Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 8

Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 8
íbúafjöldi: 144.987.573 í júlí 2002 Þjóðerni: Rússar 81,5% tatarar 3.8%, Úkraínumenn 3%, Hvítrússar auk rúmlega 100 þjóðarbrota. Trú: Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, múslimar og aðrir, en þestir tilheyra engum trúhóp. Opinbert tungumól: Rússneska Þjóðhótiðardagur: 12. júní. Gjaldmiðilt: Rúbla Flatarmðl: 17.075.400 km2 Höfuðborg: Moskva Stjórnarfyrirkomulag: Sambandsríki með þingbundið lýðrœði. í-í*> '/?■ £ 'Aj'. j'ítf’ 'tj, W:mvy? '• tM* K' ROs Rússland er stærsta land i heimi að flatarmáli (166 sinnum stærra en Island) og er eitt af fáum löndum sem er í tveimur heimsálfum, Evrópu og Asíu. Úralfjöllin, geysilangur fjallgarður, skipta þar á milli. Eins og við má að búast af svo stóru landsvæði býr þar geysilegur fjöldi mismunandi þjóðarbrota og trúarhópa sem gerir landið fjölbreytt og menninguna áhugaverða. ( upphafi 18. aldar var Rússland stórveldi og f Napóleonstríðunum efldist landið enn meir. Síðan þá hefur þjóðin þó gengið í gegnum miklar styrjaldir og harðstjórnir og í fyrri heimsstyrjöldinni hallaði verulega undan fæti.Efnahagsleg og þjóðfélagsleg staða landsins var ekki sérlega góð og óánægja þjóðfélagsþegna var orsök mikillar byltingar árið 1917 sem lauk með því að bolsévikar tóku völdin og keisaradæmið féll. Árið eftir er kommúnistaflokkurinn stofnaður og tvípóla heimskerfi kommúnisma og kapítalisma verður að veruleika þegar Rússland verður hluti Sovétríkjanna árið 1922. Harðræði Josefs Stalín og umbótatilraunir hans kostuðu milljónir mannslífa og I síðari heimsstyrjöldinni féllu um 20 milljónir íbúa Sovétríkjanna. Kalda stríðið eftir síðari heimsstyrjöld hélt heiminum í mikilli óvissu og hræðsla við nýja styrjöld greip um sig. Því lauk ekki fyrr en Sovétríkin hrundu eins og spilaborg í desember 1991 og splundruðust í 15 sjálfstæð ríki. Síðan þá hafa ráðamenn í Rússlandi strögglað við að byggja upp pólitískt lýðræðisrfki, sterkt og öflugt þjóðfélagskerfi í stað hins stranga ramma kommúnismans. Rúmum áratug eftir fall Sovétrlkjanna stendur Rússland ennþá í basli við að byggja upp efnahaginn á nútímalegan hátt og koma á fót lýðræðisríki. Frá 1999-2002 hefur ástandið batnað en þó er langt f land. Rússland er mjög háð útflutningi á olfu, gasi, málmum og timbri ( 80% af útflutningsvörum þeirra) sem gerir landið viðkvæmt fyrir sveiflum á heimsmarkaðnum. Önnur vandamál eins og mikil spilling, skortur á sterku lagakerfi og skæruliðahernaður f sumum héruðum hrjá landið. Það er ekki hættulaust að ferðast um Rússland og ber ferðamönnum að varast staði eins og Tjetjeníu, Dagestan, Kákasus og Ingushetja. Vatnið er einnig víða ódrykkjarhæft og varla hægt að bursta (sértennurnar úr því ef maður er með viðkvæman maga, en ef varlega er farið og menn vita hvað þeir eru að gera er ferðalag um Rússland ævintýri sem seint gleymist. Þar er ódýr matur, ódýr vodki, víða ágætis veður á sumrin og alveg ótal margt að skoða. Áhugaveröir staðir: Moskva er stærsta borgin og auk þess höfuðborgin. Þar iðar allt af Iffi og fjöri jafnt á daginn sem á næturnar. Gönguferð um miðbæinn að Kremlarmúrnum gefur þér smá innsýn (rússneska menningu og auk þess eru þar góð leikhús og fjölmargir tónleikasalir. Sankti Pétursborg, önnur stærsta borg landsins er full af fallegum mannvirkjum eins og til dæmis Vetrarhöllinni þar sem rússnesku keisararnir vörðu vetrarmánuðunum fyrir bolsévikabyltinguna. Nú er þar mikilfenglegt listasafn sem gaman er að skoða. Sankti Pétursborg hélt nýlega upp á 300 ára afmæli sitt og eitt af þvf sem þá var opnað til sýnis fyrsta sinn var endurgerð „rafherbergisins" fræga