Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 25

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 25
I ekki samsvara mínum lífsreglum eins og til dæmis að svelta mig eða neyta fíkniefna. Ef þess hefði verið krafist af mér hefði ég hætt og fundið mér aðra vinnu. Maður má heldur ekki gleyma því að fegurðin kemur gjörsamlega innan frá, hún snýst að engu leyti um einhvern kílóafjölda heldur eingöngu um útgeislun og karakter" segir Anna Rakel. ENGINN HREINN OG BEINN GLAUÚR Fyrirmyndir margra ungra stelpna í dag eru poppstjörnurnar, fyrirsæturnar og fleiri. ( tónlistarmyndböndunum eru flestir hálf berir og dilla sér framan í áhorfendur sem hafa um lítið að velja. Þróunin hefur orðið þannig að nú eru klámmyndaleikstjórar meira að segja farnir að leikstýra sumum myndböndum poppstjarnanna. Þessi myndbönd horfa svo tólf ára krakkar á daginn út og inn. Kvenfyrirmyndin snýst orðið að svo miklu ÞAD FER SVO BARA EFTIR ÞVÍ HVAD OKKUR NEYTENDUNUM FINNST FLOTT HVORTÞESSAR AUGLÝSINGAR VIRKA, ÞVÍ ÞAÐ SEM OKKUR FINNST FLOTT ER JÚ ÞAD SEM SELUR leyti um útlit og því djarfari sem stelpurnar eru því meira áhorf. Síðan birtast myndir af stjörnunum í sínu fínasta pússi með fullkomna húð og hár og allir háif slefa af öfund yfir því að vera ekki svona fullkominn. En eru þessar fyrirmyndir svona fullkomnar? „Nei, fólk verður náttúrulega að gera sér grein fyrir því að það er alltaf gert eitthvað við Ijósmyndirnar, hvort sem það er Gisele Bundchen eða einhver önnur," segja þær Ylfa og Anna Rakel.„Það er hægt að gera hvað sem er í photoshop, en fólk sem ekki hefur komið nálægt myndatökum gerir sér ef til vill ekki grein fýrir því. Við hverja myndatöku eru stdistar, förðunarfræðingar og hárgreiðslufólk sem eiga að láta fyrirsæturnar líta út fyrir að vera fullkomnir. eins og er í dag. Fjölbreytni sjónvarpsstöðva var mun minni og netið var ekki til. Nú er ekki lengur hægt að telja fjölda sjónvarpsþátta, tímarita og kvikmynda sem streyma á markaðinn f hverri viku. Klámmyndir og klámtengt efni verður einnig sífellt meira og sýnilegra og þá sérstaklega með tilkomu Internetsins. Eftir að ein síða opnast fylgja fjölmargar í kjölfarið og oft er eina ráðið til þess að losna við klámsíðumar það að slökkva á tölvunni. Áreitið er gffurlegt og ungt fólk forvitið. Foreldrarnir eiga erfitt með að sitja yfir baminu sfnu allan daginn og fylgjast með því hvað það er að gera, og oft á tíðum eiga þeir erfitt með að ræða þessi mál við það. Vegna þess hversu lítið er rætt um þessi viðkvæmu málefni leita börnin á náðir fjölmiðlanna. Þau sjá myndir og myndbönd sem eru úr takti við raunveruleikann en gera sér ekki grein fyrir því hvar mörkin liggja. Mörkin á milli raunveruleikans og óraunveruleikans verða sífellt óljósari og krakkar vita lítið hvernig þeir eiga að haga sér, apa allt upp eftir fyrirmyndunum ( sjónvarpinu hvort sem það er klæðnaður, hegðun eða málfar. Allt í einu þykir það sjálfsagt að litlar stelpur gangi um í g-strengjum, minipilsum og magabolum séu stífmálaðar og reyni að vera sexí þegar þær eru varla komnar á kynþroskaaldurinn. „Ekki man ég eftir að hafa hugsað um það hvort ég væri sexí þegar ég var tólf ára" segir Anna Rakel.„Það er þó auðvitað alveg rosalega persónubundið hvernig þú túlkar það að vera sexí, hvað þú túlkar sem erótík og hvað sem klám"segir hún um leið og hún rifjar upp sögu sem hún heyrði um 13-15 ára stelpur á grunnskólaballi sem dönsuðu eins og hórur því þær höfðu horft á myndböndin á Popp tíví.