Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 27. júní 2006
,,Svo þegar ég er búinn að ganga úr
skugga um að ég sé örugglega ekki að brjóta
nein lög og hef kostað miklu til í vinnu og
peningum við að rækta skóg á ónýta snarrót-
artúninu mínu fyrir framan bæinn sem ann-
ars væri einn sinuflóki, þá dettur einhverjum
í hug að halda því fram að ég sé að eyði-
leggja bæði ræktað land og útsýni, þ.e. út-
sýni hans heim á hlað til mín. Hefur fólk
virkilega enga stjórn á afskiptasemi sinni?“
Ofangreint er ekki haft orðrétt eftir nein-
um sérstökum en lýsir skapraunum margra
landeigenda ágætlega.
Allmargar og misjafnar skoðanir hafa
komið fram varðandi áhrif skógræktar á
ýmsa þætti í umhverfinu. Telja sumir að
skógrækt geti verið varhugaverð og jafnvel
stórhættuleg og þess vegna þurfi að ,,koma
böndum á hana“. Því hefur verið haldið fram
að skógrækt geti haft neikvæð áhrif á útsýni,
ýmsar fuglategundir, neysluvatn, fornleifar,
votlendi, mólendi, ræktað og ræktanlegt land
og ,,hina eina réttu og tilgerðarlausu ásýnd
Íslands“ - örfoka mela. Þegar allt er talið
saman má hvergi rækta skóg. Svo er for-
dómum gegn innfluttum trjátegundum oft
ruglað saman við almenn áhrif nýskógrækt-
ar, eins og menn telji að birki breyti skóg-
lausu landi á einhvern hátt minna í skóglendi
en t.d. lerki gerir.
Á hinn bóginn eru margir sem telja skóg-
rækt vera allra meina bót. Hún er góð fyrir
líkama og sál skógræktandans og þeirra sem
nýta skóginn til útivistar, verndar jarðveg og
neysluvatn, eykur líffræðilega fjölbreytni,
bætir skilyrði fyrir líf á í ám og vötnum,
bindur kolefni, byggir upp auðlind og fegrar
land. Það þurfi síður en svo að koma bönd-
um á skógrækt. Þvert á móti þarf að auka
ræktun skóga svo um muni því landið er svo
til skóglaust. Svo er fordómum gegn inn-
lendum tegundum oft ruglað saman við al-
menn áhrif skógræktar því menn vilja fá há-
vaxinn og beinvaxinn skóg en ekki kræklu-
kjarr.
Hér er í raun um tvennskonar spurningar
að ræða. Annars vegar um áhrif nýskógrækt-
ar á hina ýmsu þætti umhverfisins, hver þau
séu, hversu mikil eða víðtæk, hversu misjöfn
eftir trjátegundum eða aðferðum við ræktun-
ina og hversu líklegt sé að teljandi hætta
stafi af eða ágóði verði á. Hins vegar hvort
fólki sem stundar skógrækt sé treystandi fyr-
ir því landi sem það hefur til umráða, því
þegar talað er um að koma böndum á skóg-
rækt er í raun átt við að koma þurfi böndum
á skógræktarfólk.
Varðandi spurningar um áhrif skógræktar
á umhverfisþætti, þá eru þær mishlutlægar
og þar af leiðandi misvel rannsakanlegar.
Sanngjörn niðurstaða flestra þeirra er þó
sennilega sú að skógrækt sé hvorki stór-
hættuleg né allra meina bót, heldur liggi
áhrif hennar einhversstaðar þar á milli, í
flestum tilvikum nær jákvæða enda skalans
en í sumum tilvikum eða á einstaka stað nær
þeim neikvæða.
