Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 8

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 8
 un sem þeir Það var re ess að á ný á 'alestínumanna I Börn i Pa est nu eru Landið Pales Þegar talað er um Palestínu er venjulega átt við þau svæði sem hernumin voru af fsrael í sex daga stríðinu árið 1967. Um aldamótin 1900 var Palestína hluti af Tyrkjaveldi, en í fyrri heimsstyrjöldinni lögðu Bretar landið undir sig í trássi við loforð sem þeir höfðu gefið íbúunum um sjálfstætt arabískt ríki. Á svipuðum tíma hófu gyðingar að flytja til landsins, en samkvæmt hugmyndafræði síonismans (þjóðernisstefnu gyðinga sem fundin var upp í Evrópu á 19. öld) áttu gyðingar tilkall til Palestínu á grundvelli gyðingaríkis sem þar stóð til skamms tíma í fornöld. Bretar studdu innflutning gyðinga til landsins, en eftir seinni heimsstyrjöldina vildu gyðingar losa sig bæði við Breta og Araba af svæðinu og fengust Sameinuðu þjóðirnar árið 1947 til að skipta landinu í tvennt, eitt land fyrir gyðinga og annað fyrir araba. Nágrannalöndin samþykktu þessar tillögur ekki, og því hófst stríð þar sem ísraelar lögðu undir sig verulegt landsvæði umfram það sem SÞ höfðu úthlutað þeim. Það var síðan afgangurinn af heildar- landsvæði Palestínu sem lenti undir ísraelsku hernámi árið 1967. Hernumdu svæðin eru annars vegar Vesturbakkinn, þ.e. vesturbakki Jórdan-árinnar, og hins vegar Gasa-svæðið, strandræma sem er umlukin ísrael að austanverðu en liggur að Egyptalandi að vestanverðu. Þessi svæði hafa ekki lagalega stöðu sjálfstæðs ríkis þar sem þau eru hernumin af fsraelum en teljast þrátt fyrir það ekki hluti ísraels. fsrael heldur því íbúum svæðanna undir sinni stjórn án þess að veita þeim nein borgararéttindi. Hernám fsraels á landinu er ólöglegt samkvæmt fjölda ályktana sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér, og íbúar svæðanna byggja baráttu sína fyrir sjálfstæði á þeim. Heimastjórn Palestínu-manna, sem er viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum og alþjóðasamfélaginu, hefur aðsetur sitt á hernumdu svæðunum og hefur samkvæmt Oslóarsam-komulaginu sem undirritað var um miðjan tíunda áratuginn lagaleg yfirráð á um helmingi Gasa-svæðisins og um 40 prósentum Vesturbakkans. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta Jerúsalemborgar sem höfuðborgar sinnar en fsraelar hafa reyndar innlimað borgina alla, sem liggur á landamærum fsraels og hernumdu svæðanna (landamærin eru í daglegu tali nefnd ’græna línan'). Sjálfsstjórnarsvæðin svokölluðu, þ.e. sá tæpi helmingur af Vesturbakkanum og Gasa sem palestínsku heimastjórninni hafa verið heimiluð yfirráð yfir, eru í raun innbyrðis einangruð svæði umhverfis stærstu borgirnar. Á Vesturbakkanum eru þetta borgirnar Kalkilja, Tulkarim, Jenín, Nablus, Jeríkó, Betlehem, Ramallah og Hebron. Á meðfylgjandi korti má sjá hversul afmörkuð þessi svokölluðu sjálfstjórnar? eru, innan um ólöglegar landnemabygg? fsraela, herstöðvar þeirra og vegi. Margir hafa líkt þessu fyrirkomulagi, sem er afurð Óslóarsamninganna, við hin svokölluðu 'Bantustan'-svæði sem hvíti minnihlutinn úthlutaði svörtum S-Afríkumönnum þar í landi á tfmum aðskilnaðarstefnunnar. Átök og hörmungar Þegar minnst er á Palestínu koma stríð og hörmungar sennilega fyrst upp f huga flestra. Átök hafa verið nánast linnulaus á svæðinu síðan í september árið 2000, og þar á undan höfðu átök geisað reglulega á svæðinu. Orsök átakanna er áðu- rnefnt hernám ísraels á palestínsku landi, en Palestínumenn sætta sig eðlilega ekki við að vera hýstir eins og fangar á eigin jörð án allra réttinda. Barátta þeirra nýtur stuðnings víða um heim, enda byggir hún á alþjóða- lögum og -rétti. Stuðnings-félög