blaðið - 30.08.2007, Side 2

blaðið - 30.08.2007, Side 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 blaðið Heilbrigðisráðherra íhugar breytingar á lyfjamerkingum til að lækka verð til neytenda Framkvæmdin mismunandi innan ESB Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, átti í vikunni fundi með tveimur framkvæmdastjórum Evrópusam- bandsins, þeim Gunter Verhaugen sem fer með lyfjamál og Makros Kyprianou sem fer með heilbrigðismál innan ESB. Á fundunum var staða lyfjamála á innri markaði ESB rædd og vakti ráðherra sérstaka athygli á vanda sem minni markaðssvæði eins og ísland eiga við að glíma í því sambandi. Guðlaugur sagðist í samtali við Blaðið í gær mjög ánægður með fundina og að fram- kvæmdastjórarnir hefðu sýnt aðstæðum hér á landi mikinn skilning. „Við erum í þeirri sérkennilegu stöðu að markaðurinn opnaðist almennt með tilkomu EES-samningsins, en ekki hvað lyfjamarkaðinn varðar. í rauninni eru Færeyingar í mun betri málum en við þar sem þeir eru utan EES-svæðisins. Það skýrist fyrst og fremst vegna tæknilegra hindrana sem gilda á lyfjamarkaðnum innan EES.“ Krafa um merkingar minnkar samkeppni Ein þessara tæknilegu hindrana sem Guð- laugur minnist á, eru þær kvaðir að íslenskar leiðbeiningar skuli fylgja þeim lyfjum sem fara á íslenskan markað. Guðlaugur segir að ekki fylgi allar þjóðir innan ESB þessari fram- kvæmd líkt og gert er hér á landi og það opni íslendingum ýmsar leiðir. „Það er ekki þannig að sú leið sem við förum núna sé óumbreytan- leg. Það eru mismunandi leiðir á útfærslunni og það er það sem við ætlum að skoða. Það er vitað að þessi útfærsla heldur aðilum frá mark- aðnum og minnkar þar af leiðandi samkeppni. En ég tek það skýrt fram að það er enginn áhugi af minni hálfu á að veita afslátt af því að neytendur fái leiðbeiningar á íslensku.“ A fundunum í vikunni benti Guðlaugur jafnframt á nauðsyn þess að færa breytingar sem urðu á evrópsku lyfjalöggjöfinni árið 2004 inn í EES-samninginn sem allra fyrst. Sú breyting hefur í för með sér aukinn sveigj- anleika á markaðnum og kemur að einhverju leyti til móts við þann vanda sem ríkir hér á landi. magnus@bladid.net Guðlaugur Þór Heilbrigðisráðherra ræddi meðal annars um rétt sjúklinga til heilbrigðisþjónustu utan heimaiands við framkvæmdastjóra ESB.’ Sektir vofa jfir 15 fyrirtækjum I Vinnumálastofnun sendir lokaviðvörun vegna brota á skráningu erlendra starfsmanna STARFSMANNALEIGUR Hverfisgata Með hlaðna haglabyssu Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á Hverfisgötu á þriðjudagskvöld með hlaðna haglabyssu. Lögreglumenn stöðvuðu bifreiðina en þeir vissu að ökumaður bifreið- arinnar hefði nýlega verið sviptur ökuleyfinu. í ljós kom að í henni var afsöguð hagla- byssa. Að sögn lögreglu var byssan hlaðin, öryggið ekki á og vopnið því tilbúið til notk- unar. mbi.is STUTT • íkveikjur Slökkvilið var kallað út vegna elds í blaðagámi við Samkaup á Selfossi aðfaranótt gærdagsins. Lögregla telur víst að kveikt hafi verið í gámnum og eru unglingar grunaðir um verknaðinn. Að sögn lögreglu hafa óvenjumörg sambærileg íkveikjumál komið upp á Sel- fossi að undanförnu. • Brotalamir Ögmundur Jónás- son, fulltrúi Vinstri grænna í félags- og tryggingamálanefnd Alþingis, hefur sent formanni nefndarinnar erindi þar sem þess er krafist að nefndin verði kölluð saman sem allra fyrst til að fjalla um þær brota- lamir sem greinilega eru á eft- irliti með réttarstöðu erlendra verkamanna á íslandi. