Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 47
47Þriðjudagur 27. júní 2006 Fólki sem starfar við landbúnað í Finnlandi fækkaði um 25 þús- und á árunum 2000-2005. Á hinn bóginn starfa um 15 þús- und útlendingar í finnskum landbúnaði. Árið 2005 var fjöldi íbúa í sveitum í Finnlandi, bændur og fjölskyldur þeirra ásamt fastráðnu starfsfólki á sveitabæjum, rúmlega 153 þúsund manns sem er fækkun um 25 þúsund frá árinu 2000. Af þeim fækkaði bændum um 10.500 en mökum þeirra um 6.300. Öðru starfsfólki fækkaði að sama skapi. Auk þess sem byggðum jörðum hefur fækkað þá hefur sú breyting orðið að vinnuaflsfrekum búum, þ.e. búum með búfé, hefur fækkað meira en búum með einhliða korn- rækt eða aðra jarðrækt. Árið 2005 störfuðu 15.100 út- lendingar í finnskum landbúnaði á um 2.000 býlum. Erlendir starfs- menn störfuðu einkum á garð- yrkjubýlum, eða 67%, en þriðj- ungur allra garðyrkjubýla hafði út- lendinga í þjónustu sinni. Þeir eru einkum ráðnir til vinnu á annatím- um, þ.e. við uppskerustörf. (Landsbygdens Folk, nr. 20/2006) Fólki fækkar í finnskum landbúnaði Ástralskir vísindamenn leita að ljótustu kindinni í landinu til að rækta flottustu ullina - eins ótrú- lega og það hljóðar. Í Ástralíu er leit hafin á hrukk- óttustu, ljótustu eða furðulegustu kindinni. Tilgangurinn er sá að finna þá erfðavísa, gen, sem ráða mestu um útlit kindarinnar og gæði ullarinnar. Vísindamennirnir búast nefnilega við því að með því að finna ljótustu kindina þá finni þeir jafnframt góða erfðavísa sem gefa bestu ullina. „Ef eitthvað í erfðavísunum gengur út í öfgar er vísast að eitt- hvað annað hafi tekist þeim mun betur, eins mótsagnakennt og það hljómar,“ segir Paul Hynd en hann er vísindamaður við Háskólann í Adelaide og tekur þátt í þessu verkefni. Ef vísindamenn finna erfðavísa fyrir miklum ullargæðum er von um að það skili áströlskum ullar- iðnaði góðum hagnaði, eða allt að sem svarar 18 milljörðum dkr. á ári. Þeir eiginleikar ullarinnar sem leitað er að er að ullin sé þjálli rífi minna húð fólks, hafi meiri glans og sé auðveldari í forvinnslu segir Paul Hynd í viðtali við fréttastofn- una CNN. Ástralíumenn leita að ljótustu sauðkindinni Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í sjöunda sinn dagana 5.-9. júlí en að þessu sinni verður hún tileinkuð tón- list eyþjóða og stranda með sér- stakri áherslu á lönd við Kar- íbahaf, Færeyjar og Ungverja- land sem er menningarleg ey- þjóð í miðri Evrópu. Hátíðin hefur verið vel sótt hingað til og ekki spillti fyrir henni að fá Eyrarrósina árið 2005 en það er viðurkenning fyrir afburða menningarstarf á landsbyggð- inni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Ís- lands veita. Hátíðin er blanda af námskeið- um af ýmsu tagi, í tónlist, leiklist, handverki og fleiru, tónleikum, útivist, leiksýningum og annarri skemmtun. Fyrstu tónleikarnir verða í Siglufjarðarkirkju að kvöldi 5. júlí þar sem Alþingishá- tíðarkantata heimamannsins Bjarna Þorsteinssonar verður frumflutt af þremur siglfirskum kórum, þremur einsöngvurum og píanóleikara. Síðan verða tónleik- ar, málþing og leiksýningar á hverjum degi fram á sunnudag en þá lýkur hátíðinni með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar unga fólks- ins undir stjórn Gunnsteins Ólafs- sonar sem jafnframt er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Dagana sem Þjóðlagahátíðin stendur er fjölmennt á Siglufirði og tjaldborg í miðbænum þar sem oft er glatt á hjalla. Nánari upp- lýsingar um hátíðina má fá á heimasíðu Siglufjarðarbæjar siglo.is/festival. Þjóðlagahátíð á Siglufirði 5.-9. júlí

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.