á borð við Félagið Ísland-Palestína eru starfrækt í fjölmörgum löndum. Allt fram á níunda áratuginn fór sjálfstæðisbarátta Palestínumanna aðallega fram undir merkjum PLO, frelsissamtaka Palestínu, sem Yasser Arafat hefur veitt forystu seinustu þrjá áratugina. Samtökin höfðu aðsetur til skiptis í nágrann-alöndum á borð við Líbanon, Jórdaníu og Sýrland. Það var hins vegar árið 1987 sem uppreisn Palestínumanna hófst á hernumdu svæðunum sjálfum, sjálfsprottin uppreisn sem hófst með því að ungmenni fóru t mótmælagöngur, brenndu dekk og hentu grjóti að hernámsliðinu. Uppreisnin nefndist Intifada, en það merkir „uppreisn" eða „vakning" á arabísku. Eftir það tók athygli heimsins að beinast að ömurlegum lífsaðstæðum íbúa hernumdu svæðanna og kröfur þeirra um aö losna undan ólöglegu hernámi fengu hljómgrunn. Oslóarsam- komulagið, þar sem Yasser Arafat var veitt heimild fyrir hönd PLO til að stofna heimastjórn á takmörkuðum svæðum, var árangur þeirra uppreisnar, og var jafnframt markmiðið að semja um frambúðarlausn á skiptingu lands milli PLO og ísraels. Forsætisráðherra (sraels 1992-1995, Ytchak Rabin, steig stórt skref í friðarátt með því að viðurkenna rétt Palestínumanna til yfirráða á eigin landi, og var hann fyrsti forsætisráðherra Israeis til að takast i hendur við Arafat. En eins og lýst var hér að framan tryggði hin takmarkaða sjálfstjórn ekki íbúum svæðanna þann ávinning Palestlnumenn heyja daglega baráttu sína gegn hernámi ísraels með fátt annað en sannfæringuna að vopni. sraels, lagt fram tillögur að málefni hernumdu svæðanna r voru við Camp Davíd. Þærtillögur 'stínumönnum mikil vonbrigði og hlutu íimþykki. Erfitt var að halda samningum am eftir það, þar sem tíminn til samninga var í raun runninn útsamkvæmt ramma Oslóar- samkomulagsins. Ekki hjálpaði til að í millitíðinni hafði öfgamaðurinn Benyamin Netanyahu komist til valda í eitt kjörtímabil og gert allt sem í hans valdi stóð til að fjölga landnemabyggðum og tefja fyrir samninga- ferlinu. Nú hefur þessi seinni Intifada-uppreisn staðið í næstum þrjú ár og virðist sem hið stutta vopnahlé sem samið var um í sumar sé runnið út í sandinn. Á þessum þremur árum hefur mannfall, eyðilegging og hörmungar farið langt fram úr því sem var í fyrri Intifada. Mannfall á meðal Palestínumanna er á þriðja þúsund, og af þeim eru langflestir óbreyttir borgarar. Hundruð (sraela hafa einnig látist, bæði hermenn og óbreyttir borgarar í sjálfsmorðsárásum. (sraelski herinn hefur notað öll tækifæri til að herða tök sín á Palestínumönnum, ekki síst með því að endurhernema sjálfstjórnarsvæðin eitt af öðru í nokkurn tíma í senn og með því að loka vegunum sem liggja á milli þeirra. Það er daglegt brauð að fólk láti lífið á leið sinni á sjúkrahús vegna þess að herinn leyfir sjúkrabílum ekki að fara millj bæja. Þessar aðgerðir hafa lamað al.lt samfélag Palestínumanna, þar sem samgöngur og fjarskipti liggja oft niðri í lengri tíma. Tið útgöngubönn í borgum Palestínumanna þýða að fólk kemst jafnvel ekki út úr húsi til að kaupa nauðsynjavörur á borð við vatn, mat og lyf. Ferðalög fslendinga til Palestínu Síðasta eitt og hálfa árið hefur hokkur hópur fslendinga fengið að kynnast ástandinu í Palestínu af eigin raun, en þeir hafa haldið til hernumdu svæðanna sem sjálfboðaliðar með milligöngu Félagsins fsland-Palestína. f sjálfboðaliðastarfinu hafa fslendingar starfað á vegum samtaka sem nefnast UPMRC (Union of Palestinian Medical Relief Commíttees - ). Starfiö með þessum samtökum er í raun þríþætt: f fyrsta lagi að leggja hönd á plóg -t.d. með því að aðstoða við að pakka lyfjum og ganga með þau í hús. f öðru lagi að veita palestinskum starfsmönnum samtakanna vernd