Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 27. júní 2006 Nokkur umfjöllun hefur verið um verðhækkun á mjólk og mjólkurafurðum og áhrif þeirra til hækkunar á vísitölu neysluverðs í júní. MS hvetur til yfirvegaðrar umræðu um verðlagsmál og bend- ir m.a. á að verðhækkanir á mjólk undanfarið séu fyrst og fremst til komnar vegna minni meðgjafar smásöluverslunarinnar með mjólkurvörum en áður. Eftir sem áður ríkir mjög hörð samkeppni á íslenskum matvörumarkaði. Í ljósi umræðunnar er rétt að eftirfarandi atriði komi fram. 1. Verðhækkanir á heildsölu- verði mjólkurafurða eru ákveðnar af Verðlagsnefnd búvöru. Frá 1. janúar 2003 til loka síðasta árs ríkti verðstöðvun sem fólst í því að heildsöluverð mjólkurafurða var óbreytt allan þennan tíma. Þann 1. janúar síðastliðinn heimil- aði Verðlagsnefndin verðhækkun sem nam um 2% að meðaltali fyr- ir mjólk og mjólkurafurðir. 2. Mjólkuriðnaðurinn í landinu hefur búið við þá stöðu að hluti smásöluverslunar hefur selt mjólkurvörur undir kostnaðar- verði í kjölfar verðstríðs sem hófst í mars 2005. Meðfylgjandi mynd sem sýnir vísitölu neysluverðs og vísitölu mjólkur og eggja frá 1. janúar 2005 til dagsins í dag sýnir ljóslega hvaða áhrif verðstríðið hefur haft á smásöluverð mjólkur- afurða eins og það er mælt af Hagstofu Íslands. 3. Núverandi verðlagning á mjólkurvörum í lágvöruverðs- verslunum er í mörgum tilfellum enn undir kostnaðarverði. Sem dæmi má taka að verð á einum lítra af léttmjólk var um síðustu helgi á bilinu 69-70 kr. á sama tíma og skráð heildsöluverð hjá MS er 79 krónur. 4. Verðhækkanir á mjólk und- anfarið eru því fyrst og fremst til komnar vegna minni meðgjafar smásöluverslunarinnar með mjólkurvörum en áður. Sala á mjólkurvörum undir kostnaðar- verði verður að teljast sérstakt ástand sem mun líklega leita aftur jafnvægis. - Fréttatilkynning frá MS. 90 100 110 120 130 140 150 ja n. 05 fe b. 05 m ar .0 5 ap r.0 5 m aí. 05 jú n. 05 jú l.0 5 ág ú. 05 se p. 05 ok t.0 5 nó v. 05 de s. 05 ja n. 06 fe b. 06 m ar .0 6 ap r.0 6 m aí. 06 jú n. 06 Vísitala neysluverðs Mjólk og egg Verðþróun mjólkurafurða Skömmu fyrir lok sumarþings svaraði land- búnaðarráðherra fyrirspurn Jóhönnu E. Pálmadóttur alþingismanns og bónda um verð á dýralyfjum og kostnað bænda af þjónustu dýralækna. Í svarinu kom fram að á verðlagi ársins 2004 hefur lyfja- og dýra- læknakostnaður á hverja kú á sérhæfðum kúabúum hækkað að meðaltali um 42,1% frá árinu 1995. Á sérhæfðum fjárbúum hef- ur kostnaður á hverja vetrarfóðraða kind hins vegar lækkað á sama tíma um 13,7% að meðaltali. Lyfja- og dýralæknakostnaður við hverja mjólkurkú var að meðaltali 5.916 kr. árið 1995 en hafði hækkað í 8.404 kr. árið 2004. Á sama tíma hafði meðalkostnaður á hverja kind á sér- hæfðum fjárbúum lækkað úr 183 kr. árið 1995 í 158 kr. árið 2004. Í svari ráðherra kom fram að hlutur lyfja í verðlagsgrundvelli kúabúa hækkaði um 24,4% frá febrúar 2000 til febrúar 2006. Hins vegar er ekki ljóst hver áhrif þessi hækkun hefur haft á verð mjólkurafurða. Jóhanna