Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200715 ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Eigum fyrirliggjandi vandaða flaghefla fyrir bændur og verktaka. Vinnslubreiddir 2,50 m og 3,00 m. Vökvasnúningur og vökvaskjekkjanlegir. Landhjól að aftan. Hagstætt verð. Flagheflar Veruleg stækkun á húsnæði heilsugæslunnar í Siglufirði Á dögunum var skrifað undir verk- samning milli ríkisins og bygginga- félagsins Bergs hf. í Siglufirði um viðbyggingu við húsnæði heilsu- gæslunnar á staðnum. Það voru Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Birgir Guðlaugsson, framkvæmda- stjóri Bergs, sem undirrituðu sam- komulagið. Í því felst að reist verður nýbygging við núver- andi húsnæði sem verður liðlega 1000 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir að heild- arkostnaður við bygginguna verði um 270 milljónir króna en áætluð verklok eru um mitt sumar 2008. Þess má geta að núverandi sjúkra- hús á Siglufirði var vígt árið 1966 og leysti þá af hólmi eldra hús sem tekið var í notkun 1928. Gamla húsið var rifið ári eftir vígslu nýja hússins en nýbyggingin sem nú er verið að hefjast handa við mun að hluta til rísa þar sem gamla húsið stóð. ÖÞ www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.