blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 42

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 18.AGUST2007 blaöió ORÐLAUSTÍSKA ordlaus@bladid.net Okkar reynsla er líka sú að ungir menn eru mun með- vitaðri um útlitið en áður og eru tilbúnir til að prófa þessar vörur en þetta er til dæmis frábært fyrir unga stráka sem eru með bólur sem þeir vilja hylja. Islenskar pensím-húðvörur frá Zymetech seldar í Bandaríkjunum Vékur enn meiri athygli á vörunum íslenska líftæknifyrirtækið Zymetech hefur gert samning við bandaríska fyrirtækið Med- spas of America (MEDP). MEDP hefur samið um notkun á virka innihaldsefninu pensími í öldrunarkremum sem það framleiðir undir vöru- merkinu Natural Renu en Zymetech hefur selt húðvörur undir vörumerkinu Penzim bæði hér á íslandi og erlendis. „Þetta er opinn samningur þar sem Medspas of America kemur til með að selja Penzim sem við seljum hérna á íslandi," segir Jón Bragi Bjarna- son, prófessor og framkvæmdastjóri Zymetech sem framleiðir pensím úr þorski og húðáburð- inn Penzim. „Þeir munu selja tvær af okkar vörum, gel og húðáburð, til að byrja með undir Húðáburður íslenska fyrirtækiö Zymetech framleiðir pensím úr þorski sem notað er í húðáburðinn PENZIM. eigin vörumerki. Þetta er ný lína frá þeim og ég býst við að þetta verði fyrstu tvær vörurnar en við erum líka með nuddgel og nuddlausn sem er að fara í notkun undir vörumerkinu Dr. Bragi Massages og ég býst við að Medspa verði með eitthvað slíkt líka. Þetta mun vekja enn meiri athygli á framleiðslu okkar.“ Að sögn Jóns Braga stendur einnig til að selja Dr. Bragi-andlitskremið í Bandaríkjunum og Bretlandi undir Dr. Bragi Age Management ásamt fleiri vörum. „Það sem er svo á dagskrá hjá okkur er lyfjaþróun með þessum þorsk- ensímum en við erum núna í viðræðum við fjárfestingarbanka í Bandaríkjunum um að afla fjár bæði þarlendis og hérlendis til lyfjaþróunar, en við viljum gefa íslenskum fjárfestum kost á að taka þátt í þessu.“ hilda@bladid.net Förðunarvörur ætlaðar karlmönnum Karlmenn eyða meira í snyrtivörur en áður Kaninn til bjargar Bandarískir framleið- endur ætla að kenna íslendingum að skrifa sjónvarpsefni „Þetta er mjög skemmtilegur við- burður fyrir okkur að fá. Þetta er ráðstefna til þess að efla skrifað efni á Islandi - sem hefur vantað ofsal- ega,“ segir Björn Sigurðsson, sjón- varpsstjóri Skjás eins. Dagana 22. til 24. ágúst verður haldin ráðstefna í Smárabíói, þar sem sjónvarpsfram- leiðendurnir David Zucker og Carol Flint veita íslenskum handritshöf- undum og þeim sem áhuga hafa inn- sýn í bandaríska þáttagerð. Skráningu á ráðstefnuna er tækni- lega lokið, en hægt er að fara á vef- síðuna www.mediaxhange.com og hafa samband við aðstandendur ráðstefnunnar hafi fólk áhuga á að taka þátt. Fyrir alla sem hafa áhuga „Við höldum þessa ráðstefnu þar sem við fáum mjög reynda einstak- linga til að koma hingað og tala um hvernig að þessu er staðið í Banda- ríkjunum. Við höfum séð hvernig Danirnir fara að þessu. Þeir hafa unnið International Emmy þrjú ár í röð. Þetta er aðferðin sem þeir hafa beitt, þeir hafa farið til Ameríku og stúderað hvernig þetta er gert þar.“ Björn býst við að yfir 50 manns sæki námskeiðið. „Þetta er öllum opið. Þeim sem hafa áhuga og þeim sem ganga með handritshugmynd í maganum og vilja vita hvernig þessir hlutir virka.“ Nú eru förðunarvörur ekki eingöngu ætlaðar konum heldur geta karlar einnig fundið vörur sem gera ívið meira fyrir útlitið en raksápan og svitaeyðirinn. Eftir Hildu H. Cortez hilda@bladid.net Förðunarvörur ætlaðar karl- mönnum eru sífellt að verða vinsælli en hingað til hefur lítið af slíku staðið til boða. Árlega er gífurlegum upphæðum eytt í snyrtivörur hvers kyns en á síðasta ári keyptu bandarískir karlmenn snyrtivörur fyrir um hálfan millj- arð íslenskra króna. Það er 7% aukning frá árinu á undan og um 42% aukning frá 2001, samkvæmt tímaritinu Forbes. Snyrtivörurisar á borð við Clinique, Clarins og Bio- therm sjá sér nú hag í því að fram- leiða vörur sem ætlaðar eru körlum og telja nokkuð vlst að vinsældir slíkra vara haldi áfram að aukast. Meðvitaðir um útlitið Að sögn Stellu Vattnes hjá Terma heildsölu sem selur meðal annars merkið Biotherm Homme eru ungir karlmenn alltaf að verða opn- ari fyrir því að farða sig. „Það er ekki verið að tala um hefðbundnar vörur sem konum finnst sjálfsagt að nota eins og maskara og kinnalit, heldur er mest um að ræða vörur sem gefa frísklegt útlit.