Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 34
Strákar og typpin þeirra...
MÉR FINNST.
konur ekki hórur
þó svo að
þœrsfundi kynlíf!
í síðasta blaði rakst ég á grein sem virkilega
gerði mig reiða, en vakti mig síðan til
umhugsunar. Það var grein Dadda Diskó um
lauslæti íslenskra kvenna.
Það sem ég rak fyrst augun í var að
íslenskar konur væru gleðikonur sem ættu að
taka peninga fyrir það að stunda kynlíf og að
það gæti skapað umtalsverðar tekjur, vá ... þá
náum við kannski jafnrétti í launamálum
kynjanna. Öll erum við öðruvísi og er það það
sem gerir okkur eins æðisleg og við erum, en
samt erum við eins, og jú, öll mennsk.
Ekki skil ég af hverju þetta er svona umtalað
efni þegar allir vita að að bæði karlar og konur
sofa hjá. Á það virkilega að skipta einhverju máli
hvort það sé með útlendingi eða Islendingi?
Stórt vandamál okkar íslendinga virðist hinsvegar
að halda opnum hug í sambandi við það sem er
okkur ókunnugt og það sem við ekki þekkjum
og skiljum og viljum ekki kynnast. Ekki á þetta
við um alla en væri ekki hægt að setja það undir
fordóma?
Sú staðhæfing að íslenskar konur fari
hlaupandi niður á höfn í sínu finasta pússi gæti
verið túlkuð þannig að einhver íslenskur karl-
maður sé sár út í þessar konur fyrir að hlaupa
ekki strax til sín. Strákar, það þýðir ekki að
verða svona rosalega öfundsjúkir. Islenskir
karlmenn eru ekkert minni menn en dátar í
dollu. Kannski vantar eitthvað upp á
herramennskuna eða eru það bara
einkennisbúningarnir sem við stelpurnar
löðumst að? Mér finnst ekki skrýtið að stelpur
laðist að búningum erlendra manna þar sem
íslensku lögreglu-
búningarnir eru illa
hannaðir og líkjast mest
einhverju sem afi minn
myndi ganga í, nei það
er ekki að ganga. Ekki
sjáum við mikið af
slökkviliðsmönnum og
sjúkraflutningamennirnir
eru í kraftgöllum. Við erum lítil villt eyja og
þegar nýr kjötbiti kemur á markaðinn stökkvum
við öll og reynum okkar besta. Þar eru konur
ekki einar í flokki.
Eins og við öll vitum komu Bretar
hingað í seinni heimsstyrjöldinni og gerðu alla
íslenska karlmenn brjálaða og mætti halda að
þeir héldu að þeir væru einu karlmennirnir sem
hægt væri að laðast að (þvílíkt egó). Við erum
komin fram í 21. öldina og það vita allir að fólk
er að stunda kynlíf. Það vita líka allir að konur
út um allan heim stunda kynlíf með
útlendingum, en eru þær þá iíka hórur? Það
að halda því fram að íslenskar konur séu hórur
sem ættu að taka peninga fyrir það að stunda
kynlíf er tóm móðgun við allar konur, það á
ekki að skipta máli hvort það sé með útlendingi
eða ekki og kemur það engum við! Karlhóra
er eitthvað sem ég hef heyrt líka en ekki er
endalaust verið að
tala um þá sem
lauslátar druslur.
Konur eru ekki hórur
þó svo að þær stundi
kynlíf.
Þú Daddi býrð í iandi þar sem
konur eru fleiri en karlmenn
en lifir samt í þeirrí tálsýn að
konur séu ekkert nema
djöfullinn sjálfur.
Þú Daddi býrð í landi
þar sem konur eru
fleiri en karlmenn en
lifir samt í þeirri tálsýn að konur séu ekkert
nema djöfullinn sjálfur. Hvernig getur þú búið
með konu, stundað kynlíf með henni ef þú
berð svona litla virðingu fyrir henni. Við erum
mæður, dætur, systur og eiginkonur. Þetta
endalausa hatur og diss í garð kvenfólks
„sounds a little gay to me." Komdu þér út úr
skápnum og gerðu okkur öllum greiða og nýttu
tímann þinn í eitthvað annað.
