blaðið - 30.08.2007, Page 24

blaðið - 30.08.2007, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 blaðið LÍFSSTÍLLKONAN konan@bladid.net Nú í kvöld klukkan 20 stöndum við til dæmis fyrir bingókvöldi í Alþjóðahúsinu og þar er markmiðið að byggja brú á milli kvenna og eiga ánægjulegt kvöld saman Samtök kvenna af erlendum uppruna Styrkja ímynd erlendra kvenna á íslandi Namazie á íslandi Maryam Namazie verður með erindi á hádegisfundi Kvenrétt- indafélags íslands í samkomusal Hallveigarstaða næstkomandi miðvikudag, þann september, klukkan 12, en hún verður stödd hér á landi í boði Háskóla íslands. Namazie á ættir að rekja til írans en bjó lengst af í Banda- ríkjunum þar sem hún hlaut háskólamenntun sína, en nú býr hún í Bretlandi. Hún hefur látið mjög að sér kveða í mannréttinda- málum kvenna, málefnum sem lúta að íran, flóttamönnum og islam svo fátt eitt sé nefnt. Sykursýki á meðgöngu Ef konur sem fá sykursýki á meðgöngu, hljóta meðferð við sjúkdómnum, minnka líkurnar mikið á því að barnið eigi eftir að stríða við offituvandamál síðar samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þar kom fram að því meira sem blóðsykurmagnið er í blóði móðurinnar á meðgöngu, þeim mun meiri líkur eru á því að barnið verði of feitt við 5 til 7 ára aldurinn, jafnvel þótt móð- irin hafi ekki verið greind með sykursýki. Ef ekki er veitt meðferð við of háu hlutfalli blóðsykurs í blóði móðurinnar meðan á meðgöngu stendur eykur það líkur á offitu barnsins um allt að helming. Kalsíum gegn beinþynningu Konum er gjarnan ráðlagt að vera duglegar að neyta kalsíums til þess að minnka líkur á þær þjáist af beinþynningu á sínum efri árum. Misjafnt er hvort konur kjósa að taka sérstakar kal- síumtöflur eða tryggja að fæðan sem þær innbyrða innihaldi ráðlagðan dagskammt af kalsíum. Samkvæmt rannsóknum vís- indamanna í Washington virðist ýmislegt benda til þess að mun áhrifaríkara sé að neyta kalsíum- ríkrar fæðu en að taka kalsíum- töflur og að það veiti betri vörn gegn beinþynningu. Erlendar konur eru virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og eru Sabine Leskopf og aðrar í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna dug- legar að vekja athygli á því. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Samtök kvenna af erlendum upp- runa eru frjáls félagasamtök og voru stofnuð á kvennafrídeginum 24. október árið 2003, en í þeim eru konur frá öllum heimshornum sem eiga það eitt sameiginlegt að búa og starfa á íslandi. Sabine Le- skopf, einn stjórnarmanna í sam- tökunum, segir hlutverk samtak- anna meðal annars vera að fræða erlendar konur um réttindi þeirra og skyldur í íslensku samfélagi ásamt því að styrkja ímynd erlendra kvenna. „Við minnum á að erlendar konur eru mjög virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og við höfum töluvert verið að blanda okkur í umræðuna á pólitískum vettvangi sem okkur finnst mjög mikilvægt. Við höfum alltaf fengið töluverða at- hygli frá fjölmiðlum, til dæmis í um- ræðu varðandi heimilisofbeldi, sem er auðvitað mjög mikilvægt málefni þótt það sé alls ekki það eina sem skiptir máli í sambandi við erlendar konur,“ segir hún. „Oft vantar þær upplýsingar varðandi mennta- og heilbrigðiskerfið og við höfum meðal annars staðið fyrir fyrir- lestrum um þau mál ásamt því sem við höfum haldið tölvunámskeið fyrir konur frá Taílandi, Póllandi og víðar. Hér er allt svo tölvuvætt og margar erlendar konur gera sér ekki grein fyrir því hvað þær missa af miklum