Áhrif skógræktar
á ræktað land
Ef við tökum áhrif skóg-
ræktar á ræktað eða rækt-
anlegt land sem dæmi þá er
ljóst að einhver skógrækt á
sér stað á túnum og tiltölu-
lega flötu mó- eða gras-
lendi. Hins vegar er flat-
lendi yfirleitt lakara til
skógræktar en brekkur bæði hvað varðar lif-
un trjáa og vöxt. Sérstaklega erfitt er að
koma trjám til í túnum vegna samkeppni við
gras þótt vöxtur þeirra trjáa sem lifa geti orð-
ið mjög góður þegar fram líða stundir. Skóg-
rækt ríkisins mælir ekki með því að tún séu
tekin til skógræktar sökum þess hvað það er
erfitt og frekar er mælt með skógrækt í
brekkum eða hæðóttu landi en á flatlendi.
Sé ekki þörf fyrir tún eða ræktanlegt land
til matvælaframleiðslu má þó segja að slíkt
land sé ágætlega geymt undir skógi. Skógur
byggir upp og viðheldur frjósemi jarðvegs
og ver hann gegn rofi. Ef síðan þarf að taka
það land aftur til annarra nota, þá verður
ekki tæknilega erfitt að ryðja skóginum burt.
Ef forfeður okkar gátu gert það með handafli
og deigum járnáhöldum, þá erum við varla í
vandræðum með að ryðja burt skógi með
öllum okkar dráttarvélum og jarðýtum. Hitt
er svo annað mál að líklega verður veruleg
andstaða gegn því að eyða skógum ef ekki er
rík ástæða til. Að breyta túni í skóg er tækni-
lega erfitt, en að breyta
skógi aftur í tún getur orðið
sálfræðilega og félagslega
erfitt.
Ef þjóðin þarf í tímans
rás aftur á skóglendi að
halda til matvælafram-
leiðslu eða gróðavænleg
ræktun kemur til sögunnar
sem krefst þess að skógi
verði eytt, þá verður honum
eytt. Öll saga mannkynsins
hnígur að því. Það er því ástæðulaust að hafa
áhyggjur af því að skógrækt á ræktuðu eða
ræktanlegu landi skerði landnýtingarmögu-
leika í framtíðinni. Hún mun ekki gera það
þegar á reynir.
Öllu alvarlegra er þegar kallað er efti því
að koma böndum á skógræktarfólk í hvert
skipti sem einhverjum líkar ekki hvar eða
hvernig tiltekin skógræktarframkvæmd á sér
stað. Svo er fólk sem kallar eftir skipulags-
skyldu á öllum hlutum svo það geti skipt sér
af landnýtingu annarra. Ef koma á til móts
við slíkar kröfur er það gert með laga- eða
reglugerðarsetningu sem skerðir umráðarétt
landeiganda á eigin landi. Oft felst réttar-
skerðingin í því að setja íþyngjandi ákvæði,
t.d. um mat á umhverfisáhrifum, skipulags-
skyldu eða framkvæmdaleyfi, frekar en
beinlínis að banna tiltekna landnýtingu. Við
Íslendingar höfum gengið mjög langt í að
lögleiða afskiptasemi.
Of mikil afskiptasemi hér á landi
Í þessu sambandi má spyrja þriggja
spurninga:
1) Hversu langt á að ganga í að skerða
eignarrétt fólks á landi?
2) Hvaða vald eiga einstaklingar, hvort
heldur sem eru sveitungar mínir eða þéttbýl-
isbúar á SV horninu, að hafa yfir landnýt-
ingu á minni jörð?
3) Eru stjórnmálamenn eða stafsfólk rík-
isstofnana eða sveitarfélaga líklegri til að
taka skynsamlegar ákvarðanir um landnýt-
ingu en landeigendur sjálfir? Eflaust sýnist
sitt hverjum, en svör undirritaðs við þessum
þremur spurningum eru:
1) Þegar hefur verið gengið of langt í
skerðingu eignarréttar,
2) ekkert því þeir bera enga ábyrgð og
3) nei.
