Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 28
28 Þriðjudagur 27. júní 2006
Er mjaltakerfið þitt að
valda júgurbólgu?
Hugsanlega er það raunin
en oftar er það mjaltamann-
inum að kenna því sé honum
kunnugt um veikleika
mjaltakerfisins getur hann í
flestum tilvikum mjólkað án
þess að valda kúnni heilsu-
tjóni (júgurheilsu) en það
krefst mikillar yfirlegu og
varkárni svo betra er að hafa
gott lag á mjaltakerfinu.
Helstu og mestu áhrifa-
valdar þess að mjaltakerfi or-
saki júgur- og spenamein eru
sogskiptar, spenagúmmí, af-
kastaleysi mjaltakerfis t.d.
vegna ónógs halla rörmjaltakerfa að
mjólkurhúsi og röng soghæð t.d óhreinn
sogjafni eða hreinlega bilaður.
Í þessum pistli verður eingöngu fjallað
í stórum dráttum um sogskiptinn, en um
aðra þætti síðar.
Sogskiptar nýrri kerfa, s.k. elektrón-
ískir, eru yfirhöfuð afar gangvissir og
mælast sárasjaldan í ólagi við eftirlit.
Hins vegar eru gömlu vökva- og loft-
skiptarnir jafn varasamir og hinir eru ör-
uggir.
Þar þarf stöðugt eftirlit og eftirtekt mjaltamanns-
ins og að reglulega (lágmark einu sinni á ári) séu
þeir línuritaðir og leiðréttir af þjónustumanni.
Mjaltamaðurinn verður að hlusta eftir takti, gang
og slagtíma og verði hann var við breytingu má prófa
að þvo þá úr volgu sápuvatni og þurrka vel á eftir.
Verði gagnsemi þeirra
ekki skárri við þá aðgerð á
umsvifalaust að taka þá úr
umferð og senda í viðgerð.
Með því að hlusta reglu-
lega á sogskiptinn getur
glöggur maður heyrt hvort
ástand hans er að breytast og
hvort hann slær jafnt í báðar
áttir og með því að telja slög
hans í tíu sek. hvort hraði
hans er réttur.
Þeir eiga að slá u.þ.b.10
tvöföld slög á þeim tíma eða
60 tvöföld slög á mínútu.
Líka má telja hvert slag og
verður talan þá 20 og 120.
Einnig heyrist auðveldlega
hvort slögin eru eins á báðar hliðar, en
dauft slag í aðra áttina en kröftugt í hina
bendir til að skiptirinn mjólki ekki vel á
aðra hliðina vanalega vegna þess að
loftrásin þeim megin er að stíflast af
óhreinindum og hvíldarfasinn er þar
með orðinn handahófskenndur og veld-
ur það of miklu álagi á spenann þar sem
hvíldarstaða milli fasa er afar mikilvæg.
Auðvitað er ástæða til að hlusta eftir
takti elektrónískra sogskipta og þá á
eins og hina að mæla og línurita minnst
einu sinni á ári.
Sogskiptirinn er heili mjaltanna og eins og mann-
leg heilabilun getur orsakað slæma fylgikvilla (afsak-
ið samlíkinguna) þá er bilaður sogskiptir eitt það al-
varlegasta og áhrifamesta þegar sett er samasem-
merki milli júgurheilbrigðis kúa og vélmjalta.
Heyrt í
sveitinni
Kristján
Gunnarsson,
mjólkur-
eftirlitsmaður,
Norðurmjólk
Ný bók frá Land-
græðslunni um
innlendar víðitegundir
Landgræðsla ríkisins hefur gef-
ið út bókina „Innlendar víðiteg-
undir - líffræði og notkunarmögu-
leikar í landgræslu“ í ritstjórn
Kristínar Svavarsdóttur, plöntu-
vistfræðings hjá stofnuninni. Bók-
in fjallar um rannsóknarverkefni
sem hafði það meginmarkmið að
auðvelda markvissa notkun inn-
lendra víðitegunda í landgræðslu
og var mest áhersla lögð á gulvíði
og loðvíði. Að verkefninu stóðu
Landgræðsla ríkisins, Rannsókn-
arstöð Skógræktar ríkisins á Mó-
gilsá, Landbúnaðarháskóli Íslands
og Náttúrufræðistofnun Íslands en
verkefnið var m.a. styrkt af
Tæknisjóði Rannís og Framleiðni-
sjóði landbúnaðarins. Bókin sam-
anstendur af níu sjálfstæðum köfl-
um eftir níu höfunda og eru helstu
efnisflokkar: Blómgun og fræ-
framleiðsla, meðhöndlun og
geymsla víðifræs og rekla, land-
nám víðis og víðisáningar, aðferð-
ir við ræktun víðis og erfðabreyti-
leiki. Í þessari bók má finna mik-
inn fróðleik um gulvíði og loðvíði,
sem þeir er vinna við landgræðslu
eða aðra ræktun, hvort sem er að
starfi eða áhugamáli, ættu að hafa
gagn af.