þar sem allir veggir eru þaktir útskornum listaverkum úr rafi. Slberfuhraðlestin er skemmtilegur ferðamáti til þess að sjá þetta grfðarstóra land. Ferðin tekur sex daga og liggur frá Moskvu til Vladivostok með viðkomu á fjölmörgum stöðum á 9446 km leið sinni. Lödur, vodki og fallegar konur. Rúský Karamba Þó að ég sé ekki flughræddur maður, þá verð ég að viðurkenna að þegar ég steig upp í rússneska flugvél f fyrsta skipti var ég svolítið smeikur. Fimm mfnútum eftir að ég var búinn að koma mér fyrir fattaði ég að ég gat ekki reist upp bakið á sætinu mínu, eins og ber að gera í flugtaki og tendirrgu. Ég var eiginlega búinn að sætta mig við það að nú væru altír Vestrænir öryggisstandardar fallnir, en að vörmu spori hlunkaðist flugþjónninn til mfn og barði sætið til svo öllum reglugerðum var fylgt f hvívetna. Og á loft fórum við. Ég fór að einbeita mér að þvi að hugsa jákvæðar hugsanir, til að bera vélina á englavængjum alla leið tit Syktyvkar, sem er borg norðarlega f Rússlandi. Og viti menn.ekkert bilaði alla leiðina og ég sá strax að ég var bara paranojus júklingur.Ástæða þess að ég var á leiðinni til Syktivkar af öllum borgum f heiminum er sú að ég var valinn ásamt níu öðrum Ijósmyndurum frá Skandinavíu og Rússlandi til þess að taka þátt í verkefni sem heitir Northern Citys Project. Verkefnið felst f því að rannsaka þjóðarsál og lífsanda í norðlægum borgum og festa það á ftlmu. Við ferðumst meðal annars til Outu f Finnlandi, Tromsö í Noregi Happaranda ( Svíþjóð ásamt fleiri stöðum, en nú var ég sem sagt lentur f Syktyvkar í Rússlandi. Öll ferðin var eitt stórt ævintýri og ég upplifði hvert menningarsjokkið á fetur öðru. Bara við það að sækja töskurnar mínar vissi ég að ég var kominn langt í burtu frá íslandi þar sem allir treysta öllum. Ég þurfti að sanna það vel og vandlega fyrir flugvallarstarfsmanninum að ég ætti töskurnar mfnar og þurfti að sýna miðana mína stimplaða og undirskrifaða af starfsmanni flugvallarins í Sankti Pétursþorg til þess að sanna að ég hefði komið með þessar töskur og mætti fá þær aftur, Ekki var leigubíllinn sem við tókum á hótelið minna sjokk en allt annað sem bar fyrir augu næstu daga, Hann var að sjálfsögðu Lada eins og flestir bílar í Syktyvkar, gamall og skýtugur en með geðveikum geslaspilara og ónýtum hátölurum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessari fyrstu bílferð minnl en ég er nokkuð viss um að fingraförin mín eru vel kramin inn í eina handfangið sem ég fann og gat flokkað undir öryggisbúnað. Akstursstíllinn var einhvern veginn á þessa leið "ÚT UM ALLT" og ef þú ert gangandi vegfarandi þá gildir bara ein regla: EKKIVERA FYRIRI Ef þú lífsnauðsynlega þarft að komast yfir götu, hlauptu þá. Það kemur nefnilega ekki til greina að hægja á bílnum þegar hann er kominn af stað. Syktyvkar var við fyrstu sýn eins og borgir eru flestar en fljótlega tók ég eftir því að þar voru saman komnar faliegustu og best klæddu konur sem ég hef séð á ævi minni.og kárnaði þá heldur betur yfir landanum. Þegar ég fór að litast um sá ég að hér var ég kominn út úr vellystingunum sem maður er vanur heima. Borgin er full af steinsteyptum blokkum sem eru nánast allar eins og minna mjög á kommúnistatímann þó svo að þær hafi verið byggðar upp úr 1990. Einnig eru þarna bjálkahús sem eru öll frekar skökk og þar er ekkert rafmagn né rennandi vatn því slikar lagnir fyrirfinnast ekki f einbýlishúsum þarna. Eg leitadi út um allt og fann loks einn starfsmann sem gœti gefið mér skýringu ó þvl hvers vegna það vœrí ekkert fug tit Helsinki og svarið sem ég fékk var: „Boss said no flight" bæina er því bara gríðarstórt landsvæði sem enginn getur nýtt.Við héldum ferðinni áfram