spurði einnig um þróun aksturs- kostnaðar dýralækna og fékk það svar að sá kostnaður væri í samræmi við aksturstaxta ferðakostnaðarnefndar að viðbættu 15% álagi sem um væri samið við dýralækna. Jóhanna sagði í spjalli við Bændablaðið að það sem bændur gagnrýndu helst við aksturskostnað dýralækna væri að þegar þeir koma í vitjanir á nokkra bæi í sveitinni sama daginn rukka þeir þá alla fyrir akstur frá heimili dýralæknis og til baka. Við þetta væru bændur ósáttir. Kindum fargað ef þær veikjast Varðandi lækkun á lyfja- og dýralækna- kostnaði á sauðfjárbúum sagði hún nærtækustu skýringuna vera þá að bændur förguðu kindum sínum í meira mæli en áður ef þær veiktust fremur en að kalla til dýralækni og kaupa lyf. ,,Þetta þekki ég af eigin reynslu. Ef um er að ræða kind sem komin er á miðjan aldur þá borgar sig hreinlega ekki að kosta upp á lækn- ingu og lyf. Öðru máli gegnir um gemlinga, ef þeir veikjast er reynt að koma þeim til heilsu aftur,“ segir Jóhanna. Hún bætti því við að bændum væri þetta ekki ljúft því oftast kæmu veikindin upp á sauðburði og þá væri ekki gaman að þurfa að farga kind. Baldur Helgi Benjamínsson kúabóndi og framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda sagði að tölur um hækkun lyfja- og dýralækna- kostnaðar á kúabúum kæmu sér ekki á óvart. ,,Skýringar á hækkuninni eru þær helstar að lyf hafa hækkað mikið í verði og eins hafa kröfur um mjólkurgæði aukist. Það þýðir að það er verið að meðhöndla fleiri kýr en áður. Fyrir nokkrum árum var þröskuldurinn mun hærri hvað varðar frumutölu í mjólk en nú er brugð- ist miklu fyrr við og dýralæknir kallaður til eða keypt lyf,“ segir Baldur Helgi. Jóhanna og Baldur eru sammála um að erfitt sé að átta sig á því hvort taxtar dýralækna hafa hækkað. ,,Það virðist vera vonlaust að fá upp- lýsingar um verð hjá dýralæknum, þeir vilja ekki gefa upp verðskrá,“ segir Jóhanna. Það sama gildir um lyfjaverð. Í flestum tilvikum verða bændur að kaupa lyfin af dýralæknum, þeim stendur ekki til boða að fá lyfseðil sem þeir geta sent í lyfjabúð. Það gildir að vísu ekki á svæðum þar sem búið er að breyta reglum um starfsemi dýralækna, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsvæðið, Gullbringu- og Kjósarum- dæmi og á Suðurlandi. Kerfisbreyting til hagsbóta? Baldur Helgi sem býr í Eyjafirði sagði að erfitt væri að bera saman kostnað hjá einstök- um dýralæknum því verðskrár þeirra væru flóknar og afar mismunandi. ,,Sumir setja upp lágt verð fyrir vitjunina en rukka svo fyrir hvert verk sem þeir vinna á meðan aðrir hafa vitjunarverðið hátt en sinna þá öllu sem þarf að gera án þess að rukka sérstaklega fyrir það. Þá er líka afar mismunandi hvað dýralæknar rukka fyrir akstur, í sumum tilvikum eru þeir vel fyrir ofan 15% álagið, allt upp í 50%,“ seg- ir hann. Þá spurði Jóhanna hvort ráðherra teldi að áðurnefnd breyting á reglum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr í vissum landshlut- um hefði orðið bændum til hagsbóta. Í svarinu segir ráðherra að ,,þetta hafi orðið bændum til hagsbóta í þessum umdæmum m.a. vegna þess að eftirlitsstörf urðu samræmdari í umdæmun- um miðað við þá skipan sem áður gilti … Breytingin hafði einnig í för með sér að komið var á svokölluðu vaktakerfi dýralækna sem tryggði bændum aðgang að dýralækni á vakt allan sólarhringinn alla daga ársins.