Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 30

Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 30
b ÓVÆNT LÆKKUN. Aðfaranótt 14. nóvember 1963 hófst neðansjávargos rétt utan við Vestmannaeyjar og myndaðist þar brátt Iftil eyja. Töluverð reiði greip um sig meðal Islendinga, þá sérstaklega Vestmannaeyinga, þar sem það voru Frakkar sem stigu þar fyrstir á land og reistu þar franska fánann. Þessi eyja er nú þekkt undir nafninu Surtsey. FÉ TIL HÖFUDS MORDINGJA. Fjögur morð voru framin í Reykjavík á árunum 1967-1968 og í einu þeirra var leigubflstjóri skotinn ( hnakkann og hann sfðan rændur. Þá tóku leigubílstjórar sig til og ákváðu að greiða 100.000 krónur hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um morðingjann. Mun þetta hafa verið í fyrsta sinn í langan tíma sem fé var lagt til höfuðs morðingja á fslandi. forsætisrAðherrann BRENNUR INNI. Mikill harmleikur átti sér stað á Þingvöllum f júlf 1970 þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, kona hans og dóttursonur fórust (hrikalegum eldsvoða. Islenska þjóðin var harmi lostin. HIPPAMENNINGIN BLÓMSTRAR. Árið var 1971, Hárið var sýnt f leikhúsinu og Woodstock í bfó. Kommúnur spruttu upp, klæðaburður varð frjálslegri og hárið sfkkaði. Sama ár var svo haldin stór popphátíð í Saltvfk. BÍTLAÆÐI. Bftlaæði greip um sig í Háskólabfói árið 1964 þegar Flljómar, fyrsta íslenska Bítlahljómsveitin, léku við gífurlegan fögnuð áheyrenda. Mikill hluti áheyrenda missti stjórn á sér og þeir„klöppuðu af sefjun, æptu og stöppuðu niður fótunum, sumir f gólfið en aðrir dönsuðu á stólsetunum eða jafnvel á stólbökunum." Flvernig ætli þessum tónleikum yrði lýst nú til dags? ÍSLENDINGAR EIGNAST GEIRFUGL Þjóðarsöfnun var haldin árið 1971 og (slendingar eignuðust uppstoppaðan geirfugl á aðeins tvær milljónir króna. Sama ár var síðan hundahald bannað í Reykjavík. SKVRI SLETT A RAÐÐAMENN ÞJÓÐARINNAR VIÐ ÞINGSETNINGU. Eftirminnilegur atburður átti sér stað við þingsetninguna árið 1972. Þar mætti maður mjög andsnúinn yfirvöldum með skyrfötu og jós úr henni yfir ráðherra, forseta, biskup og þingmenn. Lögreglumennirnir sem áttu að gæta þess að allt færi vel fram, stóðu stjarfir og var það ekki fyrr en maðurinn hafði náð að skvetta á tuttugu manns að þeir tóku við sér og köstuðu sér á hann. SJÓNVARPSÚTSENDINGAR HEFJAST. Sjónvarpsútsendingar hófust f fyrsta skipti á Islandi þann 30. september 1966 þegar RUV hóf útsendingar sfnar. Götur tæmdust og allir sátu við skjáinn en fyrst um sinn var þó aðeins sjónvarpað tvisvar f viku. HÆGRI UMFERÐ. Fjöldi fólks fylgdist spenntur með þeirri miklu breytingu þegar hægri umferð tók gildi þann 26. maf 1998. Margir voru þó ráðvilltir fyrst um sinn en lögreglumenn kepptust við að leiðbeina fólkinu. VÆRSG0 FLADÖBOGEN. Mikið var fagnað árið 1971 þegar fyrstu handritin komu loksins heim frá Danmörku. Vfða voru skólar lokaðir og vinna felld niður. Fólk flykktist niður á höfn og þúsundir manna fögnuðu þegar „handritaskipið"lagðist að bryggju. geirfinnsmAlid. Já, hver hefur ekki velt því fyrir sér hvar þessi maður var? Árið 1974 hvarf hann