Bændablaðið - 29.05.2007, Page 10

Bændablaðið - 29.05.2007, Page 10
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200710 Eins og áður hefur verið sagt frá í Bændablaðinu fann Reynir Bergsveinsson minkaveiðimaður upp nýja tegund af minkagildr- um fyrir nokkrum árum sem hann kallar minkasíur. Nú eru liðin fimm ár síðan hann byrjaði að veiða í gildrurnar vítt og breitt um landið en mest á Vestur- og Suðurlandi. Á þessum fimm árum hefur hann veitt á annað þúsund minka í síurnar á þeim svæðum þar sem þær hafa verið lagðar niður. Það er fyrirtækið Vaskur á Bakka ehf. í Reykjavík sem sér um sölu á síunum fyrir Reyni. Rörin koma frá BM Vallá en járnavirkið inni í rörunum er framleitt víða. Landeigendur geta því keypt síurn- ar og lagt þær niður í landi sínu. Hins vegar segir Reynir að það sé alls ekki sama hvernig né hvar þær eru settar niður og því þurfi að kanna landið mjög vel áður en farið að setja síurnar niður. Hafist handa á Suðurlandi Árið 2005 gerði Reynir samning við sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Grímsness- og Grafningshrepps um að koma fyrir minkaveiðisíum á þessu víðáttumikla landsvæði og annast um tæmingu þeirra. Árið 2005 komu um það bil 150 minkar úr minkasíunum á svæð- inu. Árið 2006 komu 167 mink- ar í síurnar. Á þeim svæðum þar sem síur Reynis hafa verið lagðar hafa veiðast 136 minkar eftir vet- urinn í ár. Reynir segist hafa skil- að til Náttúrustofu í Stykkishólmi, sem vinnur að útrýmingu minks á Snæfellsnesi, 30 minkum sem eru veiddir við Haffjarðará og utar á Snæfellsnesinu en hann hefur ekk- ert verið beðinn um að taka þátt í því verkefni! Þeir sem kaupa minkasíurnar af Reyni eru aðallega Landssamband veiðifélaga, Æðarræktarfélag Íslands, leigutakar laxveiðiáa og fleiri aðilar. Reynir er svo fenginn til að annast þær. Æðarvarp væri ekki til „Því fé sem varið hefur verið til minkaveiða undanfarna áratugi hefur alls ekki verið kastað á glæ eins og margir segja. Ég þori að fullyrða að æðarvarp væri ekki til á Íslandi ef minkaveiðar hefðu ekki verið stundaðar. Og varðandi minkasíurnar nefni ég ummæli Jóns Þórarins Eggertssonar á Eyri í Svínadal. Veiðifélag Laxár í Leirársveit keypti 10 minkasíur í fyrra og voru þær lagðar niður í október sl. Vitjað var um þær í mars sl. og úr fyrstu síunni komu 3 minkar. Þá sagði Jón á Eyri: Ekki datt mér í hug að þetta helv… virk- aði.“ Nú stendur yfir tilraun til að útrýma mink á ákveðnu svæði í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Tilraunin á að leiða í ljós hvort hægt sé að eyða mink á ákveðn- um svæðum eða ekki. Reynir var spurður hvort hann teldi raunhæft að ætla að hægt væri að útrýma mink á þessum svæðum? Nær útilokað að útrýma mink á Snæfellsnesi „Ég hef trú á því að Eyfirðingunum takist að útrýma mink hjá sér en þá hefst um leið varnarbarátta gegn því að minkurinn nemi land aftur vegna þess að það vantar mikið á að lokað sé á allar aðkomuleiðir fyrir hann. Ég hef aftur á móti ekki trú á því að það takist að útrýma mink á Snæfellsnesinu vegna þess að þar sem hraun gengur í sjó fram er minkur óvinnandi. Ef það tekst er það fyrir það eitt að nú er kom- inn þjóðgarður á Snæfellsnesinu og þar má ekki drepa tófu en hún gengur mjög hart fram gegn minkn- um. Þær stela frá honum ætinu og liggja fyrir honum þegar þær eiga von á honum meðfram lækjunum með æti og grafa líka eftir því í snjó og mold. Minknum verður ami af þessu og hann hrekst burtu. Ég hef séð það sjálfur að þar sem mikið er um tófu þar er lítið um mink,“ segir Reynir Bergsveinsson. Það eru mikil ferðalög sem fylgja vinnu hans og árið 2005 keyrði hann rúma 50 þúsund kíló- metra bara vegna vinnunnar í kring- um minkasíurnar. S.dór Á efstu myndinni stendur Reynir Bergsveinsson við stafla af steypu- rörum sem notuð eru í minkasíurn- ar. Hér til hliðar er Reynir með afrakst- ur úr góðri veiðiferð. Verulegur stærðarmunur er á kynj- unum hjá mink eins og sjá má á myndinni neðst til vinstri. Læðan er vinstra megin en högninn til hægri. Hér að neðan er gildra sem veiði- menn á vegum Náttúrustofa í Stykk- ishólmi hafa sett upp. Reynir Bergsveinsson minkaveiðimaður Hefur veitt á annað þúsund minka á fimm árum í nýju minkasíurnar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.