Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 42

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 42
Meðallt niður um sigog kauptiboð í tvœr íbúðir !i Þegar ég kaupi mér íbúð vil ég hafa það svona og svona og svona... Það virðist vera auðvelt að láta sig dreyma en hvað þegar kemur að þessu? Fyrsti skóladagurinn við að skrá sig í áfangakerfi er draumur við hliðin á skattframtölum, greiðslumati og að finna launaseðla þrjá mánuði aftur í tímann!!! En eitt sinn er allt fyrst og þetta er auðveldara en þetta virðist. 1. 2. og 3. Fara í greiðslumat. Það fyrsta sem þarf að hugsa um er að fara f greiðslumat til að athuga hversu dýra íbúð þú hefur efni á að kaupa. Greiðslumat tekur tvo til fimm daga eftir því hvað bankinn þarf að fara yfir mikið af gögnum til að fá út réttu summuna. Þetta er í rauninni mesta vinnan því útvega þarf pappíra alls staðar af úr bænum og skila inn til þess banka sem þú ert hjá og sér um greiðslumat. Það sem þú þarft að hafa með þér er: Grunngögn. Afrit af síðustu skattskýrslu og hana d færðu hjá skattstjóranum í þínu umdæmi eða Ríkisskattstjóra. Mæli með að sækja hana til skattstjórans ef þú ert líka að sækja um viðbótarlán því þá þarftu afrit síðustu þriggja ára. Hjá Ríkisskattstjóra geturðu bara fengið afritið ef þú hefur skilað rafrænt og það er mjög ólíklegt að þú hafir gert það síðastliðin þrjú ár!!! (búðavottorð sem er staðfesting á þvf hvar þú býrð í dag. Þetta færðu líka hjá skattstjóranum í þínu umdæmi og því enn meiri ástæða til að fara til skattstjórans og sameina skattframtalsferðina og þessa í eina ferð. Tekjur. Afrit af launaseðlum síðustu þrjá mánuði aftur í tímann. Ef þú ert á lánum hjá LÍN þá verðurðu að skila inn náms- og lánsfjáráætlun. Ef þú átt aðra íbúð og ert að leigja hana út þá þarftu að skila inn vottuðum fullgildum leigusamning. Skuldir. Yfirlit frá banka um hversu mikinn pening þú átt. Verðbréf!!! Mat banka á söluverðmæti bréfanna. Staðfesting á söluverðmæti bílsins sem þú átt. Aðstoð frá ættingja. Ef einhver ættingi þinn ætlar að hjálpa þér, lána þér eöa gefa þér pening verður þú að hafa staðfestingu frá banka um að manneskjan eigi peninginn til að lána eða gefa þér. Þú þarft líka að fylla út eyðublað sem hægt er að fá í öllum bönkum. Eitthvað annað lausafé, eins og ávallt þarftu að gera grein fyrir því að peningarnir séu til. Annað. Skilnaður eða sambandsslit. Ég vona að þú sért ekki búin að skilja þegar þú ert að fara að kaupa þína fyrstu íbúð en ef svo er þarf að liggja fyrir fjárskiptasamningur þar sem fram kemur hvernig fjárhagur skiptist ykkar á milli, undirritaður af ykkur báðum og vottum. 4. Sækja um viðbótarlán. Þú mátt sækja um viðbótarlán ef þú ert að kaupa þínu fyrstu íbúð og ert undir ákveðnum tekjumörkum, 2.037.000 krónur og er þá reiknað meðaltal af síðustu þremur skattframtölum. Viðbótarlán er á hagstæðum vöxtum en það er samt alltaf betra að kaupa íbúðir á sem minnstum lánum. Þetta er samt góður stuðningur frá ríkinu fyrir okkur unglingana sem gleymdum að spara. Afrit af síðustu greiðsluseðlum allra lána sem þú ert með á bakinul!!! % Ef þú þarft að sækja um lán hjá banka til að eiga fyrir innborguninni á íbúðinni þá þarftu að koma með staðfestingu á því að bankinn vilji lána þér. Ef þú átt pening. Ef þú ert að selja íbúð þá þarf allar upplýsingar um söluverðmæti íbúðarinnar sem þú ert að selja. M - Söluyfirlit, veðbókarvottorð, afrit af síðustu greiðslukvittunum allra lána sem hvíla á íbúðinni en ef einhver hefur nú þegar keypt íbúðina þína nægir að skila inn sölusamningi (kaupsamningi kaupanda ). 