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Lokaviðvörun um yfirvofandi dagsektir hefur borist fimmtán fyr- irtækjum hér á landi frá Vinnumála- stofnun vegna brota á skráningu erlendra starfsmanna. Allnokkur þcssara fyrirtækja eru stöndug og gamalgróin íslensk fyrirtæki. Ef til sekta kemur mun það verða í fyrsta sinn sem stofnunin beitir slíkum refsingum þrátt fyrir að hartnær þúsund aðvörunarbréf hafi verið send út á síðustu tólf mánuðum. Spjótin hafa staðið á Vinnumála- stofnun að undanförnu eftir að í ljós kom að pottur er víða brotinn hvað eftirlit með erlendum starfs- mönnum varðar. Þannig var yfir helmingur mannanna sem lentu í rútuslysinu í Fljótsdal um helgina hér ólöglega að störfum og aðaltrún- aðarmaður starfsmanna við Kára- hnjúka telur ekki fjarri lagi að heild- arfjöldi ólöglegra starfsmanna þar geti numið milli 60 og 80 manns. Sumir gleyma bara skráningu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, vísar á bug að stofn- unin sinni ekki sínu og segir ekki einfalt mál að beita sektarákvæðum. Reynslan hafi sýnt að meirihluti þeirra sem láðst hefur að skrá er- lenda starfsmenn sína geri það ekki ► 18 virkar starfsmannaleigur eru á skrá hjá Vinnumála- stofnun ► 1.085 starfsmenn eru á skrá hjá starfsmannaleigunum 11 starfsmannaleigur eru á ► skrá Vinnumálastofnunar en hafa ekki skráð neina starfsmenn vegna brotavilja. „Það er nú fyrst sem einhver reynsla er komin á kerfið okkar og í kjölfarið erum við farin að gera okkur grein fyrir skuss- unum sem reyna að leika á kerfið og svo hinum sem einfaldlega hefur láðst að tilkynna um starfsmenn sína í tæka tíð. Þess utan eru sektir engin töfralausn því þeim er jafnan mótmælt og slík mál fara oftar en ekki fyrir dómstóla sem er tíma- og fjárfrekt og á meðan breytist ekkert.” Þau fimmtán fyrirtæki sem nú hafa fengið bréf hafa frest til viku- loka til að verða við beiðnum um rétta skráningu erlendra starfs- manna ellegar verðum sektum beitt. Aðspurður hvort hámarkssektum upp á 50 þúsund krónur á dag yrði beitt 1 þessum tilfellum sagði Gissur að það færi eftir umfangi hvers fyrir- tækis. „Þau sem hafa marga óskráða VEÐRIÐ I DAG Áfram rigning Suðvestan 8-13 og skúrir sunnan- og vest- anlands, en hægara og rigning norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast suðaustanlands. starfsmenn og sýna lítinn vilja til umbóta eiga slíkt yfir höfði sér.” Ríkisendurskoðun var fyrir nokkru falið að framkvæma stjórn- sýsluúttekt á starfsemi Vinnumála- stofnunar. Var sú beiðni fram komin ÁMORGUN Hlýtt og rigning Suðvestan 8-13 m/s og rigning, einkum vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. áður en mál verkamannanna fyrir austan kom upp og fagnar Gissur þeirri úttekt. „Glöggt er gests augað og niðurstaða úr slíku getur aðeins hjálpað okkur að bæta stofnunina frekar.” Danmörk Minni reykur, meiri hávaði Lögreglu í Kaupmannahöfn og fleiri borgum Danmerkur hafa borist mun fleiri kvart- anir vegna háVaða á götum úti eftir að reykingabann á veit- ingastöðum gekk í gildi. íbúar kvarta yfir hávaða í þeim sem reykja fyrir utan skemmtistað- ina. Erik Sondborg, talsmaður lögreglunnar, segir í samtali við Jyllands-Posten að hún fylgist vel með málinu. „Það eru einungis tvær vikur síðan bannið gekk í gildi og það verður að fá sinn aðlögunar- tíma.“ a( Lelðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐA UM HEIM Algarve 24 Amsterdam 18 Ankara 32 Barcelona 30 Berlin 17 Chicago 22 Dublin 17 Frankfurt 21 Glasgow 15 Halifax 23 Hamborg 16 Helsinki 12 Kaupmannahöfn 16 London 21 Madrid 29 Mílanó 26 Montreal 20 Múnchen 17 New York 23 Nuuk 6 Orlando 26 Osló 13 Palma 25 París 19 Prag 19 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 10

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.