og komum f annað þorp sem heitir Vizinga, Þar fékk ég að bragða á nokkrum af þjóðarréttum Komibúa og ég verð að viðurkenna að ég kom honum misvel niður. Ég fékk hveitikökur smurðar með kartöflumús og brauð með fiskl inn í. Þeir voru ekkert að hafa fyrir þvf að úrbeina fiskinn og ég sem er tiltölulega klfgjugjarn var næstum búinn að æla á borðið þegar ég i sakleysi mfnu tók mér stóran og karlmannlegan brauðbita- Þessu var sVo öliu skolað niður með stórum sopa af vodka. Eftir að allir voru orðnir vel mettir fórum við f rússneskt sauna sem kallast Banja. Yndistega rakt og heitt loftið lék um líkaman og á tiu minútna fresti skellti maður sér f ískalda ána við hliðina á og lét um það bi! átta þúsund moskítóflugur narta f nakinn og óverndaðan likaman. Þegar að kvöWa tók héldum við heim á leið sæl og glöð en á leiðinni gerðist það sem allir bjuggust við. Þegar við vorum að keyra upp eina brekkuna fór að hægjast all svakalega á rútunni og við rétt náðum að komast upp brekkuna. Bílstjórinn stoppaði bara, tók sér skiptilykil í aðra og hamar f hina og fór að berja vélina sundur og saman. Innan skamms var allt komið á fullan snúning og við komums alla leið á hótelið okkar, Ekki gekk flugferðin til tslands heldur áfallalaust fyrir sig. Á einum sólarhring þurfti ég að taka fjórar flugvélar, Syktyvkar til Moskvu og þaðan til Helsinki, Kaupmannahafnar og að lokum til íslands. Ég komst til Moskvu, en þegar ég ætlaði að taka vélina til Helsinki fór allt í klessu. Ég var mættur klukkutíma fýrir brottför og þá var ftugvöllurinn tómur.Ég leitaði út um allt og fann loks einn starfsmann sem gæti gefið mér skýringu á því hvers vegna það væri ekkert flug til Helsinki og svarið sem ég fékk var:„Boss said no fllght" og þá þýddi það bara að ekkert flug væri og ég yrði bara að gjöra svo vel og fara. Fékk ég auðvitað miðann ekki endurgreiddan og þurfti að kaupa nýjan og fljúga annað og rétt náði seinasta fluginu en komst þó heim heilu á höldnu að lokum. Við vorum aðallega í Syktyvkar enda komin þangað til þess að upplifa borgina sjálfa, fólkið og andann sem lék um húsasundin. Einn daginn fórum við þó í kynnisferð til nokkurra lftilla: bæja í Koml Republie í mjög svo frumstæðri rútu með appelslnugulum gardfnum og biluðu púströri og var það mjög áhugavert. Fyrsta stopp var í pínulitlu sveita|x>rpi sem fyrir fall Sovétrfkjanna var stórt sveitaþorp þar sem allir unnu saman f bóndaleik, en nú situr fólkið þar í gífulegri fátækt og peningar eru eitthvað sem það veit varla hvað er. Landið sem bændurnir höfðu notað fyrir hrun Sovétrfkjanna er nú í eigu ríkisins en það á enginn peninga til að kaupa hluta þess eða landbúnaðartæki svo fóikið lifir bara í húsunum sem það bjó f fyrir hrunið og ræktar kartöflur og grænmeti í garðinum til að halda sér á lífi. í kringum Ferðin var f alla staði frábær en samt allt öðruvfsi en ég bjóst við. Það var skemmtileg lífsreynsla að sjá inn í heim sem ég vissi ekkert um og að uppgötva nýja hluti á hverjum degi. Hverri einustu máltíð fylgdi vodki, sem maður er nú ekki vanur, enda er hann ódýrari en mjólk. Maturinn var yndislegur ef maður lét það ekki á sig fá að flest allt kjötið sem maður fékk var grátt og leit út fyrir að hafa verið dautt alltof lengi. Það voru engir skyndibitastaðir þannig að mér leið eins og ég væri í tveggja vikna matarboði hjá ömmu. Fólkið var allt mjög opið og skemmtilegt þrátt fyrir eilffa tungumálaörðuleika, þvf fæstir tala ensku, en allir eru til í að hjálpa manni. Ég reyrtdi bara að læra rússnesku og áður en ég fór var ég farinn að bjarga mér smávegis og það er atveg pottþétt að mig langar að fara þangað aftur.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.