Fyrir eru umtalsverðar hömlur á skógrækt
á Íslandi. Má þar nefna náttúrufarsleg skil-
yrði svo sem veðurfar sem beinlínis útilokar
skógrækt á meirihluta landsins. Ríkjandi
landnýting (sauðfjárbeit) útilokar skógrækt
allsstaðar nema innan fjárheldra girðinga og
eykur kostnað við skógrækt verulega. Aðrar
fjárhagslegar hömlur eru einnig miklar -
kostnaður við nýræktun skógar á einum
hektara kostar kr. 100.000-350.000 eftir
landgerð og aðferðum. Allir þátttakendur í
landshlutaverkefnunum í skógrækt verða að
fylgja ræktunaráætlunum sem gerðar eru af
skógfræðingum og þar sem tekið er tillit til
verndarþátta og að skógurinn falli sem best
að landinu. Náttúruverndarlög hindra eða
útiloka skógrækt á stórum landsvæðum.
Skógrækt er háð ákvæðum í skipulagsáætl-
unum sveitarfélaga og getur orðið háð mati á
umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi.
Fáar tegundir landnýtingar eru jafn mikl-
um takmörkunum háðar og skógrækt. Þarf
að koma frekari böndum á framkvæmda-
gleði skógræktarfólks sem vill landi sínu og
þjóð ekkert nema vel? Ég held nú ekki.
Þarf að koma böndum á skógrækt?
Þröstur Eysteinsson
þróunarstjóri
Skógrækt ríkisins
Landvernd hefur sent Skipu-
lagsstofnun athugasemdir vegna
skýrslu um mat á umhverfisáhrif-
um fyrir svonefndan Dettifossveg.
Umsögn Landverndar hefur farið
fyrir brjóstið á fyrrum sveitar-
stjórnarmönnum í Skútustaða-
hreppi og hafa þeir verið harðorðir
í garð samtakanna. Bergur Sig-
urðsson framkvæmdastjóri Land-
verndar segir félagið hafa komið
sínum sjónarmiðum á framfæri
með faglegum og málefnalegum
hætti og að ummæli fyrrverandi
sveitarstjórnar hafi komið samtök-
unum í opna skjöldu. Jafnframt
telur hann að orðaval fyrrum sveit-
arstjórnar-manna allt að því óvið-
eigandi í opinberri umræðu.og seg-
ir afstöðu Landverndar til Detti-
fossvegar ekki þá sem fyrrum
sveitarstjórn hafi haldið fram.
Mikilvægt að bæta
samgöngur á svæðinu
,,Nei, því fer fjarri og í raun
illskiljanlegt að einhverjum skuli
hafa tekist að lesa þá afstöðu út úr
umsögn Landverndar,“ segir Berg-
ur spurður hvort Landvernd sé
mótfallin Dettifossvegi vestan Jök-
ulsár á Fjöllum. Hann segir að í
umsögn samtakanna sé tekið undir
mikilvægi þess að bæta samgöngur
á svæðinu. ,,Hinsvegar höfum við
bent á að þar sem vegurinn fer um
þjóðgarð beri að taka ríkt tillit til
náttúruverndarsjónarmiða. Helstu
rökin fyrir vegagerðinni eru að
bæta aðgengi ferðamanna að nátt-
úruperlum þjóðgarðsins í Jökuls-
árglúfrum. Fjölmargar rannsóknir
sýna að ferðamenn koma fyrst og
fremst til landsins til þess að njóta
náttúrunnar sem landið hefur upp á
að bjóða. Með því að fella veginn
að landslaginu, með svipuðum
hætti og gert var þegar vegurinn um
þjóðgarðinn á Þingvöllum var lagð-
ur, væru vernduð þau gæði sem
ferðamennirnir vilja njóta.“
Ekki hraðbraut
Bergur bendir á að í frummats-
skýrslu um mat á umhverfisáhrif-
um sé hinsvegar gengið út frá
beinum og breiðum vegi með 90
km hámarkshraða. Sú hönnun
samræmist illa þeim tilgangi sem
vegurinn á að þjóna og Landvernd
hefur gagnrýnt Vegargerðina fyrir
að kynna ekki valkost með lægri
hámarkshraða og minni umhverf-
isáhrifum. Þá hafa samtökin bent á
að uppbyggður heilsárvegur með
90 km hámarkshraða eigi betur
heima austan megin Jökulsár á
Fjöllum, ekki þar sem vegagerð er
nú fyrirhuguð vestan megin árinn-
ar. Vestan megin eigi að leggja veg
með bundnu slitlagi sem miðast
við náttúruvæna ferðaþjónustu,
ekki hraðbraut.
