Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 24

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 24
Líkamstjáning eða „Body-language" eru hin hljóðlátu boðskipti sem fara fram manna á milli mörgum sinnum á dag án þess að flestir gefi þeim nokkurn gaum. Þetta tungumál er án orða en getur þó sagt meira en nokkuð annað um ívað þér finnst virkilega um manneskjuna sem dú ert að tala við og hvað henni finnst um þig. kringum 70% af öllum skilaboðum sem við sendum frá okkur eru í gegnum líkamstjáningu þar sem líkaminn sendir frá sér skilaboð endalaust og mjög oft ómeðvitað. Þessa líkamstjáningu má túlka á tvenna vegu. [ fyrsta lagi sýnir þetta að manneskjan sé kvíðin og líði óþægilega og sé líklega að Ijúga. Heilinn skipar þá hendinni að grípa fyrir munninn og stöðva lygina. Ef hún nuddar augun eða klórar sér í nefinu er það ennþá betri vísbending þess að hún sé að Ijúga. í öðru lagi má túlka hana á þann vecj að hún sé bara stressuð í kringum þig og barf þetta þá ekki að vera neitt slæmt. Þú þarft þá bara að beina samtalinu á léttar nótur og tala um eitthvað sem henni finnst þægilegt að tala um. Þetta sýnir mikið óöryggi. Manneskjan er hrædd um að segja eða gera eitthvað vitlaust eða asnalegt og reynir að stjórna því sem hún er að segja með því að fela hendurnar líkt og lítil börn gera oft á tíðum. Stelpur: Hann er virkilega pirraður og það má líka lesa af andlitsdrættinum eða ef nann er á sífelldu iði og danglandi fótunum í allar áttir. Strákar: Ef hún nuddar á sér hálsinn hæqt og rólega niður á herðarnar og lítur á þig er hún að reyna að vera kynþokkafull og þetta gæti virkað sem lúmskt merki um að hún vilji að þú sért að nudda sig en ekki hún!!! Þegar manneskja situr á móti þér og hallar sér aftur, krossleggur fæturna og heldur höndunum fyrir aftan haus þá vill hún ráða ferðinni. Þessi líkamstjáning er meðal annars einkennandi fyrir sölustjóra, lögfræðinga eða aðra fagmenn sem eru sjálfsöruggir oq ánægðir með sig. Þessar manneskjur telja sig ort klárari en aðra og vilja sýna að þær hafi ráð við öllu sem þú hefur að segja. Strákar: Það hafa nú eflaust flestir heyrt hvað það þýðir að krossa fæturna. Ef þeir snúa að þér þýðir það áhugi en ef ekki þá bara því miður og þetta er rétt. Konur sitja yfirleitt með krosslagða fætur því það er þæqilegt en það skiptir máli hvernig þær gera þao. Krosslagða fætur kvenna verður nefnilega ao taka meo varúð. Ef kona situr með krosslagða fætur og krosslagðar hendur fyrir framan þig getur það táknað vanþóknun eða þá að hún vill draga sig út úr samræðunum. Ef fæturnir snúa bara beint áfram en ekki að þér hefur hún ekki minnsta áhuga en vill bara ekki vera ókurteis. Ef hún krossar fótleggina og heldur um ökklann á sér sýnir það að hún er ákveðin og þrjósk og erfið í rökræðum. Fólk stendur einnig oft með krosslagða fótleggi ef það er feimið eða að hitta manneskju i fyrsta skipti. AF OUUM SKILADODUM SEM VID SENDUM , FRA OKKUR ERU I Að skilja líkamstjáningu er ákveðin list en ef þú reynir meðvitað að taka eftir því hvernig skilaboð er verið að gefa þér geturðu orðið margs vísari. Stelpur: Hárið er eitt af því sem skiptir okkur hvað mestu máli varðandi útlit okkar og á það ekki bara við um kvenmenn þannig að ef karlmaður rennir höndunum í gegnum hárið á sér er nann að reyna að líta vel út fyrir þig. Ef nann gerir þetta þó í tíma og ótíma