blaðið - 30.08.2007, Page 38
38
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007
blaðið
FÓLK
folk@bladid.net
Nei, engan veginn. En það er
aldrei hægt að gera ölium til
geðs. Það hefur aldrei verið hægt
og maður reynir það ekki einu sinni!
Stefnir í myrka Ljósanótt?
Rúnar Júlíusson mun flytja Ljósanæturlagið á samnefndri
hátíð Suðumesjamanna sem hefst þann 30. ágúst. Lagiö
heitir Ó, Keflavík, og hefur vakið reiði íbúa annarra
sveitarfélaga í Reykjanesbæ, sem segja hlut Keflavikur
fullmikinn.
HEYRST HEFUR
Morgunhaninn á Útvarpi Sögu
99,4, Jóhann Hauksson, er
hættur á stöðinni samkvæmt
heimildum Blaðsins. Þær
Hildur Helga Sigurðardóttir og
Arnþrúður Karlsdóttir rífast nú
um laun og Arnþrúður sparaði
ekki stóru orðin í beinni útsend-
ingu í fyrradag, þegar hún sagði
að fólk þyrfti að mæta í vinnu
til að fá greidd laun. Hún
bætti einnig um
betur og sagði:
^„Og þegar fólk
mætir þarf
það að vera í
þannig ásig-
komulagi að
það geti sinnt
vinnunni."
Nýsklpaður ritstjóri DV, Reynir
Traustason, mun draga fram
slorstuttbuxurnar næsta sumar
þegar hann hyggur á túnfisk-
veiðar við Möltu. Reynir sótti
siðast sjóinn fyrir 15 árum, en
bauðst óvænt afleysingastaða á
rækjutogaranum Eyborgu, sem
er stýrt af Ólafi Ragnarssyni, er
landaði 21 flóttamanni
í júní síðastliðnum.
Mun Ólafur
vera viðtalsefni
Reynis
í næsta
Mannlífs-
blaði...
Ólafur Kristjánsson, þjálfari
Breiðabliks, var frekar ósáttur
með Egil Má Markússon sem
dæmdi leik Blika og Víkings um
daginn. Ólafur sagði eftir leik-
inn: „Ég hef svo sem ekki mikið
vit á dómgæslu og veit ekki hvað
Egill Már var að hugsa, en ég
mun hugsa mig tvisvar um áður
en ég stig næst upp í flugvél.“
Taka skal fram að Egill er einnig
flugumferðarstjóri. Guðjón Guð-
mundsson, spéfugl og íþrótta-
frét tamaður, minntist lítillega
á viðtalið á blaðamannafundi
í gær þegar hann spurði Ólaf,
sem mætir FH i undanúrslitum
bikarkeppninnar á sunnu-
dag: „Hvernig er það, Ólafur
Kristjánsson, ert þú
ekki fyrst og fremst
ánægður með að
spila á Laugardal-
svellinum og að
hafa ekki þurft
að fljúga í leik-
inn?“ Þá varð
heldur fátt um
svör...
Auðunn Sólberg Segir síöuna
hafa fekið kipp í ágúst
rnjar Gauti
Auðunn Sólberg Valsson lætur gott af sér leiða
Vill endurgjalda aöstoöina
Auðunn Sólberg Vals-
son heldur úti heima-
síðunni Af litlum neista.
Þar skiptast menn á
ýmsum hlutum, allt frá
bréfaklemmum til Bítla-
platna. Ágóðinn af síð-
asta hlutnum mun síðan
renna til CP-samtakanna
á íslandi.
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
„Við eigum lítinn sjö ára strák sem
er með sjúkdóm er nefnist tvennd-
arlömun, eða cerebral palsy (CP).
Hann hefur fengið frábæra aðstoð
og ummönnun frá hinu opinbera og
fleiri aðilum og þetta er mín leið til
að endurgjalda þá hjálp,“ segir Auð-
unn sem fékk hugmyndina lánaða
erlendis frá.
Bréfaklemma verður að íbúð
„Ég sá svipaða skiptisíðu á Net-
inu sem gekk mjög vel í Bandaríkj-
unum. Þar var byrjað á einfaldri
bréfaklemmu og endað á tveggja
herbergja íbúð í Kanada eftir aðeins
tíu skipti. Sjálfur er ég einungis milli-
maður fyrir skiptin, en ég byrjaði
einnig á að bjóða bréfaklemmu og
var boðinn penni i skiptum fyrir
hana. Fyrir pennann fékk ég síðan
geisladisk og fyrir diskinn fékk ég
forláta Tupperware-örbylgjuílát.
Fyrir það fékk ég hreingerningar-
pakka frá Enjo, sem var skipt fyrir
ansi veglegt LP-plötusafn Bítlanna.