með nærveru sinni. fsraelskir hermenn sýna starfsfólki heilsugæslusamtaka oft ótrúlega grimmd og hörku. Ef erlendir ríkisborgarar eru með í för hefur það oft hamlandi áhrif á þessaframkomu. Þess vegna getur íslenskur rikiSborgari unnið heilmikið gagn með því einu að sitja í farþegasæti sjúkrabíls á meðan hann keyrir um götur. Og að lokum í þriðja lagi að vera til vitnis. Miklu skiptir fyrir Palestínumenn að umheimurinn viti af þeirri kúgun sem þeir verða fyrir af hálfu fsraelshers. Sjálfboðaliðar sem farið hafa til Palestínu geta verið til frásagnar um þetta þegar heim er komið, og þannig stuðlað að uppfræðslu almennings um ástandið í Palestínu. Margir af þeim íslendingum sem farið hafa til Palestínu hafa komið fram Heiti lands: Palestína („hernumdu svæðin" þ.e. Vesturbakkinn og Gasa-svæðið). Fólksfjöldi: Um 3,5 milljónir - þar af tvær á Vesturbakkanum og ein og hálf é Gasa- svæðinu. Af þessum eru 350 þúsund ólöglegir landtökumenn með ísraelskan rikis- óorgararétt, Giskað er a að palestínskir flóttamenn utan hernumdu svæðanna séu þrjár til fjórar milljónir. Palestínumenn sem búa í Israel eru um ein miiljón. flatarmál: 6220 km2 - þar af Vesturbakkinn 5860 km2 og Gasa-svæðið 360 km^ Tungumál: Arabiska (85%), hebreska (15%). Trúarbrögð: Múslimar (75%), gyðíngar (15%), krístnir (10%). Höfuðborg: Jerúsalem. FalestínumaÖur hefur rrtað oröin 'Made by Israei' á þessar húsanistir. Fað er daqlegt brauð í Palestínu að hús séu rtfin niður án fyrirvara með skurögröfum. fjölmiðlum, á fundum og í skólum til að segja frá reynslu sinni. Sjálfur tók greinarhöfundur þátt í sjálfboðaliðastarfi með UPMRC í Palestfnu í apríl á seinasta ári. Heimsóknin varði i tiu daga og gafst tækifæri til að aðstoöa sjúkraliða í Ramallah við að færa sjúkum mat og lyf í hús. Þetta var á þeím tíma þegar árásir fsraelshers höfðu verið hvað harðastar á borgina Jenín og flóttamannabúðirnar þar í kring, og umsátriö um höfuðstöðvar Arafats ( Ramallah var í algleymingi. Útgöngubann sem var í gildi ailan sólarhringínn setti mark sitt á dvölina. Bannað var að ferðast til og frá Ramallah, þannig að nauðsynlegt reyndist að stóla á krókaleiðir með leigubilum og ekki varð hjá því komast að ganga nokkurn spöl til að sveigja hjá varðstöðvum hersins. Oft gátu þessi ferðalög orðið nokkuð æsileg, til dæmis þegar viðvörunarskotum var hleypt af á leigubílinn sem greinarhöfundur ferðaðist með í fyrstu heimsókninni til Ramallah. Einnig er það nokkuð sérkennilegt fyrir fslending að standa hjá þegar tveggja mannhæða hár skriðdreki með hermönnum gráum fyrir járnum ekur hjá, en slíkt venst þó ótrúlega fljótt, ekki síst vegna þess hve rólegir Palestfnumenn eru við slíka sjón. Fyrir þeim eru hermenn, byssur og skríðdrekar ekkert annað en daglegur veruleiki, sem þeir mæta af miklu æðruleysi. Að fara sem sjálfboðaliði til Palestínu er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða, og um leið ógleymanleg lifsreynsla. Palestínumenn vita vel hversu miklu máli það skiptir að fá erlenda rfkisborgara til landsíns og upplifa ástandið af eigin raun. Það vill brenna við að átökum fsraela og Palestínumanna sé lýst sem baráttu tveggja jafningja. En þvi ferfjarri, þvi í raun er um að ræða örvæntingarfulla baráttu kúgaðrar þjóðar við eitt stærsta herveldi heims. Frekari upplýsingar um sjálfboðastarf í Palestínu má nálgast á heimasíðu Félagsins ísland- Palestína [www.palestina.isj. Viðar Þorsteinsson (Höfundur er BA í heimspeki og varaformaður Félagsins fsland-Palestina) tva tinarsdðttir er i hópi beirra Islendinga sem tekiö hafa þátt I sjálfboöastarrl á Vesturbakkanum. Hér sést hún ( hópi palestínskra barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.