Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 18

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 18
Þær Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir voru í góðu stuði allt seinasta sumar í þættinum Hjartsláttur í strætó og skemmtu sér konunglega við að taka púlsinn á íslensku þjóðinni. Þær eru komnar aftur á skjáinn og með fullt af nýjum hugmyndum til að skemmta áhorfendum. Við ætlum að hittast niður í bæ og það er glampandi sól úti. Þær stöllur koma hlaupandi inn og drífa sig inn á bað til að skipta yfir í búninginn sem verður þema þáttarins í sumar. Það eru Henson gallar sem eru ekkert smá flottir og þær vekja mikla eftirtekt á Austurvelli sem er pakkaður af fólki í sólbaði. Þegar Ijósmyndarinn er búinn að skjóta myndirnar og þær búnar að róa sig eftir fíflaganginn setjumst við niður hefjum spjallið. Hvaða þátt eruð þið að fara af stað með í sumar? Mariko: Hann heitir Hjartsláttur á ferð og flugi og verður vikulega á fimmtudögum klukkan tíu í allt sumar. Fyrsti þátturinn fer í loftið 12. júní. Þóf; Þetta verða viðtöl við fólk á öllum aldri sem er að gera eitthvað sniðugt og auðvitað þekkt fólk inn á milli líka. Mariko Svo verðum við með fasta liði í þættinum eins og að gleðja afmælisbörn og gleðja-vini-leik. Þar fá þekktir (slendingar tækifæri til að gleðja hvern annan, vin sinn eða ættingja. Við verðum á kærleiksríkum nótum í sumar. Er þetta beint framhald af Strætó? Þóra: Nei og já. Þátturinn verður með svipuðum hætti, hraður í tempói og léttleiki í fyrrirúmi. En nú tekur flugvél við af strætó og við ætlum að reyna að kíkja aðeins út fyrir borgarmörkin. Við fréttum að þið yrðuð í flugfreyjubúning núna en svo mættuð þið í Henson galla.Er það eitthvað sem á að koma á óvart? Þóra: Hahaha nei, það eru bara einhverjir gaurar að fantasera um það... Af því að við vorum klæddar eins og strætóbílstjórar í Strætó fannst fólki við hljóta að vera í flugfreyjubúning núna. Mariko: Það er samt sniðug lausn í sjónvarpi að vera í einkennisfötum,einfaldar málin til muna. Þóra: Svo fannst okkur ekki nógu mikið girl power í flugfreyjubúningnum. Er ekkert erfitt að reyna að finna endalaust af fólki í þáttinn til sín? Mariko: Það var ekkert svo erfitt í fyrra en maður verður að vera duglegur að leita ef maður vill vera með eitthvað öðruvísi. Þóra:Þettaerrosalegamikilundirbúningsvinna og við Mariko verðum saman dag og nótt í allt sumar bæði að leita að efni og vinna það. En ef ég er bara Nonni út í bæ og langar að koma með hugmynd eða þess vegna vera í þættinum get ég þá haft samband? Mariko: Já endilega, netfangið okkar er hjartslattur@s1.is. Við verðum reyndar að velja og hafna en það er alltaf gott að fá ábendingar frá fólki sem vill koma öðrum eða sjálfum sér á framfæri. Er þetta skemmtilegasta starf í heimi? Mariko: Þetta er mjög skemmtilegt og hressandi sumarstarf. Þóra: Við Mariko náum ótrúlega vel saman. Stundum hugsa ég hálfa hugsun og hún klárar hana og öfugt. Við vitum aldrei hver á hvaða hugmynd og það hlýtur að vera merki um góða samvinnu. Mariko: Maður gæti ekki unnið svona starf með hverjum sem er. Það sem er líka svo gaman er að við fáum alveg frjálsar hendur til að gera það sem við viljum. Þóra: Mórallinn uppáSkjáEinum er líka alveg einstakur. Fólki þar þykir vænt um hvort annað. Efþiðværuð ekkií þessu hvað væri það þá? Þóra: Við myndum stofna rokkhljómsveit og gera eitt gott lag. Eiginlega er allt grúvið í þáttunum okkar bara leiðin að leyndum draum um að vera að rokka uppi á sviði. Mariko: Já, við sjáum alveg fyrir okkur myndbandið við lagið. Fyrir