Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 27. júní 2006 ,,Kynbótafræðiverkefni eru oftast nær mjög reiknikræf og snar þáttur í starfi mínu hefur ver- ið forritun, aðallega í forritunar- tungumálunum Fortran og Java. Í doktorsverkefni mínu þróaði ég forrit sem gátu reiknað BLUP (Best Linear Unbiased Predic- tion) kynbótaein- kunnir fyrir marga tengda eiginleika og fyrir alla gripi stofns- ins (einstaklingslík- an). Notkun þessara forrita í þeim tilgangi að reikna fram kyn- bótamat fyrir íslensk hross mun vera fyrsta notkun BLUP-ein- staklingslíkans í hag- nýtu ræktunarstarfi í heiminum. BLUP-að- ferðin, sem var fund- in upp af Bandaríkja- manninum Charles R. Henderson, er í dag viðurkennd sem hefðbundin og allgild aðferð til mats á kynbóta- gildi búfjár. Helstu verkefnin í starfi mínu hafa snúist um notkun BLUP-aðferðarinnar við útreikn- ing kynbótaeinkunna í ýmsum hrossaerfðahópum. Um langt skeið hef ég annast reglulega út- reikning kynbótaeinkunna með BLUP-aðferðinni fyrir sænska brokkhesta, sænska stóra reið- hesta og íslensk hross,“ sagði Þor- valdur í samtali við Bændablaðið. Hvaða hættur eru samfara notkun BLUP-kerfisins? Úrval kynbótagripa eftir kyn- bótaeinkunn sem byggir einvörð- ungu á BLUP-aðferðinni leiðir til hámörkunar erfðaframfara til næstu kynslóðar. Úrval á BLUP- kynbótaeinkunn þarf þó ekki að leiða til hámörkunar erfðafram- fara þegar til lengri tíma er litið. Ástæðan er sú að einhliða úrval á BLUP-kynbótaeinkunn leiðir smám saman til aukins skyldleika meðal valdra gripa innan stofnsins sem leiðir til skyldleikaræktar og þar með skerð- ingu erfðabreyti- leikans. Hver eru ráðin til að varast þær hættur og er eitt- hvað í gangi til að sneiða hjá þeim? Besta ráðið er ekki að hætta notkun BLUP- k y n b ó t a m a t s . BLUP-matið er besta matið á erfðagæðum eða kynbótagildi gripanna fyrir alla magneiginleika (þ.e. eiginleika sem stjórnast af samleggjandi áhrifum fjölmargra erfðavísa og af áhrifum óskilgreindra um- hverfisþátta) sem eru innifaldir í gögnum og reiknilíkani. Hins vegar er ekki ráðlegt að grunda úrvalið einungis á BLUP-kyn- bótaeinkunn í lokuðum erfðahóp- um heldur þarf samtímis að gæta þess að erfðabreytileikanum inn- an stofnsins sé viðhaldið. Aukinn skyldleiki innan stofnsins leiðir óhjákvæmilega til skyldleika- ræktar sem felur í sér minnkun í erfðabreytileika. Erfðabreytileikinn er í raun eldsneyti alls kynbótastarfs og án eldsneytis næst engin framför. Skynsamlega útfærð ræktun er þó sjálfbær, þar sem erfðabreytileiki nýmyndast við uppstokkun erfða- efnis í hverri árangursríkri pörun. Úrval veldur ávallt neyslu elds- neytisbirgðanna (erfðabreytileik- ans) en ef þess er gætt að velja nægjanlega marga tiltölulega óskylda gripi til framtímgunar stofnsins mun nýmyndun erfða- efnis sjá til þess að eldsneytið gengur aldrei til þurrðar og árang- ursrík ræktun í átt að fyrirfram ákveðnum markmiðum getur haldið áfram um aldir. Nýlega hafa verið þróaðar að- ferðir til að víkka út kynbótaein- kunnir sem sjálfbært úrval getur byggt á. Samfara því má stýra pörunarmynstri innan stofnsins þannig að skyldleikaaukningunni innan stofnsins sé haldið niðri og erfðabreytileikanum þannig við- haldið, samtímis sem virkt úrval veldur því að erfðaefni góðu grip- anna nýmyndast í meiri mæli í næstu kynslóðum á kostnað hinna lakari. Þorvaldur Kristjánsson á Hvanneyri hefur unnið athyglis- vert verkefni varðandi varðveislu erfðabreytileika innan íslenska hrossastofnsins sem byggir á þessari nýju þekkingu og aðferð- um. Hver eru tengsl þín við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri? Ég hef nýlega þekkst boð um 30% stöðu sem prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. Með því vonast ég til að geta skapað betri tengsl við það unga fólk sem mun taka við kynbóta- starfinu fyrir íslenskan landbúnað í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla af þekkingu minni og reynslu sem ég hef öðlast í nær 30 ára starfi í þessum geira. Hver er þýðing kynbótafræð- innar fyrir íslenskan landbúnað? Búfjárrækt mun eflaust ávallt verða mikilvæg fyrir íslenskan landbúnað. Ræktun búfjár á Ís- landi til framleiðslu búfjárafurða í samkeppni við aðrar þjóðir á opn- um heimsmarkaði