Bændablaðið - 29.05.2007, Síða 8

Bændablaðið - 29.05.2007, Síða 8
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 20078 Kolefnisbinding nýskógræktar hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu og í síðasta Bænda- blaði skrifaði Daði Már Kristó- fersson hagfræðingur Bændasam- taka Íslands um þau hagrænu tækifæri sem í henni eru fólgin fyrir bændur. Skógfræðingar hafa einnig velt þessu fyrir sér og einn þeirra, Arnór Snorrason sér- fræðingur á Rannsóknastöð Skóg- ræktar á Mógilsá, skrifaði nýlega grein í Skógræktarritið um lang- tímaspá um kolefnisbindingu ný- skógræktar. Í greininni dregur Arnór upp tvenns konar framtíðarsýn á það hvernig hægt væri að nálgast það markmið sem sett hefur verið í lög- um um landshlutabundin skógrækt- arverkefni frá því um aldamótin að skógur verði ræktaður á um 5% lands neðan 400 metra hæðar yfir sjávarmáli. Þetta jafngildir því að ræktaður skógur þeki 215.000 hektara en samkvæmt úttekt sem gerð hefur verið á núverandi skóg- arþekju er ræktað skóglendi tæp- lega 29.000 hektarar að flatarmáli. En hversu langan tíma tæki að ná þessu markmiði? „Ef árleg gróðursetning verður svipuð og hún hefur verið á und- anförnum árum, eða um fimm milljónir plantna á ári, tæki það um 116 ár að ná markmiðinu. Það næð- ist með öðrum orðum árið 2122 eða þar um bil. Gróðursetningin tók mikinn kipp upp úr 1990, fram að því hafði hún verið um ein milljón plantna á ári en fór á skömmum tíma upp í 4-5 milljónir og er nú á bilinu 5-6 milljónir plantna á ári. Verði á hinn bóginn staðið við það markmið í áðurnefndum lögum að ljúka þessu verki á 40 árum, eða árið 2040, þyrfti að auka árlega gróðursetningu upp í um það bil 17 milljónir plantna á ári. Það þýðir í raun þreföldun frá því sem nú er.“ Kvótakerfi kolefnisins Þetta er mikið stökk, en er það raunhæft að ná því? „Vissulega er þetta stórt stökk og gerir þá kröfu að fjárveitingar til skógræktar verði auknar verulega. Á það ber hins vegar að líta að þegar landshlutabundnu skógrækt- arverkefnin fóru af stað var upp- bygging þeirra og skipulag miðað við þetta mikla gróðursetningu. Það má því segja að með því að auka hraðann værum við að auka hag- kvæmni þessara verkefna.“ Gæti kvótakerfi sem byggist á kolefnisbindingu nýst til að auka framkvæmdahraðann? „Já, það má alveg hugsa sér það. Tekjurnar af kolefnisbindingunni geta staðið undir allri nýskógrækt á vegum þessara verkefna.“ Með kvótakerfi er átt við að fyr- irtæki og einstaklingar sem valda mengun með útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda greiði ákveðið gjald sem svarar til þess hversu mikið þurfi að gróðursetja af trjám til að vega upp á móti útblæstrinum. Vísir að slíku kerfi var settur á laggirn- ar nú í maímánuði með stofnun Kolviðar þar sem bíleigendur geta jafnað kolefnisútblástur bifreiða sinna. „Mér finnst líklegt að þetta kerfi geti aukið skógrækt verulega. Þarna verður þó að gera greinarmun á mörkuðum. Kerfi eins og Kolviður er frekar ímyndarmarkaður þar sem fólk getur sefað samvisku sína með því að jafna kolefnisútblástur sinn. Það er ekkert sem skyldar fólk eða fyrirtæki til að kolefnisjafna. Næsta skref hlýtur að verða að stjórnvöld komi á kerfi þar sem fyrirtækjum sem menga er gert skylt að kaupa sér heimildir. Að vísu eru stærstu mengunarvaldarnir, álverin, svo stór í þessu dæmi að þau verða seint kolefnisjöfnuð hér innanlands. Möguleikarnir liggja hins vegar í því að kolefnisjafna bílaumferð- ina og flotann. Þar er útblásturinn það lítill hluti af rekstrarkostn- aði að reksturinn hlýtur að geta borið útgjöld sem því fylgja. Slík „skyldubundin“ kolefnisjöfnun gæti líka aukið umhverfisvitund og ýtt á þróun í átt að minni útblæstri. Með þessu móti væri orðinn til lög- bundinn markaður með mengunar- kvóta.