hálft ár til að hanna og reisa olíu- hreinsistöðina frá því að ákvörðun um hana er tekin. „Það hefur verið forsenda þess að málið þróist áfram að sveitarfélag og jarðeigandi séu reiðubúin í samstarf. Það liggur fyrir núna í Vesturbyggð - oglsa- fjarðarkaupstaður hefur líka lýst yfir miklum áhuga á málinu. Það þarf líka að vera ljóst að ekki séu mögulegar hindranir af hálfu lands- stjórnarinnar og verkefnið standist umhverfismat.“ Ekki stóriðja - en stórt hreinlegt hátæknifyrirtæki Ólafur telur mikilvægt að fólk átti sig á því að starfsemi olíuhreinsi- ísvonastöð pr myndu skapast um 500 bein störf. Af þeim er gert ráð fyrir að fimmtán til tuttugu prósent séu fyrir háskólamenntað fólk. stöðvar felist í hreinlegum hátækni- iðnaði sem gangi fyrir sig í lokuðum tölvustýrðum kerfum. Það sé algjör misskilningur að þar sé allt löðr- andi í olíu - hún sjáist hvergi þegar farið sé um stöðvarsvæðið. Tækni- framfarir hafi einnig leitt til þess að ekki sé um að ræða mengun frá stöðvunum, t.d. sé unnt að hreinsa frárennslisvatn að fullu. Olíuhreinsi- stöð sé stórt fyrirtæki en falli skv. skilgreiningu orðabókar ekki undir stóriðjuhugtakið. „Stóriðja er skilgreind sem annað- hvort þungaiðnaður eða orkufrekur iðnaður. Olíuhreinistöð er hvorugt þessa. Koltvísýringurinn í svona stöð verður til með öðrum hætti en f álverum þ.e. við bruna í orku- framleiðslu því stöðin framleiðir hluta af orku sinni sjálf úr jarðol- íunni. Heimildir til reksturs hennar snerta því ekki stóriðjukvóta Is- lands sácv. Kyoto-samkomulaginu heldur almenna kvótann sem hefur ekki verið fullnýttur. Útblástur frá stöðinni hefur verið áætlaður um 560 þúsund tonn og því ekki nema um einn sjötti af almenna kvót- anum nú. Þörfstöðvarinnar fyrir út- blástursheimildir kemur hins vegar ekki til sögunnar fyrr en með nýju kvótatímabili eftir 2012. Samningar ríkja um það hefjast á næsta ári. Það eru að koma fram nýjar leiðir til að glíma við koltvísýring. í Hollandi er til dæmis farið - þótt í litlum mæli sé - að leiða hann beint í gróðurhús þar sem koltvísýringur örvar vöxt blóma og ávaxta. Það kæmi vel til greina að kanna möguleika á gróður- húsarekstri hér í nánd stöðvarinnar og eðlilegt að það sé skoðað.“ Ólafur telur verkefni eins og ol- íuhreinsistöð eiga fyllilega erindi í dag enda skortir á að fyrir hendi sé í heiminum nægjanleg hreinsigeta. Þá óttast hann ekki að það verði plássleysi fyrir starfsemina næst þegar ríki heimsins semji um losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er vert að hafa í huga að 23 prósent af koltvísýringi á íslandi kemur frá flotanum og um fimmt- ungur úr umferðinni. Það ber auð- vitað að halda áfram þróun tækni til að draga úr losun hans en það er erfitt að sjá fyrir sér að sú breyting verði á lífsháttum fólks að það muni stórlega draga úr þörfinni fyrir jarðefnaeldsneyti. Ekki eru nema tvö ár síðan alþjóðlegar spár gerðu ráð fyrir að árið 2030 verði 90% af orkuþörf heimsins ennþá fullnægt með jarðefnaeldsneyti, olíu, gasi og kolum. Þótt mikil áhersla sé góðu heilli lögð á að ryðja öðrum orku- gjöfum braut er ekki raunhæft að þar verði stökkbreyting í bráð. Þeir samningar og bókanir sem gerðar verða munu án efa taka raunsætt tillit til þróunarinnar og þarfanna. Við úthlutun framtíðarkvóta ís- lands er heldur ekki hægt að reikna með að sneitt verði hjá nýrri útflutn- ingsatvinnugrein eða Vestfjörðum sem mest allra landshluta þarfnast atvinnuuppbyggingar.“ veisia í haust - í beinu flugi Barcelona í allt haust - Margar brottfarir uppseidar Frá kr. 23.990 Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Prag í allt haust - Margar brottfarir uppsaldar Frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, brottfarir sunnu- eða mánudaga. Netverð á mann. Montreal 28. sept. - UPPSELT 2. okt. 5. okt. -- örfá sæti 8. okt. 20. okt. Frá kr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Kraká 25. okt. - UPPSELT 28. okt. 1. nóv. - UPPSELT 5. nóv. 8. nóv. - örfá sæti Frá kr. 23.990 Plugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Ljubljana 9. nóv. - UPPSELT Búdapest 12. okt. - UPPSELT 18. okt. - AUKAFLUG 19. okt. - AUKAFLUG Frá kr. 49.790 Flug, skattar og gisting í 3 nætur með morgunverði. Netverð á mann. Vilnius 10. okt. 14. okt. 19. okt. UPPSELT 22. okt. Frá kr. 23.990 Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Riga 26. okt. - örfá sæti Frá kr. 49.990 Flug, skattar og gisting í 3 nætur með morgunverði. Netverð á mann. Stuttgart- Heidelberg 29. nóv. - örfá sæti Frá kr. 59.990 Flug, skattar og gisting í 3 nætur með morgunverði. Netverð á mann. Edinborg 6. des. Frá kr. 49.990 Flug, skattar og gisting með morgun- verði í 3 nætur. Netverð á mann. Róm 5. okt. - örfá sæti 12. okt. - örfá sæti Frá kr. 39.990 Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Flórens 30. sept. - örfá sæti Frá kr. 79.990 Flug, skattar, gisting í 5 nætur m/ morgunverði, 3 kvöldverðir og akstur frá Fiórens til Rómar. Netverð á mann. Ólafur Egiisson Stjórnarformaður ís- lensks hátækniiðnaðar ehf. sem ætlar sér að byggja olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Hann þjónaði um árabil í íslensku utanrík- isþjónustunni og var meðal annars sendi- herra í Rússlandi á árunum 1990 til 1994. Flug með Primera Air sem annast alit leigutíug rnmera Air fyrir Heimsferðir a Islandi og fyrir önnur dótturfyrirtæki Primera Travel Group í Skandinavtu. Pjónusta um borð er fyrsta flokks oq að sjálfsögðu á íslensku. Mundu MasterCard j j f^Jiitnxutrína/^^ 3* /Rt Heimsferðir Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.