sporlaust, og þrátt fyrir vfðtæka leit virtist enginn vera nær þvl hvað orðið hefði um hann. Þótti okkur athyglisvert að í byrjun árs 1975 var verðlaunum heitið hverjum þeim sem gæti látið lögreglunni haldbærar upplýsingar f té um þetta dularfulla hvarf. Aðilinn var nafnlaus og lofaði hann hálfri milljón króna en stuttu seinna ákvað hann að tvöfalda upphæðina. Sá hefur svo sannarlega viljað finna hann Geirfinn. Árið 1977 náðist svo loks að upplýsa málið og var talið að Geirfinnur hefði verið myrtur út af misskilningi varðandi spírakaup en sakborningar héldu stöðugt fram sakleysi. / NIDURLÆGING A KNATTSPVRNUVELLINUM. Það þótti heldur betur skammarlegt þegar (slendingum tókst að tapa fyrir Dönum í knattspyrnu 14:2 og var þetta mesti ósigur (slendinga til þessa. Þetta gerðist árið 1967 og var mikið áfall fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn. Lagt var til að (slendingar kepptu ekki við erlend lið á útivelli framvegis nema þá ef til vill við Færeyinga eða Grænlendinga. LEIDTOGAFUNDUR. Ronald Reagan Bandarfkjaforseti og Mfkhafl Gorbatsjov leiðtogi Sovétrfkjanna héldu leiðtogafund sem fram fór f Flöfða í Reykjavík árið 1986, til þess að reyna að koma á friði milli stórveldanna. Það mistókst. STRÍÐINU L0KIÐ. I.júnf 1976 lauk ófriði okkar (slendinga við Breta. Samningur var undirritaður f Osló og þar með lauk þorskastríðinu. Þetta var auðvitað stórsigur fyrir (slendinga... (sland best f heimi! ÍSLANDI 51.840.000 MINUTUR A Ég datt um daginn óvart niður á eina af bókunum í bókaflokknum Öldin okkar. Þegar ég fór að fletta henni rakst ég á margar skemmtilegar fréttir, margt rifjaðist upp fyrir mér á meðan sumt kannaðist ég ekkert við. Ég reif þá allan bókastaflann út úr skápnum og lá yfir þessu í heilan dag og skemmti mér alveg frábærlega. í gleði minni ákvað ég að deila nokkrum þeirra með ykkur hér fyrir neðan. Þær fréttir eru eflaust ekki það viðburðaríkasta sem hent hefur í fslandssögunni en margar hverjar eru ansi athyglisverðar. VESTMANNAEVJAGOSIÐ. Þann 23.janúar 1973 byrjaði að gjósa í Fleimaey. Um 400 hús eyðilögðust og flytja þurfti um 5000 manns af eyjunni. Norðurlöndin hjálpuð okkur og gáfu fimmtán hundruð milljónir króna FLUGLEIÐAÞOTA FERST. 15. nóvember 1978 varð skæðasta slys (slenskrar flugsögu. Flundrað og áttatfu manns fórust, þar af átta Islendingar, þegar Fluleiðaþota f pflagrfmaflugi með 246 farþega og átta manna áhöfn brotlenti utan brautar á Sri Lanka. MAÐUR BAKKAR HRINGVEGINN. Fjáraflanir til hinna ýmsu samtaka hafa oft á tfðum verið óvanalegar, en árið 1981 bakkaði maður nokkur allan hringveginn á Skódanum sfnum til þess að safna peningum fyrir Þroskahjálp. Gekk ferðin víst vel og talsverðir fjármunirsöfnuðust. RIGNINGALAND. ísland komst í erlendu fréttirnar þegar CBS sjónvarpsstöðin auglýstu að ef þú viljir rigningu, farðu þá til (slands. Þar væri nóg af henni. ( 77 daga sumarið 1983 hafði einmitt rignt (61 dag og menn gengu svo langt að fara f mótmælagöngu að Veðurstofunni með skilti sem á stóð:„Flvar eru loforðin.Trausti?" FÓTANUDDTÆKIN. (slendingar fá æði fyrir öllu nýju og jólagjöfin