Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 27. júní 2006
Nýr sorpbíll hefur verið tekinn í
notkun við sorphirðu í dreifbýli
Fljótsdalshéraðs. Fyrirtækið
Sjónarás, sem sér um sorphirðu
og förgun á Héraði, hefur tekið í
notkun nýjan sorpbíl með
pressu, sem notaður verður við
sorphirðu í dreifbýli.
Hingað til hefur verið notast við
sendiferðabíla til að hirða sorp og
stórir plastpokar verið settir í tunn-
ur heima við hús. Nú verða pok-
arnir ekki lengur í notkun og tunn-
urnar losaðar beint í bílinn, sem
flýtir fyrir hreinsun. Kristján Jóns-
son bílstjóri segir þó hægt hafa
gengið fyrstu dagana, þar sem
bændur hafi almennt verið forvitn-
ir um bílinn og skoðað hann og
búnað hans vel og vandlega þegar
komið var heim að bæjum.
Sorp er nú hreinsað á öllu
Fljótsdalshéraði og í Fljótsdals-
hreppi á 10 daga fresti. Sjónarás
hefur yfir tveimur pressubílum að
ráða og verður sá nýi notaður í
sveitirnar. Hann er búinn vigt
þannig að hægt verður að fjarlægja
landbúnaðar- og iðnaðarsorp úr
sveitum og vigta það, en greitt er
fyrir förgun þess. Til þess að það
sé unnt verður fólk að koma sér
upp körum sem hægt er að losa í
bílinn en slík kör má ýmist leigja
eða kaupa hjá einkafyrirtækjum.
Heimilissorp má vera 50 kíló á
mánuði auk fullrar sorptunnu án
þess að greitt sé sérstaklega fyrir
förgun þess sorps.
Það eru engar smá vegalengdir
sem ekið er með sorpið á Héraði
enda Fljótsdalshérað víðfeðmasta
sveitarfélag landsins. Nýi sorpbíll-
in fer yst í austri að Unaósi út við
Héraðssand, hann fer inn í Skrið-
dal, um Fljótsdal, út í Jökulsárhlíð
og Hróarstungu, inn Jökuldal og
lengst fer hann í Möðrudal á Fjöll-
um. Urðunarstaðurinn er að Tjarn-
arlandi í Hjaltastaðaþinghá en Ey-
steinn Einarsson bóndi þar á fyr-
irtækið Sjónarás, sem á og rekur
sorpbílana og einnig gámabíla til
að fjarlægja sorp frá fyrirtækjum
og gámasvæðum. -hbj
Tæknivæðing í umhverfismálum Fljótsdalshéraðs:
Nýr fullkominn sorpbíll
tekur sorp í sveitunum
Kristján Jónsson, bílstjóri nýja sorpbílsins, við vinnu sína - Bændablaðið
/Haraldur Bjarnason
Eingreiðslukerfið hér í Wales,
sem er grunnstyrkjakerfi, byggist
á því að bændur stundi góða bú-
skaparhætti og tryggi að landi og
umhverfi fari ekki aftur. Stór hluti
Wales fellur undir skilgreiningu
Evrópusambandsins á erfiðu
svæði til búskapar vegna um-
hverfisaðstæðna, fjalllendi, rýr
jarðvegur og erfitt veðurfar.
Bændur sem búa í þeim hluta
landsins njóta sérstaks stuðnings
til viðbótar eingreiðslunum. Með-
algreiðsla á bú nemur um kr. 400
þús. Allir bændur hafa möguleika
á að sækja um þátttöku í tveimur
landbúnaðar-umhverfisverkefn-
um (e: agri-environment) fjár-
mögnuðum af opinberu fé, sem
geta tryggt þeim meiri tekjur.
Landvarsla (Tir Cynnal )
Verkefnið Tir Cynnal, sem á
íslensku getur útlagst Landvarsla,
er ætlað að stuðla að verndun
lands, vatns og lofts. Það byggist
á því að bændur vinna auðlinda-
og nýtingaráætlun fyrir sína jörð.
Gerð áætlunarinnar á að hjálpa
þeim að greina þau atriði sem
helst þarf að gæta að varðandi
meðferð þessara auðlinda og
hvernig það að bæta umhverfið
getur bætt rekstrarafkomu búsins.