þá er hann virkilega stressaður og tæpur á taugum og þá ættirðu nú bara að forða þér. Strákar: Þeqar hún sveiflar hárinu til og frá og fleygir því aftur fyrir bak er hún greinilega að reyna að vekja á sér athygli. Hún er farin að daðra þegar hún fiktar stöðugt í hárinu á sér en það qetur samt líka þýtt að hún sé óörugg með sig eða að hún hafí eitthvað að fela. Þessi líkamsstaða kallast brjóstvörn oq er mjög lokuð og fráhrindandi. Hún sýnir að manneskjan nafi ekki áhuga á að hlusta eða sé ef til vill ekki alveg örugg með sig. Þetta er tilraun til að verjast aðsteðjandi ógnun eða óvænlegum aðstæðum því þegar manneskja er óstyrk eða neikvæð krossleggur hún hendurnar fyrir framan brjóstið og gefur þannig til kynna að hún telur sér vera óqnað. Ef manneskjan stendur á táberginu í leiðinni og er með kreppta hnefa synir það fiandsamlega afstöðu. Konur halda oft á tösku, jakka, biórqlasi eða vínglasi og geta því falið brjóstvörnina þannig að ekki láta blekkjast. Þetta sýnir að viðmælandi þinn nennir ekki að spjalla við þig. Ekki hafa þó of miklar áhyggjur, kannski er það ekki þú heldur bara umræðuefnið sem fer í taugarnar á honum. N^^^^^^^ngustu daðursaðferðunum en ekki margir sem vita það. Stelpur: Þegar karlmaður qerir þetta merkir það að hann hafi áhuga en sé að bíða eftir að þú takir fyrsta skrefið. Þetta getur reyndar líka þýtt að verið sé að skoða þiq og meta. Taktu það til þín sem hros því það nennir enginn að eyða tíma í að meta manneskju sem vekur engan áhuga. Strákar: Ef kona hallar höfðinu þegar hún horfir á þig er hún að sýna áhuga sinn, þannig að þá er rétta tækifærið til að grípa gæsina... Ef þú átt í hrókasamræðum við stelpu eða strák sem þú værir vel til í að hitta aftur en ert ekki viss hvort hún/hann hafi áhuga, taktu þá eftir því hvernig hún/hann hallar sér í stólnum. Manneskja sem er að reyna að sýna áhuga sinn hallar sér að þér en ef hún vill að þu drattist í burtuliallar hún sér aftur eins langt og hún kemst. Okkur líður illa ef ókunnug manneskja kemur inn a okkar svæði og sýnum það þá með því að reyna að færa okkur í burtu. Ef manneskjan hallar sér fram og grípur um stólsetuna eða styður höndunum á hnén er hún þó því miður ekki að sýna þér neinn áhuga heldur er hún orðin óþreyjufull og er tilbúin til að fara og vill kurteisislega slíta samtalinu. Lófarnir gefa oft meira til kynna en mann grunar. Annars vegar tákna opnir lófar heiðarleika og tryggð og sýna að manneskjunni líði vel og sé örugg með þér. Hún nefur engu að leyna. Hins vegar tákna faldir lófar, til dæmis fyrir aftan bak eða undir handakrikum, að manneskjan sé að leyna einhverju. Ef lófinn snýr niður í samræðum getur það merkt að manneskjan vilji ráða ferðinni. Stelpur: Þetta gera karlmenn oft þegar þeir eru mjöq hrifnir af stelpunni sem þeir eru með og merkir þetta að þú ert mikilvægasta manneskjan í kringum þá. Ef hann snýr ekki að þér og er stöðugt að líta í kringum sig gæti verið að áhuginn sé að minnka. Et hann horfir á alla nema þig er hugurinn ekki á þér. Þetta sýnir að manneskjunni leiðist, sé óþreyjufull, pirruð eða að eittnvað sé að. Ber líka vott um gremiu eða reiði. Ef hún fer síðan að slá fingrunum í borðið eða hökuna ættirðu að forða þér því hún gæti allt eins hrópað: ÉG NENNI EKKI AÐ VERA HÉRNAH!" Texti: Steinunn og Erna Myndir: Atli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.