árið 1982 var fótanuddtæki. Seldust á einum mánuði um tólf þúsund stykki slíkra tækja sem liggja nú rykfallin inni f geymslu. HEIMSMEISTARAEINVÍGI í SKAK. Þeir Boris Spassky og Bobby Fischer tefldu hér einvfgi árið 1972 sem vakti heimsathygli.Var þetta að sjálfsögðu kallað skákeinvfgi aldarinnar og fór Fischer með sigur af hólmi. KRAFTAJÖTUNN! (slendingar hafa ekki einungis átt kraftajötuninn Jón Pál heldur komst maður f fréttirnar árið 1971 fyrir ofurkrafta sína.Var honum lýst svona:„Reynir braust úr hinum rammgerðustu fjötrum, sleit af sér handjárn úr stáli og dró sjö tonna vörubifreið á fleygiferð, komst með hann allt undir 60 kflómetra hraðall... er það hægt? S0PRAN0S. Það voru ekki allir á eitt sáttir þegar þeir sátu f makindum sfnum í sófanum og fylgdust með hinni geysivinsælu þáttaröð Sopranos I september 2002. f þættinum voru fslenskar flugfreyjur víst sýndar f vafasömum gleðskap sem ekki þótti sæma (mynd fslenskra kvenna. Flugleiðir, sem fengu harða gagnrýni, segjast þó ekkert hafa vitað og sendu frá sér tilkynningu f Bandarfkjunum þar sem þeir hörmuðu hvernig flugfreyjurnar voru sýndar. Þetta atvik stoppaði þá þó ekki f vafasamri auglýsingaherferð sem gerði kvenréttindakonur alveg æfar,eins og flestir muna eflaust eftir. lauslAtir íslendingar. ( ágúst 1990 hafði (talskt herskip viðkomu í Reykjavíkurhöfn. Þess þótti gæta að ftölsku dátarnir nytu mikillar kvenhylli og var ekki laust við að afbrýðissemi gripi suma fslensku piltana. Þegar skipið var á brott linnti ekki hringingum ungra stúlkna f ftalska konsúlatið þvf þær vildu fá að vita ferðaáætlun skipsins og utanáskrift til þess þær gætu skrifaö piltunum. Texti: Hrefna og Steinunn UNGLINGAÆRSL OG DRVKKJA. Árið 1976 komst drykkjuvandamál fslendinga í fréttirnar þar sem unglingar söfnuðust saman á Flallærisplaninu (Ingólfstorgi) f miklum mæli og neyttu Bakkusar. Lögreglan sagði frá því að börn allt niður í tólf ára hefðu verið hirt upp af malbikinu ósjálfbjarga af drykkju. En foreldrarnir komu Ifka við sögu og haft var eftir lögregluþjóni að það alvarlegasta við þetta væri að oft, þegar þeir komu með unglingana heim til sfn, væru heimilin ekki undir það búin að taka við þeim vegna ölvunarforeldra. Arni og garðsteinarnir. Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður, átti ekki sjö dagana sæla árið 2001 en þá komst upp um spillingu hans ( starfi þingismanns og formanns byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Það voru óðalsteinar, garðdúkar, laun sem hann átti ekki að fá og fleira og fleira, samtals 27 ákæruatriði. Varð úr þessu öllu saman heilmikið fjaðrafok og sumt af þvf sem látið var flakka átti Árni ekkert skilið. Árni sagði upp þingmennsku og var að lokum dæmdur f tveggja ára fangelsi þar sem hann fær að gjalda fyrir hliðarspor sitt. Flann virðist þó enn halda f vinsældir sfnar og nú nýverið barst fangelsismálastofnun bréf frá föngum á Litla Ffrauni þess efnis að þeir vildu fá Árna fluttan til sfn. Kallinn hefur vfst verið að gera góða hluti fyrir samfanga sfna á Kvíabryggju. Ó

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.