Fyrir það fékkst loks gjafabréf á veit-
ingahúsið Hornið fyrir tiu manns,
sem stendur enn til boða. Og ef ein-
hver hefur í huga að bjóða góðu fólki
með sér á Hornið, þarf hann aðeins
að bjóða hlut sem er ögn verðmætari
en gjafabréfið sjálft," segir Auðunn
sem byrjaði á heimasíðunni í okt-
óber síðastliðnum. „Hugmyndin er
síðan að láta þetta ganga áfram fram
að 15. október 2007, en þá er ár síðan
þessu var startað. Þá mun síðasti hlut-
urinn verða boðinn upp og andvirðið
mun renna til CP-samtakanna.“
Skæður sjúkdómur
Enski læknirinn William Little
rannsakaði árið 1870 fyrstur manna
óþekkta hreyfihömlun sem greind-
ist á uppvaxtarárum barna. Ein-
kennin lýstu sér í erfiðleikum með
að grípa um hluti, skríða og ganga.
Ástandið hvorki batnaði né versnaði
með árunum. Cerebral palsy eða
spastísk tvenndarlömun, er algeng-
asta tegund hreyfihömlunar meðal
barna og er hún margbreytileg og
eru einkenni hennar mismunandi.
MAÐURINN
Auðunn er 43 gamall mat-
reiðslumeistari.
Hann vinnur sem kokkur hjá
Frjálsa fjárfestingarbank-
anum.
Slóðin á heimasíðuna er: af-
litlumneista.blogspot.com
Henni geta fylgt bæði flogaveiki og
greindarskerðing. Á Islandi fæðast
að jafnaði um tiu börn á ári með
þennan sjúkdóm og um 200 börn
undir 18 ára aldri lifa með honum
idag.
„Strákurinn minn er sem betur
fer ekki mjög illa haldinn miðað
við önnur börn, en hann fékk sjúk-
dóminn í lappirnar. Hann þarfnast
þó aðstoðar við að komast ferða
sinna, en hefur blessunarlega
sloppið við hjólastólinn,“ segir
Auðunn. Hann segist einnig von-
ast til að landsmenn taki við sér á
lokasprettinum.
„Þetta byrjaði mjög vel í fyrstu,
en datt síðan aðeins niður í sumar.
Þetta hefur tekið aðeins við sér aftur
nú í ágúst og ég hef reynt að vekja
svolitla athygli á þessu. Og ef góður
skriður kemst á þetta er aldrei að
vita nema ég framlengi frestinn
eitthvað."
BLOGGARINN...
Baunaö á Björn
„Það er ég aldeilis handviss um að þessi
maður (Páll Hreinsson - sem ég þekki
ekki neitt og veit ekkert um) hefur verið
miklu, miklu hæfari og frambærilegri en
Sigriður Ingvarsdóttir sem einnig sótti
um. Björn Bjamason hefði aldrei farið að
fara eftir öðru en menntun og hæfni við
mannaráðningar er það? - Alla vega ekki
kynferði - enda á það náttúrulega ekki að
vera ráðandiþátturístöðuveitingum ... “
Sóley Tómasdóttir
soley.blog.is
Jafnréttis-Bjössi
„Það var syo sem ekki við öðru að búast en
að Sóley Tómasdóttir, ritari VG og ofurfem-
fnisti, myndi tjá sig um skipun nýs dómara
við Hæstarétt íslands..Að sjátfsögðu er
hún hneyksluð yfir þvi að ekki skyldi hafa
verið ráðin kona, jafnvel þótt aðeins ein
kona hafi verið meðal umsækjenda. Reynd-
ar færir Sóley engin rök fyrir hneykslan
sinníen það hefur nú ekki stoppað hana
áður. Síðan fer Sóley með þær dylgjur
að núverandi dómsmálaráðherra, Bjöm
Bjamason, skipi fyrst og fremst karlmenn
í áhrifastöður. Björn hefur í núverandi ráð-
herrastól skipað: 4 sýslumenn, 3 konurog
1 kari. 8 héraðsdómara, 4 konur og 4 karla,
4 saksóknara, allt konur. “
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr.blog.is
Miðjumoðhausar
„Ekki kom mér á óvart, að bandarísk könn-
un sýndi vinstri menn lesa fieiri bækur en
hægri menn. Ekki heldur, að notendur Fox
sjónvarpsins em heimskari og fáfróðari en
annað fólk. Hitt kom mérá óvart, að þeir,
sem telja sig miðjumenn, lesa langtum
færri bækur en hægri og vinstri menn. Fólk
er líka heimskara á miðjunni. Kannski er
það gáfumerki Islendinga að hafa hafnað
Framsóknarftokknum. Málið er kannski, að
miðjufólkið er fáfrótt og ánægt. En jaðar-
menn til allra átta eru að leita að einhverju.
Til dæmis í bókum. Og kannski er skemmri
leið frá vinstri til hægri en til miðjunnar. “
Jónas Kristjánsson
www.jonas.is
LAUGARDAGAR
ORÐLAUSTÍSKA
Auglýsingasíminn er
510 3744 blaðið=
Su doku
7 1 2 6
4 3 5 1
3 8 7
2 1 8
3 9 5
1 7 6
9 4 8
4 1 3 5
2 7
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir i hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Geturðu bent á manninn,
sem kýldi þig í hnéð?
8-10
O Jim Unger/dist. by United Media, 2001
HERMAN
eftir Jim Unger