Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 21
21Þriðjudagur 27. júní 2006
Veiðikortið ehf. hefur samið um
að 10 veiðivötn bætist við þau 23
vötn sem áður var búið að semja
um að korthöfum stæði til boða
að veiða í á þessu ári. Þetta
kemur fram í frétt sem send var
Bændablaðinu. Vötnin eru á
tveimur vatnasvæðum og tekur
þessi breyting gildi frá og með 1.
júlí. Annars vegar er um að ræða
vatnasvæði Selár á Skagaheiði
en hins vegar veiðisvæði á Mel-
rakkasléttu sem eru á forræði
jarðarinnar Skinnalóns.
Undir vatnasvæði Selár heyra
Ölversvatn, Fossvatn, Grunna-
tjörn, Stífluvatn, Andavatn, Hey-
vötn og Selvatn auk lækja sem
renna á milli vatnanna. Veiði-
kortshafa veiða endurgjaldslaust á
vatnasvæðinu frá 1. júlí nk. Þetta
vatnasvæði er eitt af vinsælustu
svæðunum á Skagaheiði.
Á Melrakkasléttu er Veiðikortið
búið að semja um þrjú vatnasvæði
fyrir korthafa Veiðikortsins.
Þau vötn sem um ræðir eru
Hraunhafnarvatn, Æðarvatn og
Arnarvatn í landi Skinnalóns.
Það skal tekið sérstaklega fram
að þessi vatnasvæði sem bætast
við eru hrein og klár viðbót og fela
ekki í sér neinn kostnaðarauka fyr-
ir þá sem eru handhafar Veiði-
kortsins 2006.
Veiðikortið er nýr og mjög hag-
kvæmur valkostur sem hentar jafnt
vönum veiðimönnum sem og fjöl-
skyldufólki á ferð um landi sem
vill skjótast í veiði með skömmum
fyrirvara. Með Veiðikortið í vasan-
um hefur verið hægt að veiða ótak-
markað í 23 veiðivötnum víðsveg-
ar á landinu sem og tjalda endur-
gjaldslaust við mörg þeirra. Frá og
með 1. júlí nk. er fjöldi vatnanna
innan vébanda Veiðikortsins 2006
orðinn vel á fjórða tuginn.
Veiðikortið 2006 er til sölu á
bensínstöðvum ESSO um land allt,
hjá veiðifélögum, veiðivöruversl-
unum, Fosshótelunum og á heima-
síðunni www.veidikortid.is.
Áður var búið að semja um eftirtalin 23 vatnasvæði fyrir árið 2006
1. Baulárvallavatn á Snæfellsnesi
2. Haukadalsvatn í Haukadal í landi Vatns
3. Hítarvatn á Mýrum
4. Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi
5. Hraunsfjörð á Snæfellsnesi
6. Kringluvatn í Suður-Þingeyjarsýslu
7. Langavatn í Borgarbyggð
8. Langavatn á Skaga
9. Ljósavatn í Suður-Þingeyjarsýslu
10. Sandvatn í Suður-Þingeyjarsýslu í landi Hamars.
11. Skorradalsvatn í Skorradal í landi Indriðastaða
12. Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði í landi Hrauns
13. Syðradalsvatn við Bolungarvík
14. Sænautavatn á Jökuldalsheiði
15. Torfdalsvatn á Skaga (10 daga hámark)
16. Urriðavatn í nágrenni Egilsstaða
17. Úlfljótsvatn í landi Efri-Brúar
18. Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði
19. Vífilsstaðavatn í Garðabæ
20. Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur
21. Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðsins
22. Þórisstaðavatn í Svínadal
23. Þveit í Hornafirði fyrir landi Stórulágar.
Veiðikortið kostar aðeins 5.000 krónur og gildir út árið 2006.
Allar nánari upplýsingar um Veiðikortið má finna á heimasíðunni www.veidikortid.is
Veiðikortið býður á
fjórða tug veiðivatna
Leiðrétting
Sæðingakostnaður í Handbók bænda
Í Handbók bænda 2006, bls. 204 og 205, er yfirlit yfir sæðingakostn-
að hjá búnaðarsamböndum.
Í töflum um kostnað á Vestfjörðum og á Kjalarnesi er rangt farið með
gjaldtöku. Hið rétta er að verð á þessum stöðum er hið sama og hjá
Búnaðarsamtökum Vesturlands, eins og greint er frá á heimasíðu sam-
takanna, buvest.is
Síðasta
Bændablaðið
fyrir sumarleyfi
kemur út 11. júlí
Auglýsendur
vinsamlegast hafið
samband við
Eirík Helgason
í síma 563-0303
í síðasta lagi
þriðjudaginn
4. júlí