Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 28
Freyr Hraunfjörð er maður frá Hraunfirði á Vestfjörðum. Hann hefur búið á götunni í tvö ár eða nánar tiltekið í runna á Klambratúni. Hann hefur unnið að hjálparstarfi fyrir Rauða Krossinn og finnst Faxe bjór bestur, hann er ekki á lausu. Hvernig stóð á því að þú fékkst vinnu hjá Radio- X? Frosti hitti mig þegar ég var að kaupa parkódín í Lyfju í Lágmúlanum. Ég mátti ekki kaupa meira og pikkaði í hann og hann keypti fyrir mig. Þannig byrjaði það. Borgar vinnan þín ekki nógu vel þannig að þú getir leigt þér íbúð ? Jú, en þetta er bara svo notalegt þarna á Klambratúni... Nóg af félagskap og svona... Magnað. Ert þú kominn til að vera á X-inu ? Já, þátturinn var bara svo ótrúlega góður að Zombie fengu ekki að koma aftur. Sigurjón er bara gamall kall, búinn að vera, og hvað þá Dr. Gunni. Þeir eru kannski að tala um einhvern leiðinlegan gaur og segja bara tja ... Ekkert meira!!! Það er ekkert nóg. Það er bara tími til kominn að fá fólk sem segir hreint út hvað því finnst. En af hverju ertu með grímu? Má fólk ekki vita hver þú ert? Af því að þá gæti ég orðið fyrir aðkasti. Betra að hafa þetta svona því þá get ég talað beint út. Það er allt of auðvelt að vera „celeb" á fslandi og ég er að reyna að koma í veg fyrir það. Hefur þú einhvern tíman fengið eitthvað í bakið sem þú hefur sagt ? Nei, en ég hef nokkrum sinnum verið tekinn á teppið hjá yfirmanni útvarpssviðs. Eins og þegar ég var að grínast í Manúelu ( Freysi hringdi í fyrrum Ungfrú ísland, Manúelu Ósk og þóttist vera Björgúlfur Takefusa. Hann sagðist vera fúll yfir því að Manúela hefði farið með það í Séð & Heyrt að þau væru saman svo hann dömpaði henni í beinni) þá grenjaði hún víst allan daginn. Hún trúði þessu öllu saman. Hún hringdi alla vega og sagðist ætla að kæra. Líka þegar ég gerði sprengjuhótunina (Freysi hringdi í neyðarlfnuna í Sviss og sagðist vera búinn að setja sprengju í UBS, stærsta bankann í Sviss ). Þá kom rannsóknarlögreglan upp á útvarpssvið og vildi fá upptökur af þessu öllu saman. ...og var ekkert gert við þig? Nei, ég spurði náttúrulega hvort ég mætti ekki gera þetta. Hefur þú einhvern tíman sagt eitthvað sem þú hefur séð eftir? Nei ég held ekki... Þá er ég allavega búinn að gleyma því. n er eitthvað sem þú ert sérstaklega ánægður með að hafa sagt? Nei, það er bara þegar ég hef leyft strákum að segja frá því þegar löggan hefur buffað þá. Það er svoldið mikið um það... eiginlega í hverri einustu viku hringir einhver inn og er með sögur af löggunni. Ég er mjög ánægður með það. Ertu að reyna að koma einhverju sérstöku til skila? Nei, bara því sem fólk vill heyra og það heyrir ekki venjulega. Sögur af þessum íslensku "míní celebs". Mjög sérstakt. Færðu mörg aðdáendabréf ? Nei það veit enginn e-meilið hjá mér en ef fólk vissi það væri örugglega mikið um það því það er mikið hringt inn og þakkað fyrir góðan þátt. Ert þetta vinsælasti þátturinn í dag? Já, alveg hiklaust. Vinsælastur, umtalaðastur og svo að sjálfsögðu langbestur. Ræður þú hvaða tónlist þú spilar? Ja svona. Þetta er náttúrulega X-ið og þegar fólk stillir inn á það þá býst það við að heyra ákveðna tegund tónlistar og ég ætla ekki að koma í veg fyrir að fólk heyri það sem það vill heyra, en ég hendi út svona einu og einu lagi. Þetta er samt frábært starf, en Árni Elliot ef þú ert að lesa þetta þá máttu alveg hætta að koma inn í stúdío til mín og þykjast vera fyndinn því þú ert það ekki, alveg langt því frá! Hann gerir ekkert annað en að vera með einhverjar lygasögur frá New York og ég er viss um að hann hafi ekki einu sinni búið þar. Hverjir eru helstu karakterarnir í þáttunum? Það er Sigþór frændi, fyrrum mágur hennar mömmu sem hefur skoðanir á öllu, Gunni Gír, minn maður undir stýri, Herbert sem er með neikvæðishornið ógurlega þar sem engum er hlift og að lokum Stjáni 3000 sem kemur með fréttir af ríka og fræga fólkinu Ertu bitur út í íslenskt samfélag? Nei alls ekki. Mér finnst fólk bara líta aðeins of stórt á sig. Halda aö það sé meira en það er... Algjört grín! Fólk sem er „eitthvað" I þessu þjóðfélagi heldur að það séu einhverjir kóngar en er síðan bara eitthvað ömurlegt hyski sem þráir athygli meira en allt annað. Eins og...? Eins og ef þú flettir í gegnum Séð og Heyrt, til dæmis Manúela vinkona min, allar þessar sólar hljómsveitir þarna, Jónína Ben sem að gekk svo vel að grennast á sínum tíma að hún fór á hausinn með líkamsræktarstöðina sína og allir þessir íslensku leikarar sem eru alveg gjörsamlega heiladauðir og ömurlegir. Bara þetta lið. Ef þú mættir stokka upp í íslensku þjóðfélagi hvað myndir þú gera? Ég myndi láta stelpurnar I Hjartslætti, Hljómsveit (slands, Gísla Martein, leiðinlega strætóbílstjóra, lögregluna, allt fólk sem að tekur þátt í fegurðarsamkeppnum, barnaníðinga, stöðumælaverði og skattinn hverfa. Já og Grease... Jesus Christ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.