“ Hún nefnir litað gel fyrir ljósa og dökka húð sem gefur góðan raka og fallegan, léttan lit eins og viðkom- andi hafi verið úti í sólinni. „Gelið er alls ekki eins og meik heldur er þetta mun léttara efni sem er þvegið af í sturtunni og þar sem það gengur vel inn í húðina á það ekki að festast í skeggrótinni eins og hefur verið vandamál með mörg brúnkukremanna, en auðvitað er alltaf mælt með því að menn raki sig áður en þeir nota brúnkugef- andi efni og noti kornaskrúbb til þess að útkoman verði sem best.“ Að sögn Stellu virðast íslenskir karlmenn taka vörunum vel. „Bio- therm-vörurnar hafa verið notaðar undanfarið á fjölmiðlamenn í sjónvarpinu og ég veit ekki betur en að þeir séu sáttir. Okkar reynsla er líka sú að ungir menn eru mun meðvitaðri um útlitið en áður og eru tilbúnir til að prófa þessar vörur en þetta er til dæmis frábært fyrir unga stráka sem eru með bólur sem þeir vilja hylja. Kostur- inn er líka sá að vörurnar koma í staðinn ljósaferða sem hafa skaðleg áhrif á húðina eins og allir vita.“ Nútimamaður David Beckham er ófeiminn við að nota hvers kyns snyrtivörur. UNICEF og íslenskir hönnuðir taka höndum saman Bestu bolir í heimi I dag hefst sala á bolum til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem bera nafnið Bestu bolir í heimi, en með bolunum vill ungmennaráð UNICEF vekja athygli á bágum kjörum barna víðs vegar um heiminn. „Við viljum vekja athygli á því að 30 þúsund börn deyja á degi hverjum af ástæðum sem er einfalt og ódýrt að koma í veg fyrir,“ segir Eygló Erla Ingvarsdóttir, tals- maður ungmennaráðs UNICEF á íslandi. „Þetta er eitthvað sem við hjá ungmennaráðinu viljum breyta. Þess vegna fengum við Hugrúnu Árnadóttur og Magna Þorsteins- son í Kron kron til samstarfs við okkur en þau hönnuðu bolina fyrir okkur og hafa haft mikinn áhuga á að vinna með UNICEF og var því tilvalið að fara þessa leið.“ Rísum upp gegn óréttlæti Eygló segir mynd af loftbelgjum skreyta bolina sem eru í þremur litum. „Loftbelgirnir tákna að við sameinuð getum risið upp gegn óréttlæti í heiminum. Einn afloft- belgjunum er þó ekki fullkláraður en hann stendur fyrir það verk sem er óklárað og með því að ganga í bolunum sýnum við samstöðu í baráttunni fyrir réttindum barna og bættum lífsskilyrðum þeirra. Það vekur líka enn meiri athygli á málefninu að selja þetta í versl- unum sem eru vinsælar hjá ungu fólki, þannig að fólk getur styrkt gott málefni um leið og það kaupir sér fallega flík.“ Nakta apanum og kosta aðeins Bolirnir verða seldir í Kron kron, 2.500 krónur stykkið. Dogma, Spúútnik Kringlunni og hilda@bladid.net Bestu bolir 1 heimi Kron kron er ein þeirra búða sem selja boli til styrktar UNICEF en eigendur versl- unarinnar hönnuðu bolina. Emporio White Hefur fengið rauða merkið og rennur nú hluti söluágóðans til styrktar konum og bömum í Afríku. Vörur sem hjálpa RED er alþjóðlegt átak sem Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, átti frumkvæðið að en átakið snýst um að fá einkafyrirtæki víðs vegar um heiminn til þess að taka þátt í baráttunni gegn AIDS í Afríku. Með því að setja rauða merkið á vörur sínar eru fyrir- tæki að styrkja málefnið og 40% af söluágóða varanna renna til baráttunnar gegn AIDS þar sem lögð er áhersla á að hjálpa konum og börnum. Tískukóngurinn Giorgio Armani ákvað á síðasta ári að leggja mál- efninu lið og hannaði sérstaka línu sem inniheldur föt og fylgi- hluti með merkinu RED og í apríl á þessu ári bættist hinn vinsæli Emporio White-ilmur í hópinn en allar RED-vörurnar verða seldar til ársins 2010. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga C^I HjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Boxer buxur úr microfiber í stærðum S,M,L,XL á kr. 1.250,- Góðar bandabuxur I stærðum S,M,L,XL á kr. 1.250,- Finleg blúnda og flottar buxur í stærðum S,M,L,XLá kr. 1.250,-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.