Þátttaka í verkefninu hjálpar
bændum að uppfylla þau skilyrði
sem krafist er vegna eingreiðslu-
kerfisins og minnkar að einhverju
leyti þá vinnu sem þeir þurfa að
inna af hendi vegna þess. Eitt af
skilyrðunum fyrir því að taka þátt
í landvörsluverkefninu er að nátt-
úruleg búsvæði (natural habitats)
séu minnst 5% af flatarmáli jarð-
arinnar. Algengustu búsvæðin í
þessum flokki eru laufskógar,
kjarrlendi, lyngheiðar, votlendi
og strandsvæði og lítt snortin eða
óræktuð svæði. Nái viðkomandi
jörð ekki þessu 5% marki þá get-
ur bóndinn tekið að sér að búa til
eða endurheimta búsvæði. Dæmi
um það er endurheimt votlendis.
Bændur fá greitt eftir stærð
jarðarinnar sem áætlun er unnin
fyrir og ef tekið er dæmi af 70 ha
jörð þá er heildargreiðslan rúmar
kr. 300 þús. á ári. Greiðslan
minnkar svo hlutfallslega eftir
því sem jörðin er stærri.
Sjálfbært land (Tir Gofal)
Verkefnið Tir Gofal eða Sjálf-
bært land (þýðing höfundar), er í
umsjá Contryside Council for
Wales (CCW), sem er ráðgjafa-
stofnun velsku ríkisstjórnarinnar
um umhverfismál. Sé leitað hlið-
stæðu CCW á Íslandi þá er stofn-
unin n.k. blanda af Umhverfis-
stofnun, Náttúrufræðistofnun,
Landgræðslu ríkisins, Skógrækt
ríkisins og að hluta Fornleifa-
vernd ríkisins. Verkefnið fer
væntanlega yfir til ráðuneytis
umhverfis- og dreifbýlismála á
komandi hausti sem ætti að stuðla
að einfaldari stjórnsýslu og ráð-
gjafarstarfi.
Sjálfbært land hefur verið rek-
ið síðan 1999 og síðan hafa verið
gerðir 1.600 samningar sem gilda
um 160.000 ha af landbúnaðar-
landi í Wales. Verkefnið tekur til
alls lands viðkomandi bónda og
felur í sér margskyns umhverfis-
verkefni. Nokkur dæmi:
Halda við görðum, skjól-
beltum, girðingum og hefðbundn-
um mörkum akra,
Fylgjast með að fornleif-
um og sögulegum minjum, þ.m.t.
gömlum byggingum, sé ekki
raskað,
Vernda jarðfræðilegar
minjar,
Vernda tjarnir, læki og ár,
einkum gegn mengun og átroð-
ingi á bökkum,
Halda rusli á bænum í lág-
marki,
Nýta landið í takt við regl-
ur um góða búskaparhætti,
Halda beitarþunga á land-
inu eins og kveðið er á um í
samningi, sem er alltaf minna en
2,4 beitardýraeiningar/ha/ári,
Viðhalda aðgangi almenn-
ings að svæðum sem ekki eru af-
girt og ræktuð,
Vernda búsvæði, sem hafa
mikið gildi vegna verndunar líf-
fræðilegrar fjölbreytni og eru að
mestu sambærileg svæðum innan
Landvörsluverkefnisins.
Bændur geta valið um að taka
að sér úrbætur í sínu umhverfi
gegn greiðslu, s.s. að endurreisa
grjótgarða, minnka álag á ökrum
t.d. með því að hætta illgresisúð-
un, auka hlutdeild náttúrulegs
graslendis, vinna að endurheimt
náttúrulegra búsvæða og bæta að-
gengi almennings. Sjálfbært land
miðar að því að hvetja til búhátta
sem vernda og bæta land, menn-
ingarlega þætti þess og náttúru og
gengur í því talsvert lengra en
Landvarsla.
Gerður er samningur til 10 ára
með fimm ára uppsagnarákvæði.