5. Finna íbúð sem er á viðráðanlegu verði. Þetta er erfiðasti hlutinn. Þegar maður byrjar að leita sér að íbúð ætlar maður að kaupa sér ódýra íbúð en það er of auðvelt að láta ginnast þegar fasteignablaðið er skoðað og fyrr en varir ertu komin upp í tólf milljónir og langt umfram greiðslugetu. Aukagjöldin sem fylgja eru alltaf meiri en manni hefði grunað þannig að hafðu varann á og leitaðu vel. Það er líka nauðsynlegt að hafa einhvern meðferðis sem hefur gert þetta áður og getur látið þig vita ef það er verið að plata þig upp úr skónum. 6. Gera kauptilboð. Þegar þú ert búin að finna réttu íbúðina þá er gert kauptilboð. Þú mátt bara gera kauptilboð í eina íbúð því tilboðið er bindandi og ef það er samþykkt verðurðu að kaupa hana. Rekstrarkostnaður íbúðar. Flestir reikna ekki með aukakostnaði þegar þeii kaupa sér íbúð. En hann er mikill og misjafn eftii (búðum. Það sem þú verður að borga af er: hiti og rafmagn brunatryggingar fasteignagjöld húsbréf Þetta er eitthvað sem ætti að kynna sér áður en íbúðin er keypt þannig að ekkert komi þér á óvart. 7. Kauptilboð er samþykkt eða því hafnað. Ef kauptilboði er hafnað gerir seljandinn gagntilboð og hefur þú þá oftast einn til tvo sólarhringa til að samþykkja, en þú verður að muna að þú ert að kaupa og vilt fá hana á sem lægstu verði. Þannig að það er fínt að segja nei og gera annað tilboð. Ef það er hins vegar ekki samþykkt þá er kannski best að segja já til að missa ekki af henni. 8. Fasteignasalan tekur við og kemur húsbréfunum í gegn. Nú tekur fasteignasalan við og sér um að allt fari vel og heiðarlega fram, hún útbýr kaupsamning, sækir um húsbréf og sér um að allt sé klappað og klárt þegar kemur að því að skrifa undir. 9. Skrifað undir kaup- samning og þú átt íbúð. Þú hittir seljandann og fasteignasalann og skrifar undirfullt af pappírum. Lestu smáletrið því það er ekki gaman að kaupa íbúð og þú hefur kannski skrifað upp á viðgerðir á húsinu að utan fyrir margar milljónir. Vextir. Vextir af húsbréfum eru 5,1% Vextir af viðbótarláni eru 5,6% Vaxtabætur. Allir sem borga vexti af lánum til íbúðakaupa fá greiddar vaxtabætur sem eru bætur fyrir alla þá vexti sem þú hefur verið að borga. Vaxtabæturnar er mismiklar og fer það eftir því hvað þú ert að borga mikið í vexti og hversu há laun þú ert með. Meoalvaxtabætur eru 10-15.000 á mánuði fyrir fólk á tvítugs aldri sem er í skóla eða er ekki með há laun. Afborganir af lánum og úthlutun vaxtabóta. Það er hægt að velja hversu margar afborganir þú ert með á ári af lánunum þínum oq á það einniq við um vaxtabæturnar. Hægt er ao fá pær fyrirfram og greiddar einu sinni á ári, fjórum sinnum á ári eða mánaðarlega eftir því hvað hentar hverjum og einum. Lántökukostnaður. Það sem kostar að kaupa íbúð er ekki bara uppsett verð heldur fylgir alls kyns aukakostnaður íbúðakaupum. Þú þarft að borga stimpilgjald sem rennur til sýslumanns af lánum sem þú tekur, þinglýsingarkostnað og lántökukostnað. Húsbréfalán 2,5 % af láni fer í stimpilgjald og lántökukostnað. 0,4 % fer í þinglýsingarkostnað af kaupsamningi. Viðbótarlán. 0,5 % í lántökugjald. Dæmi: 7.000.000 króna íbúð og fasteignamatið er líka 7.000.000 því þinglýsingarkostnaður af kaupsamningi fer eftir því. Keypt á 90 % lánum, 70 % húsbréf og 20 % viðbótarlán þá er kostnaðurinn ca. 160.000 sem er frekar mikið og sumir gleyma að gera ráð fyrir. Ef þú vilt spara þér þessar summur þá er hæg1 að kaupa íbúð sem er á fullum lánum og þá yfirtekurðu lánin og sleppir að borga kostnað við að taka lánin. ( mörgum tilfellum sparar þetta þó nokkra þúsundkallana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.