blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 40

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 18.ÁGÚST2007 blaöió DEATH PR00F 'Burgttrúiu\ 450 kr. í btól Eildii' í illir sýnlngsr mtrktsr mcð nÉal REGtJBOGtnn SICK0 kl. 3,530.8og 10-30 7 DEATH 0F A PRESIDENT kl. 5.30 THE BRIDGE kl.5.30 16 DELIVER US FROM EVIL W.8 14 GOYA'S GH0STS M.3 ZOO kl. 10.30 16 FASTFOOD NATI0N kl.8 F0R Y0UR C0NSIDERAT. W.3 7 HALLAM F0E M.3 14 CURSE 0FTHE GOLDEN F kl. 10.30 S&mÆb. ÁUABAKKA RATAT0UILLE kl. -3-5:30-8-10:40 L RATAT0UILLE kl.8 RATATOUILLE ÍSLTAL kl. 12:30-3-5:30 L TRANSFORMERS kl. 5-8-10:30 10 TRANSFORMERS kl. 10:30 10 TRANSF0RMERS kl.2-5-8-10:50 VI > NANCY DREW xL6-8:10-10:20 7 GE0RGIA RULES kl.8 HARRY P0TTER5 W. 12:30-3:15-8 10 SHREK3W-ÍSLTAL kl.: - 2 - 3 - 4 - 6 OCEAN'S 13 kl. 10:30 / KRINGLUNNI RATATOUILLE ENSKU TAl kl. 8-10:30 RATATOUILLEM/fSLTAL kl. 2:30-3-5:30 TRANSFORMERS kl. 5-8-10:40 10 SHREK3W-ISITAL kl.2 HARRY POTTER 5 kl. 4:30 10 NANCY DREW H. 8 7 GE0RGIA RULES kl. 10:10 7 m&'. AKUREYRI RATATOUILLE SLTAL W. 2-4-6 RATAT0UILLE W.8 TRANSFORMERS kl. 4-8-10:15 10 SHREK3-ÍSLTAL kl.2 sneði'fwiŒfiAvíii RATATOUILLEí.V-ISLTAL W.2-4 RUSH H0UR3 W. 6-8-10 12 SIMPSONS V- ÚIS TAL W.2 -4 NANCY DREW kl.6 7 TRANSFORMERS ss'tílH RATATOUILLE W-fSLTAL WSflfOSSI iitnm kl. -3:10-5:40 Bi RATAT0UILLE ENSKUTAi kl.8 TRANSF0RMERS kl.8-11* 10 SIMPS0NS THE M0VIE kl. 4:15-6 10 BLIND DATING W. 10:30 10 DEATH PROOF smáRR^Bíó RUSH H0UR3 RUSH HOUR 3 W.2,4,6,8og10-P0WER RATATOUILLEfeltal kl. 1.30,3.45 op 5.45 L TRANSFORMERS kl. 7 og 10 10 PLANET TERROR kl. 8 og 10.20 16 SIMPSON Islensktal kl. 2 og 4 L RUSH HOUR 3 kl. 430,630.830 og 1030 SIMPSONenskt tal og10 SIMPSONfelenskttal og6 BECOMINGJANE kl.4,6,8og10 kl. 10 kl.8___________ kl.4 og6 NOBODYISPERFECT kl. 1030 SIMPSONenskttal RUSH HOUR 3LUXUS M. 130,3.45,530,8,10.10 SIMPSONenskt tal SIMPSON íslenskt tal kl. 2,4,6 og 8 EVAN ALMIGHTY DIE HARD4.0 kl.8og10.45 kl. 10 HASKOLABIO THEINVISIBLE SIMPSON enskttal RUSH HOUR 3 SIMPSON islenskt tal ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net Þessir menn lifa sældarlífi á meðan fólkið sem vinnur vinnuna fyrir þá fær ekki neitt. Á tímabili svalt ég einfaldlega. F1 Media stendur ekki við skuldbindingar Skókóngurinn skuldar ennþá úti um allan bæ Enn stígur fólk fram og segir Fl Media skulda sér laun. Óskar Axel, eigandi fyrirtækisins, segir öll fyr- irtæki skulda pening. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Ég er ennþá að vonast eftir því að fá þessa peninga borgaða," segir Ásgeir Viðar Arnarson, fyrrverandi starfsmaður Fl Media, sem rekur meðal annars útvarpsstöðina Flass FM, vefinn Flass.net og gefur út tímaritið Flass Magazine. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn F1 Media hafa stigið fram í sumar og telja sig eiga inni laun hjá fyr- irtækinu. Þá hefur hljómsveitin XXX Rottweilerhundar sett upp bloggsíðu þar sem þeir segja Oskar Axel skulda sér peninga. F1 Media heldur sínum rekstri áfram, en í dag kemur út Flass Magazine og í kvöld stendur fyrirtækið fyrir tón- leikum á Arnarhóli. Svalt á tímabili „Þessir menn lifa sældarlífi á meðan fólkið sem vinnur vinnuna fyrir þá fær ekki neitt. Á tímabili svalt ég einfaldlega, ég gat ekki keypt mér haframjöl," segir Ásgeir á léttum nótum, en hann starfaði á tímabili sem ritstjóri Flass Magaz- ine. „Ástæðan fyrir því að ég hætti var að ég var búinn að gera annað blað fyrir þá sem átti að koma út í desember. Svo, þremur til fjórum dögum fyrir útgáfu, hættu þeir við að gefa blaðið út vegna þess að þeir voru ekki búnir að selja nógu margar auglýsingar. Þeir voru búnir að selja nóg til að blaðið kæmi út á sléttu, en það var ekki nóg fyrir þá þannig að þeir hættu bara við. Þessir kallar eru ágætir, mér er ekki illa við þá. En þeir kunna klár- lega Óskar Axel Segist vera búinn að gera upp við alla. FLMEDIA ► ► ► Heldur úti vefsíðunni Flass.net. Rekur útvarpsstöðina Flass Fm. Gefur út tímaritið Flass Magazine. ekki að reka fyrirtæki og það sést á umfjölluninni sem hefur verið um þá.“ Erpur Eyvindarson, úr XXX Rott- weilerhundum, segir fyrirtækið ennþá skulda sveitinni peninga. „Hann á örugglega eftir að bjóða okkur lager af gömlum Xi8-skóm á vinstri fót,“ segir hann, en Óskar var sem kunnugt er eigandi skó- framleiðandans Xi8. Borgar ekki krónu Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi jr„ starfaði um tíma á út- varpsstöðinni Flass Fm. Hann sagði upp störfum þegar hann hætti að fá borgað. „Ég hætti vegna þess að þeir skulduðu mér pening og þeir skulda mér ennþá pening í dag.“ Bergur Geirsson, sem rekur hljóð- færaleigu í eigin nafni, varar alla við að vinna fyrir Óskar Axel. „Ég sá um tækjabúnað og fleira fyrir Bloodhound Gang-tónleikana, sem haldnir voru fyrir ári,“ segir hann. „Hann borgar ekki krónu og sýnir engan áhuga á að gera nokkurn skapaðan hlut. Hann safnar bara vöxtum. Ég er búinn að bjóða honum að gera greiðsluplön eftir hans höfði. Ég var svo vitlaus, ég var varaður við því að vinna fyrir hann en treysti á að hann myndi borga reikninga." Öllfyrirtæki skulda „Ég meina, eru ekki öll fyrirtæki sem skulda einhverja peninga?" spyr Óskar Axel Óskarsson, eigandi F1 Media, aðspurður í hvaða farvegi skuldir fyrirtækisins við fyrrum starfsmenn sína og samstarfsfyr- irtæki séu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ágreiningurinn er við hljómsveitina XXX Rottweiler. Við skuldum þeim ekki neitt.“ Óskar segir málið út í hött. „Þetta er bara ein grúppa af fólki. Við erum búin að gera upp við alla. Ef menn telja á sér brotið verða menn bara að leita réttar síns, eins og allir gera. Við skuldum þessu fólki ekki neitt. Við erum með sjö til átta hljómsveitir á Menningarnótt og af hverju væru þær þá að spila fyrir okkur ef orðspor okkar væri þannig að við værum ekki að gera upp við hljómsveitir?" Blaðið hafði samband við meðlim hljómsveitar sem kemur fram á tónleikum á vegum Flass á Menningarnótt. Hann vildi hvorki gefa upp nafn sitt né sveitarinnar, en segir að greiðsla hafi ekki verið í boði fyrir tónleikana, en að kynn- ingin sé næg ástæða til að koma fram. ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Spears óvinsæl Ritstjóri bandaríska tíma- ritsins Allure vandar Britney Spears ekki kveðjurnar í leiðara blaðsins, en Spears er á forsíðu septemberheftis Allure. Linda Wells segir Spears hafa verið óáreiðanlega og að tími hennar sem fyrirmyndar ungra kvenna sé löngu liðinn. „Hún lét ekki sjá sig í fjögur þeirra skipta sem blaðamaður okkar hafði mælt sér mót við hana og hún laug ítrekað að okkur. Það virðist allt vera á niðurleið hjá henni en annað var upp á teningnum í apríl þegar við tókum myndirnar af henni. Þá var hún almennileg, mætti á réttum tíma og gerði eins og hún var beðin um. Þrautin reyndist hins vegar þyngri þegar kom að því að fá hana í viðtal. í eitt skiptið sagðist hún vera upp- tekin í hljóðveri en á myndum sem paparassar náðu af henni umræddan dag sat hún í mestu makindum í handsnyrtingu á snyrtistofu.“ Phillippe á föstu Leikarinn Ryan Phillippe hefur leitað aftur í faðm áströlsku leikkonunnar Abbie Cornish en hún er sögð hafa verið valdur að skilnaði Phillippe og leik- konunnar Reese Witherspoon. Samkvæmt tímaritinu US Weekly endurnýjaði leikarinn kynni sín af Cornish í sumar, en þau höfðu haft lítið að segja hvort af öðru síðan í október á síðasta ári eftir að upp komst um ástar- samband þeirra þegar þau léku saman í kvikmyndinni Stop Loss. Phillippe og Cornish sáust saman í Los Angeles nýlega þar sem þau létu vel hvort að öðru og virtust óhrædd við að vekja athygli á sambandinu. Mjög fínir leðursandalar með innlegajum ístœrðum 41-46 á kr. 7.550,- P Einlitir góðir leðursandalar með innleggjum í stœrðum 41 -46 á kr. 7.550,- Misty, Laugavegi 178 Sími 551 2070 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Góðkynja grínhasar BÍÓ ★ ★ ★ Rush Hour 3 Leikstjóri: Brett Ratner Aðalhlutverk: Jackie Chan, Chris Tucker, Max Von Sydow Sýnd í: Smárabíói, Laugarásbfói, Háskólabíói, Borg- arbiói Akureyri . og Sambíóunum Eftlr Traustá Salvar Kristjánsson Keflavlk traustis@bladid.net 1 Háannatíma 3 fylgjast áhorf- endur enn á ný með ævintýrum þeirra Carters og Lee, sem að þessu sinni halda til Parísar að frelsa unga snót frá mannræningjum, auk þess að leysa upp stærstu glæpasamtök í heimi. Carter er enn með munninn fyrir neðan nefið á meðan Lee lætur best að láta hnef- ana tala, án þess þó að vega mann og annan. Myndin er full af ágætis bröndurum og hinum prýðilegustu hasaratriðum. Chris Tucker sér að mestu um grínið meðan Jackie Chan sinnir hasarnum, þó oft hafi maður séð flottari fimleika hjá þessum skemmtilega og skáeyga Kínamanni, sem kominn er á sextugsaldur. Myndin stendur í raun fyllilega undir væntingum, sem þó voru ekkert sérstaklega miklar. Undirritaður bjóst við nokkrum hlátrasköllum, brosi út í annað og jafnvel bæði munnvikin, sem varð einmitt raunin. Myndin sker sig á engan hátt frá öðrum keimlíkum tvíeykismyndum. Þó verður að hrósa Chris Tucker fyrir góða frammistöðu, enda ber hann myndina uppi að mestu. Ljóst er að á meðan slíkar myndir njóta Hressir Chris Tucker og Jackie Chan í hlutverkum sínum. þeirra vinsælda sem raun ber vitni, verður framleiðslu þeirra haldið áfram. Hins vegar telur sá er þetta ritar að skynsamlegast væri að nýta tækifærið með þessari þriðju mynd í seríunni og loka hringnum, því formúlan fer að verða þurrausin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.