“ Lokaspurning Jóhönnu var þessi: Hversu mikið hafa greiðslur bænda vegna lögboðins eftirlits dýralækna- og heilbrigðiseftirlits sveit- arfélaga aukist sl. 10 ár? Svar ráðherra var stutt og laggott: ,,Upplýsingar liggja ekki fyrir.“ Lyfja- og dýralæknakostnaður Hækkar á kúabúum en lækkar á sauðfjárbúum Breiðdals- hreppur Sjálfkjörin sveit- arstjórn ræður sér sveitarstjóra Ný hreppsnefnd Breiðdals- hrepps hefur ráðið Pál Baldurs- son í starf sveitarstjóra næstu fjögur árin. Hann tekur við af Sigfríði Þorsteinsdóttur, sem var sveitarstjóri síðasta kjörtímabil. Sem kunnugt er kom aðeins einn listi fram fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar í Breiðdals- hreppi og var hann því sjálfkjör- inn. Sama var upp á teningnum í kosningunum 2002 og því hefur ekki verið kosið til sveitarstjórnar í Breiðdalshreppi í 8 ár. Páll var efsti maður á listanum en flestir sem skipa hann hafa aldrei áður setið í sveitarstjórn. Páll er 32 ára Breiðdælingur. Hann er menntaður viðskiptafræð- ingur og hefur síðustu árin starfað í Landsbankanum á Egilsstöðum. Hann er í sambúð með Þórunni Björk Jóhannsdóttur hjúkrunar- fræðingi frá Egilsstöðum. Á fyrsta fundi nýrrar hrpps- nefndar Breiðdalshrepps var Unn- ur Björgvinsdóttir kjörin oddviti hreppsnefndar og Jóna Bjarki Björnsson varaoddviti. Hbj. Spá um að heimsmarkaðs- verð á hveiti muni tvöfaldast Þekktur bandarískur sérfræð- ingur í efnahagsmálum, dr. Lester Brown, spáir því að heimsmarkaðsverð á hveiti muni tvöfaldast innan skamms. Lester Brown, sem stjórnar stofnuninni Earth Policy Institute í Washington DC, telur að það verði sem köld vatnsgusa framan í þjóð- ir heims þegar þessi hækkun skell- ur á, jafnvel á næsta ári. Ástæða hækkunarinnar er hin stóraukna framleiðsla á lífethanóli, m.a. í Bandaríkjunum og Brasilíu. Bandaríkin hafa lengi verið stærsti hveitiútflytjandi í heimi og minna framboð þeirra á hveiti á al- þjóðamarkaði, ásamt vaxandi eft- irspurn svo sem Kína og fleiri landa hefur fljótt áhrif á verðið. Til marks um það sem í vændum er bendir Lester Brown á verð á hrásykri á heimsmarkaði. Fyrir ári var það 200 dollarar tonnið en er nú komið yfir 400 dollara. Nýi fjárstofninn í Ástralíu eru naut- gripir Ástralskir bændur, hjón, hafa ræktað smávaxið kúakyn sem er loðið og unnt er að rýja eins og sauðfé. Hjónin búa í fylkinu Nýja Suður-Wales og nýja kúakynið þeirra er um 100-120 cm á hæð og gripirn- ir ganga á beit á hásléttum fylkisins. Kýrnar eru loðnar og hárið minnir á ull á sauð- fé. Gripirnir eru rúnir rétt eins og sauðfé og farið er með hárið eins og ull. Þetta nýja kúakyn er komið út af Galloway kúakyninu og það gefur einnig af sér bæði mjólk og kjöt.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.