utan rokkið þá langar mig líka til að stjórna barnaþætti með Þóru. Við erum með ákveðnar hugmyndir og okkur finnst að barnaefni á íslandi mætti vera fræðslutengdara. Það er hægt að kenna börnum ýmislegt á skemmtilegan hátt. Þóra:Og krakkarnir fyrirgefa okkurflflalætin... Fyrst að þið eruð ekki næstu stjörnur íslands hverjir verða það þá? Mariko. Það er náttúrulega fullt af krökkum sem er búsett erlendis og að gera góða hluti. Þóra: Ég hafði mjög mikla trú á Quarashi. Þið fáið nú smá snefil af frægð allaveganna út á þáttinn, þó að það sé eflaust ekki ástæðan fyrir rokk draumnum, en hvernig er að vera áberandi á íslandi? Þóra: Mér líður stundum eins og ég þurfi að biðjast afsökunar, eins og fyrirgefiði að ég sé hérna ( sjónvarpinu að angra þig hahaha... En það venst og ég er hætt að hugsa svona núna. Ég komst nefninlega að því að það má ekki setja Ijós sitt undir mæliker. Maður verður að þora að láta Ijós sitt skína ef mann langar til aðgefaaf sér. Mariko: Við grófum til dæmis upp á netinu slúður um okkur og þar var sagt að við værum gelgjur með vatnshöfuð og kanínutennur. Við urðum soldið sárar en fannst þetta aðallega fyndið. Á sama tíma vorum við nýbúnar að fá út úr könnun þar sem kom fram að áhorfið á þáttinn mældist langt fýrir ofan það sem við höfðum gert okkur vonir um. Þóra: Sumt fólk elskar að hata fólk (sjónvarpinu og sumir nærast á slúðri og óförum annarra. Hjá okkur snýst þetta um að vinna vinnuna okkar og sjónvarpsvinnu fylgir til dæmis það að koma í svona viðtöl til þess að kynna þáttinn. Svo hugsum við bara eins og flestir; vonandi er vinnan mín til góðs. Nú er mikið í umræðunni hvaða skilaboð fjölmiðlar eru að senda til unglinga og þá sérstaklega hvernig ímynd unglingsstúlkna mótast eftir því hvernig sjónvarpsstjörnurnar klæða sig og hegða sér. Hvernig lítið þið á þetta og hafiði tekið einhverja ábyrga afstöðu? Þóra: Ég hef mikið pælt (þessu. Það er eiginlega búið að mála mann út í horn með það að vera stelpa. Maður má ekki vera neitt, ekki of sætur og glaður því þá er maður heimskur.... Við reynum að komast hjá þessari umræðu með því að vera bara í Henson joggingöllum í þáttunum Mariko: ...þannig að fólk þurfi ekki að spá í því hvort við séum í flegnum bolum eða gellufötum.Við komumst líka (ákveðinn gír við að vera bara í joggingöllum, getum fíflast og fáumfullt aforku. Þóra: Umræðan er nauðsynleg því það er svo mikið af alls kyns bulli í gangi. Stelpur þurfa að passa sig að detta ekki í þann forarpytt að fara að dæma hvor aðra. Þá snýst öll femínista umræða upp ( andhverfu sína. Það er líka hættulegt að umræðan snúist yfir höfuð of mikið um útlit stelpna - þá er um leið verið að gera það að aðalissjúi. Mariko:Við höfum til dæmis ekki verið aðfjalla um tísku og það nýjasta í meikuppi í þáttunum okkar. Og það eru kannski lúmsk skilaboð um að við sem stelpur höfum áhuga á einhverju öðru. Þóra: ( rauninni fær showbuisnessinn allt of mikla athygli og umræðu í fjölmiðlum. Brjóstin á þessari og hver svaf hjá hverjum verður að meira áhyggjuefni en það hvert Bush leiðir heiminn. Fariði aldrei að rífast? Mariko; Nei 7-9-13, það er (raun ótrúlegt í svona nánu samstarfi að það hefur ekki komið upp eitt dramatískt atriði á milli okkar. Þóra: Við erum ekki bara samstarfsfélagar, við erum fyrst og fremst góðar vinkonur sem erum heppnar að fá að vinna saman. Eitthvað að lokum? / Þóra: Stelpur verða að nota kraftinn í sér og þora að sýna hvað í þeim býr. Mariko: Svo verða allir að horfa á Hjartslátt á fimmtudögum.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.