blaðið - 30.08.2007, Page 22

blaðið - 30.08.2007, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 blaðið LÍFSSTÍLL48K 48k@bladid.net Hægt að horfa á það vídeó sem er inni á PS3-tölvunni á PSP-tölvunni, ásamt því að horfa á sjónvarpsstöðvarnar í PSP-tölvunni. KÍLÓBÆT • Það lifir! Eidos kynnti á dögunum leik- inn Monster Lab fyrir Nintendo Wii sem hefur alla burði til að trylla Wii-eigendur af gleði. Leikurinn setur leikmenn í fótspor klikkaðs vísindamanns sem blandar saman alls konar skrimslum til að búa til svakaleg stríðstól. í leiknum verður hægt að blanda saman um 150 mismun- andi skrímslum eftir hjartans lyst. • GT-for- leikur ókeypis Leikjavefur- inn Games- pot greinir nú frá því að Gran Turismo 5 Prologue, sem átti að verða seldur í PSN-búðinni, verði ekki seldur heldur muni notendur geta náð í hann ókeypis. Það munu vera mjög góðar fréttir fyrir leikjafíkla því þá geta allir Playstation 3-eigendur fengið að njóta þeirrar miklu veislu sem Gran Turismo 5 er. • Segulbandstónhlaða Þeir sem eru að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við gamla seg- ulbandstækið geta loksins sofið rólegir. Kínverskt fyrirtæki hefur kynnt tónhlöðu í 0' gervi gamaldags spólu. Henni er hægt að stinga beint í tækið og spila eins og venjulega. Þeir sem halda því fram að segulbandið sé dautt geta þvi formlega borðað hattinn sinn. fram úr 35mm filmu, eða tvisvar sinnum meiri en hefðbundið há- skerpusjónvarp. Þeir sem hyggja á stuttmyndagerð í vetur geta eignast gripinn fyrir rétt rúma milljón íslenskra króna. • PS-sími Nú hafa sögusagnir um Playstation-far- síma farið á flug með yfirlýsingum Peter Ahnegard hjá Sony Ericsson um að það sé verið að skoða þann möguleika. Hann sagði í viðtali við Pocket Gamer að einhverra frétta væri að vænta um þetta mál fyrir jólin. Hann tókþað bara ekki fram hvaða jól, svo biðin gæti orðið löng. • Manhunt væntanlegur Rockstar hefur greinilega eytt dágóðum tfma í að hreinsa upp grófasta ofbeldið í Manhunt 2-leiknum því nú hefur aldurstak- mörkunum á honum verið breytt í Banda- ríkjunum. Leikurinn hefur því losað sig við Adults Only-stimp- ilinn og skartar nú aðeins rýmri aldurstakmörkum. Leikurinn er væntanlegur í amerískar búðir á hrekkjavöku, í lok október. • RED Fyrsta ofur- háskerpu- myndavélin RED rúllar af færiband- inu í dag. Vélin var kynnt á NAB-sýning- unni í fyrra og er fyrsta stafræna myndbandstökuvélin sem býður upp á gæði sem fara jafnvel • NýriPod? Þær sögusagnir ganga nú á Net- inu að þann fimmta september muni Apple efna til blaðamanna- fundar, þar sem þeir kynni sjöttu kynslóðina af iPod-spilaranum vinsæla. En iPod-spilararnir hafa ekki verið uppfærðir síðan 2005. Sögur herma að spilarinn muni halda hjólinu gamla í stað þess að nota snertiskjá eins og iPhone-síminn. MEGABÆT Litlar systur Freísið þær í guðanna bænum Stórleikurinn Bioshock hefur verið að gera góða hluti síðan hann kom út en leikurinn er til að mynda uppseldur hér á ís- landi. Leikurinn hefur þó fengið á sig nokkra gagnrýni og eru það einna helst hinar svoköll- uðu litlu systur sem hafa fengið harða gagnrýni. Litlu systurnar í Bioshock eru litlar stelpur í annarlegu ástandi, hálfgerðir draugar sem vappa um hina nið- urníddu borg Rapture og safna hinu mikilvæga ADAM-efni úr föllnum íbúum borgarinnar. Þegar svoleiðis stúlkur verða á vegi leikmannsins hefur hann tvo kosti. Annars vegar að frelsa stúlkuna úr prísund sinni eða að draga ADAM-efnið úr henni sem getur skipt sköpum við spilun leiksins, en sú aðgerð Ieiðir til dauða barnsins. Þessi valkostur í leiknum hefur opnað fyrir mikla gagnrýni sem fyrst og fremst snýst um það að þarna sé hreinlega verið að slátra litlum börnum. Því hefur verið haldið fram að yngri spilarar hafi ekki sömu skynjun á réttu og röngu og eldri leikmenn og því geti þessi athöfn í leiknum valdið því að börn og unglingar verði, með tímanum, ónæm fyrir drápum á börnum. Þetta mál sýnir bara enn betur fram á mikilvægi þess að foreldrar skilji og fari eftir gild- andi reglum um aldursflokkanir leikja því þessar flokkanir sýna greinilega fram á að Bioshock á alls ekki að vera spilaður af börnum. Sony kynnir PlayTV Playstation3 