Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 20

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 20
4- 4 THORSTEN HENN "Gulur, rauður, grænn og blár - mikið er hann Thorsten klár ..." er fyrsta setning Ijósmyndabókarinnar „íslandslitir" Thorsten Henn er Þjóðverji sem hefur búið á (slandi í 5 ár og á þeim tíma hefur hann ferðast um landið og tekið myndir sem eru nú komnar út í hans fyrstu bók. Bókin er einstaklega vel heppnuð og eins og myndirnar sýna nærThorsten að sýna okkur Island í allri sinni dýrð. Okkur fannst merkilegt að Þjóðverji hafi ákveðið að gefa út bók um (sland og tókum hann því í stutt spjall. Hvenær byrjaðiru að mynda? Ég var 17 ára þannig að það eru komin 16 ár. Ég lærði í þýskalandi og kláraði mastersnám í Vínarborg þegar ég var 26 ára. Hvað var það við fsland sem heillaði þig? (sland hefur svo sérstaka náttúru sem er ekki til í Þýskalandi og á (slandi þá finnur þú hvað náttúran er sterk. Ég hef myndað í Mexico, Guatemala, Sikiley og á (rlandi en íslenska náttúran er mun stórbrotnari. Er erfitt að koma sér áfram sem Ijósmyndari? Já og nei, (sland er svo lítið land að um leið og þú færð tækifæri hjá auglýsingastofum og þú ert fær þá er þetta komið. En það getur verið erfitt að fá þetta tækifæri. Stærsta verkefnið? Úff, erfitt.. þau eru svo mörg. Hvernig kom það til að Sigurrós samdi innganginn í bókinni? Ég er búinn að vinna mikið með Sigurrós og það samstarf hefur þróast út í vinskap. Hver er munurinn á því að vera Ijósmyndari á fslandi og annarsstaðar? Það erfiðasta við að mynda á íslandi er hversu breytilegt veðrið er. Ef ég er til dæmis að vinna í Bandaríkjunum þá veit ég hvernig veðrið verður á milli fimm og sjö. Þú getur aldrei stólað á það á íslandi. Ertu landslagsljósmyndari? Nei, ég er Ijósmyndari ... Ég horfi ekki bara í eina átt, ég tek allavegana myndir. Landslagsmyndir eru bara sértök ástriða hjá mér. Mér finnst samt alveg jafn gaman að vinna með fólki. Eitthvað að lokum? Nei, skoðið< myndirnar því þær segja meira en þúsund orð. Textl:Hrefna Björk Myndir -.Thorsten Henn

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.