Þættir í umsókninni gefa punkta
og þarf heildarpunktafjöldi að ná
100 til þess að umsókn sé tekin
gild. Meðal þess sem gefur
punkta er að haldnir séu nautgrip-
ir eða sauðfé, ræktun ýmissa
nytjaplantna, að einhver sem
stendur að búinu sé undir 40 ára
aldri og áhugi viðkomandi bónda
til að minnka álag á þaulræktuðu
landi, vinna að endurheimt nátt-
úrulegra búsvæða eða bæta um-
hverfið á annan hátt. Umsóknum
er forgangsraðað eftir punkta-
fjölda og val á umsækjendum
miðar að mörgum markmiðum en
felur í sér að ábati umhverfisins
sé sem mestur. Greiðslur til
bænda fara m.a. eftir landstærð
og umfangi þess uppbyggingar-
starfs sem innt er af hendi og er
greitt beint fyrir ákveðin verk s.s.
nýgirðingar sem falla innan
samnings. Bændur hér í Wales
geta því drýgt talsvert sínar tekjur
umfram eingreiðslurnar með því
að taka þátt í umhverfis- og land-
búnaðarverkefnum af þessu tagi.
Sé horft til Íslands með aukinn
umhverfistengdan stuðning til ís-
lensks landbúnaðar í huga þá eru
miklir möguleikar á því sviði
m.a. í tengslum við landgræðslu
og skógrækt, beitarstýringu, við-
hald girðinga, náttúruvernd og
verndun menningarminja. Slíkt
þarfnast þó undirbúnings og
verður ekki dregið uppúr hatti á
svipstundu. En hver er stefnan?
Helstu heimildir:
Countryside Council for Wales:
www.ccw.gov.uk
Wales Department of Environment,
Planning and Countryside: www.coun-
tryside.wales.gov.uk
Styrkir til landbúnaðar í Wales III
Landvarsla og sjálfbært land
Björn H. Barkarson
starfar hjá Land-
græðslu ríkisins, en er
nú í leyfi og skrifar frá
Wales.
Sigríður Jóna Kristjánsdóttir
eða Sigga á Grund eins og hún
er alltaf kölluð er nú með sýn-
ingu á verkum sínum í Flóaskóla
í Villingaholtshreppnum, sem
stendur til 11. júlí.
Sigga er dóttir þúsundþjala-
smiðsins Kristjáns Jónssonar og á
því ekki langt að sækja handlagni
og frumleika í hugsun. Snemma
hneigðist hugurinn að því sem síð-
ar varð. Sem barn sat hún löngum
í smíðahúsi föður síns og tálgaði.
Aðeins 12 ára var hún farin að
skera út eftir pöntun. Frá byrjun
skar Sigga út í horn, ekki síður en í
tré. Hornskurð lærði hún af föður
sínum, sem var fær á því sviði.
Annars er Sigga algjörlega sjálf-
menntuð og hafði tileinkað sér
sinn eigin stíl þegar hún innritaðist
í City and Guilds Art School í
London. Hún lauk þar á einum
vetri því sem ætlað var fjögurra
ára nám, og hlaut góða vitnisburði.
Sigga og maður hennar, Ómar
Breiðfjörð, vélstjóri, settust að á
Grund í Villingaholtshreppnum
árið 1972. Sigga hefur löngum
heillast af dýrum og sér þess víða
stað í verkum hennar. Listaverk
Siggu eru mjög sérstæð. Þau sýna
ekki einungis snilldarhandbragð,
heldur einnig næma tilfinningu
fyrir smáatriðum, eins og líkams-
byggingu og atferli manna og
dýra. Vald hennar yfir efni og
tækni er slíkt að sum verk hennar
minna ekki síður á ljóðlist en tré-
skurð. Sigga er nánast sú eina á
landinu sem kann hinar gömlu að-
ferðir við spónasmíði. Þá hefur
hún haldið nokkur námskeið í út-
skurði og smíði úr horni. MHH
Listakonan Sigga á Grund með sýn-
ingu á verkum sínum í Flóaskóla
Sigga á Grund með töltara, sem hún skar út fyrir nokkrum árum. Siggu
dreymir að skera út fjóra hesta í viðbót og ná þannig öllum gangtegund-
unum. Bændablaðmynd/MHH