“ Mikilvægt hlutverk miðlarans Framtíðarsýnin er sú að féð sem kemur inn með þessum hætti renni í sjóð sem notaður er til að kosta skógrækt. En getur hver sem er sótt um fé í sjóðinn? „Já, ég sé ekkert því til fyr- irstöðu. En það yrði að koma á öfl- ugu og öruggu miðlunarkerfi þar sem haft yrði eftirlit með því að um raunverulega langtímabindingu sé að ræða. Þarna getum við lært af Bretum sem gerðu þau mistök að koma á fót allt og flóknu og ógegnsæju miðlunarkerfi. Þar fór allt úr böndunum og peningunum var sóað í alls kyns vitleysu en nú eru þeir að koma skikki á kerfið og gera strangar kröfur til miðlara og ræktenda, auk þess sem eftirlitið er hert. Það er full ástæða til þess að hafa strangt eftirlit með þessari skógrækt því kolefnisforðinn sem binst þarf að haldast óbreyttur til lengri tíma. Það þýðir ekki að menn geti ekki nýtt skóginn svo fremi þeir gæta að því að halda skógræktinni áfram.“ Arnór sér fyrir sér að landshluta- bundnu skógræktarverkefnin gætu tekið að sér mikilvægt hlutverk í þessu kerfi hér á landi. „Þau eru nú þegar að miðla fram- kvæmdum til bænda og geta þess vegna tekið að sér verkefni fyrir Kolvið eða aðra miðlara. Vandinn yrði að samræma fjármögnun vegna bindingar við þá styrki sem bændur hljóta nú þegar fyrir að rækta skóg. Það er mikilvægt að gæta vel að siðferðinu í þessu verkefni því það getur ekki gengið að menn séu að fá greitt úr þessu kerfi fyrir skóga sem ræktaðir hafa verið fyrir fjár- muni sem aðrir hafa lagt fram. Þar sem þetta hefur verið reynt erlendis er mikið lagt upp úr því að sú skóg- rækt sem styrkt yrði með þessum hætti sé raunveruleg viðbót við það sem fyrir er.“ Við hvað er þá rétt að miða? „Ég sé það fyrir mér að lands- hlutabundnu skógræktarverkefnin noti þessa fjármuni í skýrt afmörk- uð viðbótarverkefni en blönduðu þeim ekki inn í það sem nú er verið að gera.“ Kallar á gott skipulag En nú eru það ekki einungis bændur sem hafa áhuga á skógrækt. Hvað um sumarbústaðaeigendur sem vilja rækta í kringum bústaði sína, eiga þeir að fá aðgang að þessum fjármunum? „Í sjálfu sér ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu nema það að verk- efnin þyrftu að vera af ákveðinni stærð. Eftirlitið með bindingunni er dýrt og það yrði mjög kostnaðar- samt að fylgjast með fjölmörgum litlum ræktendum um allt land. En allir sem eru að rækta eru að hjálpa til við aukna kolefnisbindinguna. Þess ber þó að geta að í umfjöll- un um kolefnisbindingu er vaninn að reikna ekki með jólatrjáarækt, skjólbeltarækt og garðrækt.“ En geta bændur hvar sem er á landinu tekið þátt í þessu verkefni? „Við vitum að ræktunarskilyrði eru misjöfn eftir landshlutum. Bestu skilyrðin eru inn til landsins eins og á Fljótsdalshéraði og í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands, en þau versna þegar komið er út á annesin. Þar er vöxturinn hægari og þá hlýt- ur kerfið að verða þannig að það verður borgað fyrir það sem vex. Þar sem vöxturinn er minni verða tekjurnar minni. Þetta verður ekki reiknað út í flatarmáli skóganna eingöngu. Þarna reynir á að miðlararnir fjárfesti þar sem vöxturinn er mest- ur. Það þarf að stýra þessu verk- efni vel og faglega. Kosturinn við skógræktarverkefnin er sá að þau eru dreifð um allt land. Þetta er því