upplýsingum ef þær nota ekki tölvur, ekki bara varðandi ís- lenskt samfélag heldur líka þeirra heimalönd." Tvöfalt misrétti Sabine segir Samtök kvenna af erlendum uppruna hafa notið mik- ils stuðnings hér á landi, ekki síst frá kvennasamtökum. „Til dæmis höfum við átt gott samstarf við hreyfingar á borð við Allar heims- ins konur sem vinnur að mennta- verkefnum fyrir erlendar konur. Önnur kvennasamtök styðja líka við bakið á okkur enda er mikið talað um launamun kynjanna hér á landi. Fólk af erlendum uppruna á oft erfitt með að fá menntun sína Sabine er frá Þýskalandi. Hefur búið á íslandi í 7 ár. Starfar sem verkefnisstjóri túlka- og þýðingarþjónustu Alþjóðahúss. metna hér á landi þannig að er- lendar konur búa í raun við tvöfalt misrétti að því leyti," bendir hún á. Bingó í kvöld En samtökin standa ekki bara fyrir fræðslufundum og fyrir- lestrum heldur einnig skemmti- samkomum. „Nú í kvöld klukkan 20 stöndum við til dæmis fyrir bin- gókvöldi í Alþjóðahúsinu og þar er markmiðið að byggja brú á milli kvenna og eiga ánægjulegt kvöld saman. Þetta er ekki fjáröflunar- kvöld enda kostar spjaldið bara 100 krónur. Svona kvöld hafa nokkrum sinnum verið haldin og alltaf heppn- ast mjög vel enda er þetta mjög góð leið til þess að virkja erlendar konur. Svo eru þessi kvöld líka opin ís- lenskum konum þannig að þeim er velkomið að koma líka og taka þátt í að byggja þessa brú á milli kvenna," segir Sabine. Ekki föst féalgaskrá Spurð um fjölda meðlima í sam- tökunum segir Sabine þau ekki halda. neina fasta félagaskrá, en að á annað hundrað kvenna séu á póstlista hjá þeim. „Við viljum ekki hafa þetta of formfast enda er öllum erlendum konum velkomið að taka þátt í starfinu með einum eða öðrum hætti. Við sem þegar erum virkar í starfinu reynum líka að vera duglegar að vekja athygli kvenna á því og virkja þær,“ segir hún og bætir því við að engin félags- gjöld séu innheimt af samtökunum. „Við störfum heldur ekki á vegum Al- þjóðahússins þó svo að ég og fleiri séum að vinna þar. Reyndar hefur Alþjóðahús alltaf lánað okkur að- stöðu fyrir fundi og námskeið og ég sem starfsmaður Alþjóðahúss þakka fyrir að hafa vinnuveitanda sem sýnir mér alltaf fullan skiln- ing þegar ég þarf til dæmis að fara á ráðstefnur og fleira á vegum Samtaka erlendra kvenna. En þó við innheimtum ekki félagsgjöld höfum við stundum fengið styrki frá félagsmálaráðuneytinu og fleiri aðilum, til dæmis til að sækja ráð- stefnur og námskeið, ásamt því sem við eigum gott samstarf með svipuðum samtökum á Norðurlönd- unum og víðar.“ KONA VIKUNNAR Svanhildur Hólm Valsdóttir er kona vikunnar í Blaðinu að þessu sinni, en hún tók nú nýlega við starfi sem ritstjóri íslands í dag á Stöð 2. Hvað œtlaðirþú að verða þegarþú varst lítil? Fornleifafræðingur, dýralæknir, lögfræðingur. Efekki hér, þá hvar? Dalvík. Hvað er kvenlegt? Mæður. Er munur á körlum og konum og ef svo er hver er hann? Karlmenn geta ekki með góðu móti orðið mæður og öfugt. Erfullu jafnrétti náð? Neineinei. Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu? Mínir nánustu. Helstu fyrirmyndir? Foreldrar mínir. Ráð eða speki sem hefur reynst þér vel? Góðir hlutir gerast hægt. Uppáhaldsbók? Algjörlega ómögulegt að velja úr öllum þeim fjölda sem ég hef lesið. Elías og Páll Vilhjálmsson komast þó ofarlega á lista. Draumurinn þinn? Að vera í skemmtilegri vinnu, hafa nóg að bíta og brenna og nægan tíma til að sinna fjölskyldu, heimili, vinum og köttum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.