Sara Rína
Það vita flestir hvað strákum er annt um
það heilaga en er typpið það dýrmætasta
sem þeir eiga? Flestir lcarlmenn meta það á
milljónirsamkvæmt neðangreindri könnun
og sumum finnst það ómetanlegt. Það sem
fram kemur hérna er að strákar eru eins og
maður hefði haldið, öðruvísi en við alla
veganna...
Hefur þú einhvern ttmann gefið typpinu á
þér nafn?
37 % sögðu já.
Hversu lengi getur þú staðist það að snerta
á þér typpíð?
25 % sögðu um einn til tvo tíma.
21 % sögðu um hálftíma.
6 % sögðu fimm mínútur.
Myndir þú geta lifað einn dag án þess að
hafa typpi?
80 % sögðust ekki geta það.
20 % sögðu já, í einn dag.
Kíkir þú á keppinautinn í næstu pissuskál?
59 % sögðu stundum.
39 % sögðu aldrei.
2 % sögðu alltaf.
Hvað finnst þér vera það besta sem kona
getur gert við typpið á þér?
49 % sögðu sett það í munninn á sér!"
40 % sögðu riðið því!"
8 % sögðu hrósað þvf."
Hvað er það versta sem sem kona getur gert
við það?
48 % sögðu bitið í það."
32 % sögðu móðgað það."
7 % sögðu klipið í það."
Hvað hugsar þú um þegar þú þarft að losna
við standpínu?
43 % sögðu einhverja virkilega Ijóta."
25 % sögðust hugsa um iþróttir.
11 % söðustu reyna að hugsa um flóknar
stærðfræðiformúlur.
SKRnTMAR FRETTIR!I
Fyrsti íslenski heimsmeistarinn í
boltaíþrótt.
Nú á dögunum fór fram hið umtaiaða
heimsmeistaramót í kúluspili. Þar kepptu
þrautþjálfaðir kúluspilarar víðsvegar af úr
heiminum I að rúlla marmarakúlu í gegnum
ýmsar þrautir. Á meðal keppenda var íslenski
athafnamaðurinn Sverrir Björnson sem gerði sér
lítið fyrir og sigraði mótið eftir að hafa aðeins
spilað leikinn einu sinni áður, en þaö var þegar
hann vann (slandsmeistaratitilinn eftir að 11 ára
dóttir hans hafði skráð hann til keppni. Við
(slendingar getum verið stolt af honum því þetta
er í fyrsta skipti sem fslendingur verður
heimsmeistari í boltaíþrótt.
Ljóskubrandarar bannaðir í Bosníu.
Ný lög f Bosníu banna alla Ijóskubrandara og
Ijóshærðum konum er gefinn sá kostur að kæra
það fólk sem gerir grín að hárliti þeirra. Það eiga
eflaust margir eftir að lenda í klípu þar sem
Ijóskubrandarar eru víst mjög vinsælir f Bosníu.
Fékk ófrjósemisaðgerð við
eyrnaverk.
Brasilískur maður lenti í því leiðinlega atviki að
fá mikinn eyrnaverk. Hann dreif sig þá á slysó
en í stað þess að fá lyf við verknum var gerð á
honum ófrjósemisaðgerð. Hann stendur nú í
málaferlum við lækninn.
Hinn óheppni maður var Valdemar Lopes de
Moraes, 39 ára. Hann fór sem sagt á slysadeildina
og sagði afgreiðsludömunni að hann hefði verið
með verk í eyranu í marga daga. Á sama degi
átti að framkvæma ófrjósemisaðgerð á 29 ára
gömlum manni sem hét Aldemar Rodrigues.
Þegar afgreiðslustúlkan kallaði „Aldemar” hélt
Valdemar að það væri verið að kalla á sig og
labbaði inn.
Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina sagði
í blaðaviðtali að hann hefði verið frekar hissa
þegar hann sá að ekki var búið að raka
sjúklinginn að neðan en þrátt fyrir það hélt
hann áfram með aðgerðina. Valdemar hélt hins
vegar að eyrnaverkurinn væri það alvarlegur
að hann hefði leitt niður f eystun og treysti því
læknunum og sagði ekki neitt.
Seinna sagði hann að honum væri í raun sama
um að vera ófrjór þar sem hann ætti tvo syni,
en hann vildi bara að læknarnir gerðu eitthvað
við eyrnaverknum sem var alveg að drepa hann.
