Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 52

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 52
 > daddi w disco Ég þoli ekki konur sem eru úr hófi fram smámunasamar. Kræst, það er ekkert smá sem að konum dettur í hug að gagnrýna og finna að. Dæmin eru óteljandi! Ég gæti ritað heila bók um mína eigin reynslu og hvað þá ef ég nyti fulltingis nokkurra félaga minna sem margir hafa þurft að þola enga smá smámunasemi í gegnumtíðina. Já ... þeireru kvæntir eða í sambúð og þar liggur munurinn. Kannski er best að byrja á því að skoða það hvernig munasemi kvenna hlýtur forskeytið "smá" (sem ég tel vera mikið öfugmæli) sem táknar lokastig sjúkdómsins. Ef við ímyndum okkur til dæmis svona týpískt samband sem byrjar sem reglubundnar æfingar í bólförum án attrenu þá er það nokkuð laust við alla munasemi. Sjúk-dómurinn er þó til staðar, en er alveg á lægsta stigi Ef við notum dæmi sem ALLIR skilja, vandamálið um opnu klósettsetuna, þá hljómar munasemin eitthvað á þessa leið: „Guð-setan bara alltaf uppi", eða „Ha ha fyndið að þú munir aldrei eftir setunni" sem viðbrögð við smá yfirsjón. Eftir að sambandið er komið á man-nöfn- fjarskyldra-ættingja stigið tekur munasemin breytingum. Almáttugur Guð verður meira áberandi í málfari konunnar jafnan í samfloti við erfiðar spurningar á borð við „getur þú ekki lokað klósettinu?" eða „gætir þú vanið þig á að setja setuna niður?" Um leið og peningar eru komnir í spilið breiðir munasemissýkingin úr sér og þyngist þá verulega róðurinn fyrir karlmanninn. Ég tala nú ekki um þegar fjárhagurinn er orðinn sameiginlegur en við það virðist sjúkdómurinn verða stjórnlaus. Þetta virðist gefa konunni ástæðu til þess að spyrja sömu spurninga í votta viðurvisttil dæmis í samkvæmum með vinum eða að brydda upp á óþægilegum umræðuefnum að ástæðulausu í samræðum við fjarskylda ættingja - þá sér í lagi kvenkyns fjarskylda ættingja. Efsta stiginu er náð þegar barn, skutbíll og parhús er það sem helst einkennir sambandið. Við þessi tímamót virðist konan ná fullum munaþroska og þá breytist góðlátlegt hjal og spurningar ( vinalegum tóni í tryllingslegt hnegg í spurnarformi. Það skal upplýst hér að í þessu eina afmarkaða dæmi er setan uppi. Ekki það að við séum af gamni okkar í einhverju setuverkfalli. Nei, okkur er bara lífsins ómögulegt að muna eftir þessu þótt við gjarnan vildum. Sorglega hliðin á þessu er sú að nú loksins þegar að sannleikurinn er kominn í Ijós og þið konur sem eruð með munasemi á lokastigi hljótið allt í einu lækningu kann það að vera um seinan. DADDI DISKÓ Við fæðumst inn í þennan heim og fáum það mikilvæga hlutverk í hendur í samvinnu með foreldrum og umhverfinu að ala okkur sjálf upp. Flest eignumst við snemma drauma um hvernig líf okkar á að vera og mörg okkar fylgja þeim draumum eftir og láta þá rætast. Lífið er stórt verkefni, verkefni þar sem skiladagurinn er dánarstundin okkar og þá kemur uppskeran okkar í Ijós. En einu gerum við fæst ráð fyrir og það eru ýmsar hindranir sem geta komið í veg fyrir að draumar okkar rætist og að lífið verði eins og hjá meðaljóninum. Öll getum við orðið fyrir barðinu á sjúkdómum sem geta dregið úr okkur og jafnvel dregið okkur til bana, en við ^ hugsum líka flest "Þetta kemur ekki fyrir migl". Ein tegund af sjúkdómum hefur verið lengi og mun eflaust vera lengi í viðbót “tabúsjúkdómar" og það eru geðsjúkdómar. Áður fyrr var "þetta fólk" ekki viðurkennt í samfélaginu og ólu margir þeirra daga sína í útihúsum í stað þess að búa við venjuleg kjör á venjulegum heimilum. Geðveiklingar og fábjánar voru fagleg heiti yfir fólk sem þjáðist af geðsjúkdómum og þeim var helst komið fyrir þar sem lítið fór fyrir þeim. ( dag eru geðsjúkdómar viðurkenndari en þeir voru áður fyrr, en það hvílir ávallt einhver tabú- stimpill á þeim, eitthvað sem oft er forðast að 'J ræða og fæstir vilja horfast í augu við. Geðsjúkdómar sjást sjaldnast utan á fólki og oft vitum við ekki af þeim fyrr en viðkomandi segir manni frá því eða við fréttum það einhvers staðar frá. í dag hafa verið gerðar margar kvikmyndir sem fjalla um fólk með geðsjúkdóma og eigum við íslendingar t.d. myndina "Englar alheimsins". Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök fólks á Islandi sem er mjög óhugnanlegt, að algengara sé að fólk falli fyrir eigin hendi heldur en fyrir líkamlegum sjúkdómum eða slysum. Það fer fyrir lítið að hugsa vel um líkamann og fara varlega ef við leggjum ekki rækt við sjálfið okkar. Við hugsum og finnum til og hjá mörg ráða ekki við hvað þau hugsa eða finna, hafa litla sem enga stjórn á sínu eigin tilfinningalífi og vonast til þess að lifa einn dag af í viðbót. Við höfum heyrt margar sögur af fólki með þunglyndi, geðklofa, geðhvörf, fælni o.s.frv. en gerum við okkurfullkomlega grein fyrir því hvað felst í því að vera með geðsjúkdóm? Að vakna á morgnana, fara í vinnuna, skreppa í búðina til að versla í matinn og hitta vinina á kvöldin eða eyða frístundunum með fjölskyldunni er algengasta lífsmynstrið okkar, en fyrir marga er það eitt að fara fram úr á morgnana of mikið. Óttinn við að takast á við daginn er meiri en þau geta höndlað og vítahringurinn vindur upp á sig þartil að lokum að einstaklingurinn sér enga leið út úr svartnættinu og fyrirfer sér. Sem betur fer eru örlögin ekki alltaf svo grimm og þau fá aðstoð við að komast út í samfélagið aftur. Við getum öll upplifað okkar slæmu daga og verið vonlítil en sumir kljást við slæma daga árum saman þrátt fyrir að fá aðstoð fagaðila. Margir sem þjást af alvarlegu þunglyndi eða öðrum geðsjúkdómi án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Ég þekkti eitt sinn ungan mann sem var svona týpa sem öllum líkaði vel við. Hann reitti af sér brandarana, skemmti sér manna best á djamminu og var boðin og búinn til að rétta hverjum sem er hjálparhönd. Ég hef sjaldan kynnst eins litrikum persónuleika og að ég taldi heilum. Einn daginn frétti ég af því að hann hefði hengt sig. Ég var fullkomlega slegin því þetta kom algjörlega aftan að mér. Þetta var sá síðasti sem ég taldi að myndi falla fyrir eigin hendi, slík var lífsgleðin hans, sem reyndist svo eftir allt saman vera sterk og þykk gríma til að fela mikinn sársauka sem hann bar innra með sér, einn og hjálparlaus. Ég hef ekki lengur tölu á því hversu marga ég þekki eða kannast við sem hafa framið sjálfsvíg, en það er óhugnanlegt. Sjálf hef ég lorðið fyrir barðinu á svartnættinu og ekki séð fyrir mér næsta dag, ég hef sjálf upplifað það að vera lömuð af ótta við að opna útidyrnar hjá mér og takast á við nýjan dag, fyrir nokkrum árum síðan hefði það ekki hvarflað að mér að ég myndi upplifa slíkt. Ég vann við að hlynna að líkamlega og andlega fötluðum einstaklingum og ég taldi mig vera klettinn í hafinu sem gat endalaust keyrt áfram og ef ég þreyttist tók "varabatteríið" við og ég hélt áfram, þar ti allt í einu að fótunum var kippt undan mér og ekkert var eftir til að halda í eða halda mér keyrandi og það kom sjálfri mér jafn mikið á óvart og að frétta af lífsglaða kunningjanum mínum sem alltaf var í góðu skapi en féll fyrir eigin hendi. Geðheilsan er hið mikilvægasta í okkur sem við eigum að hlynna að og við megum aldrei vanmeta sálartetrið í okkur. Erfiðar tilfinningar eru þærtilfinningar sem okkur ber helst að gefa gaum og sú heilsurækt sem heldur okkur gangandi í átt að draumunum er geðræktin. Flesta likamlega sjúkdóma er hægt að lækna og við getum byggt upp líkamann okkar. En erfiðara er að byggja upp sálina ef hún brotnar. Það getur komið fyrir okkur öll að brotna hversu sterk sem við teljum okkur vera og það er "þægileg" leið að byggja upp grímu og halda ótrauð áfram, en því meiri byrði sem við setjum á veikar stoðir því harkalegar hrynur byrðin. Við verðum að læra að horfa í spegil og hugsa ekki einungis um það hversu mörg kíló við þurfum að losa okkur við, heldur líka að horfast í augu viö spegil sálarinnar, rækta sjálf okkur og geta látið drauma okkar rætast. Elín Ýr Arnardóttir, talsmaður 13.júní hópsins. ( 13. júní hópurinn var stofnaður í vetur sem samstarfsverkefni hjá Iðjuþjálfun LSH, Vin, Dvöl og Hins hússins. Hópurinn hefur það að verkefni að vinna gegn fordómum i garð fólks með geðsjúkdóma og efla fræðslu um geösjúkdóma.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.