Bændablaðið - 27.06.2006, Side 26
26 Þriðjudagur 27. júní 2006
„Opinberar álögur á landflutn-
inga eru svakalega miklar og
skekkja samkeppnisstöðu fyrir-
tækja úti á landi stórkostlega.
Nærri lætur að önnur hver
króna af flutningsgjöldum séu
skattar í einhverri mynd og því
ætti ríkið að eiga auðvelt með að
lækka þessa gjaldheimtu eitt-
hvað. Hins vegar virðist viljinn
til þess ekki mikill hjá ríkis-
stjórnarflokkunum„, segir
Kristján L. Möller þingmaður
Samfylkingar.
Á nýliðnum þingvetri spurði
Kristján iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra hvað liði aðgerðum til að
jafna flutningskostnað, samanber
loforð ríkisstjórnarflokkanna fyrir
síðustu alþingiskosningar. Að því
er fram kom í svari þáverandi ráð-
herra, Valgerðar Sverrisdóttur, hef-
ur starfshópur fulltrúa samgöngu-,
iðnaðar- og fjármálaráðuneyta far-
ið yfir þessi mál, ásamt Byggð-
stofnun. Iðnaðarrráðuneytið komst
að þeirri niðurstöðu á grundvelli
tillaga Byggðastofnunar að væn-
legasta leiðin til þess að jafna að-
stöðu fyrirtækja væri að endur-
greiða þeim úr ríkissjóði hluta
kostnaðar við flutninga. Á hinn
bóginn hefur ekki náðst samstaða
um framgang málsins milli áður-
nefndra ráðuneyta og á hinum pól-
ítíska vettvangi. Þar stendur hníf-
urinn í kúnni.
Tillögurnar eru ríkisleyndarmál
„Þetta mál er allt hið einkenni-
legasta. Fyrir það fyrsta hef ég
ekki fengið að sjá tillögur ráðu-
neytanna og Byggðastofnunar líkt
og þær séu ríkisleyndarmál. Frómt
frá sagt virðast ríkisstjórnarflokk-
arnir afar áhugalausir um þetta mál
og þessi tregða til að láta mér sjálf-
sagðar upplýsingar í té bendir til
að tillögur ráðuneytanna séu harla
lítilfjörlegar„, segir Kristján, sem
hefur reifað þetta mál á Alþingi
reglulega frá því hann tók þar sæti
árið 1999.
Kristján bendir á að fyrir nær
þremur árum hafi stjórnvöld tekið
ákvörðun um að hækka þungaskatt
um 8% til að undirbúa frekari upp-
töku olíugjalds. Sú hækkun hafi
farið þráðbeint út í verðlagið. Síð-
asta sumar hafi olíugjaldið svo
komið í stað þungaskatts - sem sé
þó áfram lagður á stærstu gerðir
flutningabíla. „Þetta hefur haft í
för með sér töluvert mikla hækkun
flutningsgjalda og þar við bætist
virðisaukaskattur„, segir Kristján -
og bætir við að þau varnaðarorð
sín að upptaka olíugjalds myndu
íþyngja atvinnurekstri á lands-
byggðinni hafi komið á daginn.
Mikilvægar dæmisögur
„Nú í aðdraganda sveitarstjórn-
arkosninga ræddi ég við fram-
kvæmdastjóra stórs fyrirtækis á
Akureyri sem sagði mér að árlegur
flutningskostnaður þar á bæ væri
150 milljónir króna. Þar af má ætla
að ríkið tæki helming. Þetta eru
afar sláandi tölur og að sama skapi
er sárt að stjórnvöld lækki ekki
skatta á flutninga. Slíkt myndi
gjörbreyta rekstrarskilyrðum fyrir-
tækja úti á landi, sem mörg hver
eru að sligast undan þessum kostn-
aði„, segir Kristján, sem fær reglu-
lega tölvubréf eða símhringingar
frá landsbyggðarfólki sem vekur
máls á því hve há flutningsgjöld
það þarf að greiða. Þannig keypti
fjölskylda vestur á fjörðum borð-
stofuborð og tíu stóla í Reykjavík
fyrir 90 þúsund - en þegar hús-
gögnin voru komin vestur höfðu
32 þúsund krónur bæst við í flutn-
ingskostnað. Flutningur á smá-
pakka frá Akureyri til Vopnafjarðar
kostnaði 10 þúsund krónur.
„Ég vil gjarnan fá fleiri svona
dæmisögur. Mikilvægt er að
klappa steininn sem ég trúi að leiði
til þess að skattar á flutninga verði
lækkaðar„, segir þingmaðurinn.
Dýrir flutningar vestur
Fyrir nokkrum dögum var
greint frá niðurstöðum athugunar á
flutningskostnaði sem unnin var
fyrir sjávarútvegsklasa Vestfjarða.