Dúfur hjálpa lögreglunni að finna
morðingja.
Belgíska lögreglan hefur loksins náð í skottið
á manni sem grunaður er um að hafa myrt
konuna sína árið 1989. Lögreglan hafði upp á
honum eftir að þeir sáu mynd af honum í
áhugamannablaði um dúfur.
Marcel Pirson hafði verið í felum fyrir
lögreglunni f 14 ár og var búinn að skipta um
nafn og flytja mörgum sinnum. Hann var
grunaður um að hafa myrt konuna sfna árið
1989 eftir að hún hafði látist í dularfullu bílslysi
og er nú búið að ákæra hann fyrir morð.
Lúxusfangelsi í Úkraínu fyrir ríka
glæpamenn.
Ríkir glæpamenn í Úkraínu þurfa ekki að lengur
að hýra í ógeðslegum fangelsum með
almennum óþokkum eftir að ríkisstjórnin
opnaði tvö lúxusfangelsi fyrir þá sem hafa efni
á. Þar eru nútímaleg klósett, vaskar og sjónvörp,
hrein rúm, koddar og teppi sem nokkuð sé
nefnt.
Þessi lúxus er þó ekki ókeypis og kostar nóttin
um 1700 kall á dag í landi þar sem venjuleg
mánaðarlaun eru í kringum 6400 krónur á
mánuði.
Venjuleg fangelsi f Úkrafnu eru þekkt fyrir
spillingu og glæpi meðal fanga og fangavarða,
eru yfirfull og öll aðstaða mjög frumstæð
þannig aö það er ekki skrýtið að ríkisbubbarnir
vilji leita annað.
Lélegur strippari.
Bandarísk kona hefur játað sig seka um að hafa
ráðist á strippara sem stóðst ekki undir
væntingum hennar f gæsapartýi dóttur sinnar.
Jacqueline McMahon, 52 ára, var dæmd í 30
daga fangelsi og að greiða stripparanum
200.000 krónur í skaðabætur.
Saksóknari samþykkti að láta kærurnar falla
niður á hendur Carrie ,dóttur McMahons, og
brúðamey hennar, Kelly Meyer.
28 ára gamli stripparinn þjáðist af
höfuðáverkum eftir að hafa verið sleginn í
hausinn með flösku og var allur út í marblettum
og skrámum. Lögreglan sagði gestgjafann hafa
orðið reiðan þegar stripparinn mætti of seint
og reyndist síðan vera í afleysingum fyrir
stripparann sem hún hafði pantað.
Það setti sfðan punktinn yfir l-ið þegar hann
hætti að dansa fyrr en til hafði verið ætlast og
án þess að veita brúðinni nógu mikla athygli.
(Þessar fréttir eru samkvæmt heimildum
fréttavefsins ananova.com)
En ef þú þarft að ná honum upp?
52 % sögðust hugsa um einverja sem þeir
þekkja.
21 % sögðust hugsa um kærustuna sína.
14 % sögðust aldrei þurfa hjálp.
7 % sögðust hugsa um eitthvað módel.
Hefur þú mælt typpiö á þér þegar það
stendur?
90 % sögðust hafa gert það.
Hversu stórt var það?
19 % sögðu þaö vera yfir 18 cm.
42 % sögðu )að vera 15-18 cm.
35 % sögðu pað vera 13-15 cm.
4 % viðurkenndu að það væri undir 10 cm.
Hvernig myndir þú vilja breyta á þér
typpinu?
54 % vildu gera þaö lengra.
33 % vildu breikka það.
2 % vildu minnka pað.
En hvaða skrítna eða óvenjulega hluti hefur
þú gert við tólið?
57 % hafa rakað það.
24 % hafa reynt að totta sig.
12 % hafa reynt að beygla það í annað
form.
4 % hafa klætt það upp í búning.
2 % hafa fengið sér lokk.
1 % hafa reynt að húðflúöra það.
Hversu mikla peninga þyrfti að borga þér
til að fá að eiga það ( skera það af)?
38 % finnst typpið á sér ómetanlegt.
19 % myndu láta það fara fyrir 9000
milljónir.
16 % fyrir 900 milljónir.
17 % fyrir 90 milljonir.
8 % fyrir 9 milljónir.
(Byggt á niöurstööum úr Glamour.)