gott framlag til byggðaþróunar og getur riðið baggamuninn hjá mörg- um bændum um það hvort þeir geta búið áfram á jörðum sínum. En það þarf að skipuleggja vel hvar skógur er ræktaður, að það sé ekki í andstöðu við vilja almenn- ings. Sumir hafa haft af því áhyggjur að verið sé að taka gott akuryrkju- land undir skógrækt en ég er ekki á því að það sé gert. Besta landið undir skógrækt er í hlíðum en ekki á flatlendi þar sem skjól er minna og meiri hætta á frostskemmdum. Það er nóg pláss í landinu því þó þetta gengi eftir yrðum við eftir sem áður það land Evrópu þar sem hlutfall skógar er lægst.“ Verðið hlýtur að hækka Arnór segist ekki gera sér fulla grein fyrir því hvort svona verkefni sé framkvæmanlegt. „Ég get vel ímyndað mér að ýmsir flöskuhálsar gætu orðið erf- iðir viðureignar. Til dæmis að tryggja nóg framboð af fræi. Eins gæti reynst snúið að útvega nóg af góðu landi til skógræktar, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur að eftirspurn eftir jörðum hefur aukist og ýmsir hafa keypt upp jarðir sem eru ekki endilega með það efst í huga að rækta þær upp. Það skiptir verulegu máli hvað gerist í loftslagsmálunum. Fráfar- andi ríkisstjórn setti sér mjög metn- aðarfull markmið á síðustu dögum sínum. Þau eru í takt við það sem er að gerast í Evrópu. Þau þýða að við þurfum að draga saman útblást- urinn sem jafngildir um 100.000 tonnum af CO2 á ári og það næst ekki með skógræktinni einni. Það þarf að taka á alls staðar, hætta að aka um að stórum jeppum, draga úr útblæstri á öllum sviðum og auka skógrækt og landgræðslu.“ Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir því hversu hátt verðið á los- unarheimildunum verður. Í grein- inni í Skógræktarritinu miðar hann við það verð sem greitt hefur verið á innri markaði Evrópusambandsins en það hefur að undanförnu verið í kringum 20 evrur sem samsvara 1.600-1.700 krónum fyrir kolefn- istonnið. Reikna megi með að með- alkostnaður við að binda hvert tonn sé tæplega 1.000 kr. og nettóhagn- aður af bindingunni sé því um 700 kr. á tonnið. Í þessu dæmi er miðað við að hver hektari skóglendis geti bundið 4,4 tonn af CO2. „Vandinn liggur í því að þessi markaður er svo óþroskaður og stór hluti atvinnulífsins í álfunni hefur ekki aðgang að honum. Hins vegar bendir allt til þess að eftir að yfirstandandi viðmiðunartímabili Kyoto-bókunarinnar lýkur árið 2012 verði samið um enn frekari niðurskurð á gróðurhúsaloftteg- undum og þá rýkur verðið á los- unarheimildunum upp. Það væri ekki nema einhver snillingur fyndi upp möguleika á að binda kolefni á hagkvæman hátt beint úr kolara- forkuverum sem verðið gæti lækk- að. Við getum samt sem áður ekki setið og beðið eftir kraftaverkum. Það verður að hefjast handa strax,“ segir Arnór Snorrason skógfræð- ingur. –ÞH Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 12. júní Skógrækt þyrfti að þrefaldast Rætt við Arnór Snorrason skógfræðing um möguleika kolefnisbindingar til að auka skógrækt og styrkja byggðina í landinu Arnór Snorrason skógfræðingur styður sig við þrítuga kolefnisbindingu í skóginum að Mógilsá. Þetta graf sýnir reiknaðan nettóhagnað af kolefnisbindingu vegna nýskógræktar frá 1990. Græna línan sýnir bindinguna miðað við óbreytta skógrækt frá því sem nú er. Sú gulu sýnir bindinguna miðað við að skógrækt verði aukin upp í uþb. 17 milljónir plantna árlega fram til 2040 þegar markmiðinu um að að skógur þeki 5% af láglendi en þá verði dregið verulega úr henni.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.