Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 4
REYNUM AÐ VERA LIGEGLAD Þ VIFÆRRAVEIT ER FLEIRA UR SÍNS GEÐS GUMI.” Nú styttist óðum ( stærstu ferðahelgi ársins, sjálfa Verslunarmannahelgina. Þá safnast stór hluti landsmanna saman á útihát(ðum,ísumarbústöðum eða á tjaldsvæðum landsins og reynir að njóta þess sem helgin býður upp á. Ég er búin að fara á eina útihátíð (sumar, skellti mér á Hróarskelduhátíðina f Danmörku og er því búin að fá minn skerf af tjaldlegu, útikömrum og útilegumat. Daginn eftir að ég kom heim var ég spurð að því hvort það væri ekki stórhættulegt að fara á svona stóra hátíð eins og Hróarskelda er og hvort svona ungri stelpu eins og mér væri óhætt að vera þarna með öllu ribbaldaliðinu sem hlýtur að sækja svona tónlistarhátfðir. Það hlyti að hafa verið endalaust áreiti og mikið um hrottafengnar árásir eins og á það til að tfðkast hér á landi. Ég setti bara upp stórt spurningarmerki, kannaðist ekki við að neinn hefði ráðist á mig eða einu sinni sýnt mér nokkra athygli aðra en þá að bjóða mér góða kvöldið á dönsku, norsku, þýsku o.s.frv. Ég veit ekki hvort ég hafi verið svona utan við mig og upprifin af góðri tónlist eða ef til vill með sólsting, en ég varð ekki vör við nein slagsmál, engin alvarleg rifrildi né kynferðisafbrot. Það er nefnilega köld staðreynd að það eru tilkynntar fleiri árásir og fleiri kynferðisafbrot flestar Verslunarmannahelgar á íslandi en á allri Hróarskelduhátíðinni þar sem saman eru yfirleitt komnir um 100.000 manns. Það er eins og rúmlega 1/3 af (slandi!!! Á hvérju ári berast tilkynningar um kynferðisafbrot um Verslunarmannahelgina þar sem fórnarlömbin eru yfirleitt ungar stúlkur á aldrinum 13-25 ára. Fjöldi afbrotanna er misjafn milli ára en aldrei virðumst við vera laus við þennan óþverra.Við verðum að viðurkenna það að útihátíðarmenning okkar er ekki eins og best væri á kosið.Eiturlyf af öllum sortum fljóta um og landasalarnir stórgræða á þyrstum unglingunum. Ég ætla ekki að vera með nein boð og bönn hér, þv( það vita allir hvað ég er að tala um, en sjaldan er of varlega farið. Flestir hátfðargestir eru þó yfirleitt til fyrirmyndar og kunna að haga sér eins og mönnum sæmir en því miður eru alltaf nokkrir svartir sauðir sem gjörsamlega sleppa fram af sér beislinu og eru stórhættulegir sjálfum sér og öðrum. Þeir stofna til slagsmála, brjóta tennur og nef og stinga mann og annan í ölæðinu oftast algjörlega af tilefnislausu. Eftir á bera þessir sömu sauðir við minnisleysi. Muna ekkert hvað þeir voru að gera og geta þv( enga skýringu gefið á hegðun sinni. Ekki getur sl(k útihátíð verið mikil skemmtun ef maður man ekki einu sinni eftir henni. Eftir hátlðarnar liggur sfðan öllum svo mikið á að henda sér úr útilegufötunum að þeir þruna ( bæinn og stfga margir hverjir, enn hálf ölvaðir, allt of fast á bensíngjöfina. Það vita allir að þeir eru að stofna fjölda Iffa ( hættu, en það á bara til að gleymast. Á síðasta ári fórust til að mynda 29 einstaklingar f umferðarslysum sem er allt, allt of mikið fyrir svo fámennt land. Hver ætli ástæðan sé fyrir þv( að á hverju einasta ári berast okkur slæmar fréttir frá útihátíðunum? Drekkum við svo mikið að við missum algjörlega allan vott af þeim nágungakærleika sem við höfðum fyrir fyrsta glasið? Á þeim nokkru Hróarskelduhátfðum sem ég hef farið á hagar fólk sér ekki eins. Þar eru menn komnir til hlusta á tónlist frekar en að drekka frá sér vitið og leyta að veseni. Þar sitja bara allir sælir með sitt, með kaldan öl I hendi og eru ekkert að skipta sér af tjaldnágrönnum s(num nema þá ef til vill til að setjast og spjalla um tónleikana og syngja saman eitt lag. Það er nefnilega alveg hægt að skemmta sér mjög vel ánþess að vera ruddi. Ég hef verið að velta þv( fyrir mér hvort ég ætti kannski að skella mér út úr bænum þessa vinsælu helgi.Ætti ég að fara á Eina með öllu á Akureyri, Sddarævintýri á Siglufirði, Franska daga á Fáskrúðsfirði, Kántrýhátíð á Skagaströnd eða klassfska Þjóðhátíð ( Eyjum eða ætti ég kannski að taka öllu með gát og halda mig bara heima fyrir? Sitja úti f horni í herberginu m(nu og krossa fingur um að það komi nú ekki jarðskjálfti eða að einhver brjótist inn til m(n, því varla færi ég að hætta mér ( mlöbæinn. En auðvitað þýðir ekki að hugsa svoleiðis þv( þá færi ég aldrei neitt.Tökum okkur frekar saman og setjum okkur það markmið að bæta þessa útihátíðarmenningu okkar. Þá er virkilega hægt að hafa gaman af.Keyrum rólega,drekkum minna en dönsum meira og skemmtum okkur saman. Tökum Danina okkur til fyrirmyndar og reynum að vera ligeglad og gera þessa helgi eftirminnilega á annan hátt en með slagsmálum, nauðgunum, eiturlyfjum og dauöaslysum (umferðinni. Steinunn Jakobsdóttir

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.