Bókin er til sölu hjá Land-
græðslu ríkisins og kostar kr.
1.000. Pöntunarsími er 488 3000.
Á Fjallalækjarseli í Þistilfirði búa þau
Gunnar Kjartan Þorleifsson bóndi og kær-
astan hans Ina Leverköhne. Þau eru með
fjárbúskap en einnig myndarlegan geitabú-
skap, en geitur eru einstök sjón á þessu
svæði. Geiturnar voru enn í húsi í enda maí
þegar blaðamaður Bændablaðsins renndi í
hlað, en hafa vafalaust hlakkað til að kom-
ast til fjalla.
Gunnar hefur alla tíð búið á Fjallalækjar-
seli, enda fæddur þar og uppalinn. Foreldrar
hans voru með búskap á bænum en hann hefur
nú séð alfarið um búskapinn áratugum saman.
Ina er komin í búskapinn með honum en hún
flutti að alkomin í janúar síðastliðnum. Í meira
en áratug hefur hún búið tímabundið í Reykja-
vík og unnið víða um land en hún er frá Þýska-
landi. Hún er dýralæknir og Ph.D. (doktor) í
dýrameinafræði. Þau eru alsæl saman í bú-
skapnum en Ina ætlar að sjá hvað tíminn leiðir
í ljós með starf tengt námi sínu.
Í vor eru um 320 ær sem bera á bænum en
fjárhúsin taka um 400 ær. Það er heldur færra
en í fyrra því í haust fóru 20 ær í fyrstu stór-
hríðinni sem gerði í lok september. Sauðburð-
urinn gekk vel en snjór og kuldi gerðu það að
verkum að engar kindur var hægt að setja út
fyrr en í lok maí. Bærinn liggur hátt upp til
landsins, um 100 m yfir sjávarmáli, og eru
heiðarlöndin skammt undan. Þegar Gunnar
sleppir út af túnunum eru ærnar komnar svo
gott sem í heiðarhagana. Því getur það verið
slæmt þegar snjóa gerir seint á vorin. Árið
1995 gerði mikla snjóhríð í júní og hann þá bú-
inn að sleppa um 200 ám upp í heiði, þar missti
hann um 60 kindur og segir þetta hafa verið al-
veg hroðalegt áfall.
Mest af fénu er hvítt en Gunnar segist hafa
klikkað laglega á flekkótta hrútinum þetta árið.
Lánaði hann til undaneldis og fékk hann ekki
til baka fyrr en seint á fengitíðinni. Þá setti
hann hrútinn á nokkrar ær en fékk eingöngu
hvítt. „Það hefur líklega allur liturinn verið bú-
inn,“ segir hann og hlær dátt.
Má ekki endurnýja í geitastofninum
Svæðið frá Jökulsá á Fjöllum og að Vopna-
firði er riðulaust svæði, en þar hefur aldrei
greinst riða. Af þeim sökum eru sauðfjárveiki-
varnir sterkar og engir flutningar leyfðir inn á
svæðið.
Fullorðnar geitur á bænum eru þrettán tals-
ins, þar af einn hafur. Þar sem þetta er eini
geitahópurinn á svæðinu getur engin endurnýj-
un átt sér stað. Gunnar segir það vera orðið erf-
itt að hafa svona mikla skyldleikaræktun og
bíður eftir leyfi fyrir því að fá sæði fyrir geit-
urnar til endurnýjunar á stofninum. Í vetur
fæddust þrettán kiðlingar en einungis 8 lifðu.