sigrar stofuna? Á leikjaráðstefnunni í Leipzig kynnti Sony nýja viðbót fyrir Playstation3- tölvuna, PlayTV Eftir Elías R. Ragnarsson elli@bladid.net PlayTV mun í raun leysa gamla góða vídeóið af hólmi og DVD- upptökutæki sem aldrei hafa náð þeim vinsældum sem vonast var til. En með PlayTV verður hægt að taka upp sjónvarpsefni beint inn á harðan disk Playstation 3-tölvunnar. Slíkar lausnir hafa verið á markaðnum í þó nokkurn tima og er t.d. Tivo mjög vinsælt í Bandaríkjunum. í Evrópu hafa slík upptökutæki ekki náð jafn miklum vinsældum. Með PlayTV verður PS3-tölvan í raun mið- punktur heimabíósins, en tölvan mun stjórna sjónvarpsstöðvunum, geyma það efni sem tekið hefur verið upp úr sjónvarpinu ásamt því að geta geymt öll þau hljóð og vídeó sem notandinn getur sett inn á. Tölvan getur einnig tengst heimilistölvunni og spilað vídeó og tónlist beint af henni. PlayTV er í raun lítill kubbur sem tengist við PS3-tölvuna, en kubb- urinn hefur þau tengi sem þarf og inniheldur tvo sjónvarpsmóttakara. Ástæðan fyrir því að þeir eru tveir mun vera sú að með því er hægt að taka upp efni á einni rás og horfa á aðra. Að sögn Sony mun PlayTV aldrei verða úrelt því hugbúnaður- inn verður reglulega uppfærður. Þráðlaust sjónvarp Þráðlaus tenging á milli Playst- ation3 og PSP-tölvunnar er fídus sem Sony hefur auglýst þó nokkuð og með PlayTV hafa þeir nýtt þessa tengingu til fulls. Hægt verður að nota PSP-tölvuna til að stjórna öllu saman en einnig verður hægt að horfa á það vídeó sem er inni á PS3-tölvunni á PSP-tölvunni, ásamt því að horfa á sjónvarpsstöðvarnar í PSP-tölvunni. Það merkilega við þennan fídus er að hægt verður að gera þetta hvar sem er í heiminum svo lengi sem PSP-tölvan kemst í nettengingu. PlayTV mun koma út snemma árs 2008, en þó aðeins í stóru Evr- ópulöndunum eins og Englandi, Þýskalandi og Italíu. Að sögn Sony- manna er áformað að setja PlayTV á markað í fleiri Evrópulöndum seinna á árinu, þar á meðal í Skand- inavíu. Enn sem komið er eru engin áform um útgáfu í Bandaríkjunum, sem er nokkuð einkennilegt þar sem Bandaríkjamenn eru oftast þeir fyrstu til að fá leiki á græjur, en að öllum líkindum vill Sony prófa sig áfram í Evrópu og sjá hvernig til tekst, áður en þeir fara í beina sam- keppni við fyrirtæki á borð við Tivo í Bandaríkjunum. Sony-menn eru ekki þeir einu sem hafa séð möguleikana sem fel- ast í því að nota leikjatölvurnar til að sýna sjónvarpsefni. Helsti keppi- nautur Sony á leikjatölvumark- aðnum, Microsoft, byrjaði fyrir skömmu að bjóða upp á sjónvarps- þætti á Xbox Live-netþjónustunni í HD-gæðum. Sá hængur er þó á að þessi þjónusta er aðeins til staðar innan Bandaríkjanna. Smávaxin snilld Ratchet & Clank: Size Matters er skólabókardæmi um það hvers megnug litla leikjatölva Sony, PSP, er í raun og veru. í leiknum fer leikmaðurinn í fótspor þeirra félaga Ratchet og Clank, þar sem þeir berjast við harðskeyttar en ótrúlega smávaxnar geimverur sem nefnast Technomites en þau kvikindi hafa skelfileg áform um heimsyfirráð og spilar Ratchet sjálfur stórt hlutverk í þeim áformum. Það fyrsta sem ber að nefna varð- andi Racthet og Clank er það hversu vel leikurinn lítur út. Þetta er án efa einn af flottustu PSP-leikjunum enn sem komið er. Öll grafík er til fyrirmyndar og er það mesta furða að þessi leikur hafi rúmast á litlum UMD-diski. Hljóðið er líka með ágætum eins og venjan er fyrir þessa leiki. Það sem hefur hins vegar verið aðalsmerki þessara leikja eru vopnin og það er vissu- lega nóg af þeim þó svo að vissulega vilji maður alltaf meira. Vopnin eru fjölbreytt og eru allt frá því að vera teiknimyndaút- gáfur af haglabyssu yfir í hina geysiskemmtilegu byssu Mootator sem breytir óvinunum í kýr sem síðan springa. Leikurinn er því miður ekki full- kominn. Hann er í styttri kantinum sem er skiljanlegt miðað við gæðin á grafikinni en einnig gera mynda- Viggó Ingimar Jónasson viggo@bladid.net = 85% vélarnar í leiknum manni stundum erfitt fyrir með því að fela aðalsögu- hetjurnar eða hættulega óvini. Ratchet & Clank er engu að síður frábær PSP-leikur og hann sómir sér vel í leikjasafni hvers PSP-eiganda.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.