Markverðasta niðurstaðan þar er
sú að fjórðungi dýrara er að flytja
eitt tonn til Ísafjarðar en Horna-
fjarðar frá Reykjavík, þrátt fyrir að
vegalengdin sé sú sama. Kemur
fram að þegar olíugjald og kíló-
metragjald var lagt á í stað þunga-
skatts í fyrra lögðust opinber gjöld
þyngra á flutninga til Vestfjarða en
annarra landshluta. Ástæðan er sú
að olíunotkun er meiri á leiðinni
vestur, enda yfir fjallvegi að fara.
„Ég kannast við þetta dæmi.
Vestfirðingar greiða hæstu flutn-
ingsgjöld sem þekkjast á landinu,
enda olíueyðsla bíla á þessari leið
mikil þar sem um háa fjallvegi er
að fara. Oft er líka vindasamt á
leiðinni, þannig að ríkissjóður
hagnast talsvert á mótvindi ef
þannig blæs. Það leggst allt á eitt„,
segir Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller alþingismaður vill lækkun flutnings-
gjalda sem hann segir íþyngja landsbyggðinni:
Ríkissjóður hagnast á
mótvindi ef þannig blæs
„Fjórðungi dýrara
er að flytja eitt tonn
til Ísafjarðar en
Hornafjarðar frá
Reykjavík, þrátt fyr-
ir að vegalengdin sé
sú sama.„
Nú í sumar eiga 25 fjölskyldur
kost á því að dveljast á bændabýl-
um á Mið-Jótlandi og kynnast dýr-
unum á bæjunum. Það er Holster-
bro Turistbureau og samtökin
Åbent Landbrug Midt & Vest sem
standa fyrir þessu tilboði.
Nýlega spurði amma Markús
litla hvaðan mjólkin kæmi? Úr
búðinni, svaraði hann. Afi og
amma komust þá að þeirri niður-
stöðu að tími væri til kominn að
fara með barnið út í sveit, til að sjá
alvöru kú.
Þetta er algeng saga og sama
gildir um kunnugleika barna á öðr-
um búgreinum. Því ákvað ferða-
skrifstofan að gera eitthvað í mál-
inu.
Í heimsóknunum verður lögð
áhersla á velferð búfjárins og
kynntur uppruni þeirra búvara sem
við kaupum úti í búð. Vakin verður
athygli á lífrænum framleiðsluað-
ferðum og því að útgjöld margra
heimila til matarkaupa fara lækk-
andi, sem hljómar sem mótsögn.
Þetta verða eins dags heim-
sóknir á hverjum bæ þar sem
fylgst verður með daglegum verk-
um á bænum. Síðan verður farið á
fleiri bæi en einn daginn verður
farið á byggðasafnið í Hjerl Hede.
Þar gefst tækifæri til að reyna sig
við að kemba ull, strokka rjóma og
þreskja kornhálm, eins og gert var
í gamla daga.
Vikunni lýkur svo með því að
fjölskyldan, sem hefur allan tím-
ann búið í húsvagni, fer á landbún-
aðarsýningu sem fer fram um þetta
leyti í Herning. Þar er boðið upp á
fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskyld-
una, auk þess sem þar eru endur-
nýjuð kynni við fjölskyldurnar
sem höfðu verið heimsóttar fyrr í
vikunni.
Á sýningunni eru auk annars,
matvæladeild, blómadeild, deild
fyrir náttúruskoðun, umhverfis- og
orkudeild, hestasýning og að sjálf-
sögðu meira en 2000 dýr af öllum
gerðum.
Sumarfrí með dýr-
unum á bóndabæjum
í Danmörku
Nú eru 237 hjúkrunarrými í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í
svari heilbrigðisráðherra við spurningu Guðjóns Hjörleifssonar en
hann fýsti að vita hversu mörg hjúkrunarrými væru í notkun í Suð-
urkjördæmi og hversu mörg hjúkrunarrými væri áætlað aðtaka í
notkun í kjördæminu á næstu fjórum árum?
Í svarinu kemur fram að í Reykjanesbæ sé áætlað að byggja hjúkrun-
arheimili með 30 hjúkrunarrýmum og mun það fela í sér aukningu um
10 hjúkrunarrými. Þá er í byggingu á Selfossi hjúkrunarheimili með um
það bil 40 hjúkrunarrýmum, en 26 verða lögð niður á Ljósheimum,
þannig að fjölgunin nemur um 12 rýmum. Samtals er því áætlað að
fjölga hjúkrunarrýmum í kjördæminu um 24 á næstu árum.
Hornafjörður 26
Klaustur 17
Vík 12
Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum 16
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum 30
Kirkjuhvoll, Hvolsvelli 11
Lundur, Hellu 25
Blesastaðir, Skeiðum 3
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ljósheimar 26
Kumbaravogur, Stokkseyri 42
Sólvellir, Eyrarbakka 3
Ás, Hveragerði 26
237 hjúkrunarrými eru í Suðurkjördæmi