mun krefjast notkunar bestu mannlegrar þekk- ingar í erfða og kynbótafræði, sem og fóðurfræði, lífeðlisfræði, matvælafræði, markaðsfræði, o.fl. Samtímis verðum við að gæta þess að varðveita og styrkja þá sérstæðu eiginleika sem hafa skapast í búfjárkynjum okkar, að sumu leyti vegna þúsund ára úr- vals náttúru og manna og að sumu leyti vegna tilviljana. Við þurfum að eygja möguleikana sem sér- staða Íslands býður upp á og einn- ig verðum við að varðveita og efla þær lífrænu auðlindir sem við höfum erft í formi hinna íslensku búfjárkynja. Þau verðmæti sem felast í þessum auðlindum er okk- ur kannski að einhverju leyti hul- in í dag, nema fyrir íslenska hest- inn. Þar efast enginn lengur. ,,Verðum að varð- veita og efla þær líf- rænu auðlindir sem við höfum erft“ -segir Þorvaldur Árnason Íhátt á þriðja áratug hefur Þorvaldur Árnason unnið mikið aðmati á kynbótagildi búfjár, aðallega hrossa þó ýmsar aðrar bú-fjártegundir hafi einnig komið við sögu. Fyrstu árin eftir að hann lauk námi, vann hann við búfjárræktardeild Landbúnaðar- háskólans í Uppsölum. Fyrir nákvæmlega 20 árum stofnaði Þor- valdur ráðgjafafyrirtæki (International Horse Breeding Consult- ant) og í gegnum það hefur hann unnið að ýmsum kynbótafræðileg- um verkefnum í hrossarækt. Nýlega var Þorsteinsstofa opnuð í Byggðasafninu í Skógum en um er að ræða skrifstofu Þorsteins Erlingssonar skálds frá Hlíðar- endakoti í Fljótshlíð (1858-1914). Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Skógasafns. Í stofunni er skrif- stofa Þorsteins með hús- gögnum, myndum og ýmsum smáhlutum frá honum, sem fjölskylda hans gaf Þjóðminjasafn- inu 1964. Munir Byggðasafnsins koma að langmestum hluta af Suðurlandi og þá aðallega úr sýslunum tveim- ur sem standa að safninu, það er Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu. Í safninu má finna allt milli himins og jarðar, stóra og smáa hluti sem allir hafa sína sögu og gefa góða mynd af þjóðfé- lags- og atvinnuhátt- um fyrri tíma jafnt í leik sem starfi. Á myndinni t.v. er Þórður Tómason, safn- vörður í Skógum, sem á heiðurinn af Þor- steinsstofu en hann setti sýninguna upp í samvinnu við fjölskyldu skálds- ins./MHH Þorsteinsstofa á Skógum Nokkur undanfarin sumur hef- ur ferðafólk sem leggur leið sína norður í Árneshrepp á Strönd- um átt kost á leiðsögn um sveit- ina. Það er Valgeir Benediktsson í Árnesi II í Trékyllisvík, sem hefur boðið upp á þessa þjón- ustu. Fjölskyldan í Árnesi II hef- ur frá 1997 starfrækt Minja- og handverkshúsið Kört sem er minjasafn og handverkssala. Valgeir sagði í samtali við tíð- indamann blaðsins að talsvert væri um að fólk vildi fá staðkunnugan mann til að veita leiðsögn um svæðið. Þetta á jafnt við um göngu- fólk og fólk á einkabílum og rútum. Valgeir sagði að hann og Rakel dóttir hans, sem er nemi i Þjóðfræði við Háskóla Íslands, sæju um þessa leiðsögn. Rakel starfar sem safn- vörður í Kört á sumrin. Fyrstu ferðamenn sumarsins komu í sveit- ina fyrri part þessa mánaðar að sögn Valgeirs, en verulegur fjöldi kemur þangað árlega enda sveitin rómuð fyrir náttúrufegurð og stór- brotið landslag. Frekari upplýsingar um leiðsögnina eru veittar í síma 451-4025. /ÖÞ Valgeir Benediktsson og Rakel Valgeirsdóttir við Minja og handverkshús- ið Kört sem er í eigu fjölskyldunnar í Árnesi II í Árneshreppi á Ströndum. Ferðamenn eiga kost á leiðsögn um Árneshrepp Árlegur landgræðsludagur var haldinn við Kálffell á Vopnafjarð- arheiði sunnudaginn 18. júní. Þá tóku nokkrir bændur daginn í að dreifa áburði og fræi á um 100 ha lands. Einnig mættu ríflega 40 manns og báru á svæði sem er ill- fært vélum. Að verki loknu borð- aði fólkið grillað lambakjöt í boði Vopnafjarðarhrepps. Landgræðsludagur hefur verið haldinn við rætur Kálffells með þessu sniði undanfarin þrjú ár, skipulagður af Upprekstrar- og landbótafélagi Vopnafjarðar. Áburðar og frækaup eru styrkt af Landbótasjóði Landgræðslu ríkisins. Á myndinni fyrir ofan er fjölskyldan á Ásbrandsstöðum, talið frá vinstri, Haraldur Jónsson, Guðný Alma Haraldsdóttir, Erla Alfreðsdóttir og Jón Haraldsson. Strákurinn t.h. heitir Haukur Sigurjónsson. /Bbl. Borgar. Landgræðsludagur á Vopnafjarðarheiði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.