Gunnar segist alltaf láta einhverja kiðlinga á
hverju ári. Á sínum tíma fóru nokkrar geitur
frá honum í húsdýragarðinn í Reykjavík og lif-
ir kyn þeirra enn þar.
Stofninn er upphaflega frá Arnarstöðum,
þaðan kom hann í Hagaland sem er bær
skammt frá Fjallalækjarseli og endaði hjá for-
eldrunum Gunnars árið 1957. Geitunum er
sleppt á fjall á vorin. Þær hafa alltaf sama van-
ann, eru heima á túnunum í þrjá daga og fara
svo til fjalls. Á haustin þarf síðan að smala
þeim sér, ekki gengur að smala þeim með
kindunum því geiturnar eru svo fljótar í förum.
„Það þarf að vera með góðan hest til að fylgja
þeim eftir.“ Þau segjast heldur vilja fjölga geit-
unum heldur en hitt en það verði þá að fá end-
urnýjun. Gunnar telur að þessi stofn haldist
ekki nema í um 10-15 ár ef þessi skyldleika-
ræktun heldur áfram.
Ina segist una sér vel í sveitinni en það sé
allt öðru vísi en lífið hennar áður fyrr í Þýska-
landi. Þau eru virkir félagar í gönguhópnum í
Þistilfirði og grípa hvert tækifæri sem gefst til
félagsstarfa, hvort sem það er bingó, tónleikar
eða dansleikir. Gunnar gefur lítið út á söngstarf
og segist vera svo vita laglaus að hann syngi
bara í dráttavélinni þegar enginn heyrir til. Þau
skötuhjúin segjast bjartsýn á gott sumar, enda
engin ástæða til annars. /GBJ
Geitabúskapur upp til fjalla
Gunnar Kjartan Þorleifsson bóndi og kærastan hans Ina Leverköhne.
Í héraðinu Champagne í Frakk-
landi óttast vínbændur um sinn
hag. Á síðasta ári var urðunar-
svæði fyrir geislavirkan úrgang
lokað þar sem sprungur höfðu
fundist í varnarveggjum kring-
um svæðið. Eftir að viðgerðum
er lokið hefur svæðið aftur verið
opnað fyrir móttöku úrgangsins.
Vínbændur óttast að hugsanleg-
ur leki á geislavirku efni frá svæð-
inu geti mengað hinar víðfrægu
vínekrur héraðsins, segir á vefsíð-
unni foodproductiondaily.com
Losunarsvæðið í Soulaine í
Champagne héraðinu er eitt
stærsta geymslusvæði fyrir geisla-
virkan úrgang í heimi. Áhyggju-
fullir vínbændur í Rhone héraði
hafa áður komið því til leiðar að
urðunarstað fyrir geislavirkan úr-
gang í héraði þeirra var lokað.
Bændur í Champagne treysta því
að ríkisstjórnin loki einnig urðun-
arsvæðum hjá þeim.
Efrideild franska þingsins mun
á næstunni afgreiða ný lög um
geymslu og meðferð á geislavirk-
um úrgangi. Þessi úrgangur er
mikið vandamál í Frakklandi þar
sem 75% af raforku í landinu kem-
ur frá kjarnorkuverum.
Franskir vínbændur óttast urð-
unarsvæði fyrir geislavirk efni
Nýtt afbrigði af kúariðu í Evrópu?
Á alþjóðlegri ráðstefnu um búfjársjúkdóma nýlega lögðu ítalskir og
franskir vísindamenn fram gögn um að fram væri komið nýtt af-
brigði af kúariðu. Frá þessu er sagt í blaðinu Farmers Weekly. Kúar-
iða nefnist á fagmáli Bovine Spangiform Encephalopathy en nýja af-
brigðið Transmissible Spongiform Encephalopathy. Nýja afbrigðið
hefur fundist í nokkrum kúm, 5-15 vetra gömlum. Það greinist frá
eldra afbrigðinu á því að meðgöngutími þess er lengri og það kemur í
ljós í eldri kúm en hitt. Að öðru leyti líkist það mjög því afbrigði sem
þekkt var fyrir.
Bændablaðið kemur
næst út 11. júlí, en þá
fara starfsmenn
blaðsins í sumarleyfi.