Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 4
^ 1Rlp Síöastliönar vikur hafa veriö ansi viöburöarríkar fyrir kjaftaskúma | ^ Ipl landsins. Óvenjulega hörkuleg kosningabaráttan snerist meira WStr' um persónur en málefni, í raun skipti litlu hvaö foringjarnir höföu íÆKÞ aö segja, menn voru aö leita aö göllum í fari hvers og eins. Nær ÍÉSÉ helmingur þjóöarinnar kallaði á breytingar sem hann ekki fékk og JmT JtM kenndi þá meöal annars því um aö Halldór tók upp á því aö fara aö brosa. Meira var rætt um þessi nýju svipbrigöi ráöherrans en hvort hann heföi eitthvað merkilegt til málanna aö leggja. Að kosningum loknum var þetta allt síöan fljótlega gleymt og menn þurftu að finna sér nýtt umræðuefni. Þaö var því afskaplega heppilegt aö forsetinn skyldi ganga í hjónaband. Sumir urðu yfir sig hneykslaöir yfir því aö þjóöin skyldi ekki fá aö fylgjast með þessum merkisdegi en aðrir létu sér þaö bara í léttu rúmi liggja. Allir kjaftaskúmarnir höföu þó eitthvað um þaö aö segja. En minni manna er stutt og fljótlega hættu menn aö tala um brúökaupiö því annað var mikilvægara, sjálf Evróvision keppnin. Veöjaö var um kjól eöa buxur, dansspor eöa handasveiflur. Allir höföu skoöun og þjóöin fylgdist spennt meö í samkvæmum um allt land. Gladdist svo yfir því aö hetjan okkar heföi tryggt okkur þátttökurétt á næsta ári. Nú er Evróvision gleymd og enginn talar um Birgittu lengur því aö ný mál eru í umræðunni. Nýir menn eru á milli tannanna á fólki, þaö þyrstir í aö vita meira en næsti maður. Þaö vilja allir vera fyrstir með fréttirnar, dæma menn og finna þá léttvæga án þess aö nokkur sekt sé sönnuö. Mesta sektin er þó hjá fjölmiðlum sem mata fólk á meira eöa minna illa grunduðum upplýsingum. Þaö er í raun sama hversu stór málefnin eru eöa hversu lítt merkilegir atburðir kunna aö eiga sér staö, blöðin fyllast af misáhugaveröum fréttum og þaö virðist nær óþrjótandi hversu mikið er hægt aö ræöa um annarra manna hagi. Er ekki tími til kominn aö menn hugsi aöeins sinn gang og velti því fyrir sér hvort fréttir af þessu tagi geri tilveruna eftirsóknarveröari. Er ekki vert aö líta í eigin barm og hætta þessu sífellda blaöri? Er ekki betra aö njóta þess aö vera til, skyggnast eftir því góða í manninum, njóta sumarsins og flykkjast niður á Austurvöll? steinunnJakobsdóttir opnum nýja og stærri verslun ^ ■ ✓ / 5 . j un i við hlið þeirrar gömlu >0<MA LAUQAVEC5I 30 • 5ÍMI 562-6600 +

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.