Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 40

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 40
* V MAC SNYRTIVÖRUMERKIÐ er merki sem notað er mikið af fagfólki erlendis og er fyrst núna að koma hingað til lands.Vegna mikilla fyrirspurna frá lesendum blaðsins sem hafa áhuga á snyrtivörum tókum við fyrir þetta heimsfræga vörumerki. Mac einblinir á mikinn farða og töff útlit og fannst okkur það eiga vel við hér. VÖRUR SEM VORU NOTAÐAR Farði: Hyper Real Foundation Augnskuggar: Grænn.Melody Ljósgrænn: Aquadisiac Ljósbleikur:Sweet Lust Maskari:Pro Lash Pariwink-wink Kinnalitur:Stain Coral Cast Varalitur: Giddy Gloss:Nymphette Vörurnar fást í Debenhams 1.HÚÐIN Fyrst er sett á dagkrem eins og alltaf þegar farði er notaður. Meikið sem er notað hér heitir Hyper Real Foundation og er fyrir allar húðtýpur og gerir húðina áberandi fallega. 3.AUGU: Svartur blýantur er því næst settur inn í augun. 5.KINNAR Kinnaliturinn er í fljótandi formi og er settur á kinnbein og bursti notaður til að dreifa úr honum. Best er að setja lítið fyrst og prófa sig áfram. 2.AUGNL0K Grænn augnskuggi er settur á allt augnlokið upp að augnbeini og undir augun alla leið. Síðan er Ijósgrænn augnskuggi settur á með sama hætti og græni augnskugginn. Ljósbleikur augnskuggi er settur á augnbeinið og notaður sem highlighter. Einnig er Ijósbleiki liturinn settur undir augun alla leiðlikt og hinirtveir. 4.AUGNHÁR Blár maskari er notaður á augnhár og dregur það fram augnlitinn. 6.VARIR [ lokin er svo varalitur notaður á varir og gloss settur yfir. Módel:(ris Jóhannesdóttir. Förðun.Marta Dröfn. Hár. Þórhildur Jóhannesdóttir Myndir. Alli

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.