„Þær kunna ekkert að dansa öðruvfsi því hvernig eiga þær að vita hvernig þetta er? Fyrirmyndirnar þeirra eru í myndböndum þar sem kannski er verið að sýna lesbíuatriði tveggja þrettán ára stelpna sem eru að káfa hvor á annarri."Ylfa bætir því við að það sé alveg rétt að stelpur séu farnar að vera gelgjur miklu fyrr. Einnig heyrði hún nfu ára stráka tala um klámstjörnuna Ron Jeremy (strætó um daginn. Flvar komast níu ára strákar f klámmyndir? HVER SETUR SIÐG/EÐISREGLURNAR? Það er nauðsynlegt að umræðan um þessi mál opnist og hefur hún verið að gera það. Það er engin ein lausn á þessu máli og enginn einn sökudólgur. Það er spurning 13-15 ÁRA STELPUR Á GRUNNSKÓLA- VEftSACt. AUOtkll WfAH VCR8ACS AtACK MUMT tCATHCt>0015. «V OMRISTtAN lOUOOUTIN BALLI SEM DÖNSUÐU EINS OG HÖRUR ÞVÍ ÞÆR HÖFÐU BARA HORFT Á MYNDBÖNDIN Á POPP TÍVÍ Þeirra fmynd er bara að vera fullkomin í alla staði," segir Ylfa. „Það eru svo margar ungar stelpur sem horfa á myndbönd með Britney Spears og Christinu Aguilera og halda að þær séu alveg fullkomnar en ef þær myndu sjá þær í alvörunni eru þær ekkert spes. Ég hitti til dæmis Naomi Campbell og mér fannst hún bara frek og leiðinleg og með slæma húð. Kate Moss var aftur á móti ótrúlega heil á geði og hún er kona með bein í nefinu. Fólk verður bara að gera sér grein fyrir því að það er svo margt annað sem spilar inn í, þetta er enginn hreinn og beinn glamúr/'Ylfa vill sérstaklega koma því á framfæri að stelpur þurfi að leggja sig mjög lágt til að ná nokkrum frama ( þessum bransa, vakna klukkan sjö á morgnana og vinna sleitulaust fram á kvöld alla daga.„Þetta er brjáluð vinna á hverjum einasta degi, endalaus bið og gffurleg samkeppni. Það er ekki bara það að setjast fyrir framan myndavélina og vera sætur. Þetta er ekki þessi glamúr sem allir halda/'Það þurfa allir að gera sér grein fyrir þvf að raunveruleikinn er ekki alltaf eins og hann virkar f sjónvarpinu eða á prenti. Þessar fyrirmyndir sem ungir krakkar hafa fyrir augunum eru engin heilög goð sem lúkka vel allan daginn, alla daga. Það þarf meira en útlit til þess að geta verið góð fyrirmynd. „Við þurfum sterka fyrirmynd eins og til dæmis hana Ingibjörgu Sólrúnu" segir Anna Rakel. „Hún er sterk og ákveðin kona sem getur svarað fyrir sig og lætur ekkert slá sig út af laginu. Yngri stelpurnar eiga einnig frekar að horfa til kvenna eins og Birgittu Haukdal sem er alveg ótrúlega heilbrigð og virkilega góð fyrirmynd." ERÖTlK EDA KLÁM Áður fyrr var ekki jafn mikið sjónvarpsgláp hjá krökkum hver það er sem setur siðgæðisreglurnar. Liggja rætur þeirra f eðli mannsins eða eru þær að einhverju leyti samkomulagsatriði? Mörkin milli nektar og kláms eru til að mynda mjög mismunandi milli manna og því er erfitt að setja sig í spor annarra. Það er erfitt og í rauninni ómögulegt að taka fýrir allan iðnaðinn.„Það er ekki fyrr en eftirspurnin hættir að hægt verður að berjast gegn þessu" segir Anna Rakel. Nú verður bara að ræða um þessi mál og upplýsa börnin sfn og fá þau til að hugsa. Það verður að reyna að halda kláminu og áreitinu frá börnunum því þetta er ekki barnaefni. Það verður að BER BOSSINN VIRÐIST GETA SELT ALLT FRA FÖTUM OG BÍLUM UPP í UTANLANDSFERÐIR OG DRYKKI. f RAUNINNI HVAÐ SEM ER gera þeim grein fyrir þvf hvar línan liggur og ræða um það hvað sé fallegt. „Það er meira sexf að sýna minna og skilja meiraeftirfýrir ímyndunarafliðhelduren að vera f of litlum fötum/'segir Anna Rakel, „Karlmenn bera ekki meiri virðingu fyrir þér ef þú ert í minni fötum/'Hún sjálf erfarin f mótmælaaðgerðirgegn þessu endalausa áreiti. „Mfn mótmæli eru að skoða ekki tískublöðin þvf ég fæ móral og líður illa með sjálfa mig, þó ég sé f dag ánægð inni f mér og miklu ánægðari en fyrirfimm árum þegar ég leit miklu betur út utan frá. Ef þú ert f jafnvægi þá líður þér vel þvf fegurðin kemur algjörlega innan frá," segir hún og Ylfa samsinnir þessu.Nú þurfa bara allir að sameinast um það að upplýsa og byggja upp jákvæðara viðhorf. Texti: Steinunn Jakobsdóttii Myndir: Árni 4

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.