Ekki hægt að setja
málið upp með þessum hætti
Bergur segir að Landvernd hafi
ekki átt aðild að samráðsferli um
vegagerðina sem fram fór á árinum
2001 til 2002 og hafi því ekki haft
tök á að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri á þeim vettvangi. Hann
bendir á að í orðum fyrrverandi odd-
vita Skútustaðahrepps komi fram að
snarpar deilur hafir átt sér stað í sam-
ráðsnefndinni sem bendi til að ekki
hafi verið mikil og góð samstaða
innan nefndarinnar.
,,Nú er framkvæmdin hins vegar í
matsferli en þá gefst almenningi og
frjálsum félagasamtökum tækifæri
til að koma að athugasemdum eins
og lög kveða á um. Það hljóta aðilar
máls að mega gera á lýðræðislegum
grundvelli án þess að vera sakaðir
um ,,hroka og vanvirðingu“ gagn-
vart öðrum sjónarmiðum. Þá er rétt
að benda á að margt í athugasemd-
um Landverndar er í ágætu samræmi
við ábendingar og athugasemdir sem
Umhverfisstofnun sendi Vegargerð-
inni í byrjun árs. Það er því ekki
hægt að setja málið upp með þeim
hætti að lokað samráð fyrir all-
nokkru síðan hafi skilað sér í víð-
tækri sátt allra málsaðila. Landvernd
er sem betur fer ekki ein um að vilja
standa vörð um náttúruna,“ segir
Bergur.
Kynna sér allar hliðar mála
Landvernd lítur svo á, segir Berg-
ur að mikilvægt sé að ólík sjónarmið
geti tekist á og kappkostar að kynna
sér allar hliðar mála þegar þau eru til
umfjöllunar. Þetta gera samtökin
m.a. með opnum fundum og mál-
stofum til að undirbyggja sem
vandlegast umsagnir sínar og með
því að ráðfæra sig sem víðast við
sérfróða menn, ekki síst staðkunn-
uga heimamenn þegar um fram-
kvæmdir er að ræða. Samtökin
leitast við að skoða hlutina í sem
víðasta samhengi og hafa heildar-
og langtímahagsmuni að leiðar-
ljósi. Í þeim efnum er tekið mið af
stefnu íslenskra stjórnvalda hvað
varðar sjálfbæra þróun og öðrum
meginreglum alþjóðlegs umhverf-
isréttar. Sérstaklega er skoðað
hvernig forsendur fyrir fram-
kvæmdum geta breyst en með því
er stuðlað að því að koma í veg
fyrir óþarfa og óafturkræf eigna-
spjöll, öllum landsmönnum til tjóns.
Aðgengi bætt en raski
haldið í lágmarki
Frummatsskýrsla Vegargerðar-
innar hefur fengið þá umfjöllun
sem lög kveða á um og núna kem-
ur það í hlut Vegagerðarinnar að
vinna endanlega matsskýrslu. Þeg-
ar hún liggur fyrir hefur Skipu-
lagssstofnun fjórar vikur til þess
að gefa út rökstutt álit á skýrsl-
unni. Að því fengnu er leyfisveit-
endum heimilt að gefa út tilskilin
leyfi og framkvæmdir geta hafist.
,,Við skulum vona að Vegagerðin
endurskoði málið í ljósi framkom-
inna ábendinga og fjalli um nátt-
úruvænan ferðamannaveg í endan-
legri matsskýrslu. Þannig mætti
bæta samgöngur um svæðið og
bæta aðgengi að náttúruperlum
þjóðgarðsins á sama tíma og raski
yrði haldið í lágmarki.“
Landvernd sendir Skipulagsstofnun athugasemdir vegna
skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Dettifossvegar:
Vegurinn verði lagður
í sátt við umhverfið